Morgunblaðið - 06.10.2021, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021
✝
Gísli Jón Elías-
son fæddist 20.
febrúar 1956 á
Siglufirði. Hann lést
á heimili sínu 28.
september 2021.
Foreldrar hans voru
Elías Bjarni Ísfjörð,
f. 30.8. 1927, d. 12.9.
1988 og Aðalheiður
Sólveig Þorsteins-
dóttir, f. 26.3. 1925,
d. 13.1. 2000.
Alsystkini Gísla eru:
Kristján Sigurður, f. 7.8.
1950, kvæntur Lilju Eiðsdóttur.
Þau eiga þrjú börn.
Þorsteinn, f. 23.8. 1951.
Rafn, f. 29.7.1953, kvæntur
Unu Þóreyju Sigurðardóttur.
Þau eiga þrjú börn.
Dagmar, f. 11.6. 1957. Hún á
fjögur börn.
Heiðar, f. 17.4.1959, kvæntur
Önnu Júlíusdóttur. Þau eiga
þrjú börn.
Sólrún, f. 9.5. 1960, d. 20.5.
2019. Hún var gift Ómari Geirs-
syni og eiga þau þrjú börn.
Sigurbjörg, f. 19.12. 1961, d.
12.7. 2008. Hún
var gift Friðfinni
Haukssyni og eiga
þau fjögur börn.
Hálfsystkini
Gísla eru:
Árni, f. 20.9.
1945. Hann á sex
börn.
Jóna, f. 1.7.
1947. Hún var gift
Halldóri S. Sig-
urðssyni. Hann
lést árið 2013. Þau eiga þrjú
börn.
Sverrir Eyland, f. 8.2. 1963,
kvæntur Sigurrós Sveinsdóttur.
Þau eiga fimm börn.
Gísli ólst upp á Hverfisgötu
12 á Siglufirði í stórum systk-
inahóp. Hann var geðgóður og
glaðlyndur alla tíð og lifði ein-
földu lífi. Hann var ókvæntur og
barnlaus en átti góða vinkonu,
Önnu Kristinsdóttur. Hann
stundaði verkamannavinnu og
fór á sjó þegar tækifæri gafst.
Útför Gísla Jóns fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 6.
október 2021, klukkan 11.
Í dag kveð ég elskulegan
bróður minn, Gísla Jón Elíasson,
eða Gilla eins og hann var oftast
kallaður. Hann fór eins hljóðlega
og hann kom í þennan heim. Ég
verð að viðurkenna að ég var
ekkert ánægð að fá einn bróður í
viðbót, en amma sagði mér að að
óska mömmu frekar til hamingju
með að eignast heilbrigt barn og
þau áttu eftir að verða fleiri. Við
Gísli áttum svo eftir að verða
bestu vinir. En hver laðaðist
ekki að Gísla, þessum ljúflingi.
Gísli giftist ekki og eignaðist
ekki börn, en systkinabörnin
hændust að honum og áttu hann
að vini. Hann var ljúft barn og
ljúfur fullorðinn. Einu sinni á
æskuárunum átti ég að fara með
bræður mína þrjá, Þorstein,
Rafn og Gísla í bíó af því að
Kristján bróðir átti frí í það
skiptið og Kristján sagði af því
tilefni: „Það verður ekkert mál að
fara með Gísla, hann sofnar bara
ef honum finnst þetta leiðinlegt,“
það var ekki neinn æsingur þar.
Gísli var rólegur en skemmtileg-
ur og laumaði út úr sér brönd-
urum, elskaði góðan mat og sér-
staklega grillveislur enda var
hann góður kokkur sjálfur. Hann
var svo heppinn að eignast góða
vinkonu hin seinni ár, hana Önnu,
og þau flökkuðu saman og fóru í
nokkur sumur í bústað að Illuga-
stöðum í Fljótunum og héldu
grillveislu ásamt bræðrum Gísla
og mágkonum og skemmtu sér
vel. Það er með sorg í hjarta og
góðar minningar að ég kveð
þennan ljúfa bróður og þakka
fyrir góðar stundir sem voru
tvisvar á liðnu sumri. Börnin mín
eru líka með sorg í hjarta og
minnast þín sem góðs vinar.
Jóna systir í Grindavík.
Gísli Jón Elíasson
✝
Ísleifur Hall-
dórsson lækn-
ir fæddist í
Reykjavík 26.
september 1932.
Hann lést á Hrafn-
istu Ísafold 23.
september 2021.
