Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 238. tölublað . 109. árgangur .
UM EITT PRÓSENT
FULLORÐINNA
STAMAR
BÝÐUR UPP
Á MEIRI
VIÐKVÆMNI
ÓMARKVISS VINNU-
BRÖGÐ OG MILLJ-
ARÐAR Í SÚGINN
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 28 MARKAÐSSETNING 12HÆTTA Á EINANGRUN 10
Breki Karlsson formaður Neytenda-
samtakanna segir tímabundna tolla
á ákveðnu grænmeti gamaldags leið
til að stýra neyslu. Hann vill afnema
hærri innflutningstolla á grænmeti
og styðja frekar við bændur með
beinum hætti.
Borið hefur á skorti á blómkáli og
spergilkáli í verslunum undanfarnar
vikur og sellerí verið nær ófáanlegt.
Ástæðan er þrjátíu prósent hærri
tollar. Frá 1. júlí til 15. október eru
hærri tollar á spergilkáli og frá 15.
ágúst til 15. október eru hærri tollar
á blómkáli og selleríi. Auk þess er
fastur magntollur á kílóið 176 krónur
fyrir blómkál og spergilkál og 276
krónur fyrir sellerí.
Lögin voru sett árið 2019 og var
sama staða upp á teningnum á síð-
asta ári að sögn Ástu S. Fjeldsted
framkvæmdastjóra Krónunnar.
Krónan hefur brugðist við með því
að flytja inn meira af þessum
ákveðnu grænmetistegundum frá
útlöndum, sem skilar sér í hærra
vöruverði til neytenda.
Félag atvinnurekenda varaði við
afleiðingunum af lögunum árið 2019
og benti á að reglulega myndi koma
upp skortur á þessum tilteknu græn-
metistegundum. „Þetta ástand er
augljóslega óviðunandi og bitnar
hart á neytendum. Varan er ýmist
ekki til eða kostar alltof mikið,“ segir
Ólafur Stephensen framkvæmda-
tjóri FA í tilkynningu frá félaginu.
Hann bendir á að tollvernd sé í
raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur,
blómkál, spergilkál og sellerí.
„Innlenda uppskeran selst alltaf
upp. Neytendur eru reiðubúnir að
greiða fyrir hana talsvert hærra verð
en fyrir innflutt grænmeti. Það er
einfaldlega engin þörf á verndartoll-
um í þessu tilviki.“
Gamaldags leið
til að stýra neyslu
- Tollar á grænmeti valda tímabundnum vöruskorti á Íslandi
MGallað kerfi sem býr til … »4
Grænmeti Lögin voru sett árið 2019
og ollu líka hærra vöruverði í fyrra.
Kvennalandsliðið í handknattleik lék einn sinn
besta leik á síðustu árum þegar liðið vann nokk-
uð óvæntan sigur á sterku liði Serbíu í undan-
keppni EM 23:21 í gær. Leikið var á Ásvöllum í
Hafnarfirði þar sem unnið er að viðgerðum á
Laugardalshöllinni vegna vatnsskemmda. Sig-
urinn þýðir að íslenska liðið gæti blandað sér í
baráttuna um sæti á EM sem fram fer í desember
2022. » Íþróttir
Einn besti leikur liðsins í mörg ár á Ásvöllum í gær
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
_ Á þriðja tug skjálfta hefur mælst
í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi
undanfarna fjóra mánuði, eða fleiri
en mælst höfðu í a.m.k. tólf ár þar á
undan. Páll Einarsson jarðeðlis-
fræðingur segir engar skýringar á
því af hverju þetta eldstöðvakerfi
láti nú á sér kræla. Honum þykir
mjög ólíklegt að virknin tengist eld-
gosi á Reykjanesskaga. Það sé þess
virði að fylgjast áfram með virkn-
inni en ekkert bendi til að gos sé í
vændum. Síðast gaus í Ljósufjalla-
kerfinu á landnámsöld. »6
Fleiri skjálftar en
í tólf ár þar á undan
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn
kjörbréfa kemur saman í dag á opn-
um fundi klukkan 10.30. Birgir Ár-
mannsson formaður nefndarinnar
kveðst ætla að fundurinn taki um
það bil tvo klukkutíma.
Fundinn sækir Hafsteinn Þór
Hauksson, dósent í stjórnskipunar-
rétti við Háskóla Íslands, sem að
sögn Birgis mun fara yfir „breiðu
línurnar varðandi þau stjórnskipu-
legu viðfangsefni“ sem nefndin fæst
nú við. „Í framhaldi munum við fara
yfir stöðuna fyrir gagnaöflun, sem
við höfum þegar sett af stað, og at-
huga að hvaða leyti við þurfum að
fylla inn í með því að bæta við beiðn-
um eða óskum um minnisblöð eða
annað þess háttar,“ segir Birgir.
Ómögulegt sé að segja til um hve
marga fundi þurfi til að vinna málið
en búið sé að skipuleggja fundi á
miðvikudag og föstudag.
„Við erum að reyna að vinna þetta
hratt en þó þurfum við auðvitað að
gæta þess að safna þeim upplýs-
ingum sem að gagni geta komið við
að greiða úr þessu máli og við erum
einfaldlega bara á þeim stað í
vinnunni núna að afla frekari
gagna.“ Morgunblaðið ræddi við
nokkra þá þingmenn sem komust á
þing eftir endurtalninguna. Þeir eru
ekki á einu máli. »4
Undirbúningsnefnd
kemur saman í dag
- Farið verði yfir breiðu línurnar
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Undirbúningsnefndin ætlar
að reyna að vinna málið hratt.
_ Íbúar á Seyðisfirði bíða nú eftir
útreikningum sérfræðinga um
hvort varnirnar sem komið var upp
fyrr á þessu ári muni halda öllu því
efni sem er í hrygg sunnan við
skriðusárið í hlíðinni. Rýma þurfti
níu hús í byrjun síðustu viku og var
rýmingin í gildi fram yfir helgi.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, fyrr-
verandi sveitarstjóri og núverandi
fulltrúi sveitarstjóra, segist treysta
sérfræðingum. Það komi þó á óvart
að nú sé legið yfir útreikningum.
Alltaf hafi verið talað um að varn-
irnar ættu að halda. »4
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Niðurstöðu er vænst í dag.
Beðið eftir útreikn-
ingum á Seyðisfirði