Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Evrópa glímir við orkuvanda um
þessar mundir sem virðist að
verulegu eða öllu leyti heima-
tilbúinn. Telegraph segir frá því að
forystumenn í at-
vinnulífinu telji
ákvörðun bresku
ríkisstjórnarinnar
að skipta yfir í
„grænna“ bensín,
þ.e. bensín með
hærra etanól-
innihaldi, hafa haft
mikið um bensín-
vandann þar að segja. Bensín-
skortur gerði breskum bílstjórum
gramt í geði og verðið rauk upp.
- - -
Telegraph segir einnig að um-
deilt sé hvort þetta hækkaða
etanól-hlutfall sé betra fyrir um-
hverfið, en etanólið er framleitt úr
korni, og ekki eru allir á eitt sáttir
um að nýta land til etanól-
framleiðslu fyrir bíla í stað mat-
vælaframleiðslu.
- - -
Hér á landi er einnig notað líf-
eldsneyti á borð við etanól og
lífdísil og Sigríður Á. Andersen
spurði fjármálaráðherra út í það á
þingi í sumar og fékk svar í liðnum
mánuði. Sigríður fjallaði um svarið
á vef sínum og sagði: „Ríkið hefur
ekki hugmynd um hve mikið (eða
hvort) losun CO² minnkar vegna
margra milljarða króna sem það
veitir árlega í skattaívilnanir til líf-
eldsneytis og rafbíla.“
- - -
Hún benti á að skattaíviln-
anirnar hefðu verið til staðar
í áratug en samt vissi enginn hverju
þær skiluðu. Milljarðar streymdu
úr landi vegna þessa.
- - -
Við erum sem betur fer ekki í
jafn slæmri stöðu og Bretar,
en er verjandi að halda áfram að
ýta undir notkun á óhagkvæmu
eldsneyti ef árangurinn af aðgerð-
unum liggur ekki fyrir?
Sigríður Á.
Andersen
Heimagerður
orkuvandi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vegagerðin hefur lagt mat á mögu-
leikana varðandi ferjusiglingar á
Breiðafirði næstu misseri. Niður-
staðan er sú að hagkvæmast er að
uppfylla núverandi samning og nota
gildistíma hans til hönnunar og út-
boðs á hafnarmannvirkjum á
Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný
hafnarmannvirki eru forsenda fyrir
áframhaldandi ferjurekstri á Breiða-
firði. Frá þessu er greint á heima-
síðu Vegagerðarinnar.
Þrátt fyrir að Baldur uppfylli ekki
nútímakröfur um aðgengi og útlit þá
uppfyllir skipið þær öryggiskröfur
sem eru í gildi, skipið er í notkun og
flutningsgeta viðunandi, segir í
fréttinni. Baldur er kominn til ára
sinna, smíðaður 1979. Núverandi
samningur við Sæferðir um ferju-
siglingar gildir til 31. maí 2022 með
möguleika á framlengingu til 31. maí
2023. Sæferðir eru dótturfyrirtæki
Eimskips.
Fram kemur að ítarleg leit hefur
farið fram hjá Vegagerðinni að skipi
sem gæti leyst núverandi skip af á
meðan verið væri að huga að fram-
tíðarfyrirkomulagi ferjusiglinga.
Ekkert skip fannst sem uppfyllti
þær kröfur sem settar voru. Að auki
verði ekki hjá því litið að ferjumann-
virki, bæði á Brjánslæk og í Stykk-
ishólmi, séu „sérsniðin“ að gamla
Baldri sem var óvenju mjótt skip og
þau síðan aðlöguð að núverandi
Baldri. „Ljóst er að huga þarf að
endurnýjun þessara mannvirkja svo
þau geti annað þeirri flutningsgetu
sem fyrirsjáanleg er miðað við aukna
framleiðslu afurða á Vestfjörðum,“
segir Vegagerðin. sisi@mbl.is
Ný hafnarmannvirki verða hönnuð
Ljósmynd/Vegagerðin
Baldur Breiðafjarðarferjan mun að
óbreyttu sigla áfram á næstunni.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps skorar á Vegagerðina að
bæta slæmt ástand malarvega í
sveitarfélaginu. „Margir vegkaflar
eru nánast ókeyrandi. Sumir þurfa
ofaníburð en í einhverjum tilfellum
dygði að hefla vegina,“ segir í fund-
argerð sveitarstjórnarinnar.
„Ástandið hefur verið þannig í
rigningunum undanfarið að við höf-
um ekki getað heflað þá kafla sem
við höfum viljað hefla. Það er til-
gangslaust að hefla blautan veg. Það
þarf að láta vegina þorna áður en vit
er í að hefla,“ segir G. Pétur Matt-
híasson upplýsingafulltrúi Vega-
gerðarinnar. Hann segir að unnið
hafi verið að heflun á svæðinu. Fyrst
var of þurrt og svo of blautt en veg-
irnir verði heflaðir. Hann segir
ástand malarvega geta versnað
hratt þegar koma miklar rigningar.
„Það var dregið úr viðhaldi malar-
veganna eftir hrun og við höfum
ekki náð að vinna það upp aftur. En
við höfum í hyggju að leggja aftur
meiri áherslu á malarvegina,“ segir
G. Pétur og bætti við að víðar sé
kvartað yfir slæmu ástandi malar-
vega en sunnan heiða. Þannig fór
t.d. Vatnsnesvegur mjög illa í rign-
ingum að undanförnu. G. Pétur
kvaðst geta ímyndað sér að malar-
vegir hefðu víða látið undan vegna
þess hvað mikil læti hafa verið í
veðrinu. Einnig skiptir umferðar-
þunginn máli en umferðin er fljót að
gera holur í vegina þegar mikið rign-
ir.
Hann segir oft reynt að hefla mal-
arvegina seint á haustin eða í byrjun
vetrar til að búa þá undir veturinn.
Þá er von um að þeir verði í sem
bestu ástandi þegar aftur vorar.
gudni@mbl.is
Malarvegir hafa
víða látið á sjá
- Sveitarstjórn
Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps kvartar
Morgunblaðið/Júlíus
Drullupollar Rigning og umferð-
arþungi skemma malarvegi.