Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ákveðið hefur verið að þriðji fjar-
skiptasæstrengurinn ÍRIS, sem
liggja mun milli Íslands og Írlands,
komi á land í Þorlákshöfn. „Lending-
arstaður strengsins var færður frá
Grindavík til Þorlákshafnar í sumar,“
segir Þorvarður Sveinsson fram-
kvæmdastjóri Farice ehf., í svari til
blaðsins. Ýmsir valkostir hafa verið
skoðaðir. Var frétt um endanlegan
lendingarstað birt á vefsíðu Farice 1.
september.
Hafin er skipulagsvinna í Þorláks-
höfn vegna sæstrengsins og auglýst
breyting á deiliskipulagi hafnarsvæð-
is vegna lóðar og tengihúss fyrir
strenginn. Bæjaryfirvöldum í Grinda-
vík var hins vegar í gær ekki kunnugt
um að hætt hefði verið við að taka
strenginn á land í Hraunsvík austan
Grindavíkur og er vinna við breyting-
ar á aðalskipulagi vegna þess á loka-
metrunum.
Hjörtur Jónsson hafnarstjóri í Þor-
lákshöfn segir að strengurinn eigi að
koma á land norðaustan við bæinn og
vinna standi yfir við skipulagsmálin í
kringum það vegna tengivirkis sem
reist verði á lóð sem úthluta á. Á hann
von á að vinna við það fari í gang í
haust og vetur. „Þeir ætluðu að fara
með strenginn í land austan við
Grindavík en hættu við það að ég held
út af þessum óróa á Reykjanesinu.
Þeir sögðu mér að það væri ástæðan
fyrir því að hætt væri við það og þess
vegna komu þeir til okkar,“ segir
Hjörtur. Ekki er um umfangsmiklar
framkvæmdir að ræða en reisa þarf
60-100 fermetra hús undir tengivirki.
Hafa haldið sínu striki
Fannar Jónasson bæjarstjóri í
Grindavík sagðist í gær ekki vita bet-
ur en að enn væri til skoðunar að
strengurinn kæmi á land við Grinda-
vík. „Við höfum bara haldið okkar
striki varðandi skipulagsmál og ann-
að sem að okkur lýtur, þannig að það
hefur ekkert verið slegið af hvað það
varðar,“ segir Fannar. Hann segir að
upphaflega hafi staðið til að taka
strenginn á land vestast á Reykjanes-
inu en að ráðleggingum jarðfræðinga
hafi verið ákveðið að setja hann frek-
ar á land í Hraunsvíkinni við Grinda-
vík. „En í ljósi jarðhræringa og eld-
gossins þá fóru þeir að skoða
Þorlákshöfn, sem ekki var inni í
myndinni upphaflega vegna nálægðar
við næsta streng sem er í Landeyjum.
Ég held að það hafi síðan bara verið
opnað á það líka að skoða þetta sam-
hliða.“
Í tillögu að breytingu á aðalskipu-
lagi Grindvíkur er m.a. gert ráð fyrir
mannvirkjabelti fyrir lagnir í jörðu á
landi í Hraunsvík og meðfram Suður-
strandarvegi. Fannar segir að búið
hafi verið að ná samkomulagi við
landeigendur um aðstöðuhús og fara
yfir málin með fyrirtækjum í sjávar-
útvegi vegna fiskimiða undan landi
o.fl. „Þetta er langt komið í gegnum
aðalskipulag og er bara á lokametr-
unum þannig að það verður allt tilbúið
af okkar hálfu, svo á bara eftir að
koma í ljós hver niðurstaðan verður
hjá þeim,“ sagði hann.
Tilbúinn fyrir árslok 2022
Þorvarður segir að verkefnið sé á
áætlun. „Framleiðsla strengsins er
langt komin og lagning hefst frá Ís-
landi næsta vor. Kerfið verður, ef allt
gengur samkvæmt áætlun, tilbúið til
notkunar fyrir árslok 2022.“
Strengurinn kemur á
land við Þorlákshöfn
- Skipulagsvinna í tveimur sveitarfélögum vegna sæstrengs
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ríkið stóð alls ekki nægjanlega vel
með sveitarfélögunum í viðbrögðum
og aðgerðum sem grípa þurfti til
vegna þess vanda sem heimsfarald-
urinn skapaði,
ólíkt þeim stuðn-
ingsaðgerðum
sem gripið hefur
verið til annars
staðar á Norður-
löndunum og víð-
ar í Evrópu. Það
skorti skilning á
mikilvægi þess að
sveitarfélög gætu
ráðist í fjárfest-
ingar til að ná sér
á strik og það voru hagstjórnar-
mistök ríkisstjórnarinnar að standa
ekki almennilega með sveitarfélög-
unum bæði á tekjuhliðinni og á
gjaldahlið svo þau gætu haldið dampi
og farið fram með fjárfestingar í inn-
viðum um land allt.
