Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Líftími frétta
er kyndugt
fyrirbæri.
Stundum komast
mál í hámæli og svo
virðist sem við blasi
glundroði og ringulreið. Síðan
hverfur málið af ratsjá frétta-
miðlanna eins og dögg fyrir
sólu. Stundum er ástæðan sú að
næsta mál ýtti því til hliðar, en
að öðru leyti er allt óbreytt.
Einnig kann að vera að málið
ógurlega hafi kannski ekki ver-
ið jafnmerkilegt og látið var.
Ekki er langt síðan komst í
hámæli að Bretar væru að
verða bensínlausir og myndu
ekki geta haldið jól. Bretar gátu
vitaskuld sjálfum sér um kennt
því þeir gengu úr Evrópusam-
bandinu og nú væru engir vöru-
bílstjórar til að koma bensíni á
bensínstöðvar og jólagjöfum í
búðir í tæka tíð og engir slátr-
arar til að lóga svínum, sem því
myndi þurfa að farga í tugþús-
undavís.
Við þessar fréttir hlakkaði í
þeim, sem sagt höfðu að Brexit
myndi leiða til hruns í Bret-
landi, en hafa mátt horfa upp á
að breskur efnahagur hefur síð-
ur en svo goldið fyrir útgöng-
una úr ESB. Reyndar hefur
hann verið nokkuð þróttmikill
og hremmingar Breta þær
sömu og önnur lönd hafa verið
að glíma við, jafnvel þótt þau
séu í Evrópusambandinu.
Þýskaland er gott dæmi. Í
þýskum fjölmiðlum má nú lesa
fréttir um að veru-
legur skortur sé á
vinnuafli. Það vanti
bakara, vörubíl-
stjóra og menn til
að skrúfa saman
vindmyllur. „Það fer að verða
fátt um fólk til að halda landinu
gangandi,“ sagði í frétt í Der
Spiegel nýverið. „Manneklan
gæti kæft efnahagslífið.“ Þjóð-
verjar eiga erfitt með að manna
leikskóla, tæpur helmingur
arkitektastofa hefur þurft að
draga saman seglin vegna þess
að það vantar mannskap og
regnhlífarsamtök stéttarfélaga
iðnaðarmanna í Þýskalandi
hafa áhyggjur af því að ekki
verði hægt að koma áætlunum
um framkvæmdir og viðhald í
verk vegna skorts á iðnaðar-
mönnum. Þá hafa flutninga-
fyrirtæki í Þýskalandi lýst yfir
því að þau eigi í vandræðum
með að finna bílstjóra til að aka
langar vegalengdir, segir í Der
Spiegel, og er því bætt við að
það sé fyllilega sambærilegt við
Bretland, sem haft sé að háði og
spotti.
Bretar lýstu yfir því í gær að
slakað yrði á reglum um er-
lenda vörubílstjóra til að greiða
fyrir flutningum. En mergurinn
málsins er þó sá að flöskuháls-
ana er víða að finna og megin-
ástæðan er ef til vill frekar að-
gerðir til að hemja kórónu-
veiruna, en hvort menn fara inn
eða út úr Evrópusambandinu
eða eru þar um kyrrt.
Vörubílstjóraskortur
lætur víðar á sér
kræla en í Bretlandi}
Samhengi hlutanna
Reykjavíkur-
borg hefur
nýlokið atkvæða-
greiðslu þar sem
fólk gat látið vita
hverju það vildi að
komið yrði í verk í
sínu hverfi. Þetta
kallar borgin íbúalýðræðis-
verkefni og yfirskrift þess er
Hverfið mitt. Að þessu sinni
tóku 16,4% borgarbúa 15 ára
og eldri þátt í verkefninu og
slá borgaryfirvöld sér á brjóst
yfir því að það hafi verið met-
þátttaka.
Það er góðra gjalda vert að
gefa borgarbúum kost á að
hafa áhrif á umhverfi sitt og
láta vita á hvað þeir vilja láta
leggja áherslu á tímum þegar
valdið virðist fjarlægjast kjós-
endur og valdhafarnir leggja
frekar á flótta þegar á bjátar
en að taka á málum af rögg-
semi. Seint verður sagt að í
kosningunni hafi stóru málin
verið sett á dagskrá.
Kosningin mun þó verða til
þess að ýmsar þarfar endur-
bætur verða gerðar. Margt af
því, sem talið er
upp í niðurstöðum
kosninganna, er þó
þess eðlis að hefði
mátt ætla að þyrfti
ekki að bera undir
borgarbúa. Eru
endurbætur á
körfuboltavelli við Laugarnes-
skóla eða leikvelli í Hljóm-
skálagarði ekki hluti af sjálf-
sögðu viðhaldi af hálfu borgar-
innar? Þurfa borgaryfirvöld,
sem leggja áherslu á að ýta
undir hjólreiðar, að bera það
undir borgarbúa hvort fjölga
eigi hjólastæðum í miðborg-
inni? Er ekki einfaldlega hlut-
verk borgarinnar að bæta úr
lýsingu þar sem henni er
ábótavant? Verður næst borið
undir borgarbúa hvort borgin
eigi að sinna sorphirðu og
snjóruðningi?
