Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Barna- og
fjölskyldu-
myndatökur
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Sveitarfélagið Skagafjörður eins og
það heitir núna er vinabær Kongs-
berg í Noregi og rann Skagfirðingum
blóðið til skyldunnar að styðja sinn
vinabæ eftir hörmulegan atburð þar á
miðvikudagskvöldið. Sigfús Ingi Sig-
fússon sveitarstjóri bað starfssystur
sína, Kari Anne
Sand, bæjarstjóra
í Kongsberg, fyrir
innilega samúðar-
kveðju til „fjöl-
skyldu og að-
standenda þeirra
sem létust af völd-
um ódæðisverks
sem framið var í
borginni í gær-
kvöldi,“ eins og
það er orðað í til-
kynningu á Facebook-síðu sveitarfé-
lagsins á fimmtudaginn.
„Þetta slær fólk auðvitað illa, bæði
hér í Skagafirði og á Íslandi yfirhöf-
uð,“ segir Sigfús Ingi í samtali við
Morgunblaðið, „okkar ímynd af Nor-
egi er að þetta sé svipað samfélag og
hjá okkur hér heima. Norðmenn eru
náttúrulega mikil vinaþjóð okkar og
maður hugsar til þessa fólks og vafa-
laust líta margir sér nær og spyrja sig
hvenær svona lagað muni mögulega
gerast á Íslandi,“ segir sveitarstjórinn.
Samstarfið breyst í áranna rás
Blaðamann rámar óljóst í einhver
dönsk vinabæjartengsl við uppeld-
isstöðvarnar í Garðabæ fyrir hátt í 40
árum, en ekki mikið meir. Eru þessi
norrænu vinabæjarsambönd enn í
heiðri höfð? „Þetta hefur breyst svo-
lítið,“ svarar Skagfirðingurinn, „við
erum í samstarfi við Kongsberg í
Noregi, Kristianstad í Svíþjóð, Espoo
í Finnlandi og Køge í Danmörku.
Þetta formlega samstarf hefur breyst
í áranna rás, okkar mestu tengsl eru
við Køge, þangað sem skagfirskir
krakkar, hvort tveggja úr Árskóla á
Sauðárkróki og Varmahlíðarskóla, tí-
undubekkingar, hafa farið á hverju
ári, fyrir utan núna um Covid-tímann
auðvitað, til að rækta tengslin,“ segir
Sigfús Ingi frá, en auk þess hafa
bæjarfulltrúar sveitarfélaganna kom-
ið saman á vinabæjarmótum og borið
saman norrænar bækur sínar.
„Staðirnir fimm hafa þá skipst á að
halda þetta, við vorum síðast í Kongs-
berg 2015, á þjóðhátíðardegi Norð-
manna, og svo verð ég auðvitað að
nefna að Kongsberg sendi um ára-
tuga skeið alltaf jólatré á Krókinn
[Sauðár], en vegna stefnu okkar í
loftslagsmálum var ákveðið fyrir
nokkrum árum að afþakka þessa gjöf
og að við notuðum þá frekar tré úr
heimabyggð.“
Harmar að mótin lögðust af
Vinabæjarmótin svokölluðu segir
Sigfús Ingi hafa verið tveggja til
þriggja daga mót þar sem fulltrúar
bæjanna komu saman og ræddu
ýmsa aðferðafræði. „Það voru alltaf
einhver þemu á hverju móti, hvernig
þetta væri gert á þessum stað og svo
framvegis, straumar og stefnur, fólk
lærði hvert af öðru og svo var farið og
gestunum sýnt það markverðasta í
framkvæmdum eða einhverju
skemmtilegu á hverjum stað,“ út-
skýrir Sigfús Ingi.
Hann segir þó formleg vinabæj-
armót hafa lagst af fyrir nokkrum ár-
um og harmar það. „Okkar krakkar
fara hins vegar áfram til Køge, en þó
var ákveðið að kæmu menn auga á
einhverja ákveðna samstarfsmögu-
leika eða fleti á norrænum eða evr-
ópskum vettvangi yrði auðvitað fyrst
litið til vinabæjanna.“
Opnar augun fyrir dönskunni
Tengslin við Køge í Danmörku eru
þó blómleg að sögn Sigfúsar Inga,
þangað fari almennt kringum 40 nem-
endur frá Sauðárkróki og 15 frá
Varmahlíðarskóla ár hvert og dveljist
um nokkurra daga skeið. Nemendur
hafi látið vel af ferðunum, sem eru
blanda af skemmtun og fræðslu. „Að
koma til Danmerkur opnar augun fyr-
ir dönskukunnáttu,“ segir Sigfús Ingi,
inntur eftir viðhorfi íslenskra grunn-
skólanemenda til dönskukennslu.
„Mér finnst mjög mikilvægt að
þessi skandinavísku tengsl séu rækt-
uð, hvernig sem þau eru, ég tók til
dæmis þátt í Erasmus-verkefni með
skólum í Danmörku og Finnlandi, það
voru ekki vinabæir í því tilfelli, en það
er bara virkilega gott og lærdómsríkt
að starfa með okkar vina- og frænd-
þjóðum í Skandinavíu,“ segir sveit-
arstjórinn í Skagafirði að skilnaði og
ljóst að hugur fylgir máli.
AFP
Stuðningur Jonas Gahr Støre, nýr forsætisráðherra, vitjar Kongsberg.
Styðja norska vinabæinn
- Sveitarstjóri Skagafjarðar sendi samúðarkveðju til Kongsberg - „Þetta slær
fólk illa“ - Jólatré til Sauðárkróks um áratugi - Mikilvægt að rækta tengslin
Sigfús Ingi
Sigfússon
Hálfþrítugur maður er í haldi lög-
reglu í Essex á Englandi, grun-
aður um að hafa stungið David
Amess, þingmann breska Íhalds-
flokksins, margsinnis með egg-
vopni og ráðið honum bana þar
sem hann var staddur á fundi í
Belfairs-meþódistakirkjunni í
Leigh-on Sea um hádegisbil í gær.
