Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 18
VIÐTAL
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
„Það má ekki gleyma því að það sem
er gott fyrir gestina okkar, ferða-
menn og ævintýrafólk sem vill koma
hingað til lands, er líka gott fyrir
heimamanninn. Því þar sem er gott
að ferðast er oftast nær líka gott að
búa og öfugt,“ segir Ásta Kristín Sig-
urjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ís-
lenska ferðaklasans, sem saman-
stendur af fyrirtækjum og
stofnunum úr breiðri virðiskeðju
ferðaþjónustunnar. Ásta var létt í
viðmóti þegar Morgunblaðið bar að
garði í nýsköpunarsetrinu Grósku,
þar sem klasinn er til húsa, en þau
vinna nú hörðum höndum að undir-
búningi ráðstefnunnar What Works
sem fer fram 14. október í Hljóma-
höllinni í Reykjanesbæ.
Ráðstefnan er nú haldin í fimmta
sinn og er á vegum Social Progress
Imperative-stofnunarinnar og
Cognitio, fulltrúa hennar hér á landi.
Í ár er sjónum beint að einni at-
vinnugrein: Ferðaþjónustunni.
Tímabundnir íbúar landsins
Ásta segir að aðallega verði rædd
félagsleg áhrif ferðaþjónustunnar
um heim allan, sem og sjálfbærni
greinarinnar í nýrri heimsmynd.
„Ef þú ert ferðamaður þá ertu í
rauninni tímabundinn íbúi á Íslandi
meðan þú ert hérna,“ segir Ásta.
„Hvað fáum við út í samfélagið?
Við höfum ótal dæmi um staði úti um
allt land þar sem aukin ferðaþjón-
usta hefur haft í för með sér aukið
þjónustu- og atvinnustig með til-
heyrandi lífskjaraaukningu fyrir
íbúa.
„Tökum sem dæmi að þegar opn-
aður er veitingastaður, þá þarf stað-
urinn húsnæði, kaupir hráefni, borg-
ar fólki laun sem rennir frekari
stoðum undir nærsamfélag staðar-
ins. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar
er mjög löng og í kringum hvern og
einn ferðamann er hringrás mjög
fjölbeyttrar þjónustu sem innt er af
hendi af fjölbreyttum hópi fyrir-
tækja. Því sé ótvírætt um félagsleg
áhrif greinarinnar.
„Ferðaþjónustan er, eins og við
segjum alltaf, framkvæmd af fólki
fyrir fólk og þó svo að við séum alltaf
að hugsa um nýjar og snertilausar
lausnir þá, í lok dags, snýst þetta allt-
af um fólk að veita þjónustu og ein-
staka upplifun.“
Þá hafi heimsfaraldurinn tíma-
bundið gert rekstrarumhverfi grein-
arinnar nánast óbærilegt.
„Við erum að sjá það að það er ekki
einungis fjárhagslegur vandi sem
stjórnendur í ferðaþjónustu standa
frammi fyrir heldur er líka erfitt fyr-
ir mörg ferðaþjónustufyrirtæki að fá
starfsmenn aftur inn í greinina. Það
er bæði ótti um að svona geti gerst
aftur og starfsöryggi sé ekki tryggt,“
segir hún. Þar að auki sé verið að
biðja þá starfsmenn um að vera
„framar í víglínunni“ með því að vera
innan um fólk sem er nýlega komið
hingað til lands.
Heimsfaraldurinn er þó ekki eina
áskorunin sem ferðaþjónustan hefur
staðið frammi fyrir, enda er ljóst að
loftslagsváin mun hafa enn meiri
áhrif á greinina en hún hefur hingað
til. Ásta segir Íslenska ferðaklasann
mikið rætt lausnir og á ráðstefnunni
verði sérstakt erindi tileinkað fram-
tíðinni.
Sjálfbærni ekki lengur val
„Í dag er sjálfbærni ekki lengur
val eða aðgreining heldur verða allir
þátttakendur í hverju samfélagi,
hvort heldur sem þeir tilheyra ferða-
þjónustu eða öðrum atvinnugreinum,
að tileinka sér sjálfbærni með því að
byggja upp jafnvægi á milli fé-
lagslegra og efnahagslegra þátta án
þess að gengið sé á auðlindir um-
hverfisins,“ segir Ásta og heldur
áfram:
„Ísland er eyja sem þýðir að ferða-
maðurinn þarf, eðli málsins sam-
kvæmt, að menga til þess að komast
hingað. Hann þarf að koma með flug-
vél eða skipi. Við þurfum að hugsa
svolítið lengra fram í tímann, meira
en bara að hann geti komið og kolefn-
isjafnað sig með því að gróðursetja
tré eða eitthvað sambærilegt, hann
eigi í rauninni að geta farið héðan
kolefnisjákvæður.“ Stjórnvöld þurfi
að kynna sína aðgerðaráætlun sem
fyrst í loftslagsmálum svo atvinnu-
greinar, og þar sér í lagi ferðaþjón-
ustan, geti hafið sitt aðlögunartíma-
bil sem fyrst.
„Ísland er búið að setja sér metn-
aðarfullt markmið að verða leiðandi í
sjálfbærni árið 2030. Til að ná þeim
árangri þarf að halda vel á spöðun-
um. Til þess að við getum orðið leið-
andi í sjálfbærni þá þurfa fyrirtækin
að verða það. Það þurfa allir að fara
að vinna með þeim hætti í dag,“ segir
Ásta, enda styttist óðfluga í árið
2030. „Ferðaþjónustan sem grein fer
svo víða og þess vegna er svo mik-
ilvægt að hún sé unnin í sátt og sam-
lyndi við umhverfi og samfélag.
