Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 heiminum á alþjóðavísu. Það má fyrst og fremst þakka honum fyrir alla þá matslista og grein- ingartæki sem hafa verið þýddir og staðlaðir á íslensku fyrir börn og unglinga en einnig fyrir full- orðna sem eru notaðir í dag við greiningu og meðferð á ADHD. Sama á við um þróun mæli- tækja og rannsóknir á einhverfu en þar vann hann náið með Evald Sæmundsen sálfræðingi og vini. Hann skrifaði fjölda vís- indagreina sem m.a. birtust í er- lendum vísindatímaritum. Hann var fremstur meðal jafningja. Páll var einstaklega góður í samvinnu, hann hafði lag á að fá fólk með sér, var hvetjandi og átti auðvelt með að vekja fagleg- an áhuga samstarfsfólks. Páll var rólyndur og yfirveg- aður maður, skipti sjaldan skapi og þurfti mikið til að koma hon- um úr jafnvægi. Þegar upp er staðið eru kannski samveru- stundir með Páli utan vinnu sem sitja eftir í minningunni. Veiði- ferðir sem voru farnar með hon- um og Vallý konunni hans, allar utanlandsferðirnar og ráðstefnu- ferðirnar. Páll var lífskúnstner, víðlesinn, vel að sér í listum og menningu þjóða, góður tungu- málamaður og fagurkeri og því skemmtilegur ferðafélagi. Kæri Páll þú kvaddir of snemma og við þökkum þér fyrir samvinnu og samveruna í gegn- um öll árin. Við sendum aðstand- endum og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Kristín Kristmundsdóttir og Málfríður Lorange. Kær vinur er genginn. Ég hitti Palla fyrst í París þegar hann var þar við nám. Leiðir okkar áttu síðar eftir að liggja saman og áttum við sam- leið í rúm þrjátíu ár á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þar var var Palli prímus mót- or í fjölbreytilegum verkefnum og mikil og óeigingjörn vinna unnin á þessum árum. Palli var framúrskarandi fræðimaður.Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í heiminum á hans starfssviði og braut blað í greiningu á athygl- isbresti og ofvirkni og einhverfu á Íslandi. Það var alltaf jafn áhugavert og gaman að taka þátt í að framkvæma hugmyndir sem Palli útfærði á þessu sviði. Farnar voru ófáar námsferðir og afrakstri þeirra komið í fram- kvæmd undir styrkri stjórn Palla. Vinátta okkar varð dýpri þeg- ar Palli kynntist góðri vinkonu minni Margréti Vallý Jóhanns- dóttur sem varð hans sambýlis- kona. Við áttum saman margar góðar stundir og stóð meðal ann- ars til að byggja saman sum- arbústað í Mýrdal en frá því var snögglega horfið er við áttuðum okkur á hve vætusamt þetta svæði var. Alltaf var gott að koma til þeirra, mikið spjallað og spekúlerað, Vallý lést eftir fremur stutta baráttu við krabbamein í maí 2006 og bar Palli aldrei sitt barr eftir það. Nú er komið að kveðjustund. Það er svo ótalmargs að minn- ast. Ég minnist míns góða vinar með miklu þakklæti. Við Addi sendum fjölskyldu Palla okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Rósa Steinsdóttir. mörg samtöl og þá sérstaklega á síðari árum þar sem farið var yf- ir lífshlaupið og kom þar oft fram að hann skynjaði framliðið fólk og þá sérstaklega þá sem voru næst honum. Pabbi upplifði miklar breytingar á sinni lífsleið hvort sem það var við aðbúnað, tækni eða almenn lífskjör. Það má segja að hann hafi fengið að upplifa vélvæðinguna í landbún- aði sem kemur smám saman inn þegar hann er ungur maður þar sem vinnuvélar tóku við flestum verkum þar sem áður var notast við hesta ásamt handafli. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og var mjög umhugað um að fá að sjá afabörnin eins og kostur var og hélst það fram á dánardag þótt Covid-19 hafi skyggt á þær heimsóknir síðasta árið. Pabbi skilur eftir sig marg- ar góðar minningar, hvort sem það eru öll samtölin sem við tók- um nú á síðari árum eða frá tím- anum þegar hann var kartöflu- bóndi í Þykkvabæ. Nú er pabbi komin til ættingja sinna og eru þeir bræður örugglega búnir að hittast og taka samtalið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allar minningarnar og Guð blessi þig. Sæmundur Guðlaugsson. Elsku afi minn. Takk fyrir sýnda þolinmæði þegar þú reyndir að kenna mér barnungri að spila bridge á móti stóru frændum mínum og ég hafði enga hæfileika, en ágæta hönd. Takk fyrir sjálfsstyrk þinn þegar þú vinnulúinn settist í sjónvarpsstólinn fyrir framan kvöldfréttatíma Rúv og við Hjördís ákváðum að syngja eins hátt og við gátum ofan af efri hæðinni, til að gleðja ykkur ömmu. Takk fyrir að standa alltaf með mér og kartöflunum þínum góðu þegar ég var talin gikkur að vilja ekki brúnaðar kartöflur á hátíðisdögum, heldur „bara venjulegar“. Takk fyrir rausnarlega launa- umslagið mitt þegar ég fékk að koma og hjálpa við haustupp- skeruna í kartöflugörðunum. Takk sömuleiðis fyrir að gera engan greinarmun á okkur vinnufólkinu. Allir sem einn út á morgnana og heim á kvöldin, og að lokinni upptökutörninni allir í röð í stiganum að bíða eftir launaumslaginu á skrifstofunni þinni. Takk fyrir að hlusta og gefa mér fróðlega og góða punkta þegar ég skipti alfarið yfir í plöntufæði. Þú vissir alla tíð hvað kartaflan gerði fyrir okkur sem þjóð og hvað hýðið er nær- ingarríkt. Takk fyrir rausnarlegar mót- tökur þegar hópurinn ykkar ömmu tók yfir hvern fermetra í Eyrartúninu að þiggja heitt súkkulaði um jól. Takk fyrir sömu góðu mót- tökur þegar sístækkandi og tröllvaxni hópurinn stofnaði sína eigin „ættbálka“-hátíð um versl- unarmannahelgi á flötinni við Eyrartúnið. Takk fyrir hlýja brosið þitt við hverju sem var og glettna „oh- hohh“-ið sem braust fram af vör- unum þegar mögulega þurfti að „fara að skakka leik“. Takk fyrir opinn huga, for- vitni og áhugann á nýjungum sem einkenndu þig alla tíð. Takk fyrir að líta alltaf ánægður yfir hópinn þinn. Alla tíð fann maður fyrir því hvað af- komendur þínir og fólkið þitt skipti þig miklu máli. Afi, við gleymum aldrei rótum okkar og höldum áfram að borða Gullaugað góða sem ég langt fram á unglingsárin var hand- viss um að héti Gullauga í höf- uðið á afa mínum Gulla. Guðrún Höskuldsdóttir. ✝ Grétar Ingi- mar Jónsson fæddist á Hóli í Sæmundarhlíð 9. júní 1928. Hann lést á heimili sínu Jöklatúni 14 á Sauðárkróki 24. september 2021. Foreldrar hans voru Jón Sveins- son, f. 14.5. 1887, d. 17.3. 1971 og Petrea Óskarsdóttir, f. 30.6. 1904, d. 27.12. 1998. Systkini Grétars eru: Sig- urður, f. 1916, d. 1994, Hall- fríður Bára, f. 1922, d. 2019, Sveinn, f. 1926, d. 2016, Ósk- ar, f. 1930, Sigríður, f. 1931, d. 2019, Bjarni Hólm, f. 1937, Magnús, f. 1938 og Margrét, f. 1945, d. 1982. Þann 10. ágúst 1962 giftist Grétar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Árnadóttur, f. 5.5. 