Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 24
Framúrskarandi fyrirtæki 2010-2021
Hlutfall nokkurra atvinnugreina
25%
20%
15%
10%
5%
0%
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð
Fjármála- og vátryggingastarfsemi
Smásala Ferðaþjónusta
Sjávarútvegur Heildsala
Heimild: Creditinfo
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Efnahagssviptingar síðustu ára hafa
lagst af mismiklum þunga á atvinnu-
greinar landsins. Draga má þá álykt-
un af upplýsingum sem teknar eru
úr gagnagrunni Creiditinfo sem síð-
ustu tólf ár hefur haldið lista yfir
fyrirtæki sem uppfylla ströng skil-
yrði um hagnað, eigið fé og aðra
þætti sem skilja
framúrskarandi
fyrirtæki frá öðr-
um. Á meðfylgj-
andi grafi má sjá
hlutfall nokkurra
stórra atvinnu-
greina af öllum
þeim fyrirtækj-
um sem uppfylla
skilyrðin á hverj-
um tíma. Þar sést
að byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð sker sig úr en hlutfallið
þar á bæ hefur aukist stöðugt frá
árinu 2016. Á sömu mynd má svo
einnig sjá að ferðaþjónustan hefur
gefið mjög eftir frá síðasta ári vegna
þess stóreflis höggs sem hún varð
fyrir vegna alheimsfaraldurs
kórónuveirunnar.
127 fyrirtæki á lista
Jón Þórarinn Sigurðsson er sér-
fræðingur hjá Creditinfo en hann
hefur greint þessa þróun út frá
gögnum fyrirtækisins.
„Fjöldi fyrirtækja í byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð á lista
Framúrskarandi fyrirtækja hefur
vaxið hratt undanfarin ár. Á listan-
um í ár eru 127 fyrirtæki í greininni
eða sexfalt fleiri en árið 2013 og tvö-
falt fleiri en árið 2017,“ segir Jón
Þórarinn. Vísar hann þar í fjölda
fyrirtækja á listanum eins og hann
lítur út nú, þegar enn eru fimm dag-
ar í að listinn verður birtur. Getur
fjöldi fyrirtækja á honum breyst að
einhverju marki allt fram að þeim
tíma, enda enn verið að yfirfara árs-
reikninga fyrirtækja sem mögulega
uppfylla öll skilyrði Creditinfo en af
einhverjum ástæðum hefur þurft að
yfirfara. Þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gær voru 853 fyrirtæki á
listanum yfir Framúrskarandi fyrir-
tæki 2021.
Jón Þórarinn bendir á að heildar-
fjöldi Framúrskarandi fyrirtækja
hefur verið nánast sá sami frá 2017
þannig að hlutdeild byggingar- og
mannvirkjageirans hefur vaxið tölu-
vert á þessum tíma.
„Miðgildi EBITDA hjá Framúr-
skarandi fyrirtækjum í greininni
lækkaði um 21% milli 2020 og 2021
og er nú t.a.m. 14% lægra en fyrir 4
árum. Þá lækkaði einnig miðgildi
rekstrarhagnaðar um 17% og er nú á
sama stað og fyrir 4 árum. Miðgildi
rekstrartekna lækkaði um 3% frá
síðasta ári en er þó um 27% hærra en
fyrir fjórum árum,“ bendir Jón Þór-
arinn á.
Byggingageirinn í mikilli
sókn á síðastliðnum árum
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Margar stórar og smáar framkvæmdir hafa litið dagsins ljós
síðustu ár. Sú stærsta þeirra er þó án efa nýr Landspítali við Hringbraut.
- Sífellt fleiri fyrirtæki í greininni fylla Framúrskarandi-lista Creditinfo
Skilyrðin
» Ársreikningi skilað á réttum
tíma lögum samkvæmt
» Hefur skilað ársreikningi
síðustu 3 ár
» Virkt samkvæmt skilgrein-
ingu CI
» Rekstrartekjur að lágmarki
50 milljónir síðustu 3 ár
» Framkvæmdastjóri skráður
» Rekstrarhagnaður (EBIT) já-
kvæður síðustu 3 ár
» Ársniðurstaða jákvæð síð-
ustu 3 ár
» Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20%
síðustu þrjú ár
» Eignir að minnsta kosti 100
milljónir síðustu 3 árJón Þórarinn
Sigurðsson
24 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
16. október 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.98
Sterlingspund 176.79
Kanadadalur 104.19
Dönsk króna 20.106
Norsk króna 15.276
Sænsk króna 14.941
Svissn. franki 139.98
Japanskt jen 1.1361
SDR 182.09
Evra 149.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.3675
« Þrjátíu og átta fyrirtæki, sjö sveitar-
félög og átta opinberir aðilar hlutu fyrr í
vikunni viðurkenningu Jafnvægisvog-
arinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Eliza
Reid forsetafrú kynnti úrslitin.
Þeir aðilar sem viðurkenninguna
hlutu hafa náð að jafna hlutfall kynja í
efsta lagi stjórnunar, en valið var úr
hópi þeirra 152 þátttakenda sem undir-
ritað hafa viljayfirlýsingu og tóku þátt í
könnun um aðgerðir sem gripið var til.
Í tilkynningu kemur fram að á ráð-
stefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2020
hafi viðurkenningarhafar verið 45 tals-
ins en í ár voru þeir samtals 53.
Að hreyfiaflsverkefninu standa, auk
FKA, forsætisráðuneytið, Sjóvá,
Deloitte, Pipar\TBWA og Ríkisútvarpið.
Í tilkynningunni segir að stór hluti
þeirra þátttakenda sem skrifuðu undir
viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar
haustið 2020 hafi náð góðum árangri á
þessu sviði.
53 fá viðurkenningu
Jafnvægisvogarinnar
Viðurkenning Eliza Reid forsetafrú til-
kynnti úrslitin að þessu sinni.
STUTT
Heildarvelta innlendra greiðslu-
korta nam 84,5 milljörðum króna í
septembermánuði og er það 7%
veltuaukning miðað við sama mán-
uð í fyrra. Skiptist umfangið með
svipuðum hætti milli debet- og
kreditkorta. Meðalvelta á dag var
2,8 milljarðar. Kemur þetta fram í
nýbirtum hagtölum Seðlabanka Ís-
lands.Velta innlendra greiðslukorta
í verslunum nam 67,7 milljörðum
innanlands í september. Í versl-
unum erlendis nam veltan 14,5
milljörðum króna og er það aukn-
ing um 657 milljónir frá ágústmán-
uði en 6,2 milljörðum meira en í
september í fyrra.
Minni umsvif erlendis frá
Þegar litið er til heildarveltu
erlendra greiðslukorta á Íslandi í
ágústmánuði kemur í ljós að hún
nam 19,4 milljörðum króna. Er það
5,8 milljörðum minni velta en í
mánuðinum á undan. Hins vegar er
veltan allt önnur og meiri en í
sama mánuði 2020 og eykst um
17,1 milljarð frá þeim tíma.
Eyða
meiru
erlendis
- Velta innlendra
greiðslukorta eykst
AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT
BYGGINGAKERFI
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
R
NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is
Bestu undirstöðurnar fyrir:
SÓLPALLINN
SUMARHÚSIÐ
GIRÐINGUNA
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND
ÞEGAR VERSLAÐ ER Á DVERGARNIR.IS
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum