Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Breska ríkis- útvarpið BBC er mikil stofnun þar í landi og oft haft til fyrirmyndar um hlutverk og rekst- ur ljósvakamiðla ríkisvaldsins í þeim löndum þar sem sá hátt- ur er hafður á. Það hefur þó reglulega hlotið sinn skerf af gagnrýni, bæði fyrir óráðsíu í rekstri, dagskrárgerð, sem oft þykir fullháleit fyrir alþýðu manna, og pólitískan halla, þrátt fyrir strangan áskilnað um hlutleysi og sanngirni. Það hefur svo enn grafið undan stofnuninni, að ljóstrað hefur verið upp um óheiðarlega fréttamennsku, en þar ber af- drifaríkt viðtal við Díönu heitna prinsessu eflaust hæst. Eða lægst eftir því hvernig á er horft. Nadine Dorries, nýskipaður menningarmálaráðherra Breta, vakti máls á þessu í fyrradag og telur BBC hafa ratað á villigötur á ýmsum sviðum, sem hún rakti fyrst og fremst til þess að stofnunin hefði einangrast frá notendum, starfsliðið væri einsleitt og endurspeglaði þjóðina illa. Það hefði meðal annars leitt til pólitískrar slagsíðu til vinstri, en þó ekki síður til þess að þar væri þétt setinn bekkurinn úr einkaskólum og efri stéttum, sem væru illa haldnar af snobbi, elítuhugsunarhætti og frændhygli. Dorries, sem ólst upp í fátæklegu verkamanna- hverfi í Liverpool, sagði að fólk af hennar sauðahúsi ætti þar enga möguleika á frama. Engum dylst að menningar- málaráðherrann telur að BBC þurfi að ráðast í víðtækar breytingar eigi það að vera hlutverki sínu vaxið og margir taka undir gagnrýni hennar. Spurningin kann þó að reynast önnur: hvort það skipti miklu máli hvort BBC breytist að því leytinu. Dorries var nefnilega líka spurð að því hvort hún sæi fyrir sér að afnotagjöldin yrðu enn rukkuð að viðlögðum dóm- sektum eftir 10-20 ár. „Verður BBC enn hér eftir 10 ár? Ég veit það ekki … það er mjög hörð samkeppni á þessu sviði í augnablikinu.“ Það kann að vera mergurinn málsins. Ein helsta forsenda BBC var löngum að stofnunin væri einstök, höfðaði til allra þjóðfélagshópa og hefði ein burði til þess að framleiða leik- ið efni á heimsmælikvarða. Það á ekki lengur við. Án þess að lítið skuli gert úr því besta, sem BBC hefur að bjóða að því leytinu, þá stenst það hinum nýju risum – Net- flix, Amazon, Apple, Disney og þeim öllum – ekki snúning. Þar í landi, líkt og víð- ar, töldu margir að áskriftarsjónvarp ætti enga mögu- leika, en raunin hefur orðið vægast sagt önnur. Við þessa risa keppir BBC trauðla. Hver þáttur af The Crown kostaði jafnvirði 1,75 milljarða króna, sem er meira en 25-falt það sem frekar dýr BBC-þáttur kostar. Slík sam- keppni er öðrum ekki auðveld- ari, en hún var ein ástæða þess að Rupert Murdoch seldi Sky. Jafnvel hann hafði ekki ráð á því að keppa við nýju risana. Sú þróun hefur hins vegar alls ekki grafið undan kvik- myndagerð og sjónvarpsfram- leiðslu í Bretlandi. Þvert á móti hefur hún orðið þeim greinum mikil lyftistöng, því inn í landið hefur flætt fjár- magn til slíkrar framleiðslu, mestmegnis frá Bandaríkj- unum. Það sakar örugglega ekki að Bretar búa yfir fallegu landslagi og sterkri leiklistar- hefð, en þeir hafa einnig komið sér upp mikilli sérþekkingu á þessu sviði. Þar eru mörg stærstu myndver heims, engir þykja fremri í hljóðvinnslu og sex af síðustu átta Óskars- verðaunum fyrir myndbrellur fóru til Bretlands. Ekki dregur heldur úr aðsókn erlendra framleiðenda, að þar fá þeir 25% endurgreiðslu fram- leiðslukostnaðar frá hinu op- inbera. BBC nýtir endur- greiðslurnar einnig, en ríkisútvarpið getur samt ekki keppt við risana í fjármögnun. Við bætast breyttir neyslu- hættir á afþreyingu. Í Bret- landi líkt og annars staðar á Vesturlöndum á línuleg dag- skrá sjónvarps í vök að verjast, en ungt fólk sem hefur vanist því að geta horfa á framúr- skarandi efni á símum, tölvum eða ámóta tækjum sér síður ástæðu til þess að kaupa sér viðtæki og borga afnotagjöld. Fyrir þá kynslóð á BBC æ minna erindi. Einmitt það, erindi ríkis- útvarpsins BBC, hlýtur