1937. Foreldrar hennar voru Árni Gunnarsson, f. 1911, Ingimar Hólm, f. 14.6. 2008, Sveinn, f. 13.12. 2009 og Pét- ur Steinn, f. 3.2. 2014. Grétar byrjaði ungur að sinna því er laut að búskap með foreldrum sínum og síð- ar tóku hann og Bjarni bróð- ir hans við búinu og ráku fé- lagsbú saman. Búskapurinn og sveitin átti hug hans allan og þar undi hann sér best við öll sveita- störfin. Hann var áhugamað- ur um velferð í heimabyggð og var mikill samvinnumaður í hugsun. Hann fylgdist vel með öll- um málum er snertu landbún- aðinn, einnig keppnis- íþróttum og þjóðmálum öllum. Árið 2007 fluttu Grétar og Ingibjörg í Jöklatún 14 á Sauðárkróki. Útför Grétars fer fram í dag, 6. október 2021, klukkan 14, frá Sauðárkrókskirkju, jarðsett verður í Reynistaðar- kirkjugarði. Streymi má nálgast á face- book-síðu Sauðárkrókskirkju, stytt slóð: https://tinyurl.com/v9yxz3m8 Hlekk á streymi má finna á: https:/www.mbl.is/andlat d. 1991 og Mar- grét Jóhann- esdóttir, f. 1916, d. 2000. Grétar og Ingi- björg eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Árni, f. 23.1. 1962, d. 16.10. 2018, 2) Petrea, búsett í Kópavogi, f. 16.5. 1963, sonur henn- ar er Fannar Árni Hafsteins- son, f. 4.1. 2004, 3) Margrét, búsett á Sauðárkróki, f. 20.8. 1965, gift Páli Sighvatssyni, f. 26.2. 1965, þeirra synir eru Grétar Ingi, f. 9.1. 1994 og Sighvatur Rúnar, f. 23.7. 1996, unnusta hans er Lovísa Rut Stefánsdóttir, f. 15.3. 1995, 4) Jóhanna Ingibjörg, búsett á Sauðárkróki, f. 17.9. 1968, 5) Jón, búsettur á Hóli í Sæ- mundarhlíð, f. 8.11. 1977, gift- ur Hrefnu Hafsteinsdóttur, f. 3.4. 1980, þeirra synir eru: Elskulegur faðir okkar fór allt- of snögglega, en það var oft í hans anda að ganga að hlutunum rösk- lega. Pabbi var stoltur og dugleg- ur bóndi á sínum búskaparárum á Hóli og naut þess líka seinna að fá að fylgjast áfram með búskapnum eftir að Jón bróðir tók við. Einnig var pabbi áhugasamur að fylgjast með fréttum, veðri, tónlist, hand- bolta og framhaldsþáttum í sjón- varpi og blöðum. Pabbi var mikill fjölskyldumaður, umhyggjusam- ur og fylgdist vel með okkur systkinunum og afadrengjunum sínum. Það einkenndi líka pabba að vera félagslyndur, gestrisinn og jákvæður á lífið og tilveruna. Það voru forréttindi að fá að alast upp í stórri fjölskyldu þar sem Petrea amma og Bjarni frændi bjuggu líka á Hóli og tóku virkan þátt í uppeldi og lífi okkar systkinanna. Elsku pabbi, hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur öll- um og varst okkur alla tíð. Nú leggur þú af stað í Sumarlandið og hittir Árna bróður, blessuð sé minning ykkar beggja og hið eilífa ljós lýsi ykkur. Þínar dætur, Petrea og Jóhanna. Það eru fallegar og ljúfar minn- ingar sem streyma fram í huga minn og hlýja mér nú þegar sökn- uðurinn er sár yfir skyndilegu frá- falli þínu, elsku pabbi minn. Þó aldurinn væri vissulega orðinn hár fylgdist þú alltaf svo vel með öllu. Þú varst vakinn og sofinn yf- ir okkar velferð og afastrákarnir þínir áttu sérstakan sess hjá þér og varst þú óspar á að tala um hvað þeir væru allir duglegir og flottir, stæðu sig vel í öllu því er þeir tóku