Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 1
Á meðanég get Ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, Kristbjörg Kjeld, hefur staðið á leiksviði og leikið í kvikmyndum í hartnær sjötíu ár og er hvergi nærri hætt þrátt fyrir að vera á níræðis- aldri. Kristbjörg vill enn verða betri leikkona og segist aldrei verða fullnuma í faginu. Hún leikur um þessar mundir í Borgarleik- húsinu og er nýbúin í tökum á nýrri íslenskri kvikmynd. 12 17. OKTÓBER 2021SUNNUDAGUR Netapótek LyfjaversFrí heimsending Til stjarn-anna Á nýja veitingastaðn-um Brút er fiskur íhávegum hafður. 18 Bríet mun fyllaEldborgtvisvar á föstu-daginn oglofar miklusjónar- spili. 2 Ísland kemur þegar viðsögu í rannsóknum fyrirgeimferðir. EldhuginnDaniel Leeb frá Brooklynsegir tímabært að Íslandmóti geimferðastefnu. 8 Fagur fiskur í sjó Bríet í Hörpu L A U G A R D A G U R 1 6. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 243. tölublað . 109. árgangur . ENYAQ iV RAFMAGNAÐUR 412 til 534 km drægni (WLTP) HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/skodasalur FÆST EINNIG FJÓRHJÓLADRIFINN Verð frá 5.790.000 kr. MIKILVÆGAR VÍSANIR Í NÁTTÚRUNA Í MYNDVERKUM ÓHLÝÐNAR KONUR FÓRU Í SÍÐBUXUR HAFDÍS ERLA 12CARL SÝNIR Í ÁSMUNDARSAFNI 50 _ Daniel Leeb, einn stofnenda Geimvísindastofn- unar Íslands, segir fulltrúa Geimvísinda- stofnunar Banda- ríkjanna, NASA, hafa áhuga á að þjálfa geimfara í komandi tunglferðum á Íslandi. Málið varðar Artemis-áætlun NASA en henni er ætlað að koma geimförum til tunglsins og nota reynsluna í mannaðan leiðangur til Mars. Meðal annars æfði Jasmin Moghbeli, einn geimfaranna í Arte- mis-áætluninni, hér á landi í ágúst, en hún gæti orðið fyrsta konan sem stígur fæti á annan himinhnött. Leeb segir í viðtali við Sunnudags- moggann að bandarísk stjórnvöld hafi ríkan vilja til að fá Íslendinga í náið samstarf á þessu sviði. Bandaríkin vilja æfa fyrir tunglferðir hér Daníel Leeb _ Traust íslenskra neytenda til eftirlitsaðila í neytendamálum er á pari við það sem gerist annars staðar í Evrópu, að því er fram kemur í árlegri könnun fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Þetta kemur fram í grein Breka Karlssonar, formanns Neyt- endasamtakanna, og Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra Verð- lagseftirlits ASÍ, í Morgunblaðinu í dag. Traust til Neytendasamtakanna árið 2020 var það mesta í Evrópu. 80% neytenda bera traust til Neyt- endasamtakanna og hefur traustið vaxið um 14 prósentustig frá árinu 2018. Að meðaltali bera 66% svarenda í Evrópu traust til neyt- endasamtaka. „Fullyrðingin um að íslenskir neytendur séu lélegir, stenst eng- an veginn,“ segja þau Breki og Auður í grein sinni. »27 Íslenskir neytendur síður en svo lélegir Kópavogskirkja tók sig vel út í bleikum lit í gærkvöldi. Kirkj- an var böðuð í bleikum ljóma í tilefni bleika dagsins í gær. Á bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa upp skammdegið til stuðn- ings konum sem greinst hafa með krabbamein. Deginum var fagnað um land allt og mátti sjá bleikklædd leikskólabörn á leikvöllum landsins sem og bleikar kökur í fjölmörgum kaffistofum vinnustaða. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað konum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogskirkja böðuð í bleikum ljóma Ekki kemur til greina að Íslendingar þurfi að sætta sig við að álag á heil- brigðiskerfið, af ýmsum ástæðum, sé notað sem réttlæting fyrir viðvarandi skerðingu á réttindum og athafna- frelsi. Þetta er mat Þórdísar Kolbrún- ar R. Gylfadóttur, ráðherrra ferða- mála, atvinnu- og nýsköpunarmála, sem telur tímabært að stíga skrefið til fulls og aflétta sóttvarnatakmörkun- um hér á landi. Þórdís fjallar um af- léttingar í grein í Sunnudagsmoggan- um í dag. „Stjórnvöld þurftu í einhverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni. Það kom hins vegar aldrei annað til greina en að skila því aftur til réttmætra handhafa, fólksins sjálfs,“ segir Þórdís Kolbrún. Fundað var um ástandið á bráða- móttöku Landspítalans í gær en mik- ið álag hefur verið þar að undanförnu. Bæði settur forstjóri Landspítala, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, og Sig- ríður Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar, sögðu í kjölfar fundahalda að spítalinn ætti að vera í stakk búinn að takast á við tilslökun á sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir álag. „Covid-sjúklingar fara ekki mikið í gegnum bráðamóttökuna svo að það mun ekki hafa áhrif þar,“ sagði Sig- ríður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir sagði í gær að allar forsendur væru til að halda áfram í tilslökunum. Hann fundaði einnig með stjórnendum Landspítalans í gær. Núverandi sótt- varnatakmarkanir renna út á mið- vikudaginn í næstu viku. »2 Vill „stíga skrefið“ - Þórdís Kolbrún telur tímabært að aflétta sóttvarnatak- mörkunum hér á landi - Álag á Landspítala ekki fyrirstaða Vilja breytingar » Helga Rósa Másdóttir, deild- arstjóri bráðamóttökunnar, sagði eftir fund með yfirstjórn spítalans í gær að starfs- mönnum fyndist þeir ekki geta tryggt öryggi sjúklinga. » Bæta þarf umhverfi og að- stæður á deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.