að verða Bretum umhugsunar- efni. Í áranna rás hefur það breitt úr sér í krafti skattfjár, en virðist eiga minna erindi og minni hljómgrunn meðal alls almennings. Og ef það getur ekki keppt við risana, á þá áfram að verja til þess offjár án árangurs? Nei, það, eins og aðrir miðlar og önnur fyrir- tæki og stofnanir, þarf að semja sig að breyttum tímum, huga að nauðsynlegu hlutverki sínu og sérstöku erindi, ein- beita sér að því og öðru ekki. – Af orðum Nadine Dorries er ljóst, að hún mun sjá til þess ef stofnunin er ófær um það sjálf. Menningarmálaráð- herra Breta efast um framtíð breska ríkisútvarpsins} BBC á krossgötum A ð afloknum kosningum er rétt að fyrsta verk á þessu vettvangi sé að óska stjórnarflokkunum til hamingju með niðurstöðuna og endurnýjað umboð um leið og ég þakka þeim sem studdu Miðflokkinn. Skilaboð kjósenda voru að hluta til þau að nú væri ekki tími fyrir breytingar heldur vildi þreytt þjóð fá svolítinn hægagang og fyrir- sjáanleika í kjölfar heimsfaraldurs og ekkert vinstra-stórslys, því hélt stjórnin velli. Mikill vilji virðist vera hjá formönnum stjórnarflokkanna til áframhaldandi sam- starfs. En á meðan skjól formannanna þriggja, hvers af öðrum, getur verið þeim þægilegt þá má það ekki kosta hvað sem er. Umgengni ráðherra um ríkissjóð hefur ver- ið með þeim hætti undanfarnar vikur að ljóst má vera að fáir vinir skattgreiðenda eru í þeim hópi. Sum- ir ráðherranna virtust vart komast fram úr rúminu án þess að dreifa fjármunum í þær áttir sem atkvæða var von, yfir þá sögu verður farið síðar. Aðstöðumunur ráð- herra og annarra frambjóðenda hefur aldrei verið meiri en í nýafstöðnum kosningum. Það blasir við að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur geta ekki, af mismunandi ástæðum, haldið áfram núver- andi stjórnarsamstarfi með ráðherra Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs í heilbrigðis- og umhverfisráðu- neyti. Þar hljóta breytingar að verða á, sérstaklega í ljósi aðgerða umhverfisráðherra á lokametrum kjörtímabils- ins. Erfiðleikar við endurnýjun stjórnarsam- starfsins verða ekki bara málefnalegir, enda ríkisstjórnin upphaflega mynduð um stóla og áhrif, en ekki stefnu. Stóra vandamálið verður að sumir telja styrk sinn kalla á meiri áhrif en á því kjörtímabili sem nú er liðið. Þegar leysa þarf þá stöðu versnar hagur okkar skattgreiðenda hratt. Fyrsta mál á dagskrá verður líklega að fjölga ráðherrum þannig að allir geti fengið nægju sína. Fremst í þeirri röð gæti orðið að stofna sér- stakt loftslagsráðuneyti, sem Framsóknar- flokkurinn hafði á stefnuskrá sinni fyrir kosn- ingarnar, en fáir tóku eftir. Það verður athyglis- vert að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn kaupir skjólið því verði að hleypa slíku máli áfram. Ef stjórnarflokkarnir ná saman um áfram- haldandi samstarf, þá væri æskilegt að það gerðist með öðrum hætti en að tugmilljarða reikningur verði sendur til landsmanna í formi óþarfs loftslagsráðu- neytis, sem meira að segja umhverfisráðherra virðist efast um að vit sé í að setja á laggirnar. Minnkum báknið, en stækkum það ekki. Förum vel með skattpeninga og verjum þeim fjármunum sem teknir eru af fjölskyldum og fyrirtækjum landsins til uppbyggingar innviða og reksturs grunnkerfa en ekki til gæluverkefna sem mögulega hafa það hlutverk helst að vera dúsa til þess stjórnarflokks sem minnst fékk í kosningunum. Bergþór Ólason Pistill Loftslagsráðuneyti til bjargar ríkisstjórn? