Morgunblaðið - 09.10.2021, Síða 45
ÍÞRÓTTIR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
armennirnir öflugu, Sverrir Ingi
Ingason og Hörður Björgvin Magn-
ússon, sem hafa fengið gríðarlega
reynslu á því að vera ýmist innan
eða utan vallar með „gullaldarliðinu“
á undanförnum árum, skuli vegna al-
varlegra meiðsla missa af því að vera
með í þeirri uppbyggingu sem nú er
komin af stað.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Færi Albert Guðmundsson í besta færi Íslands í fyrri hálfleik þegar hann renndi boltanum úr þröngri stöðu hægra megin rétt fram hjá stönginni fjær.
Í framhaldi af því er Arnar Þór
Viðarsson skiljanlega í dálitlu brasi
með miðvarðastöðurnar og hann
notaði fjóra leikmenn í þær tvær
stöður í leiknum í gærkvöld.
En ljósasti punktur leiksins end-
urspeglaðist í jöfnunarmarki Íslands
sem hinn tæplega 37 ára gamli Birk-
ir Már Sævarsson lagði upp fyrir
hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann
Jóhannesson. Sennilega hafa aldrei
verið jafnmörg ár eða leikir á milli
tveggja leikmanna sem hafa staðið
saman að íslensku marki í landsleik.
Þessir tveir geta einmitt gengið
hnarreistastir frá leiknum. Birkir
Már er hreint ódrepandi og virðist
bara verða betri með hverju árinu.
Það er ekkert grín að vera varamað-
ur fyrir stöðu hægri bakvarðar um
þessar mundir.
Ísak var ekki í byrjunarliðinu en
spilaði seinni hálfleikinn og sýndi
mjög góð tilþrif á miðjunni. Hann
var tvisvar nálægt því að skora áður
en hann jafnaði metin eftir frábæran
undirbúning Birkis Más og var sá
leikmaður Íslands sem kom sér í
bestu færi leiksins eftir hlé
Nú verða einmitt bæði Birkir Már
og Ísak, ásamt Ara Frey Skúlasyni,
sem líka átti góðan dag sem vinstri
bakvörður, í leikbanni gegn Liech-
tenstein á mánudagskvöld. Verðum
við ekki að segja, með allri virðingu
fyrir Liechtenstein, að það hafi verið
heppilegast að taka út leikbönnin
þar en ekki gegn Rúmeníu eða
Norður-Makedóníu í nóvember?
Nýr markvörður, Elías Rafn
Ólafsson, lofar nokkuð góðu en það
reyndi þó ekki mikið á hann þrátt
fyrir nokkurn sóknarþunga Armena
á köflum. Hann steig í það minnsta
engin feilspor í þessari frumraun
sinni.
Sá elsti og sá yngsti
- Birkir Már lagði upp jöfnunarmark Íslands fyrir Ísak Bergmann - Ásættanleg
úrslit gegn Armeníu? - Þrír komnir í leikbann fyrir leikinn við Liechtenstein
Þjóðverjar unnu nauman sigur á
Rúmenum í Hamborg í gærkvöld,
2:1, í riðli Íslands í undankeppni
heimsmeistaramóts karla í fótbolta.
Ianis Hagi kom Rúmenum yfir
snemma leiks en Serge Gnabry og
Thomas Müller tryggðu Þjóðverjum
sigur með mörkum í síðari hálfleik,
og um leið enn öruggari stöðu á
toppi riðilsins. Þeir eru nær öruggir
um HM-sætið þótt þrjár umferðir
séu eftir. Liechtenstein, sem mætir
Íslandi á mánudag, steinlá heima,
0:4, gegn Norður-Makedóníu sem
komst í annað sætið.
Þýskaland á
beinni braut
AFP
Mark Þjóðverjar fagna sigurmarki
Thomasar Müller gegn Rúmeníu.
