Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
595 1000
re
ys
tá
n
fy
rTenerife
a
á
rb
28. október aðra leið
Flugsæti í sólina!
Flug frá kr.
19.950
flugsæti aðra leið
Inga Þóra Pálsdóttir
Logi Sigurðarson
Ósætti er á meðal frambjóðenda í
þingkosningunum um lögmæti Al-
þingis eftir endurtalninguna frægu í
Norðvesturkjördæmi. Það er hvort
hún eigi að standa eða hvort grípa
eigi til svokallaðrar uppkosningar.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn
kjörbréfa kemur saman í dag kl.
10.30.
Jóhann Páll Jóhannsson er einn
þeirra þingmanna sem urðu fyrir því
að vera fyrst úti en síðan inni eftir
endurtalningu. Hann kveðst óviss
um hvernig hann muni kjósa er Al-
þingi úrskurðar um lögmæti kosn-
inganna. Hann telur þó líklegt að
hann sitji hjá.
Jóhann komst inn á Alþingi í stað
Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, eftir
endurtalninguna, og segir „mjög
eðlilegt“ að Rósa Björk hafi kært úr-
slitin til kjörbréfanefndar.
Pólitískur ómöguleiki
Jóhann Páll segir tvo valmögu-
leika í stöðunni. Annars vegar að það
verði uppkosning í Norðvestur-
kjördæmi eða lokatalning gildi.
„Mér sýnist, ef maður skoðar bæði
lögin um kosningar til Alþingis og
horfir raunsætt á pólitísku stöðuna,
að valmöguleikarnir séu helst tveir.
Annaðhvort verði farið í uppkosn-
ingu í Norðvesturkjördæmi – það er
það sem lögin gera ráð fyrir ef mis-
brestirnir eru svo miklir að Alþingi
telji að það eigi að ógilda kosninguna
– eða þá að lokatalningin, sem yfir-
stjórnin í Norðvestur skilaði af sér,
gildi. Verkefni kjörbréfanefndar
samkvæmt þingskapalögum er að
rannsaka þau kjörbréf sem gefin
hafa verið út og svo tekur Alþingi í
heild afstöðu til þess hvort þingmenn
séu löglega kosnir, samanber 46.
grein stjórnarskrár.“
Jóhann Páll sér ekki í stöðunni að
fyrri talning í Norðvesturkjördæmi
verði látin gilda.
„Ég hef ekki séð skynsamleg laga-
rök fyrir því að það verði tekið fram
fyrir hendur yfirkjörstjórnar og töl-
ur sem voru tilkynntar fyrr í talning-
arferlinu í Norðvesturkjördæmi
látnar gilda, ég sé ekki að það geti
orðið niðurstaðan.“
Þá bætir hann við að hann sjái
ekki fyrir sér að kosningarnar verði
dæmdar ógildar á landsvísu.
„Ég hef enga trú á að það verði
kosið aftur á landinu öllu. Ég held
einfaldlega að þarna sé ákveðinn
pólitískur ómöguleiki, að flokkarnir
sem fengu mesta þingstyrkinn muni
aldrei leyfa því að gerast,“ segir Jó-
hann Páll.
Muni sennilega sitja hjá
„Nú veit maður ekki hvað kjör-
bréfanefndin mun leggja til eftir að
hafa lagst yfir kjörbréfin og tekið
fyrir kærurnar. Mér finnst ekki
ósennilegt, sama hver tillaga kjör-
bréfanefndar verður, að maður sitji
hjá. Þarna eru persónulegir hags-
munir manns undir og erfitt að nálg-
ast þetta óhlutdrægt. En svo getur
auðvitað hugsast – þegar öll gögn og
sérfræðiálit eru komin fram og heild-
arsamhengi hlutanna hefur skýrst
betur – að maður endi á því að geta
ekki, með góðri samvisku, annað en
kosið gegn því að kosningin í Norð-
vesturkjördæmi hafi verið gild.“
Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn
þingmaður Viðreisnar, er ekki á
sama máli og Jóhann. Hann segir
uppkosningu í einu kjördæmi ekki
lýðræðislega og bætir við að allar
upplýsingar þurfi að vera uppi á
borðinu áður en
þingmenn taka
afstöðu til máls-
ins.
„Mér finnst
ekki lýðræðislegt
að kjósendur í
einu kjördæmi
geti kosið og búið
yfir betri og
gleggri upplýs-
ingum um kosn-
ingaúrslitin en restin af lands-
mönnum. Þá fyndist mér frekar að
það ætti að kjósa á öllu landinu,“ seg-
ir Sigmar í samtali við Morgun-
blaðið.
