Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Sem útlendingur
búandi á Íslandi geri
ég mér far um að
blanda mér ekki í
dægurmál eða stjórn-
málaumræðu, enda
býður almenn kurteisi
að ég sýni gestrisni
Íslendinga þá virð-
ingu. Í þetta sinn get
ég hins vegar ekki
orða bundist í ljósi
frétta sem ég hef lesið nýverið.
Ung kona af kúrdískum uppruna
virtist um tíma hafa náð þingsæti á
Alþingi. Hennar fyrstu orð af því
tilefni voru að hún vilji beita sér í
málefnum útlendinga og innflytj-
enda.
Ég er orðlaus gagnvart svo ótrú-
legum og vanhugsuðum skorti á
smekkvísi. Að manneskja sem er
svo lánsöm að hafa fæðst á Íslandi
með innflytjendur fyrir foreldra
skuli láta sínu fyrstu hugsun sem
tilvonandi þingmaður ekki snúast
um velferð samborgara sinna, held-
ur velferð útlendinga.
Hvaðan sprettur slíkt vanþakk-
læti upp?
Er hollusta hennar fyrst og
fremst við Ísland, eða við einhverja
aðra? Þetta er þjóðin sem tók við
foreldrum hennar, sem hingað
komu í leit að betra lífi. Þau nutu
góðs af rausn Íslendinga sem lögðu
til stuðning af almannafé við inn-
flytjendur og hælisleitendur. Þegar
henni gefst tækifæri til að gefa til
baka til íslensks samfélags hugsar
hún fyrst og fremst um útlendinga.
Ísland er eitt af mannúðlegustu
og umburðarlyndustu samfélögum á
hnettinum, þar sem grundvallar-
mannréttindi sérhvers íbúa eru virt
óháð uppruna þeirra, ólíkt þeim
löndum sem flestir innflytjendur og
hælisleitendur koma frá. Þrátt fyrir
þetta kýs þessi unga kona að beita
uppruna sínum til að setja með
óbeinum hætti ofan í við Íslendinga.
Hvers vegna les hún ekki heldur
ættjörð foreldra sinna pistilinn?
Hún gæti hæglega fullnægt góð-
gerðarþörf sinni með því að að
leggja því lið að bæta skilyrði í
Kúrdistan, en þar eru til staðar
vandamál sem láta meintan skort á
„málsvörum innflytjenda“ á Íslandi
blikna: Konur dæmdar til annars
flokks lífs, ofsóknir gegn samkyn-
hneigðu fólki, áreitni í garð kaffir
(trúleysingja), svo nokkuð sé nefnt.
En að sjálfsögðu er þægilegra að
vera boðberi dyggðar, gagnrýna og
fárast í frjálsu, umburðarlyndu
þjóðfélagi þar sem fólki er ekki
stungið í fangelsi – eða þaðan af
verra – fyrir að tjá
skoðanir sínar.
Sjálfur er ég asískur
innflytjandi sem er nú
bandarískur ríkisborg-
ari, og er sem slíkur
afar þakklátur því
landi fyrir að hafa tek-
ið mig í sínar raðir.
Þegar ég ritaði sjálf-
viljugur undir eið sem
ríkisborgari, sór ég
hinu nýja föðurlandi
mínu hollustu. Aldrei
fannst mér ég eiga
sjálfvirkt tilkall til eins eða neins.
Innflytjandinn ætti alltaf að vera sá
sem aðlagast sínu nýja landi, en
ekki öfugt. Ef siðir og venjur íbú-
anna hugnast þér ekki, er þér alltaf
frjálst að fara og leita að öðrum og
betri stað.
Nú á dögum er alsiða að innflytj-
endur heimti „réttindi“ jafnóðum og
þeir hafa stigið á land, réttindi sem
þeir myndu ekki dirfast að fara
fram á í sínum heimalöndum. Þeir
nýta sér núverandi andrúmsloft á
Vesturlöndum og eru fljótir að
ásaka vestræna gestgjafa sína um
rasisma og fordóma ef ekki er orðið
við kröfum þeirra.
Síðast en ekki síst bera sumir
þeirra með sér nýtt eitur undir yfir-
skini baráttu fyrir félagslegu rétt-
læti: Veiru sjálfsmyndar- og órétt-
arpólitíkur (identity and grievance
politics). Þetta er eitthvað sem Ís-
land þarf alls ekki á að halda,
hvorki nú né nokkurn tímann, og
hvers kyns tilburðum til að bera
þessa meinsemd í blóðrás sam-
félagsins verður umsvifalaust að
vísa á bug.
