Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 1
L A U G A R D A G U R 9. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 237. tölublað . 109. árgangur .
CRAIG KVEÐUR
JAMES BOND
MEÐ STÆL
SÁ YNGSTI
TIL AÐ SKORA
FYRIR LIÐIÐ
ÍSLAND-ARMENÍA 45NO TIME TO DIE 47
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/audisalur
Rafmagnaður fjölskyldubíll
drifinn krafti íslenskrar orku
Q4 e-tron Verð frá 5.790.000 kr.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Birgir Þórarinsson hefur sagt skilið
við Miðflokkinn og gengið til liðs við
þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Það
gerðist í gærkvöld, en áður hafði
hann greint Sigmundi Davíð Gunn-
laugssyni, formanni Miðflokksins,
frá ætlan sinni.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn
því 17 þingmenn á Alþingi, en Mið-
flokkurinn aðeins tvo. Stjórnar-
meirihlutinn hefur því 38 þingmenn.
Birgir segir í samtali við Morgun-
blaðið að hann hafi ráðfært sig við
trúnaðarmenn Miðflokksins í Suður-
kjördæmi áður en
hann lét af því
verða að ganga til
liðs við sjálfstæð-
ismenn. Þar á
meðal við Ernu
Bjarnadóttur, 2.
mann á lista Mið-
flokksins í Suður-
kjördæmi og
varamann sinn á
þingi, sem einnig
færi sig um set, taki hún sæti á þingi.
Klausturmálið var kveikjan
Vistaskipti Birgis eiga sér nokk-
urn aðdraganda, þótt atburðarásin
hafi verið hröð í þessari viku. Að
sögn Birgis má rekja þau allt aftur til
uppákomunnar á Klaustri um árið,
en hann fordæmdi hana. Hann
kveðst hafa vonað að um heilt hefði
gróið síðan, en annað hafi komið í
ljós. Hann hafi því að vandlega yfir-
veguðu ráði ákveðið að hann gæti
ekki átt samleið með hinum þing-
mönnum Miðflokksins lengur.
Birgir Ármannsson, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, stað-
festi inngöngu nafna síns í þingflokk-
inn í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Þingflokkurinn sam-
þykkti beiðni Birgis Þórarinssonar
um inngöngu samhljóða. Við fögnum
því að sjálfsögðu að fá nýjan liðs-
mann, sem við þekkjum vel og þetta
styrkir okkur í þeim störfum, sem
fram undan eru,“ sagði Birgir.
Þá voru eftir tveir
Samkvæmt þingsköpum virðast
þeir tveir þingmenn, sem eftir eru í
Miðflokki, geta myndað þingflokk,
þótt almenna reglan sé að þeir þurfi
að vera þrír, enda geri þeir það „þeg-
ar að loknum kosningum“.
Birgir ritar grein í Morgunblaðið í
dag um vistaskiptin, en jafnframt má
lesa viðtal við hann um tildrögin.
Birgir skilur við Miðflokkinn
- Gengur til liðs við sjálfstæðismenn á þingi - Varaþingmaður hans fer sömuleiðis
- Greri aldrei um heilt frá Klaustri - Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú 17 talsins
MGat ekki haldið áfram … »10, 27
Birgir
Þórarinsson
_ Verði tillögur um virkjanakosti í
3. áfanga Rammaáætlunar sam-
þykktar verða um 1.421 MW komin
í nýtingarflokk úr 2. og 3. áfanga
áætlunarinnar. Virkjanakostir úr 3.
áfanga hafa þrisvar verið lagðir
fyrir Alþingi af þremur ráðherrum
en ekki enn verið samþykktir.
Þingið samþykkti þingsályktun-
artillögu árið 2015 um að vatnsafls-
virkjunin Hvammsvirkjun í Þjórsá
skyldi færð í orkunýtingarflokk.
Engir nýir virkjanakostir hafa ver-
ið samþykktir eftir það.
Núgildandi Rammaáætlun, það
er 2. áfangi, var samþykkt árið
2013. Í henni voru tvær vatnsafls-
virkjanir og 14 jarðvarmavirkjanir.
Í 3. áfanga, sem bíður samþykktar,
er lagt til að átta virkjanakostir
færist í orkunýtingarflokk. Verk-
efnisstjórn 5. áfanga (2021-2025) er
tekin til starfa. »4
Margir virkjanakost-
ir bíða samþykkis
Að minnsta kosti 55 manns létust og
um 150 særðust þegar sjálfvígs-
sprengjumaður lét til skarar skríða
við mosku sjía-múslima í borginni
Kunduz í Afganistan. Er þetta mann-
skæðasta hryðjuverkið í landinu frá
því Bandaríkjaher yfirgaf það í lok
ágúst.
Ríki íslams í Afganistan lýsti ódæð-
inu á hendur sér, en samtökin hafa
lengi beint spjótum sínum að sjíum,
sem eru minnihlutahópur í landinu.
Fjölmenni var við föstudagsbænir
þegar árásin var gerð, og er óttast að
enn muni fjölga í hópi látinna, þar
sem margir hinna særðu voru í alvar-
legu ástandi þegar þeir voru fluttir á
sjúkrahús. Þá var óttast að fleiri árás-
ir yrðu gerðar í kjölfarið.
AFP
Hryðjuverk Nærstaddir bera hér lík
út í sjúkrabíl eftir árásina í Kunduz.
Skæð sjálfs-
vígsárás í
Kunduz
Þrátt fyrir að sumarið sé mörgum enn ferskt í
minni styttist í veturinn og jólin. Hafist var
handa í vikunni við uppsetningu á jólaskrauti
sem prýða mun miðborgina yfir hátíðartímann.
Þessir tveir iðnaðarmenn virtust ágætlega
ánægðir með verkefni dagsins þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins náði þeim á filmu um hádeg-
isbil í gær. 76 dagar eru til aðfangadags jóla sem
verður á föstudegi í ár.
Morgunblaðið/Eggert
Hafist handa við undirbúning jóla í miðborginni