Það er fullhástemmt að
skreyta sjálfsagða þjónustu
við borgarbúa með orðinu
„íbúalýðræðisverkefni“, án
þess að neitt sé dregið úr þarf-
semi þeirra verkefna, sem í
kosningunni komust á blað.
Verður næst borið
undir borgarbúa
hvort borgin eigi að
sinna sorphirðu og
snjóruðningi?}
Kosið um sjálfsagða hluti?
H
ér á landi hafa ýmis embætti
verið sett á laggirnar í því
skyni að standa vörð um
hagsmuni ákveðinna hópa í
samfélaginu. Sem dæmi má
nefna Umboðsmann barna sem hefur það
hlutverk að vernda börnin gegn því að
brotið sé á réttindum þeirra. Réttinda-
gæslumenn fatlaðs fólks gæta þess að ekki
sé brotið gegn réttindum fatlaðra og veita
þeim aðstoð við að fylgja eftir réttindum
sínum. Á vegum Umboðsmanns Alþingis er
starfrækt svokallað OPCAT-eftirlit sem
hefur það hlutverk að fylgjast með því,
hvort yfirvöld virða réttindi frelsissvipts
fólks, svo sem í fangelsum og á geðheil-
brigðisstofnunum.
Það er löngu tímabært að tryggja eldra fólki sambæri-
lega réttindavörslu. Aldraðir hafa lent utan garðs hjá
stjórnvöldum sem taka ekki tillit til þeirra sem skyldi.
Ekki er nóg með að lífsgæði aldraðra og sjálfstæði sé heft
með því að skilja þá eftir varnarlausa gagnvart þeirri öru
stafrænu þróun sem við þekkjum orðið vel. Sama hvað
við hin höfum um hana að segja sem getum og höfum til-
einkað okkur tæknina, þá treysta þúsundir aldraðra sér
ekki til þess. Eldra fólk þarf oftar að eiga í samskiptum
við hið opinbera en áður. Það sem þótti sjálfsagt og vafð-
ist ekki fyrir í daglegu lífi getur með hækkandi aldri orð-
ið að yfirþyrmandi hindrun sem veldur óöryggi, vanlíðan
og kvíða.
Sambandsleysi
Ég bý við þau ómetanlegu forréttindi að eiga
báða foreldra á lífi. Þar af leiðandi hef ég fengið
að kynnast því hvernig breytingarnar á sam-
félaginu, sem okkur hinum yngri þykja svo sjálf-
sagðar, hafa verið þeim fjötur um fót. Öll sam-
skipti við lífeyrissjóði, Tryggingastofnun,
læknisþjónustu, og að skila skattframtalinu er
óyfirstíganlegur þröskuldur sem þarf aðstoð við.
Allt það sem kallar á .is eins og skilaboðin sem
segja: farðu inn á heilsuvera.is eða farðu inn á
tr.is, svo eitthvað sé nefnt, er gjörsamlega að
taka þau úr sambandi. Sjálfstæði þeirra er möl-
brotið í boði stjórnvalda sem hafa gleymt því í
öllum flýtinum við að innleiða nýja tækni, að enn
eru á lífi þúsundir Íslendinga sem einfaldlega treysta sér
ekki til að vera með í þessari framþróun.
Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram á Alþingi til-
lögur um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra.
Loks sl. vor samþykkti þingið tillögu sem felur stjórn-
völdum að semja frumvarp í samráði við helstu hags-
munasamtök eldra fólks og skila drögum um málið fyrir
1. apríl 2022. Von mín er sú að komandi ríkisstjórn sýni
öldruðum þá vinsemd og virðingu að færa þeim hags-
munafulltrúann sem þau hafa beðið eftir allt of lengi.
Léttum öldruðum lífið, það er það minnsta sem við
getum gert.
Inga Sæland
Pistill
Eldra fólk á sama rétt
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
L
yfjastofnun hafði fengið
221 tilkynningu 13. októ-
ber vegna gruns um al-
varlega aukaverkun eftir
bólusetningu gegn Covid-19. Búið er
að bólusetja yfir 281.000 manns. Því
hafði verið tilkynnt um aukaverk-
anir hjá um 0,08% bólusettra.
Alvarleg aukaverkun er skil-
greind sem aukaverkun eða óæski-
leg áhrif lyfs sem leiðir til dauða,
lífshættulegs ástands, sjúkra-
húsvistar eða lengingar á sjúkra-
húsvist, veldur fötlun eða fæðing-
argalla hjá mönnum.
Með fósturmiska er átt við öll
frávik frá eðlilegum vexti fósturs á
meðgöngu, að sögn Lyfjastofnunar.
