Morgunblaðið - 09.10.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.10.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Töluvert dró úr atvinnuleysi á landinu í seinasta mánuði. Skráð atvinnuleysi var 5% í september og lækkaði það úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi er nú jafn mikið og það var í febrúar 2020 sem var seinasti mánuðinum áður en heims- faraldur kórónuveirunnar reið yfir og bendir Vinnumála- stofnun á í nýútkominni skýrslu um atvinnuástandið að segja megi að toppur atvinnuleysis vegna faraldursins sé liðinn hjá. „Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.167 sem nemur rúmlega 10% fækkun atvinnulausra frá ágústmánuði,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að af þeim 1.071 atvinnulausum sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í september fóru um 450 á ráðningarstyrk, hins vegar bættust um 1.600 nýir at- vinnuleitendur við í september. Atvinnuleysi var sem fyrr mest á Suðurnesjum eða 9,1% en þar minnkaði það úr 9,7% í ágúst. Næstmest var atvinnuleysið 5,4% á höfuðborgarsvæðinu. Þar var 6,1% atvinnuleysi í ágúst. Spáir Vinnumálastofnun því að at- vinnuleysi muni lítið breytast í október og verða á bilinu 5,0% til 5,3%. Mikill fjöldi atvinnulausra hefur verið án atvinnu leng- ur en í heilt ár en þeir voru alls 4.598 í lok september og fækkaði milli mánaða um 485 manns. „Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum í september 2021 frá mánuðinum á undan, meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi (ferðaþjónustu ýmiss konar, gistiþjónustu og veitinga- þjónustu) eða á bilinu 12% til 14% og í menningartengdri starfsemi um 15% milli mánaða. Í flestum öðrum at- vinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 4% til 8%,“ segir í skýrslu VMST. Enn mælist 11,8% atvinnuleysi meðal erlendra rík- isborgara. Toppur atvinnuleysis í kórónukreppu liðinn hjá - Skráð atvinnuleysi minnkaði úr 5,5% í 5% í september 5,0% 9,2% 17,8% 13,0% 9,6% 8,8% 9,4% 9,8% 11,1% 12,0% 12,1% 12,8% 12,5% 12,1% 11,5% 10,0% 7,4% 6,1% 5,5% 5,0% 5,0 3,5 5,7 10,3 7,5 5,6 7,4 2,1 7,5 7,9 8,5 9,0 9,9 1,4 10,6 1,4 10,7 1,2 11,6 11,4 11,0 10,4 9,1 7,4 6,1 5,5 5,0 Þróun atvinnuleysis frá feb. 2020 til sept. 2021 20% 15% 10% 5% 0 2020 2021 feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Heimild: Vinnumálastofnun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðgerðir Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugrein- um í september, og um 12-14% í ferðatengdri starfsemi. Búið er að grafa fyrir nýjum göngu- og hjólastíg í gegnum Garðahraun í Garðabæ. Hann á að tengja svokallaðan Bæjargarð við upplandið. „Við getum sagt að með þessum aðgerðum sé hægt að ganga og hjóla frá fjöru til fjalls. Þetta er liður í því. Stígurinn verður malbikaður og lýstur svo þarna verður mjög góð samgönguleið bæði fyrir hjólandi og gangandi,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. „Þetta er gert með samþykki Umhverfisstofn- unar og samráði við friðlýsingarskilmála. Frið- lýsing þýðir ekki að það megi ekki fara um svæð- ið. Þvert á móti viljum við að fólk upplifi friðlýsinguna.“ Ekki hafi borið á athugasemdum eða kvörtunum vegna þessara framkvæmda. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grafið fyrir nýjum göngu- stíg í gegnum Garðahraun Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem ekki var fallist á að stjórnvöld hefðu farið út fyrir valdmörk sín með því að vista ein- stakling í sóttkví, sem var til varnar í málinu. Fór sóttvarnalæknir fram á að ein- staklingurinn, sem ekki hafði verið bólusettur gegn Covid-19, skyldi sæta fimm daga sóttkví frá 2. október og þar til niðurstaða úr seinni PCR- sýnatöku lægi fyrir, sem honum væri skylt að undirgangast og framkvæma skyldi 7. október, eða í gær. Vildi varnaraðili þá meðal annars meina að ákvæði reglugerðarinnar mismuni óbólusettum einstaklingum með ómálefnalegum og ólögmætum hætti. Reglugerð hefði lagastoð Komust dómstólar að því að reglu- gerðin hefði lagastoð í sótt- varnalögum og hún væri reist á til- lögu sóttvarnalæknis til ráðherra um nauðsynlegar takmarkanir vegna sóttvarna. Þegar litið sé til þeirra skyldna sem hvíla á löggjafarvaldinu og stjórnvöldum til að vernda líf og heilsu landsmanna þegar farsóttir geisa verði að játa þeim nokkurt svig- rúm við mat á því hvað teljist nauð- synlegar aðgerðir á hverjum tíma. Því væru ekki efni til að líta svo á, að ákvæðin féllu utan þess svigrúms sem stjórnvöldum væri játað við mat á nauðsyn aðgerða hverju sinni. Sóttkví ekki út fyrir mörk - Óbólusettur í mál www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.