Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 Sænska lögreglan hefur gefið út al- þjóðlega eftirlýsingu til höfuðs Mark Lorentzon, hálfsextugum manni, sem grunaður er um að hafa staðið á bak við kraftmikla sprengingu í fjölbýlis- húsi nærri miðbæ Gautaborgar á þriðjudagsmorguninn í síðustu viku með þeim afleiðingum að flytja þurfti 20 manns á sjúkrahús, þar af fjóra al- varlega slasaða. Héraðsdómstóll í Gautaborg hefur úrskurðað Lorentzon í gæslu- varðhald in absentia, það er að segja að honum fjarstöddum, og kveður Thomas Fuxborg, talsmaður lögregl- unnar í Gautaborg, nokkrar ábend- ingar hafa borist lögreglu um aðsetur Lorentzons. Húsleit í Ósló Ein þessara ábendinga barst frá Ósló í Noregi þar sem vopnuð lög- regla réðst til inngöngu í glæsivillu á Bygdøy um helgina vegna gruns um að hinn eftirlýsti leyndist þar, en hann er sagður hafa starfað við skipa- miðlun, sem hann lærði í Noregi um aldamótin, og við störf sín unnið fyrir margar stærstu skipaútgerðir heims, eftir því sem sænskir fjölmiðlar greina frá. Norskt símanúmer Lorentzons tengdi hann við heimilisfangið á Bygdøy, en fyrrverandi eigandi húss- ins, sem leitað var í, upplýsti lögreglu um að hann hefði leigt Lorentzon hluta hússins fyrir mörgum árum. Myndir frá öryggismyndavél, sem sænska lögreglan hefur birt í fjöl- miðlum, sýna Lorentzon koma inn í anddyri fjölbýlishússins í Gautaborg og bera eitthvað sem líkist brúnum bréfpoka. atlisteinn@mbl.is Ljósmynd/Sænska lögreglan Á vettvangi Lorentzon kemur inn í fjölbýlishúsið með brúnan bréfpoka. Eftirlýstur vegna sprengingarinnar - Talinn fara huldu höfði í Ósló Nokkrum stúlk- um hefur nú aft- ur verið leyft að stunda nám í Afganistan, en talíbanar höfðu áður bannað stúlkum að mennta sig. Vígahópurinn náði aftur tökum á landinu eftir nýlegt brotthvarf alþjóðaherliðsins undir forystu Bandaríkjanna. Einungis stúlkur búsettar í Kún- dúz-héraði í norðurhluta landsins mega snúa aftur til náms. Stúlkum annars staðar í Afganistan er áfram haldið utan við skólabygg- ingar. Birst hafa myndir af stúlkum þar sem þær sjást ganga inn í skóla- byggingu. Eru þær svartklæddar og með hvíta slæðu yfir höfði. Sum- ar þeirra eru með andlit sitt alveg hulið. Þá er konum nú einnig bann- að að taka þátt í atvinnulífinu. AFGANISTAN Stúlkur í einu héraði snúa aftur til náms Nám Stúlkur á leið í skóla. Íran hvetur nú kjarnorkustofn- un Sameinuðu þjóðanna (IAEA) til að fordæma skemmdar- verkaárás á kjarnastöð 50 km vestur af Teher- an, en árásin var gerð á höfuð- stöðvar kjarn- orkumála landsins 23. júní síðastlið- inn og olli miklu tjóni á húsnæðinu. Ráðamenn í Teheran segja sveit- ir Ísraela bera ábyrgð á árásinni sem þeir kalla hryðjuverk. Sein við- brögð alþjóðasamfélagsins til að fordæma verknaðinn eru að sama skapi harðlega gagnrýnd af þeim. IAEA bendir á að eftirlits- mönnum þeirra hafi verið mein- aður aðgangur að stöðinni til að meta skemmdir. Þessu neita þó talsmenn Írana og segja kjarn- orkustofnunina draga lappirnar. ÍRAN Vilja vekja alþjóðleg viðbrögð Deila Fulltrúi Írans hjá IAEA. Facebook setur fjárhagslegan ávinn- ing ofar almannaheill. Þessi öflugi samfélagsmiðill lætur falsfréttir, hat- ursorðræðu og margs konar upplýs- ingaóreiðu viðgangast ef það hentar fjárhagslegum hagsmunum fyrir- tækisins. Fögur fyrirheit um allt ann- að standast ekki. Þetta fullyrðir Frances Haugen, fyrrverandi vörustjóri Facebook, en uppljóstranir hennar um starfshætti samfélagsmiðlarisans í greinaflokki í dagblaðinu Wall Street Journal og í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 Min- utes á CBS hafa vakið mikla athygli og umræður í Bandaríkjunum og Evrópu undanfarna daga. Haugen heldur því fram að megin- markmið eigenda og stjórnenda Facebook sé að græða peninga og allt annað, þar á meðal staðreyndir og al- mannaheill, víki þegar þetta rekst á. Hún segist hafa persónulega reynslu af þessu í störfum sínum fyrir fyrir- tækið. Svonefnd „Facebook-skjöl“ sem Wall Street Journal hefur birt eru frá henni komin. Snemma á þessu ári tók Haugen afrit af gögnum hjá Facebook sem snúast um rannsóknir sem fyrirtækið lét sjálft gera á hat- ursorðræðu, upplýsingaóreiðu og fleiri atriðum á vef sínum og kom þeim til fjölmiðla. Með þessu steig hún fram sem uppljóstrari og nýtur af þeirri ástæðu lagalegrar verndar. Hún átti að koma fyrir eina af nefnd- um öldungadeildar Bandaríkjaþings í gærkvöldi og skýra mál sitt þar frek- ar. Gögn Facebook sem Haugen hefur komið á framfæri leiða í ljós að efni sem vekur heitar tilfinningar, reiði og uppnám höfðar mjög sterkt til not- enda miðilsins. Þeir eru líklegri til að smella á það en annað efni og dreifa því þannig áfram. Gróðinn í kringum auglýsingar sem tengjast slíkum færslum er langtum meiri en af öðr- um auglýsingum. Haugen segir að kerfisleg forskrift (algóritmi) sem stýrir því hvernig efni birtist á Fa- cebook eigi stóran þátt í því að vekja athygli notenda á færslum og auglýs- ingum sem höfða til tilfinninga og skoðana. Forsvarsmenn Facebook hafa hafnað ásökunum Haugen og fullyrða að forskriftarkerfið geri meira gagn en ógagn. Í gær hélt einn af tals- mönnum fyrirtækisins því fram að stafræn gögn í skjölunum sem Hau- gen lak til fjölmiðla hefðu komist í hendur hakkara sem notað hefði þau til árásar á tölvukerfi fyrirtækisins með þeim afleiðingum að miðillinn lá niðri í marga klukkutíma í fyrradag. Gróðinn ofar almannaheill - Fyrrverandi vörustjóri Facebook segir falsfréttir, upplýsingaóreiðu og haturs- orðræðu viðgangast þegar það hentar fjárhagslegum hagsmunum fyrirtækisins Skjáskot/CBS Facebook Frances Haugen skýrir mál sitt í 60 Minutes á CBS. Hann virtist heldur slakur, maðurinn sem fylgd- ist með keppendum í eyðimerkurmaraþoninu Marathon des Sables. Er það af mörgum talið erfiðasta maraþon í heimi, stendur yfir í sjö daga og er hlaupaleiðin 223,8 kílómetrar í miskunnar- lausri Sahara-eyðimörkinni. Fylgst með sandmaraþoninu AFP Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is LKINUGEFÐU DAGAMUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.