Hinum megin við borðið
Guðbrandur Einarsson, nýkjörinn
þingmaður Viðreisnar, er einnig í
þeirri stöðu að vera inni eftir end-
urtalninguna. Hann styður ekki
kæru Guðmundar Gunnarssonar
flokksbróður síns til kjörbréfanefnd-
ar, en Guðbrandur kom inn í stað
Guðmundar eftir endurtalningu at-
kvæða í Norðvesturkjördæmi.
„Þetta er bara hans ákvörðun og
maður virðir hana bara. Ég er auð-
vitað hinum megin við borðið. Ég lít
þannig á að það hafi verið gerð mis-
tök sem voru leiðrétt. Þetta er ekki
flókið í mínum huga. Ég lít svo á að
síðari talningin sé sú rétta eftir leið-
réttinguna,“ segir Guðbrandur í
samtali við Morgunblaðið.
Sigmar segir málið óþægilegt.
Bendir hann á að bæði Guðbrandur
og Guðmundur séu félagar hans.
„Þetta er svo óþægilegt fyrir alla
hlutaðeigandi flokka. Þetta er ein-
staklega viðkvæmt.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þingsæti Í þingsal eru 63 sæti. Keppt er um þau með reglubundnum hætti.
Skiptar skoðanir
um endurtalninguna
- Guðbrandur styður ekki kæru flokksbróður síns
Jóhann Páll
Jóhannsson
Guðbrandur
Einarsson
Sigmar
Guðmundsson
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Breki Karlsson formaður Neytenda-
samtakanna segir núverandi tolla-
kerfi, þar sem hærri innflutningstoll-
ar leggjast á ákveðnar vörur á
ákveðnum tíma árs, vera algjörlega
galið. Hann segir að það hafi sýnt sig
vel að kerfið virki ekki.
Mikill skortur hefur verið á blóm-
káli í verslunum undanfarnar vikur.
Innlendir dreifingaraðilar hafa feng-
ið innan við 10 prósent upp í pantanir
á bæði blómkáli og spergilkáli og hef-
ur sellerí verið ófáanlegt. Orsökin er
hærri verðtollur á grænmetið sem
um ræðir. Þrjátíu prósenta verðtoll-
ur er á blómkáli og selleríi frá 15.
ágúst til 15. október og á spergilkáli
frá 1. júlí til 15. október. Þá er einnig
fastur magntollur á kíló, 176 krónur á
blómkál og spergilkál og 276 krónur
fyrir sellerí. Þetta getur valdið tvö-
til þreföldun á innkaupsverði var-
anna.
„Þetta er gamaldags leið til að
stýra neyslu og ætti að heyra fortíð-
inni til. Þetta gagnast hvorki bænd-
um né neytendum,“ segir Breki í
samtali við Morgunblaðið.
„Það þarf að stokka upp allt þetta
kerfi og styðja bændur með beinum
styrkjum í stað þess að verja þá inn-
an einhverra tollmúra þar sem þeir
lepja dauðann úr skel. Það hefur sýnt
sig að þetta kerfi virkar ekki. Kerfið
býr til vöruskort. Þá gefur augaleið
að það er gallað.“
Breki segir að frekar ætti að
styðja bændur til nýsköpunar og
þannig kæmust þeir í beint samband
við neytendur og myndu skynja bet-
ur hver vilji þeirra væri.
„Matvælaframleiðendur verða að
treysta eigin framleiðslu, treysta því
að neytendur velji þeirra framleiðslu.
Sagan sýnir að þeim er treystandi.
Þannig myndi kerfið virka í raun.“
Íslenskt grænmeti vinsælt
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda-
stjóri Krónunnar, segir að þau hafi
fundið vel fyrir skortinum og þá sér-
staklega á selleríi. Krónan hefur því
neyðst til að flytja það grænmeti inn
frá útlöndum. „Svipað var upp á ten-
ingnum í fyrra, en þá var skortur á
öllum þessum tegundum stóran hluta
tollatímabilsins og urðum við þá
einnig að flytja þær vörur inn frá út-
löndum,“ segir Ásta.
Krónan leggur mikið upp úr sam-
vinnu við íslenska garðyrkjubændur
og segir Ásta að þau leggi áherslu á
að fá eins mikið af íslenskri uppskeru
og mögulegt er. „Reynsla okkar sýn-
ir að íslenskir neytendur eru reiðu-
búnir að greiða hærra verð fyrir inn-
lenda framleiðslu en þá erlendu. Því
myndum við telja, rétt eins og hefur
sýnt sig með gúrkur og tómata, að út
frá hagsmunum innlendra framleið-
enda væri í raun óþarfi að leggja tolla
á innflutt grænmeti. Það eru auðvit-
að líka hagsmunir neytenda,“ segir
Ásta.