Íslendingar hafa sem fullvalda
þjóð fullan rétt á að móta sína inn-
flytjendastefnu og þurfa ekki að
vera sakbitnir eða þola að lesið sé
yfir þeim þess vegna – allra síst af
fólki sem rekur ættir sínar til sam-
félaga þar sem kúgun ríkir. Styrkur
og seigla íslensku þjóðarinnar er
einsleitum uppruna að þakka, ekki
fjölmenningarorðavaðli. Látið eng-
an mann segja ykkur annað.
Vanþakklæti
Eftir Rajan
Parrikar
» Þegar henni gefst
tækifæri til að gefa
til baka til íslensks
samfélags hugsar hún
fyrst og fremst um
útlendinga.
Rajan Parrikar
Höfundur er upphaflega frá Goa á
Indlandi. Hann var menntaður sem
rafmagnsverkfræðingur en stundar
nú ljósmyndun af Íslandi og Goa.
www.parrikar.com
Tungan þarf að vera
nothæf í stafrænum
heimi. Með gríðarlegum
breytingum á tölvu-
notkun, máltækni með
gervigreindartækni og
talgervlum eiga smá
málsamfélög í vök að
verjast. Varðstaða móð-
urmálsins ákvarðar
hvernig þeim reiðir af.
Einungis framþróun þar sem ís-
lenskan er felld inn í tölvutækni og
stafræna þjónustu verður hún raun-
verulegur valkostur í öllu viðmóti
og upplýsingavinnslu. Fylgi íslensk-
an ekki tækni situr hún eftir og
tæki nýta önnur tungumál.
Samkeppnishæfni
samfélags og tungu
Tungumál eru æ meira nýtt í
samskiptum og tæki verða sífellt
meira notuð til að vinna með tungu-
mál. Ný gervigreindartækni gerir
okkur kleift að hagnýta stór texta-,
mál- og upplýsingasöfn með áður
óframkvæmanlegum hætti. Dæmi
um það eru sjálfvirk fyrirspurna- og
samtalskerfi sem eru hagkvæm og
bæta þjónustu fyrirtækja og stofn-
ana. Þýðingarvélar auka framleiðni
þýðenda og gera aukið efni aðgengi-
legt á ólíkum tungum. Áheyrilegir
talgervlar létta aðgengi að efni á
hljóðbókaformi jafnvel á tungum fá-
mennra þjóða.
Mikilvægt fyrir blinda,
sjónskerta og lesblinda
Hugbúnaður sem gerir fólki kleift
að tala og skrifa, sem annars væri
ókleift sakir fötlunar eða sjúkdóma,
getur gjörbreytt lífsgæðum. Engum
blöðum er um það að fletta að ný
máltækni gagnast blindum, sjón-
skertum og lesblindum sérstaklega
vel ásamt því að leika lykilhlutverk
í aðgengi upplýsinga fyrir alla í
samfélaginu. Þúsundir félagsmanna
Blindrafélags Íslands og Félag les-
blindra á Íslandi hafa miklar vænt-
ingar til framþróunar íslensku í
stafrænum heimi.
Þessi tækniþróun er fyrirheit um
aukin lífsgæði og samkeppnishæfni
atvinnulífs, samfélags og tungu-
máls. Til að svo sé verður að
tryggja fólki, fyrirtækjum og stofn-
unum að geta nýtt máltækni án
þess að flókin og þung tækni- og
innviðaþróun standi fyrir þrifum.
Síðasta ríkisstjórn stóð að fram-
kvæmd máltækniáætlunar sem mið-
aði að gjaldgengi íslenskrar tungu í
stafrænum heimi. Verkefnið var
samvinna rannsóknastofnana, há-
skóla, fyrirtækja og frjálsra félaga-
samtaka. Margvíslegum tal- og
textagögnum var safnað og for-
skriftir að talgreiningarvélum, tal-
gervlum, ritvinnslustoð og vél-
rænum þýðingarvélum gefnar út.
Nýjar „raddir“ hafa verið felldar
inn í Android-stýrikerfið sem er
auðvelt að viðhalda og bæta með
innlendri þekkingu. Enn er þó langt
í land.
Máltækni í nýjan
stjórnarsáttmála
Fyrstu máltækniáætluninni lýkur
senn og því skorum við á stjórnvöld
að hefja undirbúning og fram-
kvæmd nýrrar máltækniáætlunar.
