Morgunblaðið - 11.10.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki þarf að
fylgjast
mjög með
erlendum fréttum
til að átta sig á að
orkumál verða vax-
andi viðfangsefni á
komandi misserum
og árum. Jafnvel
lengur, þó að viðurkenna verði
að spádómar verða þeim mun
vafasamari sem rýnt er dýpra
inn í þoku framtíðarinnar. Sum-
um þykir nóg um að þurfa að
spá um fortíðina, eins og þekkt
er.
En vart hefur farið fram hjá
neinum að orkumarkaðir hafa
verið í uppnámi að undanförnu,
sveiflurnar gríðarlegar en í
meginatriðum þó til hækkunar,
sem endurspeglar undirliggj-
andi ójafnvægi framboðs og eft-
irspurnar. Verð á gasi í Evrópu,
þar með talið í Bretlandi, hefur
margfaldast á árinu. Fjöldi
smásala á gasi í Bretlandi hefur
orðið gjaldþrota að undanförnu
vegna verðhækkana, enda geta
þeir ekki hækkað verð til neyt-
enda í samræmi við hraðar
hækkanir á mörkuðum. Þeir
sem höfðu ófullnægjandi varnir
gegn verðhækkunum fóru á
hausinn.
Með þaki á verðhækkanir er
almenningi að hluta til hlíft við
hækkandi verði á mörkuðum, þó
að Bretar hafi fengið að kynnast
hækkandi verði á bensíni og
gríðarlegum skorti á þeirri
nauðsynjavöru að undanförnu.
En þak á verði til neytenda get-
ur ekki haldið til lengdar því að
það er á endanum engum öðrum
til að dreifa að borga fyrir gas-
ið. Og ef ekki tekst að hækka
verðið til neytenda er ekkert
fram undan nema skortur, og
hættan á skorti er einmitt
meginástæða þeirrar miklu
verðhækkunar sem íbúar í Evr-
ópu allri standa frammi fyrir.
Veturinn getur orðið afar erf-
iður mörgum í álfunni og hætt
við að dauðsföll vegna kulda
verði enn fleiri en almennt er.
Þetta sýnir vel alvöru málsins
og ætti að verða til þess að
orkustefna Evrópu – og jafnvel
heimsins alls – verði endur-
skoðuð.
Í Evrópu stendur vilji til þess
að skipta sem hraðast úr jarð-
efnaeldsneyti yfir í aðra orku-
gjafa, þá sem taldir eru „græn-
ir“, en ástandið nú bendir til
þess að þar hafi verið gengið
fram af kappi fremur en forsjá.
Að auki hefur kjarnorkuverum
verið lokað í Þýskalandi, jafnvel
þó að þau hljóti að teljast græn
á mælikvarða loftslagsmála,
sem öllu virðist annars ráða nú
um stundir. Þegar þetta fer
saman, að loka kjarnorkuverum
og skrúfa fyrir jarðefnaelds-
neyti, er vitaskuld ekki von á
góðu.
En það eru ekki aðeins Evr-
ópulönd sem finna fyrir orku-
skortinum, hans hefur til að
mynda orðið mjög
vart í Kína, sem
hefur mátt þola raf-
orkuleysi og styttri
vinnuviku á köflum
til að mæta skort-
inum. Það er nokk-
uð sem einnig gæti
beðið Evrópu.
Hér á landi eru aðstæður aðr-
ar, nánast einstakar. Ísland er
ekki ofurselt evrópska orku-
markaðnum þó að stigið hafi
verið óþarft skref í átt að hon-
um með orkupakkanum al-
ræmda. En Ísland er ekki með
beina tengingu við evrópska
markaðinn og lýtur því eigin
lögmálum að verulegu leyti,
sem er mjög til góðs.
Ísland er líka í þeirri stöðu að
hér á landi er næg orka og það
meira að segja sú orka sem eft-
irsóttust er nú um stundir, svo-
kölluð græn orka. Hér er fram-
leitt úr fallvatni og jarðvarma
svo Ísland er einstakt á heims-
vísu.
Íslendingar búa svo vel vegna
hitaveitunnar sem hefur yljað
þeim áratugum saman, að þeir
eiga erfitt með að skilja ástand-
ið í Evrópu og áhrif hækkandi
verðs á orku á hitastig á heim-
ilum. Hér er sama hversu nap-
urt verður á vetrum, heimilin
eru jafnan hlý og notaleg án
þess að kostnaður verði óhóf-
legur. Þetta eru lífsgæði sem
gjarnan gleymast.
En þetta eru líka lífsgæði
sem þarf að verja og byggja upp
áfram. Ísland á að halda áfram
að vera til fyrirmyndar að þessu
leyti og þess vegna verður að
nýta þær auðlindir sem landið
hefur upp á að bjóða. Hér er
töluverð raforkuframleiðsla á
íbúa en hún gæti verið enn
meiri, öllum til hagsbóta. Fjöldi
virkjanakosta er enn ónýttur,
jafnvel kosta sem taldir hafa
verið í nýtingarflokki ramma-
áætlunar. Eins og fyrrverandi
orkumálastjóri benti á hefur sú
aðferð sem rammaáætlunin er
ekki dugað eins og til stóð. Nýr
orkumálastjóri er óljósari í tali
um þetta efni þó að hún viður-
kenni að hægt hafi gengið.
