Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021 Benedikt bókaútgáfa gefur út skáldsögur, smásögur og ljóð eftir innlenda og erlenda höfunda, þó mest áhersla sé á frumsamin ís- lensk skáldverk. Friðgeir Einarsson er þekktur fyrir leiklistariðju sína, en hann hefur líka gefið út skáldverk. Skáldsagan Stórfiskur segir frá því er íslenskur hönnuður, sem búsett- ur er á meginlandi Evrópu ásamt konu og dóttur, fær það verkefni að hanna merki fyrir þekkt fyrir- tæki hérlendis. Hann heldur í Ís- landsferð til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og leita sér um leið lækninga við torkennilegu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hægt og hljótt – til helvítis er önnur skáldsaga Magnúsar Guð- mundssonar, sem hefur starfað sem menningarblaðamaður og ritað ævisögu. Bókin er glæpareyfari með rannsóknarlögregluþjónana Aron Frey Einarsson og Jóhönnu Gunnarsdóttur í aðalhlutverki. Þau eru sett á vettvang morðs við Bergstaðastrætið og verður fljót- lega ljóst að hér er enginn venju- legur glæpur á ferðinni. Eitthvað djúpstætt og fádæma illviljað virð- ist liggja að baki verknaðinum hjá morðingja sem gæti mögulega haldið ótrauður áfram á sömu braut. Valgerður Ólafsdóttir er sálfræð- ingur og kennari að mennt. Konan hans Sverris er fyrsta skáldsaga hennar. Í bókinni segir frá Hildi sem skilin er við Sverri og er að reyna að finna sjálfa sig og öðlast fyrri styrk. Hún lítur til baka og hugsar um mynstrin sem við lær- um svo rækilega að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir: Af hverju leyfði hún eiginmanninum, sem í byrjun minnti hana á grískt goð, að: hunsa hana í viku af því hún var glöð í partíi þegar honum fannst ekki gaman, segja henni að enginn ann- ar myndi vilja hana og segja henni að hún væri geðveik? Af hverju beið hún svona lengi með að losa sig? Borg bróður míns heitir smá- sagnasafn Kristínar Ómarsdóttur. Kristín hefur fengist við ljóða- og skáldsagnagerð, smásögur og leik- ritun og hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir verk sín, skáldsög- ur, ljóð og leikverk. Útgefandi lýsir bókinni sem safni sagna, skyndi- mynda, skjáskota og brota sem Kristín skrifaði og safnaði saman. Annað smásagnasafn sem Bene- dikt gefur út í ár er Óskilamunir eftir Evu Rún Snorradóttur. Í bók- inni eru sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki síst brotin sem enginn vitjar. Hvernig við leitum með veiku ljósi að leið í gegnum þetta ævarandi grímuball sem lífið er. Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir heitir ný ljóðabók Jóns Kalmans Stefánssonar. Á síð- asta ári voru þrjár fyrstu ljóða- bækur Jóns gefnar út á einni bók, en í Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir eru ný ljóð. Brynjar Jóhannesson hefur gefið út nokkurn fjölda ljóðabóka, gaf út tólf bækur árið 2017, en þar áður gaf hann út þrjár bækur með Drífu Líftóru Thoroddsen. Benedikt gef- ur nú út nýja ljóðabók Brynjars sem ber heitið Álfheimar og í henni lýsir Brynjar heiminum í einföldum setningum, án kaldhæðni eða stæla. Lofttæmi heitir fyrsta ljóðabók Nínu Þorkelsdóttur. Nína er menntuð í hagnýtri ritstjórn og út- gáfu, mannfræði, lögfræði og hljóð- færaleik. Hún hefur unnið við ýmis ritstörf og blaðamennsku. Hún hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta fyrir Lofttæmi í vor og í umsögn bókmenntaráð- gjafa um verkið segir að hún geymi athuganir á andardrætti, líf- magni og tónlistinni í tilverunni. Skáldsögur, smásögur og ljóð - Benedikt leggur áherslu á frumsamin íslensk skáldverk - Væntanlegar þrjár skáldsögur, tvö smásagnasöfn og þrjár ljóðabækur, þar á meðal ný ljóðabók Jóns Kalmans Stefánssonar Eva Rún Snorradóttir Friðgeir Einarsson Brynjar Jóhannesson Jón Kalman Stefánsson Magnús Guðmundsson Kristín Ómarsdóttir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig hafði lengi langað að gefa út disk og gafst kærkomið tækifæri til þess í heimsfaraldrinum þegar önnur verkefni duttu óvænt upp fyrir,“ segir Andri Björn Róbertsson bass-barítón um