Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g er svo lánsöm að
starfið mitt er ástríða
mín. Það hefur átt hug
minn allan undanfarin ár
að finna leið fyrir fötluð börn til að
tjá sig,“ segir Hanna Rún Eiríks-
dóttir, sérkennari við Klettaskóla,
en hún er ein þeirra sem tilnefnd eru
til Íslensku menntaverðlaunanna.
Hún er tilnefnd fyrir framúrskar-
andi kennslu nemenda með fötlun,
meðal annars fyrir að þróa nýjar
leiðir til tjáskipta.
„Þessar leiðir til tjáskipta eru
ofboðslega mikilvægar í lífi þessara
barna, nemendur mínir eru ein-
staklingar sem sumir tala ekki neitt,
en aðrir geta tjáð sig að einhverju
leyti, jafnvel notað tákn og hafa ein-
hver orð, en þurfa stuðning til að
tala. Sumir hafa lært að tala en velja
að tala ekki, þau tala frekar eða tjá
sig með tækjunum en með röddinni
sinni. Eitt af því merkilega sem við
sjáum gerast er að sum þeirra fara
að tjá sig meira þegar þau fá tækin í
hendurnar, náttúruleg máltjáning
þeirra eykst sem sagt í kjölfarið.“
Þetta forrit er heilt tungumál
Hanna Rún segir að nemendur
hennar séu staddir á mismunandi
stað í því að tileinka sér tæknina og
taka þetta inn.
„Við sjáum samt ótrúlegan ár-
angur hjá þeim, það er stórkostlegt
að sjá börn sem ekki hafa getað tjáð
sig, ná tökum á því að geta sagt
hvernig þeim líður og hvað þau vilja.
Að geta sagt sinn vilja skiptir svo
miklu máli. Eitthvað sem okkur
finnst kannski ómerkilegt er stór-
kostlegt í þeirra lífi, til dæmis að þau
vilji grænar baunir frekar en sultu
með matnum, eða hvað annað sem
er, að þau hafi val og geti sagt frá.
Það er ótrúlega dýrmætt.“
Þegar Hanna Rún er spurð að
því hverslags tól og tæki hún sé að
nota við tjáskiptakennsluna, þá segir
hún búnaðinn vera rafrænan, til
dæmis augnstýribúnaður, en þá nota
nemendur augu til að stjórna tölvu-
mús en aðallega eru notaðar Wind-
ows-spjaldtölvur.
„Mest notum við forrit sem
heitir TD Snap, en ég fékk það í
hendurnar fyrir nokkrum árum. Í
góðu samstarfi við Öryggismiðstöð-
ina sem sér um að útvega tjáskipta-
tæki, tölvur og annað fyrir fatlað
fólk, komst ég í samband við þá aðila
sem hanna þetta boðskiptaforrit.
Þeir voru að leita að einhverjum til
að staðfæra búnaðinn og vildu aðila
sem þekkti þarfir notenda og vissi
hvað hentaði þeim best. Við hér á
litla Íslandi fengum að vera hluti af
því að forritið var þýtt yfir á mörg
tungumál. Ég náði góðu samstarfi
við skrifstofu þeirra í Bandaríkjun-
um og þau sendu mér skjöl sem ég
fór yfir, þýddi og staðfærði. Fyrir
vikið eigum við þetta forrit, TD
Snap, með íslenskum kennsluleið-
beiningum og íslenskri notenda
handbók. Nú er þetta mjög aðgengi-
legt fyrir alla sem á þurfa að halda,
og að fá svona forrit á íslensku sem
er heilt tungumál, það er algjörlega
stórkostlegt,“
Margir geta notið góðs af
Hanna Rún segir að auðvelt sé
að einstaklingsmiða forritið.
„Hægt er að einfalda það fyrir
þá sem þurfa mjög einföld frumboð-
skipti, en það er líka hægt að hafa
það flóknara og allan orðaforða sýni-
legan. Einnig er hægt að taka tákn-
myndir út fyrir þá sem eru læsir, til
dæmis fyrir þá sem eru að missa
færni, en þá er ég að hugsa um fólk
sem er utan okkar nemendahóps hér
í Klettaskóla, til dæmis þá sem eru
með taugasjúkdóma og geta ekki
notað röddina sína. Þetta getur kom-
ið sér mjög vel fyrir slíka aðila. Ekki
síður getur þetta komið sér vel fyrir
erlenda innflytjendur, nemendur
sem eru að læra íslensku. Rosalega
margir geta notið notið góðs af
þessu, þótt ég hafi í upphafi verið í
minni búbblu að reyna að finna
tungumál fyrir einn af mínum nem-
endum, af því hún gat sagt mér á
mjög frumstæðan hátt svo miklu
meira en ég gerði nokkurn tíma ráð
fyrir að hún gæti. Mér fannst ég
verða að gera allt sem ég gat í lífinu
svo þessi stúlka fengi tungumál.
Þegar ég kynntist þessu forriti þá
áttaði ég mig á hvað þetta gæti gert
mikið fyrir öll börnin í Klettaskóla
og öll önnur fötluð börn á landinu
sem eiga erfitt með að nota röddina
sína og þurfa þennan stuðning til að
geta tjáð sig. Þetta er svo ótrúlega
mikilvægt,“ segir Hanna Rún sem
hefur leiðbeint starfsfólki skóla víða
um land í að skipuleggja óhefðbund-
in tjáskipti nemenda og haldið fyrir-
lestra og námskeið um efnið.
