Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg áformar að koma upp upphituðum battavelli og leik- svæði á austurhluta Landakotstúns. Íbúaráð Vesturbæjar og skólastjóri Landakotsskóla hafa kallað eftir bættri leikaðstöðu á svæðinu og biskup kaþólskra hefur veitt leyfi sitt en kirkjan er eigandi Landa- kotstúns. Frumkostnaðaráætlun verksins er 88 milljónir króna. Á síðasta fundi skipulags- og sam- gönguráðs var lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dag- sett 18. mars 2021, um erindi íbúa- ráðs Vesturbæjar þar sem hvatt var til þess að hannaður yrði boltavöllur (battavöllur) á Landakotstúni. Einn- ig var lagt fram bréf Ingibjargar Jó- hannsdóttur, skólastjóra Landa- kotsskóla, og Davíðs B. Tencer Reykjavíkurbiskups til borgar- stjóra, dags. 16. desember 2017. Skipulags- og samgönguráð vísaði málinu til frekari undirbúnings og til gerðar fjárfestingaráætlunar. Samkomulag kirkju og borgar Í umsögn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds kemur fram að sam- kvæmt samkomulagi kaþólsku kirkj- unnar og Reykjavíkurborgar dags. 21. mars 1978 fékk Reykjavíkurborg afnot af austurhluta Landakotstúns frá línu samsíða Kristskirkju og í 32 metra fjarlægð frá miðlínu kirkj- unnar. Afnotin voru takmörkuð við að koma upp almenningsskrúðgarði með aðstöðu til leikja. Skipulagning garðsins skyldi gerð í samráði við biskup eða hans fulltrúa. Samkomu- lagið fól í sér ótímabundna ráðstöfun á landi í eigu kaþólsku kirkjunnar til Reykjavíkurborgar. Hinn 16. desember 2017 barst er- indi frá skólastjóra Landakotsskóla og biskupi kaþólskra um byggingu upphitaðs battavallar á Landakots- túni. Í kjölfarið óskaði skrifstofa eigna og atvinnuþróunar eftir að deild frumathugana og mann- virkjagerðar og skrifstofa fram- kvæmda og viðhalds létu landslags- hönnuð vinna forhönnun og þrívíddarteikningu að gervigrasvelli tengdum núverandi opnu leiksvæði og gangstígum á Landakotstúni. Deiliskipulag Landakotsreits var samþykkt í skipulagsráði dags. 14.3. 2007 og gerir ráð fyrir útivistar- svæði og leiksvæði á svæði því sem tillagan tekur til. Spila fótbolta á grasbala Fram kemur í bréfi skólastjórans og Reykjavíkurbiskups að aðstaða til íþróttaiðkunar nemenda Landa- kotsskóla sé bágborin, enda ekkert íþróttahús við skólann. Núna spili nemendur fótbolta á grasbala ná- lægt inngangi Kristskirkju. Á haust- in breytist grasbalinn fljótt í moldar- svað sem nýtist illa og verði fljótt lýti á umhverfinu. Einnig fari illa saman að börn séu að leik svo ná- lægt kirkjunni þegar athafnir standi yfir. Með upphituðum battavelli sé ljóst að íþróttakennsla Landakots- skóla muni eflast til muna og með bættri lýsingu verði Landakotstún öruggara svæði, en það er núna illa upplýst. Óárennilegt sé að ganga yfir túnið þegar rökkva tekur. Íbúar hverfisins geti svo nýtt sér battavöll- inn utan skólatíma. Landakotstún er sögufrægt tún í Reykjavík enda í nágrenni við fyrstu byggð þar. Áður fyrr stóð kotið Landakot á Landakotstúni, og dreg- ur það nafn sitt af því. Umhverfis túnið voru túngarðar, sem Garða- stræti heitir eftir, en þá náði túnið þangað austur. Tölvumynd/Landmótun Landakotstún Tillaga Landmótunar að upphituðum gervigrasvelli tengdum opnu leiksvæði og göngustígum á túninu. Trjágróður mun umlykja svæðið. Battavöllur komi á Landakotstúnið - Biskup kaþólskra hefur veitt Reykjavíkurborg leyfi