Elísabet drottning aðlaði Amess
árið 2015 fyrir þjónustu hans við
landa sína og bar hann síðan nafn-
bótina Sir David Amess. „Áfall og
sorg þyngir hjörtum okkar,“ sagði
Boris Johnson forsætisráðherra í
gær, við fráfall þessa 69 ára gamla
fimm barna föður, sem hann kall-
aði „einn mesta mannvininn“ í
breskum stjórnmálum og lét þess
enn fremur getið að Sir David ætti
sér glæstan feril við að láta áleiðis
núast lagafrumvörp til stuðnings
þeim þjóðfélagsþegnum er hve
höllustum fæti standa.
Í blóði sínu á gólfinu
Priti Patel innanríkisráðherra
sagði víg Amess „skynlausa atlögu
að sjálfu lýðræðinu“ og sagði rétt-
mætt að spyrja áleitinna spurn-
inga um öryggismál þjóðkjörinna
fulltrúa Bretlands, en Amess stóð
fyrir fundi í kirkjunni, sem kjós-
endum var frjálst að sækja og
ræða þar þjóðþrifamál eða annað
sem þeim lægi á hjarta.
Ben-Julian Harrington, lög-
reglustjóri í Essex, sagði lögreglu
hafa borist orð um tilræðið klukk-
an fimm mínútur yfir tólf á hádegi
og aðeins örfáum mínútum síðar
hefðu lögregluþjónar, sem fyrstir
voru á vettvang, komið að þing-
manninum í blóði sínu á kirkjugólf-
inu með fjölda stungusára. Þeir
hefðu gert allt, sem í þeirra valdi
stóð, til að bjarga lífi Amess, en
ekki haft erindi sem erfiði. Þing-
maðurinn var úrskurðaður látinn á
vettvangi.
Lögreglan í Essex hefur óskað
eftir að öll möguleg vitni gefi sig
fram, þar á meðal fólk með mynda-
vélar á mælaborðum bifreiða
sinna, sem ók um nágrenni kirkj-
unnar um hádegisbil, og íbúar í ná-
grenninu með öryggismyndavélar
á húsum sínum, jafnvel myndavél-
ar tengdar dyrabjöllum.
Skammt stórra högga á milli
Víg Amess í gær er annað bana-
tilræðið gegn breskum þingmanni
á aðeins fimm árum, en skemmst
er að minnast þess er Jo Cox,
þingmaður Verkamannaflokksins,
var stungin og skotin til bana í
Birstall í Yorkshire 16. júní 2016
þar sem hún ræddi við kjósendur.
Hægriöfgasinninn Thomas Mair
hlaut ævilangan fangelsisdóm fyrir
verknaðinn í nóvember sama ár.
Sir David Amess hefur setið á
þingi fyrir Íhaldsflokkinn í tæp 40
ár, allar götur síðan 1983, fyrst
fyrir Basildon, en síðan í kosning-
unum 1997 hefur sæti hans til-
heyrt Southend West. Amess hef-
ur löngum verið andstæðingur
þungunarrofa auk þess að gefa
réttindum dýra gaum og þeim
þegnum landsins, sem eiga hvað
gerst undir högg að sækja í dag-
legu lífi.
Dó þjónandi fólkinu
„Sir David var mikilmenni, sann-
færður kaþólikki og vinur allra.
Enda var það einmitt það sem
hann aðhafðist á banastundu, hann
dó þjónandi fólkinu,“ sagði Jeff
Woolnough, prestur við Péturs-
kirkjuna í Essex, við breska ríkis-
útvarpið BBC eftir harmleikinn í
gær. atlisteinn@mbl.is
Vekur spurningar um ör-
yggi þjóðkjörinna fulltrúa
- Sir David Amess stunginn til bana í kirkju um bjartan dag
AFP
Leigh-on-Sea Lögregla á vettvangi þar sem Sir David Amess var særður
mörgum stungusárum í hádeginu í gær er urðu þingmanninum að aldurtila.
Tæplega 40 eru
látnir og um 70
sárir eftir sjálfs-
morðssprengju-
tilræði við föstu-
dagsbæn í Imam
Bargah-moskunni
í Kandahar-
héraðinu í Afgan-
istan í gær og hef-
ur sjúkrahúsið, er
sinnir þeim sáru,
látið þá ósk út ganga, að ungt fólk
gefi blóð hið bráðasta til hjálpar
löndum sínum, sem berjast fyrir líf-
inu.Talsmaður innanríkisráðuneyt-
isins sagði yfirvöld rannsaka rás at-
burða áður en tilræðismaðurinn lét
til skarar skríða.
AFGANISTAN
Blóðbað við bæna-
hald í Kandahar
Í sárum eftir til-
ræði í gær.
Borgaryfirvöld í
Christchurch á
Nýja-Sjálandi
hafa sagt Ian
Brackenbury
Channell upp
störfum sem op-
inberum galdra-
manni sveitarfé-
lagsins eftir 23
ára þjónustu við
að koma borginni á framfæri með
göldrum. Ekki virðast þeir
galdrar hafa hrifið að mati borg-
arinnar svo Channell er nú án
galdramannsembættis. Báru borg-
aryfirvöld því við, að þau þörfn-
uðust nútímalegri og fjölbreyttari
markaðssetningar.
NÝJA-SJÁLAND
Galdramanni borg-
arinnar sagt upp
Channell var sagt
upp störfum.