sér fyrir hendur hvort sem það var í skóla eða vinnu. Þú kunnir lífinu í sveitinni vel, þið mamma voruð samheldin og heimakær, enda nóg að gera á stóru heimili og búskapurinn sat fyrir. Á Hóli var margt um manninn og fengum við að alast upp með föðurömmu okkar og Bjarna föð- urbróður. Pabbi og mamma voru með félagsbú ásamt Bjarna og var mikil og góð samvinna með þeim bræðrum, seinna bættist Árni bróðir við í þann hóp. Það voru forréttindi að alast upp í svona stórri fjölskyldu þar sem aldursbilið virtist ekki skipta máli og allir voru þátttakendur í dag- legu lífi. Pabbi var bóndi af lífi og sál, og eftir að Jón bróðir og Hrefna taka við búinu haustið 2007 er mamma og pabbi flytja til Sauðárkróks voru farnar ófáar ferðir í sveitina, og gaf það honum mikið að geta komið og hjálpað til. Eftir að búskap lauk var meiri tími til að ferðast og fóru þau nokkrar ferðir um landið með Fé- lagi eldri borgara, það voru góðar og skemmtilegar ferðir og miklar lýsingar er heim kom á því sem fyrir augu bar. Fyrir nokkrum ár- um fór heilsa mömmu að versna og var aðdáunarvert að fylgjast með hve vel pabbi hugsaði um hana. Elsku pabbi minn, mikið sem ég á eftir að sakna allra okkar samverustunda, við náðum svo einstaklega vel saman, gátum rætt um allt á milli himins og jarð- ar. Ég kíkti yfirleitt alltaf til þín í hádeginu og við tókum stöðuna á landsins málum. Eftir að þú hætt- ir að keyra fórum við oft saman í bílferðir og hafðir þú gaman af því að keyra um sveitirnar og fylgjast með búskap sveitunganna, en allt- af lá leiðin og hugurinn í sveitina þína. Þú varst mikill áhugamaður og fylgdist vel með stjórnmálun- um, körfuboltanum, fótboltanum innanlands og utan, varst mikill samvinnumaður og hafðir mjög gaman af góðum söng. Elsku pabbi, nú ert kominn til Árna bróður og þið eflaust farnir að vinna saman í búskapnum í Sumarlandinu. Hafðu hjartans þökk fyrir alla þína ástúð, um- hyggju og kærleika. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir, Margrét. Ég hugsa um lýðsins heimanför, um heillir jarðarbarna, um bjartar heiðar, brok og stör, um bláma skyggðra tjarna, um gæfuhöld og giftuvíf, er gengu þreytt til náða, um konungdóm, hið kyrra líf, í krafti frjórra dáða. Í örfáum orðum vil ég minnast tengdaföður míns Grétars á Hóli. Þessar línur Stefáns Sigurðsson- ar komu upp í hugann og ég tengi sterkt við lokastefið í ljóðinu „Fornar dyggðir“. Já, það voru þessi gömlu gildi sem voru svo skýr í huga hans, mótuð af eigin reynslu og um- hverfi æskunnar. Þá voru þeir tímar að hestafl og handafl skil- uðu því sem mest um réði í hlöðu, heyfeng til vetrarnátta. Um það og velferð manna og dýra var lífs- hlaupið háð, starf bóndans var honum allt. Engum sem kynntist Grétari gat dulist að þar fór mað- ur sem ekki bar verkfælni fyrir þeim verkum sem vinna þurfti, snerpa, ósérhlífni, áræði og kapp- sfylli léku þar aðalhlutverk og langt fram á efri ár var hans að- koma skýr, hlutirnir þurftu að ganga. Þó á allra síðustu árum færi að draga úr hans aðkomu að búskap var hugurinn alltaf þar, allt fram á síðasta dag. Einstak- ur, já brennandi áhugi fyrir því sem í sveitinni var efst á baugi, sauðburður, heyskapur, göngur og réttir. Það var svo margt sem