Hvernig höldum við þessu jafnvægi í
efnahagslegum viðmiðum og þeim
umhverfislegu? Það er öllum til
hagsbóta að greinin vinni af ábyrgð
og taki langtímasjónarmið í nafni
sjálfbærni og ábyrgðar alltaf fram
yfir skemmri tíma sjónarmið. Það er
arðsamast fyrir ferðaþjónustuna og
samfélagið allt til lengri tíma litið að
sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð
séu alltaf fremst í viðskiptaplaninu,“
segir Ásta og bætir við að hún trúi
því að fyrirtæki sem ekki setja þessi
málefni fremst í forgang verði ekki
heldur með burðugan rekstur til
framtíðar. „Viðskiptavinurinn mun
mótmæla þessu með fótunum.“
Allar framtíðargreiningar segi
okkur það að ungt fólk, sem eru
framtíðarviðskiptavinir fyrirtækja,
geri skýra kröfu um að þau sem þau
versla við sé umhugsað um loftslagið.
Ferðalangar framtíðarinnar
Ásta segir lokaerindi ráðstefnunn-
ar snúa að framtíðinni og því sem
blasir við. Það sé ekki ósvipað verk-
efni klasans að nafni „Our future“,
eða „Okkar framtíð“ þar sem þau
héldu vinnustofur um heim allan,
með fjarfundabúnaðinum Zoom, til
að ræða framtíð ferðaþjónustu. „Við
erum búin að ferðast með þessa hug-
myndafræði og kalla til okkar sam-
félagið og fá frá þeim hverjar þeirra
áskoranir eru þegar þau horfa til
framtíðarinnar.“
Að mati Ástu mun ferðaþjónusta
leika lykilhlutverk í því að græða þau
djúpu sár og gjá sem myndast hefur
milli þjóða, mismunandi menningar
og stöðu fólks um allan heim eftir að
heimsfaraldri lýkur. Í framtíðinni
verði áhersla lögð á að leggja eitt-
hvað af mörkum til samfélagsins þar
sem förinni sé heitið. „Get ég gert
eitthvað sem hjálpar þessu samfélagi
að verða betra?“ sé spurning sem
ferðalangar framtíðarinnar muni
spyrja sig.
Ferðaþjónusta í nýrri heimsmynd
- Ráðstefna í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í næstu viku - Félagsleg áhrif ferðaþjónustu leynast víða
- Sjálfbærni í rekstri verður forsenda í framtíðinni - Stjórnvöld þurfa að kynna sína aðgerðaáætlun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdastjóri Ásta Kristín hjá Íslenska ferðaklasanum segir að sjálfbærni verði skilyrði eftir örfá ár.
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
DLUX 4000
Sterkasta D-vítamín sem
völ er á frá Better You
4000 AE í hverjum úða
• Sykurlaus munnúði
• Sama góða piparmyntubragðið
• 3ja mánaða skammtur
• Óhætt að nota ámeðgöngu og
meðan á brjóstagjöf stendur
Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í
gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentug í notkun.
„Miðborgin þarf margbreytileika og
messurnar okkar falla vel að því,“
segir sr. Bjarni Karlsson, prestur og
siðfræðingur. Nú í byrjun hausts tók
hann við kefli og annast guðsþjón-
ustur í Kolaportinu, sem þar verða
annan sunnudag
hvers mánaðar í
allan vetur.
Messa verður nk.
sunnudag, 10.
október, og hefst
hún kl. 14. Helgi-
hald þetta á sér 20
ára sögu en nú er
bláasið til nýrrar
sóknar, að sögn
sr. Bjarna. Hann
hefur Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur
söngkonu sér til halds og trausts í
þessu starfi, auk sjálfboðaliða.
Messurnar í Kolaportinu við
Tryggvagötu eru á veitingastaðnum
Hafnarkaffi. „Í síðustu messu mættu
um 50 manns og verða væntanlega
fleiri nú um helgina. Breiddin í hópi
gesta er mikil; þverskurður af sam-
félaginu og mikil gleði. Borgar-
samfélag hefur jafnan mörg ein-
kenni; svo sem verslun, listir,
skemmtanalíf og fleira. Í þessari
deiglu er dýrmætt að trúin fylgi
með,“ segir sr. Bjarni, sem sinnti
Kolaportsmessum – ásamt fleiri
prestum – fyrr á árum en hefur nú
tekið við umsjón.
Við guðsþjónustur í Kolaportinu er
boðið upp á óskalög í salnum áður en
messan hefst og allan tímann er
gleðin og vináttan við völd, eins og sr.
Bjarni kemst að orði. „Að fá Guðrúnu
Árnýju, sem er jafnvíg í söng og
spilamennsku, er frábært. Hún er
ótrúlega músíkölsk og virðist geta
pikkað öll lög upp og flutt, leikandi
létt; ástarljóð, dægurlög og trúar-
söngva. Stemningin í guðsþjónust-
unum er því stundum sem blanda af
íslenskri sveitaskemmtun og guðs-
þjónustu,“ segir Bjarni, sem annast
helgihald og prédikar við athafnir –
sem standa hjarta margra nærri.
sbs@mbl.is
Þverskurður sam-
félags í messunum
- Sr. Bjarni verður í Kolaportinu í vetur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Miðborg Tollhúsið með Kolaportið
á jarðhæð, þar sem gleðin ræður.
Bjarni Karlsson