Þetta kom fram í máli Dags B.
Eggertssonar borgarstjóra sem
flutti ræðu undir yfirskriftinn Fjár-
mál í heimsfaraldri: hvað getum við
lært? á fjármálaráðstefnu sveitar-
félaga, sem lauk í gær.
Áhrif afleiðinga faraldursins á
sveitarfélögin voru gríðarleg að sögn
Dags, sem fór yfir viðbrögð borgar-
innar við efnahagslega áfallinu og
hvaða skref hefðu verið tekin m.a.
með sóknaráætluninni Græna plan-
inu sem felur í sér fjárfestingar upp á
175 milljarða á þremur árum.
Dagur minnti á að OECD hefði sl.
sumar varað sterklega við því að van-
meta hlutverk fjárfestinga sveitarfé-
laga til að ná efnahagslífinu aftur
upp. Vissulega hafi allir þurft að
glíma við sömu óvissu og ef litið sé yf-
ir allt tímabilið verði ekki nema með
sanngirni sagt að margt hafi gengið
býsna vel og aðgerðir skilað sér til
fyrirtækja og atvinnulífs. „En það
var viðvarandi hik gagnvart sveitar-
félögunum. Ég held að það hafi verið
blindi bletturinn í aðgerðum ríkisins
hér á landi, sérstaklega þegar við
berum það saman við önnur lönd,
Norðurlöndin ásamt fjölda Evrópu-
landa, og þetta sjáum við m.a. í sam-
antekt OECD sem kom strax þarna
um sumarið, að fjárhagslegur stuðn-
ingur við borgir og sveitarfélög var
þar miklu massívari, miklu almenn-
ari og skýrt gefinn til kynna alveg í
upphafi,“ sagði hann. Ekki verði því
annað séð en að ríkissjóðir t.a.m. á
Norðurlöndum styðji myndarlega við
sveitarfélögin og þá almennu þjón-
ustu sem þau veita íbúum sínum. Hér
á landi hafi menn hins vegar ekki
verið samstiga. Dagur sagði sveitar-
félögin í mjög erfiðri stöðu og mun
erfiðari en ef haldið hefði verið eins á
spilunum og gert var annars staðar á
Norðurlöndunum. Landlægt vanmat
væri á mikilvægi sveitarfélaga í hag-
kerfinu og landlægur skortur á skiln-
ingi á muninum á ríki og sveitarfélög-
um og ólíkum tekjustofnum þeirra.
Dagur sagði að fyrir áfallið vegna co-
vid hefðu menn vitað að það væri
krónísk vanfjárfesting í fjölmörgum
sveitarfélögum á viðhaldi og innvið-
um og sú yrði áfram raunin nema
eitthvað yrði að gert.
Morgunblaðið/Eggert
Ræða stöðuna Tveggja daga fjármálaráðstefnu sveitarfélaga lauk í gær. Umræður fóru fram í tveimur málstofum.
Viðvarandi hik gagn-
vart sveitarfélögum
- Gagnrýndi lítinn stuðning ríkis við sveitarfélög í faraldrinum
Dagur B.
Eggertsson
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Garðabær og Arnarland ehf. undir-
rituðu í gær samning um uppbygg-
ingu heilsubyggðar á Arnarnes-
hálsi. Þar verður lögð áhersla á
lífsgæði, lýðheilsu, náttúru og
heilsueflandi þjónustu. Verkefnið
hefur hlotið nafnið Arnarland.
Umrætt svæði, sem er um 10
hektarar að stærð, er á norðan-
verðum Arnarneshálsi og afmark-
ast af Hafnarfjarðarvegi, Arn-
arnesvegi og Fífuhvammsvegi, við
bæjarmörk Garðabæjar og Kópa-
vogs.