sitt Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félagsstofnun stúdenta áformar frekari uppbyggingu í Skuggahverfi í Reykjavík. Til stendur að færa til hús og rífa og byggja ný hús með 122 ein- staklingsíbúðum og herbergjum. Samtímis verður bílastæðum fækkað og benda borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins á það í bókun að minna en eitt bílastæði verði á hverj- ar fimm nýjar íbúðir. Félagsstofnun stúdenta rekur nú þegar 102 stúdentaíbúðir á reitnum undir heitinu Skuggagarðar. Fyrsta húsið var tekið í notkun árið 2006. Þetta eru stúdíóíbúðir ætlaðar ein- staklingum. Á fundi skipulags- og samgöngu- ráðs borgarinnar 29. september sl. var lögð fram umsókn Félagsstofn- unar stúdenta dags 1. júní 2021, varð- andi breytingu á deiliskipulagi reits vegna lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Lindargötu og lóða nr. 10 og 12 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjarlægja hús á lóð nr. 10 við Vatnsstíg og 44 við Lind- argötu, breyta lóðamörkum lóðanna nr. 12 og 12A við Vatnsstíg, sameina lóðina nr. 44 við Lindargötu við lóð- irnar nr. 40, 42 og 46 við Lindargötu. Ennfremur að byggja nýtt þriggja hæða hús á lóð nr. 44 við Lindargötu, reisa tveggja hæða hús ásamt risi á lóðunum nr. 12 og 12A við Vatnsstíg, fækka bílastæðum á lóð og gera sam- eiginlegt útisvæði fyrir stúdenta vestan við jarðhæð lóðar nr. 44 við Lindargötu. Loks að flytja núverandi byggingu frá lóð nr. 12 við Vatnsstíg á nýja lóð nr. 10 við Vatnsstíg, sam- kvæmt uppdrætti Arkþing/Nordic. Samþykkt var að auglýsa fram- lagða tillögu með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingar- innar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Borgarráð hefur staðfest þess afgreiðslu. Þar bókuðu fulltrúar meirihlutaflokkanna að skipulagið sé unnið í samráði við Minjastofnun. Uppbyggingin verði hjá lykilás borg- arlínu og bjóði upp á grænar teng- ingar við háskólasvæðið í Vatnsmýri. Fram kemur í greinargerð arki- tektastofunnar Arkþing Nordic um deiliskipulagsabreytinguna að vegna lóðabreytinga við Vatnsstíg og sam- einingar við lóðina Lindargötu 44 stækki lóðin úr 2.989 fermetrum í 3.292 fermetra. Breyttar kröfur um bílastæði „Vegna breyttra samgöngumark- miða borgarinnar og breyttra krafna um bílastæði við stúdentagarða fækkar stæðum á lóðinni og í staðinn kemur sameiginlegt útisvæði fyrir íbúa stútdentagarðanna á baklóð Lindargötu þar sem áður voru bíla- stæði,“ segir í greinargerðinni. Á fundi skipulags- og samgöngu- ráðs bókuðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins að bílastæðum verði fækk- að úr 37 í 23. Þetta sé fækkun um 14 bílastæði. Á sama tíma sé verið að fjölga íbúðum verulega sem muni auka álag á bílastæði í nálægum göt- um. Bílastæði á íbúð verða innan við 0,2 miðað við að 122 íbúðaeiningar. Það þýðir minna en eitt bílastæði á hverjar fimm íbúðir. „Þá fækkar enn hefðbundnum eldri húsum í miðborginni og hætta er á að ný uppbygging verði einsleit,“ bókuðu sjálfstæðismenn. Íbúðum fjölgi en bílastæðum fækki - Félagsstofnun stúdenta áformar ný hús með 122 einstaklingsíbúðum og herbergjum í Skuggahverfi - Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gagnrýna að tæplega eitt bílastæði verði á hverjar fimm íbúðir Morgunblaðið/sisi Skuggahverfið Húsið Vatnsstígur 10 verður rifið enda talið ónýtt. Á lóðinni munu rísa nýjar stúdentaíbúðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.