Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 52

Morgunblaðið - 09.10.2021, Page 52
Kringlukasti af völdum vörum 25% afsláttur Sýning á nýjum málverkum og teikningum eftir Hall- grím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, verður opnuð í Safnaðarheimili Neskirkju á morgun, sunnu- dag, að lokinni messu sem hefst klukkan 11.00. Séra Skúli S. Ólafsson þjónar þar fyrir altari. Á sýningu Hallgríms, sem ber titilinn „Það þarf að kenna fólki að deyja“, getur að líta málverk og teikn- ingar sem kviknuðu út frá andláti föður listamannsins. Hallgrímur málar bæði krabbamein og dánarstundir auk tilgátuportretta af Dauðanum sjálfum. Verk af dánarstundum og Dauðanum á sýningu Hallgríms LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég er ótrúlega stolt og ánægð að hafa náð þessum áfanga. Ég vissi ekki að það væru svona fáar konur sem hefðu náð þessu,“ segir Rut Jónsdóttir sem á fimmtu- daginn varð aðeins tíunda íslenska handboltakonan til að spila 100 landsleiki. Hún býr sig nú undir leik gegn Serbum í undankeppni EM en liðin mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði á morgun. »44 Vissi ekki að svona fáar konur hefðu náð þessum áfanga ÍÞRÓTTIR MENNING Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ungur maður að nafni Hlynur Gísla- son náði þeim árangri í febrúar síð- astliðnum að vera yngsti próftaki sem náð hefur sveinsprófi í rafvirkj- un. Hann var aðeins átján ára þegar hann lauk prófinu. „Jú jú, það getur passað,“ segir hann hógvær þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Hlynur mun af þessu tilefni hljóta viðurkenningu frá Samtökum raf- verktaka og Félagi íslenskra raf- virkja í samstarfi við Johan Rönn- ing. Spurður hvernig honum þyki að eiga að taka á móti slíkri viðurkenn- ingu segir hann kíminn: „Allt í lagi svona, maður lætur sig hafa það að taka á móti henni.“ Hlynur fæddist 2002. „Ég tók 9. og 10. bekk saman svo ég vann mér þannig inn smá tíma,“ segir Hlynur en rafvirkjanámið sjálft, sem í fullu námi tekur almennt þrjú og hálft ár, segist hann tekið á venjulegum hraða. Í desember síðastliðnum braut- skráðist Hlynur af rafvirkjabraut og sem stúdent frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Þá hlaut hann við- urkenningu fyrir bestan árangur á rafvirkjabraut auk þess sem hann fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn í dönsku og spænsku. Hann lauk síðan sveinsprófinu í febrúar síðastliðnum, þá á nemasamningi hjá Veitum. Hagnýtt nám og praktískt Skynsemin virðist hafa ráðið för þegar Hlynur valdi sér nám. Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi valið rafvirkjanámið segir hann: „Þetta er hagnýtt nám og praktískt sem maður getur notað alls staðar. Það er hagnýt menntun og mjög nýtanleg.“ Sem stendur er Hlynur milli verk- efna. „Ég er atvinnulaus einmitt núna. Það er kannski ekki beint fréttnæmt,“ segir Hlynur og hlær. Svo vanti menn vaskan rafvirkja með framtíðina fyrir sér þá er lík- lega ekkert því til fyrirstöðu að hafa samband við þennan unga mann. „Samningurinn var búinn hjá fyrir- tækinu sem ég var hjá og ég var bara að koma úr fríi.“ Förinni var heitið til Grikklands, Svíþjóðar og Danmerkur og segist Hlynur hafa verið að heimsækja fjöl- skyldu og vini. „Ég var bara að koma heim í vikunni þannig að mað- ur er bara að sækja um vinnu í rólegheitunum.“ Spurður um framtíðaráform segir Hlynur: „Það er rosalega erfitt að segja, maður veit ekkert hvað fram- tíðin ber í skauti sér en manni eru allir vegir svo að segja, bæði á Ís- landi og erlendis.“ Morgunblaðið/Eggert Galvaskur „Maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Hlynur, sem lauk sveinsprófi átján ára. Allir vegir færir hérlendis og erlendis - Sá yngsti sem staðist hefur sveinspróf í rafvirkjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.