Morgunblaðið - 09.10.2021, Side 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Faglegar heildarlausnir
– allt á einum stað.
Samkeppnishæf verð.
Sem hvetur okkur að halda áfram að hugsa vel
um starfsmenn og viðskiptavini okkar.
Hvað er betra en heilbrigð starfsemi
í hraustum rekstri?
9 ÁR Í RÖÐ Í HÓPI
FRAMÚRSKARANDI
FYRIRTÆKJA
Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú kannt að standa frammi fyrir
vandamáli sem þér finnst þú ekki
reiðubúin/n til þess að glíma við. Leitaðu
hjálpar, það er ekkert að því.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú og makinn ættuð að setjast nið-
ur og gera fjárhagsáætlun. Ekki er gott að
setja öll eggin í sömu körfuna. Boð og
bönn duga stundum ekki.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert á réttri leið en þarft þó
að vera ákveðin/n til að hlutirnir gangi
hraðar fyrir sig. Gaumgæfðu alla mála-
vexti og hugsaðu þig svo vel um áður en
þú kveður upp dóm.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Lokaðu þig ekki af frá umheim-
inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta.
Þú færð frábærar fréttir sem tengjast
fjölgun í fjölskyldunni.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Hertu upp hugann, því endalaus
undanlátssemi skilar þér bara örðug-
leikum. Vinir þínir slá um þig skjaldborg
ef þú verður fyrir aðkasti.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú átt eftir að koma samstarfs-
mönnum þínum á óvart. Ekki láta vinnuna
ganga fyrir öllu, það er líf utan hennar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Breytingar sem þú gerir verða fljótt
að vana. Næstu mánuðir verða einhverjir
þeir bestu í þínu lífi til þessa.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Eina stundina hrúgast yfir
þig hugmyndir og þá næstu ertu þurr-
ausin/n. Skrifaðu niður fimm kosti sem
þú hefur.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Flýttu þér ekki um of í um-
ferðinni í dag. Vinur þinn er í vanda og
leitar til þín. Gefðu honum tíma.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú stendur á einhvers konar
tímamótum og þarft að íhuga vandlega
þín næstu skref. Hafðu gætur á eyðsl-
unni.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þetta er þinn dagur svo þú
skalt njóta hans eins og þú getur en
mundu bara að hóf er best. Yfirmaðurinn
er opinn fyrir nýjungum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er nauðsynlegt að fá útrás
fyrir tilfinningarnar og gott ráð að hrópa
þær frá sér, þar sem aðstæður leyfa.
Farðu yfir stöðu ástamálanna.
svo framkvæmdastjóri rekstrarstýr-
ingar, og um leið fyrsta konan sem
varð framkvæmdastjóri hjá Flug-
leiðum. Loks forstjóri Flugleiða/FL
group og varð þá ein af fyrstu kon-
um á Íslandi til þess að verða for-
stjóri í skráðu félagi á hlutabréfa-
markaði. Næst varð hún forstjóri
Promens, sem var alþjóðlegt plast-
framleiðslufélag með 60 verksmiðjur
í 20 löndum og 5.000 starfsmenn.
lækningar við Yale og hjartaskurð-
lækningar á University of Pennsyl-
vania.
Starfsferill tvíburanna
Eftir að Ragnhildur kom heim úr
námi vann hún í eitt ár í Fjárfesting-
arbanka atvinnulífisins og fór þaðan
til Flugleiða/Icelandair. Hjá Flug-
leiðum starfaði hún upphaflega sem
verkefnastjóri í stefnumótun, varð
A
rnar Geirsson og Ragn-
hildur Geirsdóttir
fæddust 9. október
1971 í Providence á
Rhode Island í Banda-
ríkjunum, þar sem faðir þeirra
stundaði doktorsnám í vélaverk-
fræði. Þau fluttu til Íslands tveggja
ára og bjuggu stærstan hluta upp-
eldisáranna í Hlíðunum. Þau voru í
Hlíðaskóla og Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
„Á þessum árum vorum við mjög
mikið saman og eignuðumst marga
góða vini sem enn eru meðal okkar
bestu vina. Þessi hópur gekk undir
nafninu Trivial Pursuit-hópurinn
enda spiluðum við það spil mikið
ásamt því að rökræða hin ýmsu
heimsins mál.
Við höfum alltaf haft gaman af úti-
vist og ferðamennsku en sem börn
ferðuðumst við fjölskyldan talsvert.