Ljósið við enda ganganna
Hanna Rún segir að þýðingar-
vinnan og staðfærslan hafi verið
miklu meiri vinna en hún hafði gert
sér grein fyrir þegar hún lagði af
stað í það verkefni.
„Ég er með mjög góða yfir-
menn sem treystu mér og ég gat
dregið úr kennslu og unnið í þessu
meðfram, en þetta var miklu meira
en vinnudagur frá átta til fjögur.
Þetta var á tímabili mjög mikið, ég
tók heilt sumar í þetta, en ég hugs-
aði ekkert um það meðan á þessu
stóð, ég hugsaði bara um ljósið við
enda ganganna. Að koma þessu í
gagnið skiptir svo miklu máli. Við
notum líka forrit sem heitir Comm-
unicator sem aldrei hefur verið þýtt
á íslensku, og gagnaðist okkur vel
fram að því að við fengum nýja for-
ritið. Við notum það enn til að prenta
út myndir, hafa sjónrænt skipulag
og kjarna orð fyrir þá sem eru að
byrja í tjáskiptum, en þar er ekki
heildstætt tungumál.“
Sum fljótari en við að læra
Hanna Rún segir að nemendur
hennar séu komin mislangt í að nota
forritið og séu misfljótir að tileinka
sér þessa aðferð.
„Við erum öll enn að læra á
þetta, nemendur, kennararnir hér í
Klettaskóla og í raun allt starfsfólk,
því það er ekki nema eitt ár frá því
þetta komst almennilega í gagnið
hjá okkur. Þeir nemendur sem eru
komnir með þetta eru öll að taka
miklum framförum í tjáskiptum,
sum hægum framförum en önnur
hraðar, því það er tölvuvert mál að
læra á þetta. Sum þeirra eru fljótari
en við kennararnir að tileinka sér og
finna leiðirnar. Í einum bekk þar
sem þrír eru komnir með sín eigin
tæki, þá eru þeir farnir að tala sín á
milli með tækjunum, það er eitthvað
sem þeir gátu ekki áður. Þetta dreg-
ur úr félagslegri einangrun og
krakkarnir verða sjálfstæðari. Nú
geta þeir tjáð sig og sagt hvað veld-
ur þeim til dæmis óöryggi eða því að
þeir verða reiðir og pirraðir. Þegar
þeir geta sagt frá hvað er að angra
þá, þá er hægt að tala um það við þá
og útskýra. Þetta dregur úr óæski-
legri hegðun.“
Hanna Rún segir að það sé afar
gefandi að sjá þessa jákvæðu breyt-
ingu á nemendum.
„Hér innanhúss er ótrúlega
flott fagfólk sem er tilbúið til að vera
með mér í þessu, því allt umhverfi
nemenda verður að taka þátt í þessu
ef þetta á að nýtast til fulls, líka
heimili barnanna og frístundin. Það
er ekki nóg að koma í einn tíma í tjá-
skipti, allt heila samfélagið þeirra
verður að taka þátt svo þau nái ár-
angri og læri,“ segir Hanna Rún og
bætir við að hægt sé að sækja um
tjáskiptatæki til Sjúkratrygginga
Íslands og ef sýnt er fram á að nem-
endur geti nýtt sér tækið fái þeir
það, sér að kostnaðarlausu. „Enda
er þetta jafn nauðsynlegt tæki fyrir
þá sem ekki geta talað og hjólastóll
er fyrir þá sem ekki geta gengið.“
Mikilvægt að geta tjáð sinn vilja
Hanna Rún Eiríksdóttir, sérkennari við Klettaskóla, er ein þeirra fimm kennara sem tilnefndir eru til Íslensku menntaverðlaunanna.
Hanna Rún fær sína tilnefningu fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, m.a. fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta. Tjáskipta-
forritið TD Snap nýtist ekki aðeins fötluðum nemendum, heldur einnig öðru fólki, t.d. þeim sem eru með taugasjúkdóma og tapa smám
saman færni til að nota sína rödd. Erlendir innflytjendur geta einnig nýtt sér forritið þegar þeir eru að byrja að tileinka sér íslenskuna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Metnaður Hanna Rún er ástríðufull í starfi sínu í Klettaskóla, hér með Gabríel Nóa Stefánssyni, nemanda sínum.
ALVÖRU
VERKFÆRI
190
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Íslensku menntaverðlaunin eru
viðurkenning fyrir framúrskar-
andi skólastarf, mennta-
umbætur og þróunarverkefni.
Markmið verðlaunanna er að
auka veg menntaumbótastarfs
og vekja athygli samfélagsins á
metnaðarfullu og vönduðu
skóla- og frístundastarfi með
börnum og unglingum. Verð-
launin eru veitt í þremur aðal-
flokkum:
- Framúrskarandi skólastarf
eða menntaumbætur.
- Framúrskarandi kennari.
- Framúrskarandi þróunar-
verkefni.
Að auki er veitt hvatning til
einstaklings, hóps eða samtaka
sem stuðlað hafa að mennta-
umbótum er þykja skara fram
úr.
Þrír flokkar
viðurkenninga
ÍSLENSKU MENNTA-
VERÐLAUNIN