Foreldrar Ís-
leifs voru Magnea
Ósk Tómasdóttir,
f. 22.6. 1907, d.
9.9. 1995, og Hall-
dór Ísleifsson, f. 7.7. 1904, d.
19.3. 1984. Systkini Ísleifs
voru Birgir Sigurðsson, f.
11.1. 1927, d. 22.4. 2016, og
Guðrún Esther Halldórsdóttir,
f. 27.10. 1933, d. 5.2. 2016.
Ísleifur giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Kolbrúnu
Þorfinnsdóttur, f. 1.8. 1934,
hinn 21.8. 1955. Foreldrar
hennar voru Kristín Kristjáns-
dóttir, f. 20.10. 1909, d. 2.9.
1979, og Þorfinnur Guðmunds-
hans er Oktavía Jónasdóttir, f.
18.9. 1962. Synir hans eru
Trausti Már Valgeirsson, f.
3.10. 1983, Halldór Heimir, f.
16.2. 1992, Ísleifur, f. 2.11.
1994, og Kristján Ottó, f.
14.12. 1998. Barnabarnabörn
Ísleifs og Kolbrúnar eru 10
talsins.
Ísleifur ólst upp í Reykjavík
en dvaldi á sumrin hjá föður-
foreldrum sínum og föður-
systur í Stykkishólmi og undi
hag sínum vel þar. Hann lauk
stúdentsprófi frá Verzlunar-
skóla Íslands 1952, embættis-
prófi í læknisfræði frá Há-
skóla Íslands 1961 og fékk
útgefið almennt lækningaleyfi
árið 1963. Hann var héraðs-
læknir á Hólmavík árin 1962-
1965 en heilsugæslulæknir og
síðar héraðslæknir á Hvols-
velli eftir það. Hann var auk
þess héraðslæknir Suðurlands
frá 1978. Þá gegndi hann fjöl-
mörgum félags- og trúnaðar-
störfum og var m.a. í stjórn
Læknafélags Suðurlands og
Læknafélags Íslands.
Útför Ísleifs hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
son, f. 7.6. 1904, d.
26.1. 1984. Hófu
þau búskap í
Reykjavík en
bjuggu síðar á
Hólmavík, Hvols-
velli og í Garða-
bæ. Börn Ísleifs
og Kolbrúnar eru:
1) Kristín, f. 25.11.
1952. Dóttir henn-
ar er Lára Jón-
asdóttir, f. 3.2.
1981. 2) Kolbrún Linda, f.
20.2. 1956. Börn hennar eru
Eva Dís Pálmadóttir, f. 30.11.
1978, og Róbert Pálmason, f.
6.8. 1981. 3) Þorfinnur, f. 25.5.
1960. Kona hans er Sigríður
Þorkelsdóttir, f. 9.4. 1964.
Dóttir hans er Kolbrún, f.
28.12. 1989. 4) Halldór Heimir,
f. 3.10. 1962. Kona hans er
Kristbjörg Magnúsdóttir, f.
1.5. 1955. 5) Gunnar Haf-
steinn, f. 27.8. 1963. Kona
Vertu kært kvaddur elsku Ís-
leifur minn. Takk fyrir ljúfa ævi
okkar saman.
Þú ert farinn, eftir sit ég ein
aftur skilur leiti milli vega.
Í mínu hjarta minning fersk og hrein
mildar söknuð, léttir þungan trega.
Við gengum snemma út á lífsins leið
lögðum saman krafta okkar tveggja.
Þó stundum virtist gatan ekki greið
gæfan fylgdi ætíð starfi beggja.
Þegar lífs míns orka förlast fer
flyst á milli heima andans kraftur.
Handan fljótsins bústað býrðu mér
og bíður mín, þá kem ég til þín aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Hittumst í sumarlandinu.
Þín
Kolbrún.
Ég sé hann fyrir mér um-
faðma mig með einstakri hlýju í
augum og bros á vör. Þannig
tók hann mér. Alltaf. Ég fann
væntumþykju hans og það
breyttist aldrei – hún var gagn-
kvæm.
Ísleifur Halldórsson – eini
maðurinn sem ég hef kallað
tengdapabba á minni ævi – er
látinn, örfáum dögum fyrir 89
ára afmælisdaginn. Ég kveð
hann með þakklæti. Hann var
mér, ásamt ástkærri tengda-
móður minni, Kolbrúnu Þor-
finnsdóttur, mikil stoð í því hlut-
verki að koma dóttur minni til
manns. Kolbrún mín var auga-
steinninn hans og á milli þeirra
ríkti einstaklega fallegt sam-
band sem mun fylgja henni alla
ævi.