Óvíst er að tekist hefði að
koma upp hitaveitu hér á landi
eða hefja virkjun fallvatna í
stórum stíl ef þau vinnubrögð
sem tíðkast hafa á undanförnum
árum hefðu tíðkast áður fyrr.
Endalaus kæruferli hafa tekið
við af framkvæmdagleði og með
sama áframhaldi er hætt við að
Ísland nái ekki að nýta með eðli-
legum hætti alla þá hreinu og
góðu orku sem landið hefur upp
á að bjóða. Það þýðir ekki að-
eins að landsmenn geta lent í
ógöngum með fyrirhuguð orku-
skipti, heldur líka að þeir geta
lent verr í þeim verðhækkunum
sem aðrar þjóðir standa frammi
fyrir, enda kemur hækkandi ol-
íuverð þeim mun verr við lands-
menn sem minna er framleitt og
nýtt af innlendri orku.
Heimurinn glímir við
orkuvanda en Ís-
lendingar eiga nóg –
þeir þurfa bara vilja
til að nýta orkuna}
Hér er næg orka
Í
kjölfar kosninganna er enn og aftur
tilefni til þess að ræða það að kjósa
persónur í stað þess að kjósa flokka.
Það myndi koma í veg fyrir þessa
undarlegu hringekju jöfnunarþing-
manna og hver og einn þingmaður hefði skýrt
persónulegt umboð til þess að sinna þing-
störfum, óháð því í hvaða þingflokki viðkom-
andi þingmaður velur að starfa í.
Áður en lengra er haldið verðum við samt
að gera okkur grein fyrir því að við veljum
persónur í núverandi kosningakerfi. Við ger-
um það bara á mjög klunnalegan hátt með því
að velja framboðslista. Ef allir kjósendur
myndu til dæmis snúa röð frambjóðenda á öll-
um framboðslistum við, með því að merkja 1,
2, 3 við nöfn frambjóðenda neðan frá og upp,
þá yrði það niðurstaða kosninganna. Fólk í
heiðurssætum framboðanna yrði þannig oddvitar og öf-
ugt.
Vandinn er að með því að merkja bara x fyrir framan
listabókstaf framboðsins þá er kjósandi að samþykkja
gefna röð frambjóðenda. X við listann jafngildir því að
merkja 1, 2, 3 við nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem þau
eru á atkvæðaseðlinum. Þó að við hugsum sem svo að við
séum að kjósa flokka, þá erum við í raun og veru að kjósa
fólk.
Núverandi fyrirkomulag setur valdið um hvaða fram-
bjóðendur eru líklegir til þess að vera þingmenn í hendur
flokkanna, ekki kjósenda, til dæmis vegna þess að mjög
margir flokkar stilla upp á lista en eru ekki með próf-
kjör. Ef fyrirkomulagið væri þannig að x við
listabókstaf myndi þýða „ég samþykki hvaða
röð frambjóðenda sem er“ í stað „ég sam-
þykki gefna röð“ þá myndi vald flokkanna
minnka gríðarlega mikið. Það myndi til dæm-
is þýða að ef einn kjósandi velur aðra röð
frambjóðenda þá ræður sú endurröðun.
Núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir 63
þjóðkjörnum þingmönnum. Kosningalög
leyfa kjósendum að endurraða og strika yfir
frambjóðendur og hver og einn þingmaður
fær sitt persónulega kjörbréf. Við erum með
persónukjör á Íslandi en kosningakerfið sem
við notum til þess að velja persónur er ein-
staklega klunnalegt tæki til þess. Almennur
skilningur virðist einnig vera á því að það sé í
raun og veru verið að velja flokka en ekki
fólk, sem er mjög skiljanlegt.
Ég spurði hvort við þyrftum persónukjör. Svarið er
hins vegar ekki bara já eða nei vegna þess að við erum
þegar með persónukjör. Við þurfum bara að gera kosn-
ingakerfið sjálft betra til þess að val kjósenda á
ákveðnum frambjóðanda skipti máli. Það þarf að jafna
vægi atkvæða og taka völdin til uppröðunar frá flokkum
og setja það í hendurnar á kjósendum. Það kemur hins
vegar líklega aldrei til með að gerast á meðan núverandi
kerfi er til staðar, vegna þess að það hentar þeim flokk-
um sem ráða. Á meðan kerfið er eins og það er enda
völdin alltaf í höndum flokka, ekki þingmanna.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Þurfum við persónukjör?
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
A
lexander Schallenberg,
utanríkisráðherra Austur-
ríkis, sagði í gær að „gíf-
urlega krefjandi verkefni“
biði sín eftir að kanslarinn Sebastian
Kurz tilnefndi hann sem arftaka
sinn í beinu sjónvarpsávarpi til þjóð-
arinnar á laugardagskvöld.
