Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 24
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Skortur á jarðgasi hefur keyrt upp
raforkuverð í Evrópu, Suður-Amer-
íku og Asíu og stefnir í alvarlega
orkukreppu í vetur þar sem núver-
andi framboð mun ekki ná að anna
eftirspurn fyrir heimili og iðnað.
Gæti sú kreppa haft í för með sér
aukna verðbólgu víða um heim, þar
sem hækkandi raforkuverð muni
jafnframt þrýsta verðinu upp í öðr-
um geirum, eins og matvælafram-
leiðslu.
Á miðvikudaginn hækkaði verðið á
gasorku upp í methæðir í ríkjum
Evrópusambandsins og í Bretlandi,
en lækkaði svo aftur síðar um dag-
inn. Hækkunin kom til vegna fregna
um að ekki væru nægar birgðir af
jarðgasi í Evrópu, og þá sérstaklega
Þýskalandi, miðað við venjulegt ár-
ferði, en þær eru nú um það bil 70%
af geymslugetu Evrópusambands-
ríkjanna, en venjulega hefur verið
safnað upp í um 95% af geymslu-
getunni til að undirbúa veturinn.
Þessi birgðastaða þýðir að þegar
vetur gengur í garð munu birgðirnar
hverfa skjótt, jafnvel þótt hitastigið
haldist í meðalhita fyrir meginland
Evrópu. Verði veturinn kaldari en
gengur og gerist er óttast að birgð-
irnar gætu hreinlega orðið uppurn-
ar. Þá óttast sérfræðingar í orkumál-
um Evrópu að þegar sé orðið um
seinan að auka þær í tæka tíð fyrir
veturinn, þar sem framleiðslu- og
flutningsgeta helstu framleiðsluríkja
sé nú þegar komin að þolmörkum.
Hlýindasumar ekki til bóta
Skortinn má rekja til nokkurra
þátta, en þar á meðal er sú staðreynd
að heimsfaraldurinn setti eldsneytis-
markaðinn úr skorðum, þar sem
sóttvarnaaðgerðir og lokanir í fyrra
drógu úr eftirspurn og framleiðslu,
sem hefur ekki náð sér á strik aftur á
sama tíma og nýopnuð hagkerfi kalla
aftur á meiri orku.
Veðurfarið í sumar hjálpaði ekki
til, en miklir þurrkar urðu til að
draga úr uppistöðulónum vatnsorku-
vera, á sama tíma og hlýindin leiddu
til þess að fólk notaði meiri orku í
loftkælingu. Þá hreyfði vart vind í
Evrópu sem þýddi að vindorkuver
þeirra framleiddu minna
Verðhækkunin á miðvikudaginn
gekk að miklu leyti til baka eftir að
Vladimír Pútín Rússlandsforseti ró-
aði markaðinn með því að skipa rúss-
neska ríkisorkufyrirtækinu Gaz-
prom að mæta aukinni eftirspurn í
Evrópu með sendingum í gegnum
Úkraínu.
Sagði Pútín jafnframt að ríki Evr-
ópu bæru meginábyrgðina á hækk-
uninni þar sem þau hefðu gert mis-
tök, meðal annars með því að segja
upp nokkrum langtímasamningum
við birgja á borð við Gazprom.
Ummælum Pútíns var einkum
ætlað að svara ásökunum, sem
heyrðust þegar orkuverðið hækkaði,
um að Rússar hefðu viljandi dregið
úr sendingum sínum á jarðgasi til
Evrópu, m.a. til þess að þrýsta á um
að Nord Stream 2 gas-línan á milli
Rússlands og Þýskalands fengi fullt
rekstrarleyfi sem fyrst.
Rússar segja hins vegar að þeir
hafi mætt öllum sínum samnings-
skyldum í orkusölu sinni til Evrópu,
á sama tíma og orkusalar í álfunni
telja að Gazprom hafi dregið lapp-
irnar við að auka framleiðsluna. Þá
hafa Rússar viljað halda stærri hluta
eigin framleiðslu heima við til að
bregðast við aukinni eftirspurn á
heimamarkaði.
Vaxtarverkir orkuskiptanna
Lagning Nord Stream 2 hefur ver-
ið umdeild, ekki síst meðal vest-
rænna bandamanna Þýskalands,
sem óttast að landið sé að verða
Rússum háð um of varðandi raforku-
framleiðslu, en rússneskt jarðgas er
einn höfuðþátturinn í markmiðum
þýskra stjórnvalda um að loka öllum
kjarnorkuverum sínum, sem er hluti
af orkuskiptum þeirra yfir í um-
hverfisvænni orku.
Er það einungis eitt dæmið um
það hvernig aðildarríki Evrópusam-
bandsins hafa verið í fararbroddi
orkuskiptanna, en þau hafa verið iðin
við að loka kjarnorku- og kolaverum
sínum undanfarin ár, en í greiningu
Martins Sandbu fyrir Financial Tim-
es í síðustu viku er bent á að leið-
togahlutverk Evrópusambandsins
þar þýði einnig að þau verði fyrst til
að finna fyrir vaxtarverkjum orku-
skiptanna, sem munu m.a. fela í sér
hærra verð á jarðefnaeldsneyti.
Á sama tíma og innflutningur frá
Rússlandi hefur aukist vegna orku-
skiptanna hafa önnur ríki Evrópu, til
dæmis Hollendingar, dregið hratt úr
sinni eigin framleiðslu, en jarðgas-
framleiðsla þeirra í Groningen, sem
stendur til að loka á næsta ári, gat á
sínum tíma framleitt nægt jarðgas til
þess að knýja allt Þýskaland.
