Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021 Við Hækk um í gleð inni 60 ÁRA Jóhanna Oddsdóttir er Ísfirðingur, fædd þar og uppalin, en hefur búið í Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum og fluttist aftur til Ísafjarðar 1987 og hefur búið þar síðan með nokkrum hléum. „Ég var í burtu í tíu ár.“ Jóhanna er skurðhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði. „Ég er hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og var með þeim fyrstu til að útskrifast úr fjarkennslu þar og bætti svo við mig sérhæfingu frá Háskóla Íslands.“ Jóhanna er mikill skíðagarpur og má segja að skíðaganga sé hennar helsta áhugamál, hún er bæði keppniskona og sinnir félagsstarfi tengdu skíðagöng- unni og starfaði hátt í 10 ár fyrir Skíðafélag Ísfirðinga, þar af fimm ár sem formaður. „Fleiri áhugamál mín eru göngur, hlaup og allt milli himins og jarðar, þar á meðal ferðalög.“ Jóhanna fagnar afmælinu í Suður-Frakklandi ásamt maka og börnum. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Jóhönnu er Jón Ólafur Sigurðsson, f. 1945, vél- virki. Börn hennar eru Brynja Huld, f. 1987, og Albert, f. 1997. Foreldrar Jóhönnu: Oddur Pétursson, f. 1931, d. 2018, ólympíufari og snjó- flóðaeftirlitsmaður síðustu árin, og Magdalena Margrét Sigurðardótitr, f. 1934, fyrrverandi fjármálastjóri Menntaskólans á Ísafirði. Jóhanna Oddsdóttir Mæðgurnar Jóhanna og Brynja Huld. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Fólk tekur mikið mark á því sem þú segir. Ekki missa yfirsýn yfir fjármálin. Slepptu tökunum á gömlum fortíð- ardraugum. 20. apríl - 20. maí + Naut Einhver getur gefið þér góð ráð varð- andi fjárhagslega framtíð þína. Ekki láta hagsmuni annarra ráða, þú verður að hugsa um þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er hætta á misskilningi og ósætti og því er þetta ekki rétti tíminn til að ræða alvarlega við fólk í uppnámi. Láttu ekki hugfallast. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú keyrir málin áfram bak við tjöld- in. Fylgdu reglum samt sem áður. Þú mátt ekki gleyma því að gefa sjálfum/sjálfri þér tíma. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú sérð einhvern í nýju ljósi í dag, hugsanlega manneskju sem þú berð mikla virðingu fyrir. Makinn er eitthvað utan við sig. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Mundu að oft felst fegurðin í smá- atriðunum. Fréttir af ættingja koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hnýttu saman lausa þræði. 23. sept. - 22. okt. k Vog Vertu ósínk/ur á ráð við þá sem yngri eru. Ef þú getur unnið og sinnt áhugamál- unum af krafti líka þá ertu alsæl/l. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú gætir komist að einhverju óvæntu eða séð eitthvað í algerlega nýju ljósi í dag. Ekki láta í minni pokann fyrir frek- um einstaklingi. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Dagurinn hentar vel til fast- eignaviðskipta. Það er fullseint í rassinn gripið að byrja að lesa undir próf daginn áður. Taktu þig á. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Að treysta einhverjum sem mað- ur þekkir varla er partur af ævintýri dagsins. Einhver þér nákominn fær reisupassann. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Áföll eru óhjákvæmilegur hluti af lífinu, en það eru viðbrögðin sem skipta öllu. Tengslanetið þitt er ein þinna verðmætustu eigna. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er ástæðulaust fyrir þig að hengja haus því þú hefur unnið vel. Vertu ekki tortryggin/n og stíf/ur. Leyfðu hug- myndafluginu að njóta sín. 2001. „Það var stundum frekar erfitt starf, af því það var svo erf- itt að útvega kennara, maður gat verið allt sumarið að reyna að finna kennara. Kennaralaunin fóru líka lækkandi hlutfallslega á þess- um árum. En ég kynntist mörgu og 1970, settur lektor í sagnfræði við HÍ 1972 og 1974-76 og stunda- kennari við HÍ 1972-74 og 1976- 79. Hann hafði einnig umsjón með sjónvarpsþáttum frá Alþingi 1973- 76. Hann var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði 1979- B jörn Teitsson fæddist 11. október 1941 á Brún í Reykdæla- hreppi, S-Þingeyj- arsýslu. Hann ólst upp á Brún og líka í Saltvík við Skjálfandaflóa en þar bjó fjöl- skyldan 1943-51. „Ég er Þingeyingur að uppruna, og man fyrst eftir mér á bænum Saltvík, sem er 5 km frá Húsavík. Ég varð snemma læs og sem heila bók las ég einna fyrst Grettis sögu. Á Húsavík bjuggu margir sjómenn sem áttu nokkrar kindur hver og á Saltvíkurárunum tók faðir minn að sér að halda tals- verðu af þessum kindum til beitar yfir veturinn við sjóinn ásamt eig- in fé. Sjómennirnir borguðu fyrir sig í sjávarafurðum, peningar voru ekki notaðir. Maður vandist þá t.d. signum fiski og ýmsum flatfiski og þykir síðan fiskur góður. Einn sjó- maðurinn, Þórður að nafni, tók eftir lestrarhneigð minni og færði mér nokkrar bækur sem mér þótti afar vænt um. Bækurnar á ég enn. Þegar aftur kom í Reykjadalinn gekk ég í farskóla í sveitinni í um fjórar vikur alls, það var öll hin formlega barnaskólaganga.“ Björn varð síðan stúdent frá MA 1962. „Á skólaárunum vann ég í síld- arverksmiðjunni á Raufarhöfn í fjögur sumur. Það var ævintýraleg reynsla.“ Hann lauk síðan meist- araprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1970 og hafði áður tekið tvö stig í bókasafnsfræði frá HÍ 1963- 64. „Ég var svolítið í pólitíkinni á þessum árum og var því lengur í háskólanum en ég ætlaði upphaf- lega. Ég ákvað síðan að háskólinn skyldi ganga fyrir og pólitíkin yrði að sitja í 2. sæti eða því 3.“ Árið 1971 var Björn í náms- og starfs- dvöl í Björgvin og Osló í Noregi, hann lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1981 og prófi í frönsku fyrir erlenda stúdenta frá Sorbonne, París, 1991. Starfsferill Björn var stundakennari við MR 1965 og 1967, styrkþegi Handritastofnunar Íslands 1965 góðu fólki fyrir vestan.“ Björn var síðan kennari við Mennta- skólann á Akureyri 2001-06 og við Verkmenntaskólann á Akureyri 2006-07. „Á Akureyri er gott að vera og hér vil ég vera.“ Björn starfaði að ritun sögu Mennta- skólans á Ísafirði 2007-10 og vann að gerð samvinnusýningar í Safnahúsinu á Húsavík 2009-12. Björn var formaður Mímis, fé- lags stúdenta í íslenskum fræð- um, 1963-64, formaður Stúdenta- ráðs HÍ 1965-66, ritari SUF 1966-70 og varaþingmaður fyrir Framsóknarflokk í Norðurlands- kjördæmi eystra 1967-71. Hann var formaður Sagnfræðingafélags Íslands 1972-74, Félags íslenskra fræða 1976-78 og sat í stjórn Launasjóðs rithöfunda 1979-82. Hann var formaður menningar- ráðs Ísafjarðar 1986-90 og 1994- 96, formaður sóknarnefndar Ísa- fjarðar 1989-2001 og sat í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs 1989-2013. Ritstörf Björns eru Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður- Þingeyjarsýslu (1973); Íslands- sögukaflar 1551-1630 (1976); De- sertion and Land Colonization in the Nordic Countries (meðhöf., 1981); Ágrip af sögu Tónlistar- skóla Ísafjarðar, í Ársriti Sögu- félags Ísfirðinga 1998, bls. 7-124; Saga Menntaskólans á Ísafirði (2010). Greinar og ritgerðir í blöðum og ýmsum ritum. Hann ritstýrði Sögu (tímariti Sögu- félags) 1972-80 (ásamt öðrum), Ís- firðingi 1983-88 og Súlum, norð- lensku tímariti, 2013-21. „Ég mun hætta að vera ritstjóri Súlna núna, fyrst ég er orðinn svona gamall. Þetta hefur verið talsverð vinna en ég hef haft gaman af henni. Ég er samt alltaf að grúska öðru hvoru en hvort það birtist eitthvað veit enginn. Eftir að við Anna konan mín tókum saman árið 1993 fórum við mikið í ferðalög, bæði innanlands og til útlanda og við komumst alla leið til Japans og Ástralíu en það var mest farið um Evrópulönd. Ein skemmtilegasta ferðin var þegar við fórum til Færeyja og Björn Teitsson, fyrrverandi skólameistari – 80 ára Ljósmynd/Kristín Aðalsteinsdóttir Með systkinum og foreldrum Fremri röð: Helga, Teitur Björnsson áttræður, Elín Aradóttir og Sigríður. Aftari röð: Ingvar, Erlingur, Ari og Björn. Lenti óvænt í grindhvaladrápi Hjónin Anna og Björn í garði sínum í Lundarhverfi á Akureyri. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.