Þeir sem þekktu Ísleif Hall-
dórsson hefðu kannski ekki látið
sér detta í hug að þar færi mað-
ur sem léti sjá sig með marga
tíkarspena í hárinu, málaðan í
framan með stríðsmálningu eða
skellihlæjandi í dansi en þegar
Kolbrún Þorfinnsdóttir, sonar-
dóttir hans, var annars vegar
var þetta sjálfsagt mál. Ég var
sjaldnast þátttakandi í þessum
athöfnum – þær voru eitthvað
sem þau áttu saman án mín og
ég hef bara fengið að sjá á
myndum. Ég segi frá þessu hér
því það segir svo margt um
hlutverkið sem Ísleifur Hall-
dórsson átti í lífi dóttur minnar.
Fyrir hana var hann til í allt.
Elsku Ísleifur, það var
ánægjulegt að sjá þig eldast.
Hugsa oft til þess að ég myndi
vilja eldast eins og þú gerðir.
Sáttur við lífið og lagðir allt í að
elska þitt nánasta fólk og leyfa
því að finna það. Við sáumst
ekki oft síðustu árin þín og ég
get ekki hreykt mér af því að
hafa verið dugleg að heimsækja
þig en í hvert skipti fékk ég að
vita hversu vænt þér þótti um
mig. Fyrir það er ég óendanlega
þakklát. Það er gott að elska,
eins og Bubbi segir, og það er
ekki síður gott að vera elskaður.
Með þessum fátæklegu orð-
um vil ég þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Fyrir
að vera ávallt til staðar og taka
því fagnandi að fá að passa
augasteininn þinn í hvert skipti
sem á þurfti að halda.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem)
Elsku Kolbrún eldri, Kristín,
Linda, Þorfinnur, Halldór,
Gunnar, Kolbrún mín, tengda-
börn, afabörn og langafabörn –
innilegar samúðarkveðjur.
Signý Sigurðardóttir.
Elsku afi, þú kenndir mér svo
margt - eða ég lærði svo mikið
af þér öllu heldur. Þú virtist
aldrei hafa það að markmiði að
kenna mér ákveðna hluti eða
leggja mér lífsreglurnar. Tíminn
með þér var þess eðlis að það
var eins og við værum jafningar
– vinir – að eyða tíma saman
eins og hverjir aðrir vinir. Hvort
sem ég var 6 ára eða 26 ára. Þú
lést mig jú oft vita hvað það var
sem skipti þig máli í lífinu,
kannski var það þín leið til að
kenna mér. Hvíslaðir því að mér
þegar maður átti síst von á:
„Veistu Kolbrún, mér þykir svo
vænt um hana ömmu þína.“ Nú
á seinni árum sagðir þú oft eitt-
hvað á borð við: „Veistu Kol-
brún, ég er sáttur; sáttur við líf-
ið og allt sem ég á, við Kolbrúnu
mína eldri og Kolbrúnu mína
yngri og allt fólkið mitt, það er
ekki erfitt að verða gamall þeg-
ar manni líður eins og mér. Svo
er ég líka svo frískur, aldrei
verkjað neins staðar.“ Fólkið
þitt og heilsan, það var það sem
skipti þig máli. Þú sagðir mér
líka að það mikilvægasta fyrir
heilsuna til langs tíma sé að
vera mátulega latur, þótt enginn
myndi nokkurn tímann lýsa þér
þannig. Ég held þú hafir átt við
mikilvægi þess að gefa sér tíma
til að slaka á og vera til. Það
voru aldrei mikil læti í kringum
þig en þú leyfðir manni að kynn-
ast þér á þinn einstaka hátt:
„Veistu Kolbrún, þegar maður
hefur hlustað á Queen þá þarf
maður ekki að hlusta á neitt
annað.“ Ég hafði aldrei leitt
hugann að því fyrr en ég var
orðin fullorðin að þú hafir þurft
að hætta að vinna tiltölulega
ungur – þú varst í mínum huga
bara afi sem virtist eiga allan
tíma í heiminum fyrir mig.
Hvort sem það var til að dansa
og syngja hands, knees and bo-
omps a daisy, leyfa mér að prófa
nýjar greiðslur í hárið á þér eða
taka saman smá lúr í sófanum.
Þegar ég eltist og dönsunum og
hárgreiðslubeiðnunum fækkaði
spurðir þú mig alltaf „líður þér
ekki vel, Kolbrún mín?“ „Jú, afi
minn,“ var svarið yfirleitt.