diskinn Thorsteinson & Schumann sem kemur út undir merkjum belgíska útgáfufyrirtækis- ins Fuga Libera síðar í þessum mánuði, en um er að ræða fyrsta sólódisk Andra. Rifjar hann upp að snemma árs 2020 hafi hann verið stadd- ur í Hollandi þar sem til stóð að hann myndi syngja við Hollensku þjóðaróperuna auk þess sem hann átti að snúa aftur til Óperunnar í Zürich til að syngja í Jóhannesarpassíunni með La Scintilla-hljómsveitinni undir stjórn Riccardos Minasi og endurtaka hlutverk sín í Lessons in Love and Violence eftir George Benjamin í Châtelet-leikhúsinu, en öllum var þessum uppfærslum aflýst vegna Covid. „Þeg- ar ég kom heim frá Amsterdam settist ég því niður og fór að skoða hvað ég ætti að gera nú þegar búið væri að fresta öllum verkefnum um ótilgreindan tíma,“ segir Andri og tekur fram að þegar meðleikarinn og prógrammið lá fyrir hafi þurft að tryggja fjármögnun útgáfunnar. Fagmaður fram í fingurgóma Á diskinum flytja Andri og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari sjö sönglög eftir Árna Thorsteinson við ljóð m.a. Guðmundar Guðmundssonar og Magnúsar Gíslasonar, auk ljóðaflokkanna Liederkreis op. 24 og Lieder- kreis op. 39 eftir Robert Schumann við ljóð annars vegar Heinrichs Heine og hins vegar Josephs von Eichendorff. Þau fagna diskinum með útgáfutónleikum í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, þriðjudag, kl. 19.30 og eru tón- leikarnir hluti af tíu tónleika röð Hörpu sem nefnist Heimssviðið þar sem fram koma fram- úrskarandi ungir evrópskir tónlistarmenn. „Við Ástríður höfum unnið töluvert saman og komið fram á tónleikum víðs vegar um land- ið sem og á Sönghátíð í Hafnarborg, það lá því beint við að leita til hennar um samstarf,“ seg- ir Andri og rifjar upp að diskurinn hafi verið tekinn upp í Salnum í vor. „Við vorum svo heppin að fá Christopher Tarnow sem tón- meistara, eftir ábendingu frá Víkingi Heiðari Ólafssyni, enda hefur hann tekið upp allar plöturnar hans. Við vorum því í mjög góðum höndum, enda er Christopher algjör snillingur og fagmaður fram í fingurgóma,“ segir Andri og tekur fram að hann sé reynslunni ríkari þegar komi að því að vinna næsta disk. Aðspurður hvers vegna hann hafi valið að tefla saman tónlist eftir Árna Thorsteinson og Robert Schumann bendir Andri réttilega á að þeir hafi verið upp á ólíkum tímum á ólíkum stað. „Æviskeið þeirra er að mörgu leyti ólíkt, en samt leita þeir báðir mikið í góð ljóð. Það var greinilega mikið kappsmál fyrir þá báða að textinn væri af háum gæðum. Schumann var sonur bóksala og hefði örugglega orðið ljóð- skáld eða rithöfundur ef hann hefði ekki orðið píanóleikari og tónskáld. Föðurbróðir Árna var Steingrímur Thorsteinsson þannig að tengingin við ljóðin er sterk,“ segir Andri og bendir á að Árni og Schumann eigi það sam- eiginlegt að leita í ljóð með óræða merkingu. Spennandi að opna hjarta mitt „Mér fannst þeir því passa mjög vel saman. Samtímis fannst mér áhugavert að bera saman þróunina í íslenskri tónlist á þessum tíma mið- að við það sem var að gerast á meginlandinu,“ segir Andri og viðurkennir fúslega að sér finn- ist skemmtilegt að fá tækifæri til að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, en þegar er búið að semja um dreifingu disksins í þrjá- tíu löndum auk þess sem hann verður aðgengi- legur í öllum helstu streymisveitum heims. „Það verður spennandi fyrir breiðari áheyrendahóp erlendis að kynnast tónlist Árna,“ segir Andri og bendir á að íslensku sönglögin, sem allir þekkja hérlendis, séu óþekkt stærð erlendis. „En við eigum óhikað að vera jafnstolt af tónlistararfi okkar og við erum af bókmenntaarfinum,“ segir Andri. Andri hefur á ferli sínum jöfnum höndum sungið á óperusviðinu og sinnt ljóðasöng. „Eðli málsins samkvæmt er óperan mun stærra list- form og söngvarinn aðeins lítið tannhjól í stórri vél, ef svo má segja. Frelsið er því miklu meira á ljóðasöngssviðinu en á óperusviðinu þar sem stjórnandi, leikstjóri og búningahönn- uður hafa miklar skoðanir á því sem söngv- arinn er og á að vera