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í
gærkvöld yngsti markaskorari A-
landsliðs karla í knattspyrnu þegar
hann skoraði jöfnunarmarkið gegn
Armeníu á Laugardalsvelli. Ísak
var í gær 18 ára, sex mánaða og
fimmtán daga gamall, sex dögum
yngri en Lárus Guðmundsson var
þegar hann skoraði í vináttulands-
leik gegn Grænlandi árið 1980.
Bjarni Guðjónsson, föðurbróðir Ís-
aks, var áður yngsti markaskorari í
mótsleik, 18 ára, sjö mánaða og 15
daga gamall, þegar hann skoraði
gegn Liechtenstein árið 1997.
Ísak er yngsti
markaskorarinn
Morgunblaðið/Eggert
Átján Ísak Bergmann Jóhannesson
skoraði markið í gærkvöld.
ÍSLAND – ARMENÍA 1:1
0:1 Kamo Hovhannisyan 35.
1:1 Ísak B. Jóhannesson 77.
MM
Birkir Már Sævarsson
M
Ari Freyr Skúlason
Guðlaugur Victor Pálsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson
Ísak B. Jóhannesson
Ísland: (4-3-3) Mark: Elías Rafn Ólafs-
son. Vörn: Birkir Már Sævarsson,
Hjörtur Hermannsson (Sveinn Aron
Guðjohnsen 68), Brynjar Ingi Bjarna-
son (Daníel Leó Grétarsson 46), Ari
Freyr Skúlason. Miðja: Birkir Bjarna-
son, Guðlaugur Victor Pálsson, Þórir
Jóhann Helgason (Mikael Egill Ellerts-
son 90). Sókn: Jón Dagur Þorsteinsson
(Mikael Anderson 80), Viðar Örn Kjart-
ansson (Ísak Bergmann Jóhannesson
46), Albert Guðmundsson.
Gul spjöld: Birkir Már, Ari, Ísak, Spert-
sjan.
Dómari: Nikola Dabanovic, Svartfjalla-
landi.
Áhorfendur: 1.697.
_ Elías Rafn Ólafsson markvörður lék
sinn fyrsta A-landsleik og sömuleiðis
Mikael Egill Ellertsson sem kom inn á
sem varamaður undir lokin.
_ Daníel Leó Grétarsson, leikmaður
Blackpool á Englandi, kom inn á í sínum
öðrum landsleik og fyrsta mótsleiknum
með A-landsliðinu.
_ Birkir Bjarnason og Birkir Már Sæv-
arsson léku báðir sinn 102. landsleik.
Birkir Bjarnason getur enn slegið
leikjamet Rúnars Kristinssonar í næsta
mánuði (104 leikir) en Birkir Már Sæv-
arsson verður í banni gegn Liechten-
stein og getur því aðeins jafnað það.
_ Auk Birkis Más verða Ari Freyr og
Ísak báðir í leik banni gegn Liechten-
stein vegna gulra spjalda.
Í LAUGARDAL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þetta eru breyttir tímar. Ég held að
flestir af þeim fáu áhorfendum sem
mættu á Laugardalsvöllinn í gær-
kvöld til að horfa á viðureign Íslands
og Armeníu í undankeppni heims-
meistaramótsins hafi verið til-
tölulega sáttir við að leikurinn skyldi
enda með jafntefli, 1:1.
Til mjög skamms tíma hefði jafn-
tefli á borð við þetta á heimavelli,
gegn ekki sterkari andstæðingi,
beinlínis verið flokkað sem áfall. Að
Armenar skuli virkilega vera í fínni
stöðu í baráttunni um sæti á HM
segir sitt um þá möguleika sem
hefðu átt að vera til staðar í þessum
undanriðli.