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is B andalag háskólamanna hef- ur sent frá sér greiningu á stöðu íslenskra menning- argreina eftir heimsfar- aldur kórónuveiru. Slæmt ástand í menningargeiranum hefur verið í brennidepli eftir faraldurinn. Í grein- ingu BHM kemur fram að umsvif í menningargreinum eru á hraðri nið- urleið í íslensku hagkerfi og að heims- faraldurinn hafi haft margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar at- vinnugreinar. Mikill samdráttur hefur orðið í launagreiðslum og fjölda starfandi í skapandi greinum síðustu ár. Þá kemur einnig fram að starfslaun lista- manna eru með lægstu launum á ís- lenskum markaði, talsvert lægri en meðallaun verkafólks. Meginþorri listafólks starfar innan vébanda BHM. Félag íslenskra leikara, Félag íslenskra hljómlistar- manna, Samband íslenskra myndlist- armanna, Félag leikstjóra á Íslandi og Arkitektafélag Ísland eru allt að- ildarfélög. BHM hefur tekið að sér að vinna sambærilegar greiningar á starfsumhverfi ýmissa stétta. Bætir gráu ofan á svart Nýir menningarvísar, hagtölur fyrir listir og skapandi greinar, frá Hagstofu Íslands, varpa ljósi á stöðu mála. Menningarvísar þessir eru af- sprengi ríkisstjórnarsáttmála frá 2017. Greining BHM er unnin upp úr menningarvísunum og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Af gögnum þessum þykir ljóst að bæði hrunið og heimsfaraldurinn hafi haft gríðarleg áhrif á skapandi greinar hér á landi. Þar hefur orðið mikill samdráttur í heildarlauna- greiðslum og fjölda starfandi fólks frá 2008. Nú er svo komið að 25% færri starfa við menningargreinar en 2008. Á sama tímabili hefur þar orðið 40% samdráttur í heildarlaunagreiðslum. Verulega tók að draga í sundur með skapandi greinum og öðrum atvinnu- greinum eftir 2013 og samdrátturinn jókst til muna eftir 2017. Þróunin hefur verið mjög hröð síðustu fjögur ár. Heildarlauna- greiðslur í fjölmiðlum hafa dregist saman um 45% frá árinu 2017, sam- drátturinn var 41% í kvikmynda- greinum, um 26% innan tónlistargeir- ans, 25% innan myndlistargeirans og 12% í sviðslistum. Samdráttur í mörgum greinum var hafinn nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahags- áfallið í kjölfar hans hefur „bætt gráu ofan á svart“, eins og sagt er í frétta- tilkynningu. Lág starfslaun listamanna Þá er vakin athygli á því að meirihluti listamanna á að baki nám á háskólastigi. Þrátt fyrir það voru starfslaun listamanna talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og langtum lægri en meðallaun háskólamenntaðra. Starfslaun listamanna hafa dregist langt aftur úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Mikilvægt þykir að hið opin- bera marki stefnu um aukinn stuðn- ing við menningu á Íslandi. Að öðr- um kosti sé hætt við „að menningargreinar beri var- anlegan skaða af heimsfar- aldrinum“. Mælt er með því að horft sé til Norður- landanna í þeim efnum. Svíar og Danir hafa til dæmis ráð- ist í að skoða hvernig styðja megi sérstaklega við menn- ingu og listir í kjölfar kórónuveiru- faraldursins. Umsvif menningar á hraðri niðurleið „Ég held það sé alveg ljóst að það þurfi að taka málin föstum tökum núna og fara í gerð menningarstefnu fyrir Ísland, byggða meðal annars á þess- um hagvísum. Það þarf líka að auka samtalið við greinarnar,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. „Það er okkar skoðun að það þarf að hækka starfslaun listamanna og styðja við þær greinar sem munu ekki vera á markaðsforsendum í hefð- bundnum skilningi í svona litlu hagkerfi eins og Ísland er en skapa mjög mikið virði fyrir samfélagið.“ Vilhjálmur segir það slæmt fyrir landið í heild að fólk geti ekki lifað af listinni. „Okkur finnst það verulegt vanmat á virði þessara einstaklinga fyrir sam- félagið.“ Verulegt vanmat MENNINGARSTEFNA Vilhjálmur Hilmarsson Þróun atvinnugreina menningar síðustu ár Heildarlaunagreiðslur og fjöldi starfandi 2008 til 2020 Breyting á heildarlaunagreiðslum í menningargreinum 2017 til 2020 Samanburður á heildarlaunagreiðslum 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020 Fjölmiðlar Kvikmyndir/sjónvarp Tónlist Myndlist Sviðslistir 2013 2020 -45% -41% -26% -25% -12% Heimild: Greining BHM Vísitala, 2013=100 Menningargreinar Aðrar atvinnugreinar Fjöldi starfandi í menningargreinum Heildarlaunagreiðslur,ma.kr. á verðlagi 2020 5.188 33 6.890 55 -25% -40%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.