að gera,“ segir Andri og tekur fram að frelsinu í ljóðasöngnum fylgi annars konar áskoranir. „Því á ljóðasöngssvið- inu stendur söngvarinn algjörlega berskjald- aður sem sín eigin persóna. Vissulega er mað- ur auðvitað að túlka textann en maður getur ekki falið sig á bak við hlutverk líkt og í óperum. Mér finnst spennandi að leyfa mér að opna hjarta mitt og vera viðkvæmur fyrir framan annað fólk á ljóðasviðinu,“ segir Andri og tekur fram að sér finnist gaman að halda í fjölbreytnina sem flytjandi og fá tækifæri til að flytja mismunandi tónlist í ólíkri stemningu. „Ljóðasöngurinn og óperuuppfærslur eru jafn ólíkar og myndir málaðar með vatnslitum eða olíulitum.“ Söngkennslan gefur öðruvísi innsýn Aðspurður hvernig honum hafi gengið að halda sér í sönglegu formi þá mörgu mánuði sem heimsfaraldurinn kom í veg fyrir allt tón- leikahald segir Andri það hafa verið töluverða áskorun. „Þegar ég sneri heim frá Amsterdam snemma árs 2020 vorum við konan mín [Ruth Jenkins-Róbertsson sópransöngkona] með tvö lítil börn sem voru eins og tveggja ára. Það gafst því ekki mikill tími til að æfa sig, heldur reyndi ég að grípa hálftíma hér og hálftíma þar. Það voru því örugglega margir aðrir söngvarar en ég sem náðu að halda sér í betra raddlegu formi meðan allt var lokað,“ segir Andri kíminn, sem var afar þakklátur fyrir stöðu sína sem prófessor í söng við Háskólann í Newcastle og Northumbria-háskólann þegar Covid brast á. „Söngkennslan færðist alfarið yfir á rafrænt form, sem var áhugavert en auð- vitað mjög takmarkandi enda verða söngkenn- ari og söngnemandi að vera í sama herbergi til að geta unnið almennilega með ýmis tæknileg atriði,“ segir Andri sem verið hefur prófessor frá árinu 2016 og segist njóta þess að kenna samhliða skapandi störfum. „Mér finnst kennslan gefa mér öðruvísi innsýn í það sem ég er að gera sjálfur, auk þess sem það er auð- vitað gaman að geta deilt með öðrum því sem maður kann. Á sama tíma þarf maður að kafa ofan í það hvernig maður gerir hlutina til að geta útskýrt þá, því það er margt sem maður gerir bara án þess að hugsa. Söngkennsla er náttúrlega sérstök að því leyti að við erum að vinna með lifandi hljóðfæri sem kallar bæði á góða tækni og tilfinningu. Söngkennari getur opnað ákveðnar dyr fyrir nemendum, en þeir þurfa sjálfir endanlega að finna leiðina. Sjálfur hef ég fengið leiðsögn hjá kennurum sem ég hef kannski ekki fyllilega skilið fyrr en mörg- um árum seinna,“ segir Andri sem sjálfur hef- ur notið leiðsagnar stórsöngvara á borð við José Carreras og Kiri Te Kanawa. Toppfólkið ekki að flækja hlutina „Það hefur auðvitað verið mikill heiður að njóta leiðsagnar þeirra, ekki síst sökum þess hvað þau eru miklir viskubrunnar. Mér finnst oft einkenna toppsöngvara að þeir eru ekki að flækja hlutina og mér finnst líka alltaf skína í gegn ákveðið frelsi sem þau veita sjálfum sér í nálgun sinni,“ segir Andri og tekur fram að þótt ólýsanlegt sé að njóta leiðsagnar stór- stjarna megi aldrei vanmeta þann mikilvæga grunn sem fyrstu og aðalsöngkennarar leggja. „Mér finnst oft vanmetið framlag þeirra söng- kennara sem kenna manni fyrst og leggja grunninn í upphafi,“ segir Andri og þakkar í því samhengi sérstaklega handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, sem er honum enn alltaf innan handar. Ekki er hægt að sleppa Andra án þess að forvitnast hvort diskinum verði fylgt eftir með frekara tónleikahaldi. „Við erum að skoða möguleika þess að fylgja diskinum eftir með tónleikum hér í Bretlandi þar sem ég bý. Einn- ig væri gaman að komast með prógrammið inn á ljóðasöngshátíðir. Það kemur allt í ljós,“ seg- ir Andri, sem í millitíðinni nýtur þess að eiga góðan tíma með fjölskyldunni. Ljósmynd/Kuskfursti Frelsið meira á ljóðasöngssviðinu - Andri Björn og Ástríður Alda fagna diskinum Thorsteinson & Schumann í Norðurljósum Hörpu - „Við eigum óhikað að vera jafnstolt af tónlistararfi okkar og við erum af bókmenntaarfinum“ Félagar Andri Björn Róbertsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.