manni lærðist í samstarfi og samtölum við Grétar, veður og veðrabrigði voru byggð á fræði forfeðranna sem skyggnt höfðu loft af bæjar- hólnum, alls fimm ættliðir. Það þurfti ekki að spyrja þegar dró upp á Blönduhlíðarfjöllin að þá var þurrt að vestanverðu, en kæmi skúr í Skörðin vestan við Mælifellshnjúkinn var eins gott að hafa hraðar hendur og stuttur tími gafst til að forða heyjum áður en tók að rigna. Þannig var þetta allt lesið, einnig hvar best var að hafa féð og búsmala ef veðrabrigði voru í lofti. Í tæp þrjátíu ár hef ég notið þess að tengjast Hólsfjölskyld- unni og á þeim tíma hefur aldrei borið skugga á okkar samskipti, þvert á móti hef ég notið óbilandi trausts í litlu sem stóru sem vert er að þakka, það mótar mann og ræktar að upplifa slíkt. Gæfuhöld og giftuvíf, segir í ljóðinu, hamingja Grétars var hún Ingibjörg sem alla tíð sinnti með honum bústörfum af sinni alúð og natni, þau voru samvalin í leik og starfi. Á Hóli var glaðvært og gest- kvæmt heimili og marga bar að garði, öllum var tekið af sama myndarskapnum, hann naut þess að hitta fólk, fékk fréttir og spjall- aði um það sem var á döfinni. Einn dag man ég alltaf sem sérstakan gleðidag hjá Grétari en 22. nóv- ember 2014 var fjöldi fólks á Hóli, opnun á nýju hátæknifjósi, en þar naut hann sín sérstaklega vel, ræddi við marga og er ég viss um að fótsporin hans sáust ekki í grasinu svo léttstígur var hann þann dag. Síðustu árin naut hann þess að vera í Króknum og gat aðeins slakað á eftir annasama starfsævi og hélt alla tíð góðu sambandi við systkinin sín og sitt fólk, en í þann hóp hafa höggvist skörð síðustu árin. Kynslóðir koma og kynslóðir fara, með stillingu og auðmýkt lút- um við þeim sem öllu ræður. Að lokum vil ég þakka þann ómælda stuðning sem þú varst okkur Möggu og drengjunum okkar. Hvíl í friði. Páll. Grétar Ingimar Jónsson Okkar yndislega og kærleiksríka móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Stykkishólmi, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 2. október. Útförin fer fram laugardaginn 9. október frá Stykkishólmskirkju klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Alzheimersamtökin. Grétar F. Jakobsson Guðrún H. Hjálmarsdóttir Lára Lúðvígsdóttir Sigurður G. Guðjónsson Halldór Lúðvígsson Margrét Þ. Sigurðardóttir María Ragna Lúðvígsdóttir Björgvin G. Sigurðsson ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA FRIÐBERTSDÓTTIR, Vallargötu 7, áður Brekkugötu 40, Þingeyri, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði 28. september og verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 9. október klukkan 14. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar bæði á Ísafirði og Þingeyri fyrir einstaklega kærleiksríka og einlæga umönnun í veikindum Huldu undanfarna mánuði. Streymi frá útförinni má finna á síðu Þingeyrarprestakalls. Sigríður M. Gestsdóttir G. Magnús Kristjánsson Hjördís Guðmundsdóttir Ólafur Benoný Kristjánsson Barði Kristjánsson Matthildur Björk Gestsdóttir Friðbert Jón Kristjánsson Ásta G. Kristinsdóttir Birkir Kristjánsson Valdís Bára Kristjánsdóttir Björn Drengsson Hafliði Þór Kristjánsson Alda Albertsdóttir barnabörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.