Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021
„SVO VIRÐIST SEM
ÖRYGGISFYRIRTÆKIÐ HAFI UPPFÆRT
AÐGANGSSTÝRINGARKEFIÐ ÁN ÞESS AÐ
BERA ÞAÐ UNDIR VARÐHUNDINN.“
„HVAÐ VILT ÞÚ Á BORGARANN ÞINN?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að nördast saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HAFIÐ ÞIÐ
TEKIÐ EFTIR…
ÞVÍ AÐ VARÐHUNDUR SEM ER
Á VAKT VIRÐIST EKKI GERA
NEITT?
FÉLAGAR, ÁÐUR EN HALDIÐ ER TIL ORUSTU,
SKULUM VIÐ MUNA ÞAÐ AÐ VIÐ ERUM Í RAUN
EIN STÓR FJÖLSKYLDA!
ÞÝÐIR ÞETTA ÞAÐ AÐ VIÐ EIGUM AÐ
SLÁST HVER VIÐ ANNAN?
bara þannig, en svo nýt ég þess að
vera með fólkinu mínu og finnst
ómetanlegt að hitta góða vini.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ólafar er Sigurþór
Heimisson, f. 1.11. 1962, leikari, leið-
sögumaður og þjónustustjóri tölvu-
og vefþjónustu hjá Listaháskóla Ís-
lands. „Við búum á ættaróðali mínu á
Görðum við Ægisíðu. Við horfum út á
Skerjafjörðinn en erum líka í næsta
nágrenni við miðborgina.“ Foreldrar
Sigurþórs voru hjónin Sigríður
Helgadóttir, f. 31.10. 1933, d. 4.6.
2003, handavinnukennari, og Heimir
Þór Gíslason, f. 15.3. 1931, d. 3.9.
2010, kennari og skólastjóri á
Austurlandi, síðast á Höfn í Horna-
firði.
Börn Ólafar og Sigurþórs: 1) Ósk,
andvana fædd 22.10. 1988; 2) Sigríður
Regína, f. 30.8. 1989, kvikmyndafræð-
ingur og kvikmyndavarðveislufræð-
ingur í doktorsnámi, búsett í Reykja-
vík, sambýlismaður: Davíð Alexander
Corno, kvikmyndagerðarmaður; 3)
Ólafur Gísli, f. 15.12. 1999, nemi,
búsettur í Reykjavík.
Hálfsystkini Ólafar, samfeðra, eru
Erla Sigurðardóttir, f. 25.6. 1935,
auglýsingateiknari í New York; Ósk-
ar Gísli Sigurðsson, f. 23.12. 1939,
stórkaupmaður í Hafnarfirði, og
Ágústa Guðmunda Sigurðardóttir, f.
23.12. 1939, d. 18.9. 2017, hárgreiðslu-
meistari í Kópavogi. Hálfbróðir Ólaf-
ar, sammæðra, er Ólafur Rúnar Jóns-
son, f. 31.8. 1947, stórkaupmaður í
Reykjavík.
Foreldrar Ólafar voru Sigríður
Sigurðardóttir, f. 2.8. 1922, d. 6.1.
2005, stundaði verslunarrekstur og
afgreiðslustörf um árabil og sá um
mötuneyti Hafrannsóknastofnunar-
innar, og Sigurður Erlendsson, f. 9.8.
1909, d. 1.6. 1990, sjómaður í Reykja-
vík.
Ólöf Kristín
Sigurðardóttir
Guðrún Jónsdóttir
húskona í Reykjavík
Guðmundur Erlendsson
útvegsmaður í Hrísey
Erlendur Guðmundsson
skipstjóri í Reykjavík
Þorbjörg Gísladóttir
húsfreyja á Bárugötu 17
Sigurður Erlendsson
sjómaður í Reykjavík
Rannveig Jónsdóttir
húsfreyja í Gíslholti
Gísli Stefánsson
sjómaður í Gíslholti í
Reykjavík
Ásta Sigurðardóttir
húsfreyja í Skildinganesi
Jón Einarsson
útvegsbóndi í Skildinga-
nesi við Skerjafjörð
Sigurður Jónsson
skipstjóri og útvegsbóndi
í Görðum við Skerjafjörð
Guðrún Pétursdóttir
húsfreyja í Görðum
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Hrólfskála
Pétur Guðmundsson
bóndi í Hrólfskála á Seltjarnarnesi
Ætt Ólafar Kristínar Sigurðardóttur
Sigríður Sigurðardóttir
stundaði verslunarrekstur
og fleira í Reykjavík
Ámánudag skrifaði Guðmundur
Stefánsson á Boðnarmjöð, að á
vegum eldri borgara á Selfossi
starfaði „Leshópur fornsagna“.
Viðfangsefnið núna er Njála:
Við lesum af nákvæmni Njálu
hér nokkur á fornmáli þjálu.
Þó framan af lúti
hún langmest að Hrúti
liggjandi Gunnhildi gálu.
Ólafur Stefánsson segir, að sumir
fái þetta úr fjallgöngum eða jafnvel
Maraþoni, en hjá sér sé þetta svona:
Þótt mér sjaldan sólin skíni,
séu á mörkum vetrarhey,
þá losnar ögn af Endorfíni,
er ég skrifa pistilgrey.
Kristján H. Theódórsson yrkir:
Ofan steypist stanslaust regn,
streymir niður Kinnarhlíðar.
Allt þá vætt er vel í gegn,
veltur brúnt um lendur fríðar.
Friðrik Steingrímsson bregst við
nýjum tíðindum að utan:
Víða’um heim á braski ber
bakvið stjórnar tjöldin,
til sín hefur Tony Blair
togað stimpilgjöldin.
Gunnar J. Straumland yrkir við
fallega blómamynd og kallar
„Lauf“:
Laufblaðið hefur um langvegi farið,
létt fyrir golunni, hugljóma sá.
Frjósemisæskan með forspá um svarið
fyllir nú ævinnar draumbornu þrá.
Hið fegursta laufblað sem flögrar með
vindum,
fyrrum það hjúpaði blaðgrænutraf,
með hlýlegum, skrúðugum, haustlita-
myndum
hyllir þá vegferð sem lífið oss gaf.
Á sunnudag skrifaði Helgi Ing-
ólfsson við mynd af Kristrúnu
Frostadóttur, en undir henni stóð:
„Kristrún rýfur þögnina og svarar
fyrir kvikumálið. – „Ég datt í
lukkupottinn varðandi fjárfesting-
arákvörðun.““
Nú má loksins eyð́á það orðum,
því inn á þing hún er dottin.
Líkt og Steinríkur frækni forðum
féll hún í lukkupottinn.
Ég fortakslaust skrúðlausa tungu mér
tem
því talnaglögg valkyrjan naska
auðgaðist tífalt á athæfi sem
á íslensku heitir „að braska“.
Jón Gissurarson svaraði:
Eilíft hér virðist nú auranna bál
engan það lætur í friði.
Að tala hið skýra og skrúðlausa mál
er skylda á Boðnarins miði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Leshópur fornsagna
og lukkupotturinn
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15