Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Á
Íslandsmóti skákfélaga,
keppnistímabilið 2021-
2022, sem hófst í Egils-
höll um síðustu helgi,
hélt innreið sína ný deildaskipting
sem kveður á um sex liða úrvals-
deild en jafnframt að hefðbundin
keppni fari fram í öðrum deildum.
Íslandsmót skákfélaga dregur
til sín nokkur hundruð skákmenn
á ári hverju en var slegið af við
upphaf Covid-19-faraldursins á
síðasta ári og því var mikil til-
hlökkun hjá skákmönnum að hefja
leikinn aftur og nýr vettvangur féll
vel í kramið. Teflt var í einum
stórum íþróttasal en svæðið hólfað
niður eins og sóttvarnareglur gera
ráð fyrir.
Í úrvalsdeildinni tefla sex lið
tvöfalda umferð. Nú eru gefin tvö
stig fyrir sigur og eitt fyrir jafn-
tefli. Staðan eftir fyrri umferðina:
1. Taflfélag Garðabæjar 9 stig 2.
TR 7 stig 3. Fjölnir 6 stig. 4. Skák-
deild Breiðabliks 4 stig 5. Víkinga-
klúbburinn 3 stig 6. SA 1 stig.
Í 1. deild er TV með forystu, í 2.
deild er -sveit skákdeildar Breiða-
biks efst, í 3. deild c-sveit Skák-
félags Akureyrar og í 4. deild
hafði Skákfélag Sauðárkróks for-
ystu.
Seinni umferð Íslandsmóts
skákfélaga er á dagskrá í byrjun
mars nk.
Vignir Vatnar vann
Tiger Hillarp
Strax eftir fyrri hluta Íslands-
móts skákfélaga hófst fjögurra
skáka einvígi Vignis Vatnars Stef-
ánssonar við sænska stórmeist-
arann Tiger Hillarp Persson í
Kjarvalsstofu við Austurvöll. SÍ
stóð fyrir einvíginu í samvinnu við
aðila á borð við Skákskóla Íslands,
skákdeild Breiðabliks, Skákfélag
Akureyrar og Vinnustofu Kjar-
vals. Gott framtak og sigur Vignis
Vatnars, 2½:1½, sérlega ánægju-
legur og í raun sanngjarn því varla
er hægt að segja að hann hafi
komist í taphættu gegn mun stiga-
hærri andstæðingi. Hann vann
aðra skák einvígisins en hinum
lauk með jafntefli:
2. einvígisskák:
Vignir Vatnar Stefánsson –
Tiger Hillarp Persson
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 e6 4.
g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 a6 7. He1
d6 8. e4 Dc7 9. b3 Be7 10. Bb2 0-0
11. d4 cxd4 12. Rxd4 He8 13. Hc1
Rbd7 14. f4 Hac8?
Í „broddgaltar-afbrigðinu“ er
aldrei of varlega farið. Þessi leikur
er ónákvæmur eins og Vignir sýnir
strax fram á.
- Sjá stöðumynd 1 -
15. e5! dxe5 16. fxe5 Rxe5 17.
Bxb7 Hcd8
Sennilega hefur Tiger reiknað
með að þessi leikur bjargaði mál-
um. Svartur hótar 18. … Hxd4 19.
Dxd4 Bc5 o.s.frv.
18. Ra4! Bc5 19. Bg2?
Slakur leikur sem skilar miklum
ávinningi strax til baka og gott
betur. Eftir 19. De2! stendur hvít-
ur til vinnings.
19. …Rg6 20. b4 Bxb4 21. Db3?
Bxe1 22. Hxe1 e5 23. Rf5
23. … He6?
Það er hér sem Tiger missir af
besta tækifæri sínu. Hann átti
23 … b5! og hefur þá betra tafl því
að 24. cxb5 axb5 25. Dxb5? strand-
ar á 25. … Hb8 og svartur stendur
til vinnings.
24. Re3! h5? 25. Rd5! Rxd5 26.
cxd5 Hf6 27. Hc1 Db8 28. Rc3 b5
29. Re4 Hb6 30. d6 Hbxd6 31.
Rxd6 Dxd6 32. Hf1 Hd7 33. h4 Rf8
34. De3 f6 35. Bf3 Dd3 36. Df2
Dg6 37. Kh2 Re6 38. De2 Dd3 39.
Hd1 Dxd1 40. Dxd1 Hxd1 41.
Bxd1
Eftir miklar sviptingar er komið
upp endatafl þar sem svartur hefur
þrjú peð fyrir manninn. En biskup-
arnir eru allsráðandi.
41. … g6 42. Bb3 Kf7 43. Kg2
b4 44. Kf3 Ke7 45. Bc2 Rf8 46.
Ke4 Kd6 47. Kd3 Kc5 48. Bc1 Re6
49. Be3+ Kb5 50. Bb3 Rg7 51.
Bc4+ Ka5 52. Bf7 Rf5 53. Bxg6
– og svartur gafst upp.
Glæsilegur sigur
Vignis Vatnars í einvíg-
inu við Tiger Hillarp
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/SÍ.
Kampakátir í Kjarvalsstofu Tiger Hillarp Persson, skákdómarinn Kristján
Örn Elíasson og Vignir Vatnar Stefánsson.
SÖFNUNARÁTAK
Á RAFTÆKJUM í október
Í tilefni af alþjóðlegu átaki í söfnun raftækja 14. október
Við hvetjum landsmenn til að skila inn raftækjum, ljósaperum
og rafhlöðum til endurvinnslu á næsta gámasvæði.
