Morgunblaðið - 09.10.2021, Side 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Styrkja þarf varnir gagnvart veikleik-
um í gagnaflutningum og netárásum,
svo mikilvægir eru stafrænir innviðir
Íslands orðnir. Nýleg atvik hafa sýnt
fram á veikleika þar sem rof í þjón-
ustu, sem nálgast má á netinu, nánast
slekkur á gangverki samfélagsins,
með öllu því raski sem því fylgir.
Gagnagíslataka eins og nokkur ís-
lensk fyrirtæki hafa lent í kalla sömu-
leiðis á árvekni og aðgerðir. Allt mun
þetta því setja öryggismál í tölvu-
tækni ofar á blað en var til skamms
tíma.
Streymi fram þegar
skrúfað er frá krananum
„Eðlilega er fólk illa viðbúið því að
netið sé í ólagi eða virki ekki,“ segir
Daníel Kristinn Gunnarsson, deildar-
stjóri netrekstrar hjá Advania. „Dag-
legt líf nú á árinu 2021 byggist í dag
orðið að miklu leyti á lausnum og
þjónustu sem er tölvutengd á ein-
hvern hátt, stundum hreinlega án
þess að við gerum okkur grein fyrir
því. Í raun er þetta eins og með vatnið;
ef skrúfað er frá krananum á allt að
streyma fram. Eðlilega. En stundum
klikkar eitthvað, þó síður ef fyrir-
byggjandi ráðstafanir eru gerðar eins
og vitundarvakning er nú um.“
Í júlí síðastliðnum kom hökt í net-
samband milli Íslands og Bandaríkj-
anna, með truflun í tengingum í sæ-
strengjunum tveimur sem tengja
Ísland við Skotland og Danmörku. Því
fylgdi meðal annars að netsamband
við stóru fréttaveiturnar vestanhafs
datt út í nokkra klukkutíma. Mörgum
var brugðið. Í byrjun september sl.
gerðu tölvuþrjótar árás á greiðslu-
miðlunarkerfi íslensku bankanna, svo
allt var stopp í á aðra klukkustund.
Sérstaklega var tiltekið í fréttum þá
að vandamál hefðu af þeim sökum
skapast á veitingastöðum og hjá leigu-
bílstjórum, eðlilega – enda var þetta á
laugardagskvöldi.
Síðastliðið mánudagskvöld varð
tæknimönnum í stjórnstöð Facebook
svo á í messunni, mistök við stilling-
aratriði og villa í hugbúnaði réðu því
að miðillinn bókstaflega hvarf úr net-
heimum í sex klukkustundir, rétt eins
og tveir milljarðar notenda um allan
heim urðu varir við. Veröldin stopp-
aði!
„Hjá stórum netveitum, eins og
Facebook, sem keyrðar eru áfram í
gegnum marga netþjóna sem eru
hver á sínum stað víða um veröldina, á
svona tæplega að geta gerst. Eitt
gagnaver á alltaf að grípa hið næsta,“
segir Daníel. „Hve langan tíma tók í
vikunni að koma kerfinu aftur í gang
réðst hins vegar að hluta til af því,
segja heimildir, að þegar fésbókin öll
var úti lokuðust aðgangskóðar tækni-
manna til dæmis í tölvuverin þar sem
stjórnbúnaður er staðsettur. Þetta
kann að hafa átt þátt í því að viðgerðir
töfðust.“
Lykilorð í vítahring
Hér minnir Daníel á að algengt sé
að fólk noti lykilorð sitt á Facebook og
aðganginn þar til að komast inn á fleiri
netveitur. Að því leyti geti myndast
eins konar vítahringur, sem blessun-
arlega hafi tekist að brjóta upp.
„Sífellt er verið að þróa öryggis-
lausnir og álagsvarnir. Þær verða
samt aldrei fullkomnar. Við þurfum
líka að hafa í huga að netið er í eðli
sínu landamæralaust og samskiptin
byggjast alltaf á tengingum milli A og
B. Hér hjá Advania sinnum við þjón-
ustu við opinberar stofnanir og mörg
af stærstu fyrirtækjum landsins –
sem eru með tölvukerfi sem tala hvert
við annað. Bregðist eitthvað þarna
getur slíkt haft keðjuverkandi áhrif,
enda þótt kerfin séu mjög vel varin til
dæmis fyrir öllum skemmtarverk-
um,“ segir Daníel.
Hægt að loka á útlöndin
„Reyndar höfum við á Íslandi búið
við þau forréttindi að búandi á eyju
væri í ýtrustu neyð hægt að loka á út-
lönd yrðu tölvuárásir á landið gerðar
þaðan. Reyndar er mjög fjarlægt að
nokkuð svona yrði gert né væri mögu-
legt, því íslensk gögn eru í sífellt rík-
ari mæli vistuð í skýjalausnum og í
gagnaverum erlendis. Eigi að síður er
mikilvægt að hafa alla þessa mögu-
leika á hreinu og hugsa fyrir öllu, eins
og vissulega er gert, með sérstakri
netöryggissveit á vegum stjórnvalda.