Byggð þessi er sérstaklega hugs-
uð fyrir 50 ára og eldri. Áform eru
um að byggðin samanstandi af rúm-
góðum hágæðaíbúðum sem bjóða
upp á möguleika á hátæknivæðingu.
Hugmyndin er að þar sé stutt í alla
þjónustu auk þess sem góðir mögu-
leikar séu á hreyfingu og útivist.
„Íbúðin þróast með aldri íbú-
anna. Ég get nefnt sem dæmi að
það verða þarna fallskynjarar, fjar-
stýring á gluggatjöldum, það verð-
ur lyfjaskömmtun og fleiri atriði
sem henta fólki þegar það eldist,“
útskýrir Gunnar Einarsson bæj-
arstjóri Garðabæjar.
„Við erum samt alls ekki að tala
um að fólk um fimmtugt sé komið á
grafarbakkann heldur gerir það
ákveðnar kröfur um sitt nær-
umhverfi, aðkomu að líkamsrækt,
jóga, sjúkraþjálfun, heilsugæslu og
hinu og þessu.“ Svo geti aðstæður
þeirra sem þarna búa breyst og þá
eru íbúðirnar hannaðar með þess-
um snjalllausnum sem mæta þörf-
um þeirra.
Heilsuklasi nýsköpunar
Í hverfinu verður einnig miðstöð
fyrirtækja sem sérhæfa sig í heil-
brigðisþjónustu, þróun og nýsköpun
í heilsueflandi starfsemi. Félagið
Ósar, móðurfélag fyrirtækjanna
Icepharma og Parlogis, mun reisa
framtíðarhöfuðstöðvar sínar á
svæðinu og vera í fararbroddi í
uppbyggingu á atvinnuhluta byggð-
arinnar. „Það verður þarna sam-
ansafn af fyrirtækjum sem eru í
heilsugeiranum og þarna verður
byggður upp heilsuklasi þar sem
nýsköpun verður og hugmyndir
fæðast,“ segir bæjarstjórinn.
Gunnar segist þess fullviss að
markaður sé fyrir íbúðir í byggð
sem þessari. „Hér er fólk farið að
horfa til þess hvernig það á að eyða
seinni hálfleiknum á sem bestan
hátt án þess að vera að basla í hinu
og þessu. Þetta er hugsunin.“
Svipuð hverfi hafi verið byggð er-
lendis, til dæmis annars staðar á
Norðurlöndunum og á Bretlandi.
Þar sé að finna „heildstæða hugsun
fyrir fimmtíu ára og eldri, fólk sem
er í fullu fjöri en vill hafa ákveðna
þjónustu nærri sér og gerir
ákveðnar kröfur“.
Fram undan er skipulagsvinna á
svæðinu sem felur í sér breytingar
á aðalskipulagi sem og gerð deili-
skipulags. Gunnar segir að það
muni síðan taka þrjú til fimm ár að
byggja upp hverfið.
„Við erum mjög spennt fyrir
þessu. Þetta smellpassar inn í okk-
ar markmið með heilsueflandi sam-
félag í Garðabæ.“ Þá verði þetta að-
koman að bænum og því sé
mikilvægt að vandað sé til verka og
hverfið verði fallegt.
Hátæknivætt
og heilsueflandi
- Ný heilsubyggð á Arnarneshálsi
Arnarland í
Garðabæ
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
KÓPAVOGUR
GARÐABÆR
Arnarnes
Smárar
Fífan
Arnarland
Ha
fn
ar
fja
rða
rve
gu
r
Arnarnesvegur
Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Það eru alltaf
tækifæri til staðar
Investis ehf hefur á undanförnum árum komið að
og leitt um 180 verkefni sem varða kaup og sölu,
fjármögnun og sameiningu fyrirtækja.
Við búum yfir mikilli reynslu við gerð verðmats og
fjárfestakynninga, útfærslu samninga og leiðum til
að ná sem bestum árangri fyrir viðskiptavini okkar.
Áhugasamir geta skráð sig á heimasíðu okkar investis.is
og fengið forgangspóst þegar ný tækifæri koma upp.
Hefur þú hug á að selja fyrirtæki?
Hafðu samband við höfum áhuga á að heyra frá þér.
Í-MAT ehf.JG ehf.
Hér eru dæmi um verkefni þar sem Investis hefur annast ráðgjöf við
sölu, sameiningar eða aðkomu fjárfesta á undanförnum árum.