En þar sem Armenar voru sterk-
ari aðilinn á löngum köflum og voru
hættulega nálægt því að hirða öll
þrjú stigin þá flokkast þessi úrslit
sem nokkuð ásættanleg.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um öll þau umskipti sem hafa
orðið á landsliðinu í haust, utan vall-
ar og síðan innan. Það er hægt að
telja upp allan þann fjölda leik-
manna sem ekki er með í þessum
leikjum af hinum ýmsu ástæðum.
En þetta er staðan í dag. Nýtt lið
er í mótun og það þarf sinn tíma.
Núna er kannski blóðugast að varn-
Um hádegisbilið í gær var
búið að selja rúmlega tvö þúsund
miða á leik Íslands og Armeníu í
undankeppni HM.
Í leikslok í gærkvöld tilkynnti
Palli vallarþulur að áhorfendur á
leiknum væru 1.697. Nokkur
hundruð virðast því hafa hætt
við áður en flautað var til leiks.
Eða kannski voru þetta bara ýkt-
ar tölur sem bárust okkur um
miðasöluna?
Þetta eru næstum því helm-
ingi færri áhorfendur en komu til
að sjá vináttuleik gegn Liechten-
stein fyrir ellefu árum. Og það
var áður en „gullöldin“ hófst.
Eflaust hafa margir sem
vanalega mæta á völlinn látið sér
nægja að horfa á leikinn heima í
stofu að þessu sinni.
Þetta er sú staða sem nýkjör-
in bráðabirgðastjórn KSÍ þarf að
glíma við. Það þarf að byggja upp
frá grunni, ekki bara innan vallar
heldur utan vallar líka.
Það væri hægt að reyta hár
sitt og skegg yfir svona dapurri
aðsókn og skammast út í þá sem
sátu heima. En til hvers?
„Gullaldarliðið“ troðfyllti
Laugardalsvöllinn leik eftir leik
vegna þess að það náði árangri.
Vegna þess að það var líklegt til
afreka.
En um leið er það umræðan
um það lið og sá stimpill sem
leikmenn úr því hafa nú fengið á
sig sem hefur áhrif á takmark-
aðan áhuga fyrir því liði sem nú
er reynt að byggja upp í staðinn.
Þetta er ekki auðvelt.
Á mánudagskvöld er leikið
við Liechtenstein. Síðasti heima-
leikur ársins hjá körlunum. Veðr-
ið á í það minnsta að vera gott.
Miðað við árstíma. Vonandi
mæta fleiri en 1.697.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Grill 66 deild karla
Hörður – Selfoss U............................... 37:32
Haukar U – Vængir Júpíters .............. 30:24
Berserkir – Afturelding U................... 22:25
Staðan:
Hörður 2 2 0 0 79:52 4
Afturelding U 2 2 0 0 55:48 4
Þór 1 1 0 0 27:25 2
ÍR 1 1 0 0 34:27 2
Selfoss U 2 1 0 1 61:60 2
Haukar U 2 1 0 1 55:51 2
Berserkir 1 0 0 1 22:25 0
Kórdrengir 1 0 0 1 26:30 0
Valur U 1 0 0 1 23:29 0
Fjölnir 1 0 0 1 27:34 0
Vængir Júpíters 2 0 0 2 44:72 0
Frakkland
Istres – Aix ........................................... 28:30
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6
mörk fyrir Aix.
B-deild:
Nice – Besancon................................... 27:27
- Grétar Ari Guðjónsson varði 5 skot í
marki Nice.
Pólland
Chobry Glogów – Kielce..................... 29:45
- Haukur Þrastarson skoraði 9 mörk fyrir
Kielce og Sigvaldi Björn Guðjónsson 3.
%$.62)0-#
Kvennalandsliðið í íshokkí steinlá
gegn Suður-Kóreu, 10:0, í und-
ankeppni fyrir Vetrarólympíuleik-
ana í Nottingham á Englandi í gær.
Íslenska liðið hefur tapað báðum
sínum leikjum í riðlinum og mætir
Slóveníu í síðasta leiknum á morg-
un.
Stórt tap gegn
Suður-Kóreu