Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og
kennari, bendir á að það hafi
ekki þótt „stór tíðindi á síðasta kjör-
tímabili þegar tveir þingmenn
Vinstri-grænna, Andrés og Rósa B.,
skiptu um lið og fóru
til Pírata annars
vegar og hins vegar
Samfylkingar.
Vinstriflokkarnir
eru sama tóbakið
pakkað í ólíkar um-
búðir.
- - -
Aftur þykja það
stórpólitísk tíð-
indi þegar Birgir
þingmaður Mið-
flokks gengur
Sjálfstæðisflokknum
á hönd. Margir mæta
til leiks að túlka og setja í samhengi
þær pólitísku flekahreyfingar. Ekki
síst eru margir yfirlýstir vinstri-
menn ósparir á yfirlýsingar.“
- - -
Þetta er rétt athugað hjá Páli. Það
féllu færri orð og ekki eins stór
þegar þeir tveir þingmenn VG sem
hann nefnir hrukku úr skaftinu en
nú þegar Birgir Þórarinsson flytur
sig um set.
- - -
Það olli raunar ekki miklu póli-
tísku umróti þegar þessir tveir
þingmenn kusu að sitja í nefndum í
skjóli ríkisstjórnarinnar en styðja
hana ekki.
- - -
Þeir voru í raun farnir úr VG en
sátu þó þingflokksfundi flokks-
ins. Það þótti af einhverjum ástæð-
um sjálfsagt og þeir sem gagnrýna
nýjustu vistaskiptin hvað harkaleg-
ast hafi ekki séð mikið að því.
- - -
Gilda önnur lögmál um þá sem
færa sig um set á vinstri væng
en á hægri væng? Eru vistaskipti
vinstra megin lýðræðisleg en hinum
megin ekki?
Andrés Ingi
Jónsson
Pólitískir vængir
og vistaskipti
STAKSTEINAR
Birgir
Þórarinsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Á laugardagskvöld lauk 50 ára af-
mælishátíð Stuðmanna með tvenn-
um glæsilegum tónleikum í Eld-
borgarsal Hörpu. Óhætt er að segja
að afmælishátíðin hafi staðið tölu-
vert lengur yfir en lagt var upp
með í upphafi en hún hófst fyrir um
19 mánuðum í febrúar 2020. Síð-
ustu tvennir tónleikarnir áttu upp-
haflega að fara fram í apríl sama ár
en sökum faraldursins þurfti að
fresta þeim í þrígang.
Tómasar Magnúsar Tómassonar,
bassaleikara Stuðmanna til margra
ára, var minnst í orðum og tónum
en Tómas féll frá árið 2018.
Bítillinn heitni, John Lennon,
hefði átt 81 árs afmæli á laugardag
og var því sérstök syrpa honum til
heiðurs. Egill Ólafsson og Valgeir
Guðjónsson slógu botninn í tón-
leikaröðina með lokaorðunum
frægu: „Og eftir því sem árin fær-
ast yfir: Takk fyrir.“ ari@mbl.is
„Og eftir því sem árin
færast yfir: Takk fyrir“
Ljósmynd/Pétur Fjeldsted
Nýjasta kvikmyndin um James
Bond var frumsýnd hér á landi á
föstudagskvöld. Myndin ber nafnið
„No Time to Die“ og er sú tutt-
ugasta og fimmta í röðinni af njósn-
aranum með einkennisnúmerið
fræga.
„Þetta er bara Bond-dagurinn í
dag eins og þeir segja,“ sagði Alfreð
Elías Ásberg Árnason, fram-
kvæmdastjóri Samfilm sem rekur
Sambíóin, þegar Morgunblaðið náði
tali af honum á frumsýningardaginn
sjálfan. Alfreð sagði aðsóknina hafa
verið góða og miðasalan dreifst jafnt
yfir helgina en myndin er sýnd í öll-
um kvikmyndahúsum Sambíóanna.
Mesta aðsóknin var í lúxussalinn og
ljóst að margir vildu gera vel við sig.
Opnar bíómarkaðinn
Upphaflega átti að frumsýna
myndina fyrir um 18 mánuðum en
var frestað vegna kórónuveiru-
faraldursins. Það má því ætla að fjöl-
margir aðdáendur Bonds hafi verið
vel spenntir.
„Ég myndi segja að hún væri að
opna bíómarkaðinn aftur. Aðdá-
endur Bonds eru svo breiður aldurs-
hópur, nú er blásið í lúðra til þess að
opna markaðinn,“ sagði Alfreð
spurður hvort um sé að ræða fyrsta
stóra bíóviðburðinn eftir ástandið
sem skapaðist hjá kvikmyndahúsum
vegna faraldursins.
No Time to Die er fimmta og jafn-
framt síðasta mynd leikarans Dani-
els Craigs á hvíta tjaldinu í hlutverki
Bonds. Því má segja að um sé að
ræða nokkurs konar kaflaskil í kvik-
myndaseríunni en Craig stimplaði
sig inn sem njósnarinn árið 2006 í
myndinni Casino Royale. ari@mbl.is
Blásið í lúðra kvik-
myndahúsanna
- Nýjasta James
Bond-myndin frum-
sýnd eftir langa bið
Morgunblaðið/Unnur Karen
Röðin Sjá mátti aðdáendur Bonds í
Sambíóunum Egilshöll á föstudag.