Finna leiðir til að koma afurðum
fyrstu áætlunarinnar í hendur
tækninotendum. Tækninni fleygir
fram og Ísland verður að halda í við
þróun stærri málsvæða.
Máltækni er mikið jafnréttis- og
mannréttindamál fyrir blinda, sjón-
skerta og lesblinda. Hún skiptir
einnig miklu máli í allri nýsköpun
og tækniþróun og er grundvöllur
aukinnar skilvirkni í fyrirtækja-
rekstri sem og hjá hinu opinbera.
Við hvetjum forystumenn ís-
lenskra stjórnmála til að tryggja
áfram gott skipulag og samstillt
átak um sterka stöðu íslensku. Í
stjórnarsáttmála nýrrar ríkis-
stjórnar þarf skýra yfirlýsingu um
nýja máltækniáætlun sem varðturn
íslenskrar tungu í ólgusjó tækni-
framfara. Varðstöðu um það sem
sameinar okkur sem þjóð.
Íslenskan verði nothæf í stafrænum heimi
Eftir Guðmund
Skúla Johnsen
og Sigþór U.
Hallfreðsson
» Í stjórnarsáttmála
nýrrar ríkisstjórnar
þarf skýra yfirlýsingu
um nýja máltækniáætl-
un sem varðturn ís-
lenskrar tungu í ólgusjó
tækniframfara.
Sigþór U.
Hallfreðsson
Guðmundur Skúli
Johnsen
Guðmundur Skúli er formaður
Félags lesblindra. Sigþór er
formaður Blindrafélagsins.
gsj@habilis.is; suh@blind.is
Suma daga kemurðu
heim með líkamann úr
vinnunni en skilur haus-
inn eftir. Suma daga
stendurðu á miðju stofu-
gólfinu skimandi í allar
áttir. Suma daga er eins
og þú eigir ekki heima
þar sem þú býrð. Suma
daga ertu of svangur til
að elda, of þreyttur til að
sofna, of duglegur til að
dreyma. Suma daga
slekkurðu á sjálfum þér til að kveikja
á sjónvarpinu.
Suma daga er ekkert að frétta.
Suma daga er ekkert næst á dags-
skrá. Suma daga er eins og lífið sé
ekki lengur í beinni útsendingu.
Suma daga breytist fjölskyldan í
stöðumæli og vinirnir í lygamæli og
skyndilega skiptir máli hvað barninu
sem þú varst myndi finnast um mann-
inn sem þú ert orðinn.
Suma daga líturðu í spegil
og ferð mannavillt. Suma
daga manstu ekki lengur
eftir framtíðinni. Suma
daga slokknar á ímynd-
unaraflinu og þyngdarafl
raunveruleikans verður
einfaldlega of sterkt.
Suma daga sofna and-
litsdrættirnir á vakt þótt
það sé sprengjuárás í
hjarta þínu. Suma daga
fara viðbrögðin í verkfall
og samskipti sem eiga að
vera eðlileg verða útreiknuð og
ómöguleg. Suma daga er lífið köflótt
keppni; taflborðið kort af heiminum.
Suma daga nærðu ekki að sækja fram
því þú ert of upptekinn við að lesa
aðra einn leik fram í tímann.
Suma daga manstu ekki hvað þú
vilt eða hvað þú þarft eða muninn á
þessu tvennu. Þú getur lifað þrjár
mínútur án súrefnis, þrjá daga án
vatns, þrjár vikur án matar, þrjá
mánuði án skjóls – en þegar þráin
yfirgefur þig er engin leið að vita.
Suma daga er eins og sumir dagar
séu flestir dagar, jafnvel allir dagar,
en þá er gott að minna sig á að þessir
dagar eru ekki persónuleg pattstaða
heldur nauðsynlegt millibilsástand
sem skilur upplifanir okkar að. Von-
leysið er tilfinningalegur vaxtar-
verkur, og til að uppskera þroskann
sem í því felst verður að mæta því í
eigin persónu. Það dvelur eitthvað
innra með þér og einn daginn mun
það springa út eins og rós.
Tilfinningalegir vaxtarverkir
Eftir Ernu Mist » Það dvelur eitthvað
innra með þér og
einn daginn mun það
springa út eins og rós.
Erna Mist
Höfundur er listmálari.
ernamist@ernamist.net