Hörð samkeppni um gasið
Vandinn er þó ekki bundinn við
Evrópu. Jarðgas, sem er aðallega
selt í fljótandi formi, er einn eftir-
sóttasti orkugjafi heims um þessar
mundir þar sem við brennslu þess
losnar úr læðingi einungis um helm-
ingur þess magns gróðurhúsaloft-
tegunda sem samsvarandi magn af
olíu myndi losa.
Jarðgasið þykir því álitlegur
„millibilskostur“ næsta áratuginn
fyrir ríki sem eru að reyna að ná
loftslagsmarkmiðum sínum. Á sama
tíma og ríki Evrópu leita nú allra
leiða til að tryggja birgðir sínar eru
ríki Suður-Ameríku og Asíu, þá eink-
um Kína, í sömu sporum.
Þessi harða samkeppni um allan
heim hefur knúið upp orkuverð í öðr-
um ríkjum, jafnvel Bandaríkjunum,
sem er stærsti framleiðandi jarðgass
í heimi og eru flutningafélög að beina
flutningaskipum sínum af leið til
þess að selja til hæstbjóðanda á
markaði.
Kínverjar leita í kolin
Orkuskortsins hefur orðið áþreif-
anlega vart í Kína, en þar hafa stór
svæði þurft að glíma við rafmagns-
leysi undanfarnar vikur. Leita kín-
versk stjórnvöld nú allra leiða til
þess að bregðast við orkuskortinum,
og hafa m.a. fyrirskipað kolanámum
sínum að stórauka framleiðsluna til
þess að mæta orkuþörf Kínverja.
Á sama tíma og Kínverjar hafa
sett sér markmið um kolefnishlut-
leysi fyrir árið 2060 er staðan enn sú
að um 60% af raforku þeirra eru
framleidd með kolaverum.
Jarðgasskortur ofan á skort á kol-
um gæti því þýtt að kínverskar verk-
smiðjur þyrftu að sætta sig við
skömmtun á rafmagni, sem aftur
gæti ýtt undir hækkanir á útflutn-
ingsvörum þeirra, auk þess sem
heimsmarkaðsverð á stáli og áli gæti
einnig tekið kipp upp á við.
Áhrifa orkukreppunnar mun því
líklega gæta víða um heim í vetur,
jafnvel í ríkjum sem treysta ekki á
jarðgas í orkuframleiðslu sinni.
Kaldur orkuvetur fram undan
- Skortur á jarðgasi keyrir upp raforkuverð í Evrópu og Asíu - Birgðastaðan í Evrópu ekki næg fyrir
komandi vetur - Jarðgas einn eftirsóttasti orkugjafinn vegna orkuskipta - Kolaframleiðsla aukin í Kína
AFP
Jarðgas Verð á jarðgasi hækkaði mjög í vikunni í ríkjum Evrópu, og stefnir í alvarlega stöðu fyrir veturinn.
24 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Norska nóbelsnefndin tilkynnti í
gær að blaðamennirnir Maria Ressa
frá Filippseyjum og Dmitri Muratov
frá Rússlandi myndu hljóta frið-
arverðlaun Nóbels í ár. Sagði í til-
kynningu nefndarinnar að verð-
launin væru veitt fyrir baráttu
þeirra til að verja málfrelsið, sem
væri frumskilyrði lýðræðis og friðar.
„Þau eru fulltrúar allra blaða-
manna sem verja þessa hugsjón í
heimi þar sem lýðræðið og prent-
frelsið standa sífellt hallari fæti,“
sagði Berit Reiss-Andersen, formað-
ur norsku nóbelsnefndarinnar.
Ressa sagði að verðlaunin myndu
veita sér og kollegum sínum „gríð-
arlega orku til að halda baráttunni
áfram“. Ressa stofnaði árið 2012
stafrænu fjölmiðlaveituna Rappler,
sem einbeitir sér að rannsóknar-
blaðamennsku.
Sagði Reiss-Andersen að Rappler
hefði beint mikilvægri athygli að
umdeildri baráttu ríkisstjórnar Dut-
ertes gegn fíkniefnum á Filipps-
eyjum, þar sem mannfallið væri svo
mikið að ætla mætti að baráttan
væri stríð ríkisins gegn eigin þegn-
um.
Ressa kom til Íslands í nóvember
2019, en hún bíður nú niðurstöðu
áfrýjunar fyrir dóm sem hún fékk á
síðasta ári fyrir fréttaflutning sinn.
Muratov stofnaði á sínum tíma
dagblaðið Novaya Gazeta og hefur
hann verið ritstjóri þess frá 1995. Á
þeim tíma hafa sex af blaðamönnum
þess týnt lífi. Þar á meðal var Anna
Politkovskaya, sem var myrt eftir að
hún skrifaði greinar um stríðið í
Tétsníu.
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns
Rússlandsforseta, óskaði Muratov
til hamingju með verðlaunin í gær.
„Hann er hæfileikaríkur, hann er
hugaður,“ sagði Peskov.
Verðlaunin verða afhent 10. des-
ember, en þau fela í sér skírteini,
gullmedalíu og ávísun á 10 milljónir
norskra króna, eða sem nemur tæp-
um 150 milljónum íslenskra.
AFP
Nóbel Berit-Reiss Andersen kynnti
friðarverðlaunahafana í gær.
Ressa og Muratov
fá friðarverðlaunin
- Barátta fyrir prentfrelsi heiðruð