„Gott,“ sagðir þú, „það er það
eina sem ég þarf að vita.“
Ég elska þig afi minn.
Þín,
Kolbrún yngri.
Fallinn er frá ástkær afi
minn, Ísleifur Halldórsson, og
er mér ljúft að rita nokkur orð
til að minnast hans.
Þeir sem þekkja til afa vita að
hann var einstakt ljúfmenni og
prúðmennskan uppmáluð. Hann
var góður hlustandi, skipti aldr-
ei skapi, dæmdi engan og sá
ávallt það góða í öllum. Þá var
hann alltaf stuðningsríkur og
fyrstur til að rétta hjálparhönd.
Við slíkan mann er erfitt að láta
sér ekki lynda og raunin sú að
afi átti einstakt samband við alla
sína afkomendur, þ. á m. við
elsta barnabarnið.
Allt frá því ég var smástelpa
var ég ákaflega hænd að afa og
ömmu. Framan af voru þau
heimsótt reglulega á Stórólfs-
hvol, og síðar meir bæði á
heilsugæsluna á Hvolsvelli og
Móaflötina, þar sem þau áttu
annað heimili. Þaðan á ég góðar
minningar úr barnæskunni,
hvort sem er við leik og störf
með ömmu og afa, frændsystk-
inunum eða eldri frændunum.
Engu skipti þó að smástelpan
breyttist í ungling, menntskæl-
ing og að lokum háskólanema.
Heimsóknir urðu þá bara á eigin
forsendum en sjaldnast leið sú
vika að afi og amma væru ekki
heimsótt eftir skóla, lært þar,
borðaður kvöldmatur, spjallað
og jafnvel horft á fréttirnar eða
þátt. Afi var óþreytandi við að
sækja og skutla, ræða málefni
líðandi stundar, lesa yfir ís-
lenskuritgerðir, enskuverkefni,
skýrslur eða jafnvel láta taka
við sig viðtal. Bý ég ennþá að
ýmsu sem ég lærði af afa sem
ávallt var frábær námsmaður,
afar ritfær og afburða ensk-
umaður. Það þarf því varla að
taka fram að ég hef ætíð verið
ákaflega stolt af afa mínum og
er það enn. Þessum glæsilega
lækni með alla sína kosti. Í
gegnum árin hef ég reglulega
hitt fólk sem á minningar um
hann úr starfi og hafa þær verið
kærar og aukið á stoltið.
Afi hefur svo ávallt verið
stuðningsríkur og jákvæður um
allt sem lífið hefur boðið mér
upp á. Hvort sem það hafa verið
ákvarðanir um nám, að taka á
móti afa-tengdasyninum sem
hann átti svo gott samband við
eða langafabörnunum sem hann
sá ekki sólina fyrir. Við þau gat
hann leikið og spjallað endalaust
og nefna má að hann náði einn
daginn 67 spila ólsen-ólsen-
maraþoni við eitt þeirra. Við
slíkar minningar munu þau allt-
af geta staldrað.
Fráfall afa skilur eftir sig
tómarúm hjá okkur fjölskyld-
unni, en um leið fjölda af minn-
ingum sem hægt verður að ylja
sér við. Ég er ákaflega þakklát
fyrir allar þær stundir sem við
höfum átt saman fram til þess
að ég kvaddi hann í síðasta sinn.
Það verður skrítið að keyra
fram hjá Hrafnistu Ísafold og
geta ekki skotist inn. Og sjá
hann þar taka á móti sínu fólki
með geislandi brosi, enda
breyttist væntumþykjan ekkert
þótt heilsunni hrakaði.
Mestur er samt missir ömmu,
en samband þeirra var einstakt
fram á síðasta dag og einkennd-
ist af takmarkalausri virðingu,
ást og hlýju. Þannig heimsótti
amma afa flesta daga, dvaldi hjá
honum og annaðist hann af svo
mikilli alúð að eftir var tekið.
Enda þurfti ekki annað en að
minnast á „Kolbrúnu þína ein-
ustu“ við afa svo hann ljómaði af
gleði. Við sem eftir sitjum mun-
um styðja ömmu af heilum hug
og um leið halda minningu afa á
lofti um ókomna tíð.
Eva Dís Pálmadóttir.
Mannvinurinn, stórvinur
minn Ísleifur Halldórsson, er
látinn.
Ísleifur var læknir að mennt,
starfi, hugsjón og ástríðu –
stærstan hluta ævinnar sem
héraðslæknir.