Lestu meira um átakið á: www.gamafelagid.is
Gunnar Guðmundsson fædd-
ist 9. október 1921 í Hrólfs-
skála á Seltjarnarnesi. For-
eldrar hans voru hjónin
Guðmundur Pétursson, f. 1881,
d. 1958, bóndi þar, og Elísabet
Stefánsdóttir, f. 1891, d. 1975.
Kennaraprófi lauk Gunnar
1942 og smíðakennaraprófi frá
Handíðaskólanum 1949. Þá
sótti hann kennaranámskeið í
Askov 1951.
Gunnar starfaði sem kennari
í Norðfjarðarskólahverfi 1943-
44, við barnaskólann í Stykkis-
hólmi 1944-46 og í Kópavogi frá
1946. Hann var skipaður skóla-
stjóri við Kársnesskóla 1957 og
gegndi því starfi til dauðadags.
Gunnar var einn af þeim sem
höfðu forystu um uppbyggingu
skólamála í Kópavogi.
Gunnar var einn af stofn-
endum Skólastjórafélags Ís-
lands, 1960, og sat í stjórn þess
árum saman og gegndi gjald-
kerastöðunni. Hann var einnig
gjaldkeri og varaformaður
Norræna félagsins. Hann var
félagi í Lionshreyfingunni.
Eiginkona Gunnars er Rann-
veig Sigríður Sigurðardóttir, f.
26.6. 1920, handavinnukennari.
Hún er búsett í Kópavogi.
Dætur Gunnars og Rannveigar
eru tvær.
Gunnar lést 24.11. 1980.
Merkir Íslendingar
Gunnar Guð-
mundsson
„Ef þeir gallar eru á
framboði eða kosningu
þingmanns sem ætla má
að hafi haft áhrif á úrslit
kosningarinnar úr-
skurðar Alþingi kosn-
ingu hans ógilda og
einnig án þess ef þing-
maðurinn sjálfur, um-
boðsmenn hans eða
meðmælendur hafa vís-
vitandi átt sök á misfell-
unum, enda séu þær
verulegar. Fer um alla
þingmenn, kosna af list-
anum, eins og annars
um einstakan þingmann
misfellurnarar varða
listann í heild.“ Talning
atkvæða er hluti af
kosningu þingmanns.
Svo sem fram hefur
komið kann að vera að
ákvæðum kosningalaga
um talningu hafi ekki
verið fylgt í Norðvesturkjördæmi.
Kosningabaráttan
mun verða sérstæð
Ef ekki koma fram beinar sannanir
um að útilokað sé að ágallar á fram-
kvæmd talningar hafi haft áhrif á úr-
slitin er óhjákvæmilegt að boða til
uppkosningar í kjördæminu sem allra
fyrst. Bein sönnun væri t.d. myndefni
úr eftirlitsmyndavélum. Kosninga-
baráttan mun verða sér-
stæð. Þarna mun fram-
bjóðanda pírata gefast
kostur á, sjöttu kosning-
arnar í röð, að sannfæra
kjósendur um brýna
nauðsyn „nýju stjórnar-
skrárinnar“. Frambjóð-
andi Viðreisnar getur
skýrt hvernig kjósendur
í kjördæminu eiga allt
undir innlimun ESB á
íslenskum fiskimiðum
og upptöku evru. Svo
sem er kunnugt er, öðr-
um en Viðreisn, eru út-
flutningstekjur í kjör-
dæminu að mestu
bundnar við banda-
ríkjadal.
Píratar, Viðreisn
og Samfylking
fá nýtt tækifæri
Píratar, Viðreisn og
Samfylking geta svo út-
skýrt að brýna nauðsyn
beri til að hafa opin
landamæri á Íslandi. Og hvers vegna
Ísland þurfi að hafa aðrar reglur en
önnur lönd á Norðurlöndunum og
annars staðar í Evrópu. Árlegur
kostnaður nemur milljörðum, en
þeirra má afla með því að bæta í
heimsmet Íslands í skattheimtu.
Já, þessi kosningabarátta verður
sannarlega skemmtileg.
Uppkosning í Norð-
vesturkjördæmi
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
»Kostur gefst
á, sjöttu
kosningarnar í
röð, að sannfæra
kjósendur um
brýna nauðsyn
„nýju stjórnar-
skrárinnar.“
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Andvirði sjávarauðlindar sem þjóðin á mætti leigja út á
markaðsvirði, ca. 80-100 milljarðar á ári, þ.e. 250.000 tonn
af þorski á markaðsvirði 200-220 kr./kíló eða um 50 millj-
arðar og svo allur annar kvóti á 40-50 milljarða eða samtals
80-100 milljarðar, en kvóta-„eigendur“ þurfa einungis að
greiða fyrir 5-8 milljarða og er því sjávarútvegurinn studd-
ur af þjóðinni um ca. 80 milljarða á ári og þeir sem „eiga“
t.d. í kringum 10% fá 8 milljarða meðgjöf á ári frá þjóðinni og þeir, sem hafa
nýtt sér þetta í t.d. 30 ár hafa fengið ca. 240 milljarða í meðgjöf frá þjóðinni.
1920 var ein dönsk = ein íslensk, en nú er ein dönsk = 2.000 íslenskar og
þetta hefur verið gert til að aðstoða útflutninginn.
Ragna Garðarsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Auðlindarenta