Kurz, sem 35 ára að aldri hefur
verið einn af yngstu leiðtogum Evr-
ópu – og skærasta ungstirni austur-
rískra stjórnmála, tilkynnti á sömu
stundu að hann viki úr embætti
kanslara.
Afsögnin kemur í kjölfar þess að
kanslarinn var vændur um spillingu,
en greint var frá því um miðja síð-
ustu viku að hann sætti rannsókn
vegna gruns um að hafa nýtt al-
mannafé til að tryggja sér hagfellda
umfjöllun í götublaðinu Österreich.
Stýrt tveimur ríkisstjórnum
Grunur leikur á um að á árunum
2016 og til 2018 hafi fjármunir úr
fjármálaráðuneyti landsins verið
notaðir til þess að greiða fyrir hag-
felldar skoðanakannanir. Þessar
skoðanakannanir hefðu eingöngu
þjónað pólitískum hagsmunum Þjóð-
arflokksins, flokks þeirra Kurz og
Schallenberg, og birst í götublaðinu
Österreich.
Tímasetning þessara meintu fjár-
útláta skarast á við það tímabil þeg-
ar Kurz komst til valda í Þjóðar-
flokknum og leiddi hann í ríkis-
stjórnarsamstarf með Frelsis-
flokknum. Síðan þá hefur hann stýrt
tveimur ríkisstjórnum; með Frelsis-
flokknum frá 2017 til 2019, og með
Græningjum frá janúar á síðasta ári.
Kogler styður Schallenberg
Schallenberg, sem er 52 ára, kom
til fundar við forsetann Alexander
Van der Bellen í gær, eftir að hafa
rætt við varakanslarann Werner
Kogler, formann samstarfsflokksins
Græningja. Fyrir fundinn talaði
hann um „gríðarlega erfiða tíma“,
sem ekki væru auðveldir nokkrum
þeirra.
„En ég held að við séum að sýna
ótrúlega mikla ábyrgð fyrir hönd
þessa lands,“ tjáði hann viðstöddum
blaðamönnum.
Hinn 59 ára Kogler sagðist um-
fram allt ánægður með að mögulegt
væri að opna nýjan kafla í ríkis-
stjórnarsamstarfinu.
Hann hafði þegar gefið til kynna
síðla kvölds á laugardag að flokkur
hans styddi Schallenberg til að leiða
áfram samstarf flokkanna í ríkis-
stjórn.
Kurz hefur hafnað öllum ásök-
unum og ítrekaði í ávarpi sínu að
ásakanirnar hefðu ekki við neitt að
styðjast. Hann myndi reyna að gera
hreint fyrir sínum dyrum á sama
tíma og hann heldur áfram for-
mennsku í flokknum og setu á þingi.
Heldur áhrifum sínum að sinni
Stjórnmálaskýrandinn Thomas
Hofer segir Kurz munu halda áfram,
að minnsta kosti að sinni, að vera
áhrifamesta manneskjan í Þjóðar-
flokknum á landsvísu.
„Kurz lítur á Schallenberg sem
staðgengil. Hann leysti þetta á þann
hátt að hann heldur enn um valda-
taumana í flokknum og er með ríkis-
stjórnarliðið á bak við sig,“ segir
Hofer í samtali við AFP-fréttaveit-
una.
Stjórnarandstaðan hefur á sama
tíma mótmælt áframhaldandi ríkis-
stjórnarsamstarfi í ljósi yfirstand-
andi rannsóknar. Formaður Sósíal-
demókrata, Pamela Rendi-Wagner,
hefur látið hafa eftir sér að Kurz
muni einfaldlega halda áfram sem
„skuggakanslari“.
Kurz skaust hratt upp á stjörnu-
himin austurrískra stjórnmála fyrir
áratug, eða árið 2011, en þá tók hann
aðeins 24 ára við embætti ráðherra
aðlögunarmála. Tveimur árum síðar
varð hann utanríkisráðherra og
gegndi því embætti allt fram í des-
ember árið 2017, er hann varð kansl-
ari eftir kosningasigur, þá 31 árs.
Myndaði hann þá stjórn með Frels-
isflokknum.
Hneykslismál árið 2019
Því stjórnarsamstarfi lauk árið
2019, eftir að upp komst að formaður
Frelsisflokksins og varakanslarinn
Heinz-Christian Strache hefði rætt
við konu sem þóttist vera frænka
rússnesks auðkýfings.
Sagðist hún vera að leita að fjár-
festingartækifærum í Austurríki og
bauðst til að kaupa helmingshlut í
dagblaðinu Kronen Zeitung til að
breyta ritstjórnarstefnu þess og sjá
til þess að blaðið styddi Frelsis-
flokkinn. Strache tók vel í boðið og
sagðist meðal annars myndu sjá til
þess að fyrirtæki hennar fengi
samninga um opinberar fram-
kvæmdir.
Vantraustsyfirlýsing var í kjölfar-
ið samþykkt á hendur ríkisstjórn
Kurz, í maí 2019.
Kanslarinn Kurz
hörfar í skuggann
AFP
Afsögn Kurz ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsendingu á laugardagskvöld.