Þeir sem til þekkja vita að
héraðslæknisstarfið veitir
sjaldnast lausan tíma, og stund-
ir með fjölskyldu eru gjarnan
fáar, en Ísleifur nýtti þær eins
vel og nokkur kostur var þegar
ekki var hringt og þurfti að
skreppa í vitjun sem gat verið
mislöng – kalla á sjúkrabíl, fara
með lyf, sinna starfinu af heil-
indum en komast til fjölskyldu
sinnar hið fyrsta. Sjúklingarnir
sem mættir voru á staðinn hve-
nær sem var fengu líka aðhlynn-
ingu hjá eiginkonunni Kolbrúnu
Þorfinnsdóttur; konunni sem
taldi ekki eftir sér að baka loft-
kökur til þess að senda vina-
börnum milli landa. Allir voru
jafnir á Stórólfshvoli.
Ísleifur var einstaklega far-
sæll í sínu mikla starfi. Hann
hafði óblandinn áhuga á fé-
lagsanda og félagsmálum yfir-
leitt og sat m.a. um tíma í stjórn
Læknafélags Íslands og taldi
ekki eftir sér að skreppa reglu-
lega á fundi nánast í hvaða veðri
sem var, þótt um fjallveg væri
að fara. Auk stjórnarstarfa voru
ýmis félagsmál sem óhjákvæmi-
lega fylgdu héraðslæknisstarf-
inu.
Það var ómetanlegt fyrir ung
læknishjón að geta leitað í
reynslubanka og fá þær mót-
tökur sem læknishjónin á Stór-
ólfshvoli veittu og ég naut alla
tíð síðan.
Bréfin og jólakortin brugðust
heldur aldrei og veittu hlýju og
kærleika þegar höf og lönd
skildu.
Mér er til efs að ég hafi hitt
samhentari hjón í lífi og starfi
en Kolbrúnu og Ísleif. Börnin og
barnabörnin eru lánsöm að hafa
átt föður og afa fram í háa elli
sem og við öll sem söknum hans
nú en við höfum jú Kolbrúnu og
það er ekki lítið. Sú umönnun
sem eiginkonan og fjölskyldan
öll sýndi þegar að lokum leið er
ekki eitthvað sem allir njóta.
Ísleifur var myndarlegur
maður og geislaði af honum
hlýju og visku sem ég naut í rík-
um mæli. Alltaf þótti mér nota-
legast þegar við kvöddumst og
hann sagði: Komdu fljótt aftur,
það er svo gaman!
Vertu sæll kæri vinur og takk
fyrir allt sem þú kenndir mér.
Kolbrúnu minni og fjölskyld-
unni allri sendi ég samúðar-
kveðjur.
Sigríður Stefánsdóttir.
Ísleifur
Halldórsson
Í dag kveð ég
mína bestu vinkonu.
Kynni okkar Sísí-
ar hófust þegar eig-
inmenn okkar spiluðu saman fót-
bolta í Fram. Með okkur þróaðist
dýrmætur vinskapur til margra
ára þar sem margt var brallað
saman.
Þau Sísí og Grétar komu oft
við í Urðarbakkanum og eftir að
Grétar féll frá hélt Sísí mín sínu
striki. Hún ferðaðist mikið er-
lendis og sinnti sínum áhugamál-
um. Sísí naut þess að spila og
Sigríður Þóra
Ingadóttir
✝
Sigríður Þóra
Ingadóttir
fæddist 23. október
1942. Hún lést 14.
september 2021.
Útför Sigríðar
fór fram 22. sept-
ember 2021.
dansa og það var
alltaf gleði í kring-
um hana.
Sísí var dugleg
við að heimsækja
mig og síðan hann
Gauja minn þegar
hann var kominn á
Skógarbæ, þær
heimsóknir er ég
sérstaklega þakklát
fyrir.
Ég ylja mér við
minningarnar um þær yndislegu
stundir sem við áttum saman og
Sísí mun alltaf vera í hjarta mínu.
Ég veit að Grétar tekur vel á móti
henni því samrýndari hjón var
vart að finna.
Elsku Sísí mín, takk fyrir allt.
Ég votta fjölskyldu hennar
mína innilegustu samúð.
Sigríður Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR
leikskólakennari,
Ekrusmára 21, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 2. október. Útför fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 8. október klukkan 11.
Karl Sigurðsson Heiðbjört Gylfadóttir
Gunnar Sigurðsson Kristín Halla Hafsteinsdóttir
Anna Sigurðardóttir Elías Víðisson
ömmubörn og langömmubörn