Gagnatengingar við útlönd eru þó al-
mennt talað, legu landsins vegna, afar
mikilvægar, og ekki úr vegi að líkja
þeim við Golfstrauminn; hinn hlýja
hafstraum sem gerir Ísland byggi-
legt.“
Nú í október stendur Advania fyrir
opnum fræðslufundi um algengar
árásir á tölvukerfi, þar sem fjallað
verður um yfirtöku á gögnum þar
sem krafist er lausnargjalds fyrir-
tækis. Þarna verður fólki ráðlagt
hvernig búa megi um hnútana svo
fyrirtæki séu síður útsett fyrir hætt-
um sem þessu fylgja. Þar hafa rétt
viðbrögð mikið að segja, en ekki síður
góður tæknibúnaður sem þarf sífelld-
ar uppfærslur.
Uppþvottavélin og
perurnar eru nettengdar
„Við þurfum annars að vera vel á
verði í okkar tæknivædda heimi. Netið
getur klikkað og alls konar vandamálið
komið upp. Í gegnum netið geta tölvu-
þrjótar, til dæmis í Kína, Rússlandi
eða Bandaríkjunum, brotist inn í
heimilistölvurnar okkar og sett þar inn
óværur. Og ekki bara tölvuna; ísskáp-
urinn, uppþvottavélin, ljósaperurnar
og bíllinn okkar – þetta er allt meira og
minna tölvutengt og því mikilvægt að
vera vel á verði,“ segir Daníel Kristinn
Gunnarsson að síðustu.
Styrkja verður stafræna innviði
- Netöryggi í skoðun - Rofið stöðvar
samfélag - Meira er vistað í skýjunum
- Gagnaflutningar eru Golfstraumur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tækni Daglegt líf byggist að miklu á lausnum og þjónustu sem er tölvutengd, segir Daníel Kristinn hjá Advania.
AFP
Facebook Sex klukkustunda rof á þjónustu þessa risastóra félagsmiðils fór
varla fram hjá nokkrum manni, því notendurnir skipta milljörðum.
Þorri Íslendinga, eða um 90%
þjóðarinnar, notar Facebook og því
fór bilunin í kerfi netmiðilsins ekki
fram hjá mörgum. Einnig rösk-
uðust Instagram og WhatsApp svo
segja má að allt hafi verið á tjá og
tundri. Mikilvæg þjónusta var ekki
í boði í langan tíma.
Íslendingar, eins og fólk víða um
veröld, þurfti að verja tíma sínum
með öðru móti. Þannig jókst áhorf
á Sjónvarp Símans um 43% frá
hefðbundnu mánudagskvöldi.
Stóð á pari við sunnudagskvöld
sem eru alla jafna besti sjónvarps-
tími vikunnar. „Áhorfið dreifðist
jafnt á þessar helstu stöðvar og
annað efni. Okkur fannst aðallega
merkilegt hvað áhorfið jókst mikið
við þessa einu bilun hjá Facebook,
það hefði eflaust orðið enn meira
ef til dæmis YouTube hefði legið
niðri í þetta langan tíma,“ sagði
Bryndís Þóra Þórðardóttir, vöru-
stjóri Sjónvarps Símans, við mbl.is
í vikunni.
Í kjölfar þess að Facebook
hrundi bárust tæknifólki fyrir-
tækisins um 10,6 milljónir bilana-
tilkynninga. Málið snerti þó mun
fleiri því notendur Facebook og
tengdra miðla eru í heiminum öll-
um um 3,5 milljarðar. Margir lentu
í því að missa samband við fjöl-
skyldu og vini þegar Facebook fór
úr sambandi. Þá kom þetta sér líka
illa hjá fyrirtækjum sem nota sam-
félagsmiðla til að halda sambandi
og kynna sig gagnvart viðskipta-
vinum. Þá er talið, segir á vef BBC,
að sex stunda lokun Facebook hafi
kostað stofnandann Mark Zucker-
berg hundraða milljarða dollara
tap, svo rækilega hrapaði hluta-
bréfaverð í fyrirtæki hans vegna
hremminga þessara, sem höfðu
áhrif á veraldarvísu.
Heimur á tjá og tundri og
hlutabréfaverðið hrundi
VÍÐTÆK ÁHRIF ÞEGAR FACEBOOK OG FLEIRA FRAUS
AFP
Samskipti Miðlar eins og Instagram og
Facebook tengjast oft innbyrðis.
•
•
•
• 4 gangar af dekkjum.
• 2 gangar af álfelgum.
• Dráttarbeisli sett undir 6/2021.
• Frábært viðhald.
Mi bi hi
0
Jeppi í glæsilegu standi. Undir bílnum eru General Grabber dekk og Visin Wheel álfelgur. Bílnum fylgja
orginal MMC álfelgur og nýleg Continental nagladekk á þeim. Einnig fylgja gangar aukalega af glæný-
jum nagla- og sumardekkjum. Dráttarbeisli var sett undir sumarið 2021. Bíllinn hefur fengið fullkomið
viðhald hjá núverandi eiganda.
Bíllinn er til sýnis hjá Diesel bílasölu.
Upplýsingar í síma 615 8080.
Nýskr. 5/2017.
Ekinn 102 þ.km.
Pallhús.
tsu s
L20
Verð 4.995.000