Með háum innflutningstollum
hækkar verðið á þessum vörum til
neytenda. Það sé þvert á stefnu
Krónunnar, sem leggur mikið upp úr
því að halda hollustuvörum á sem
hagstæðustu verði svo allir sjái sér
hag í að kaupa þær. „Ég trúi ekki
öðru en ný ríkisstjórn breyti þessu
snarlega. Þessir tollar eru ekki nein-
um í hag, hvorki innlendum fram-
leiðendum né neytendum hér á
landi,“ segir Ásta.
Félag atvinnurekenda vakti at-
hygli á málinu í tilkynningu fyrir
helgi. Félagið bendir á að sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
beri skylda til að endurmeta toll-
verndartímabilin á tveggja ára fresti
og nú sé komið að fyrstu endurskoð-
uninni. „Eitt af markmiðum búvöru-
laga er að nægjanlegt vöruframboð
sé ávallt tryggt við breytilegar að-
stæður í landinu. Það markmið næst
augljóslega ekki eins og lögin eru nú
úr garði gerð og blasir við að Alþingi
þurfi að breyta þeim. Best væri að
það gerðist sem allra fyrst eftir að
þing kemur saman í haust,“ segir
Ólafur Stephensen framkvæmda-
stjóri FA.
Gallað kerfi sem býr til vöruskort
- Skortur á blómkáli, spergilkáli og selleríi í verslunum vegna tolla - Gagnast hvorki bændum né neyt-
endum, segir formaður Neytendasamtakanna - Óþarfir tollar, segir framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta S.
Fjeldsted
Breki
Karlsson
Formenn norrænu félaganna á
Norðurlöndunum hafa samþykkt
ályktun þar sem niðurskurði til nor-
rænna menningarmála er mótmælt
og jafnframt skorað á ríkisstjórnir
Norðurlandanna að setja aukið fé til
norrænna málefna.
Hrannar Björn Arnarsson, for-
maður Norræna félagsins á Íslandi,
segir norrænt samstarf hafa verið
lykilinn að velgengni landanna síð-
ustu áratugi.
„Niðurskurðurinn núna er ekki að
skella á einn, tveir og þrír. Þetta hef-
ur verið hægfara þróun síðustu 30 ár
þar sem framlögin hafa staðið í stað
en á sama tíma hafa þessi samfélög
vaxið og dafnað, meðal annars vegna
norræns samstarfs,“ segir Hrannar.
Hann segir að sársaukinn af
niðurskurðinum hafi ekki fundist
fyrr en norræna ráðherranefndin
setti fram nýja stefnu um sjálfbærni
ríkjanna og þá hafi þurft að finna
peninga til þess að fjármagna þessa
nýju stefnu, sem hafi bitnað á fram-
lögum til norræns samstarfs. Fram-
lög til menningar, lista, menntamála
og rannsókna, sem hafa verið
hryggjarstykkið í norrænu sam-
starfi, hafi þurft að líða fyrir þennan
niðurskurð.
„Á undanförnum árum hafa komið
upp mál sem sýna bresti samstarfs-
ins; annars vegar flóttamannavand-
inn þar sem löndin fóru hvert í sína
áttina án þess að ræða saman, lokuðu
landamærum og voru ekki samstiga
eins og menn vilja sjá þau. Svo kem-
ur faraldurinn þar sem gerist það
sama; í staðinn fyrir að leita til vina
og félaga á Norðurlöndunum fóru
sum lönd til ESB og önnur skelltu í
lás. Þá kom líka í ljós að norrænt
samstarf var ekki fyrsti kostur hjá
þessum löndum.“
Hrannar telur þessa bresti beina
afleiðingu af undirfjármögnun nor-
ræns samstarfs og norrænna verk-
efna. „Ég veit að íslenskir stjórn-
málamenn eru að hlusta og ég veit að
þeir hafa verið að berjast fyrir aukn-
um fjármunum í norrænt samstarf
enda eru það beinir hagsmunir Ís-
lendinga að fjármunirnir vaxi. Mikið
af þessu kemur hingað inn, og ef það
yrði farið að okkar tillögum myndu
meiri fjármunir koma til Íslands en
Ísland færi að leggja til.“
logis@mbl.is
Segir bresti í nor-
ræna samstarfinu
- Samstarfið liðið fyrir niðurskurð