Uppáhaldsstaðurinn okkar á þeim
árum var Þórsmörk en þangað fór-
um við fjölskyldan gjarnan í eina eða
tvær vikur á sumrin. Í grunnskóla
vorum við í gönguhópi og fórum við
fyrst á Hvannadalshnjúk þegar við
vorum 15 ára. Hluti af vinahópnum
okkar fór saman í Hjálparsveit skáta
í Kópavogi, en reynslan þar lagði
grunn að lífsstíl okkar beggja, sem
byggist á hreyfingu og útivist. Bæði
höfum við sérstaklega gaman af
hlaupum og hjólreiðum. Skíða-
mennskan er líka ofarlega á lista hjá
báðum fjölskyldum,“ en Ragnhildur
kenndi m.a. á skíði í Kerlingar-
fjöllum og æfa börnin hennar skíði
með Ármanni. Arnar hefur stundað
hjólreiðar og þríþraut og hefur m.a.
farið heilan járnkarl.
„Bæði höfum við alltaf haft gaman
af námi og lá fyrir snemma að við
ætluðum í háskóla. Eftir mennta-
skóla má segja að leiðir hafi skilið að
einhverju leyti.“ Ragnhildur fór í
véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla
Íslands og svo í framhaldsnám til
Bandaríkjanna. Þaðan lauk hún MS-
gráðu í iðnaðarverkfræði og við-
skiptafræði frá University of Wis-
consin-Madison. Arnar fór í lækn-
isfræði í Háskóla Íslands og svo í
framhaldsnám til Bandaríkjanna
þar sem hann nam almennar skurð-
Eftir það var hún framkvæmdastjóri
rekstrar og upplýsingatækni hjá
Landsbankanum og svo aðstoðar-
forstjóri WOW air. Í dag starfar
Ragnhildur sem forstjóri Reikni-
stofu bankanna.
Eftir nám vann Arnar í fimm ár
sem hjartaskurðlæknir í Yale-
háskóla í Connecticut í Bandaríkj-
unum, bæði sem klínískur skurð-
læknir og við grunnrannsóknir
tengdar hjartalokusjúkdómum.
Hann flutti síðan heim til Íslands
með fjölskyldu sinni og vann í fjögur
á sem sérfræðingur á Landspít-
alanum áður en þau fluttu aftur út til
Yale þar sem hann tók við yfir-
læknisstöðu sem forstöðulæknir fyr-
ir hjartaskurðdeildinni á Yale-
háskólaspítalanum.
Yale er með stærstu spítölum í
Bandaríkjunum með 1.470 sjúkra-
rúm, og fer Arnar fyrir 16 skurð-
læknum sem gera um 1.900 hjarta-
skurðaðgerðir á ári. Hann sérhæfir
sig í skurðaðgerðum á hjartalokum,
sem gerðar eru með aðgerðar-
þjarka, og leiðir míturloku-
skurðprógramm sem er með því
stærsta á því sviði í Bandaríkjunum.
Hann er mjög virkur í rannsóknum,
bæði klínískum og grunnrann-
sóknum, og höfundur yfir 200 fræði-
greina. Hann fékk framgang sem
prófessor í skurðlækningum við
Yale árið 2020.
Fjölskylda Ragnhildar
Eiginmaður Ragnhildar er Ágúst
Þ. Þorbjörnsson, f. 2.11. 1965, hag-
Arnar Geirsson, yfirlæknir og prófessor, og Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri – 50 ára
Börnin Geir Þór og Kristín Steinunn, börn Ragnhildar; Benedikt, Arnar
Helgi og Kristján, synir Arnars, ásamt systursyni, Arnari Geir.
Metnaðarfullir tvíburar
Systkinin Fyrir framan sjúkrahúsið í Providence, þar sem þau fæddust.
Á fjallaskíðum Arnar og Ragnhild-
ur ásamt mökum á Snæfellsjökli.
Vinkonurnar Matthildur Mínerva Bjarkadóttir, Rún Ingvarsdóttir og Vigdís
Hrefna Magnúsdóttir máluðu myndir og seldu við Olís í Norðlingaholti: Þær
söfnuðu 14.500 krónum og afhentu Rauða krossinum á Íslandi.
Hlutavelta
Akureyri Hektor Pétur Reimus Loga-
son fæddist 9. október 2020 á Sjúkra-
húsinu á Akureyri og á því eins árs af-
mæli í dag. Hann var 52 cm langur og
vó 4.338 g við fæðingu. Foreldrar hans
eru Kinga Reimus og Logi Helgason.
Nýr borgari