Hún vísar í niðurstöður nýlegrar
rannsóknar þriggja sérfræðinga á
tilkynntum tilfellum í kjölfar bólu-
setningar og vörðuðu m.a. áhrif á
fóstur. Þar kom m.a. fram að nefnd-
in telur tengsl á milli bólusetningar
og tilkynninga um fósturlát hér á
landi ólíkleg. Þessar tilkynningar
flokkast samt sem áður sem alvar-
legar tilkynningar.
Samanburður á tölum um til-
kynntar alvarlegar aukaverkanir til
Lyfjastofnunar í júní í sumar og nú
bendir til þess að tilkynningum hafi
fjölgað fyrir öll bóluefnin, þótt hlut-
föllin séu mjög lág. Lyfjastofnun
segir ómögulegt að segja til um
hvað valdi því að tilkynningum fjölgi
eða fækki. Margt geti haft áhrif á
það. Dæmi séu um að tilkynningar
berist mörgum vikum og jafnvel
mánuðum eftir að tilfelli komu upp.
Orsakasamband óstaðfest
Stofnunin segir mikilvægt að
hafa í huga að um sé að ræða til-
kynningar vegna gruns um auka-
verkanir því orsakasamband við lyf-
ið hafi ekki verið staðfest. Það sé í
höndum sérfræðinga lyfjastofnana
að skera úr um hvort svo sé. „Þeir
meta þá til samanburðar aðra þætti,
s.s. erfðir, undirliggjandi sjúkdóma
eða samhliða notkun annarra lyfja,
sem gætu skýrt kvillann sem um
ræðir auk þess að skoða algengi í
þýðinu til samanburðar. Ef orsaka-
samband kvilla við lyf hefur verið
staðfest eftir ítarlega skoðun lyfja-
yfirvalda, eru lyfjatextar uppfærðir
með upplýsingum um þekkta auka-
verkun og getur það leitt til breyt-
inga á notkun lyfsins.“
Hrefna Guðmundsdóttir yf-
irlæknir Lyfjastofnunar, Jana Rós
Reynisdóttir deildarstjóri sam-
skiptadeildar og Guðrún Stef-
ánsdóttur teymisstjóri lyfjagáttar
sögðu í aðsendri grein í Morg-
unblaðinu 4. október að þrátt fyrir
að tilkynnt sé um aukaverkun jafn-
gildir það ekki því að orsaka-
samhengi við bólusetningu hafi ver-
ið staðfest. Stakar tilkynningar um
aukaverkanir segi lítið um möguleg
orsakatengsl við tiltekið lyf, enda
margt sem hafi áhrif á hvort til-
kynnt er eða ekki. Vísbendingar eru
t.d. um að konur séu líklegri að til-
kynna grun um aukaverkun en karl-
ar. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því
að ekki er hægt að reikna út tíðni
aukaverkana með því að rýna í
fjölda tilkynninga.
Hvatt til að tilkynna um grun
Lyfjastofnun kveðst hafa hvatt
alla, jafnt heilbrigðisstarfsfólk, ein-
staklinga og aðstandendur til að til-
kynna grun um aukaverkun eftir
bólusetningu gegn Covid-19 til
stofnunarinnar. „Mikilvægt er að
hafa hugfast að fjöldi tilkynninga
vegna gruns um aukaverkun segir
ekki til um tíðni raunverulegra
aukaverkana eftir bólusetningu eða
öryggi bóluefna. Slíkar tilkynningar
eru notaðar til að fylgjast með ör-
yggi lyfja eftir að notkun þeirra
hefst og er það gert m.a. með því að
meta hvort líkur séu á því að or-
sakasamband sé milli lyfjanotkunar
og þess tilviks sem tilkynnt er.
Þannig er ekki víst að tilkynning-
arnar endurspegli raunverulegar
aukaverkanir af bóluefnunum,“ seg-
ir Lyfjastofnun.
Frá byrjun ársins og fram í
september barst 31 tilkynning um
andlát í kjölfar bólusetninga gegn
Covid-19. Lyfjastofnun bendir á að
flestar tilkynningarnar, eða alls
átta, hafi borist í janúar 2021 þegar
elsti og hrumasti hópurinn var bólu-
settur. Embætti landlæknis gerði
sérstaka rannsókn í kjölfar fimm
fyrstu alvarlegu tilkynninganna
vegna gruns um aukaverkun. Nið-
urstaða tveggja sérfræðinga í öldr-
unarlækningum var að í fjórum til-
vikanna hafi ekki verið eða ólíklega
um orsakatengsl að ræða, þ.e. aðrar
skýringar voru á andláti. Í einu til-
viki var ekki hægt að útiloka tengsl
með vissu þótt líklega hefði andlátið
verið af völdum undirliggjandi
ástands.
Grunur er ekki stað-
festing á aukaverkun
0,07%
0,16%
0,12%
0,03%
Tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir
Grunur um alvarlegar aukaverkanir sem% af bólusettum við Covid-19
0,20%
0,15%
0,10%
0,05%
0%
Pfizer Moderna AstraZeneca JanssenHeimild: Lyfjastofnun/Covid.is
Fjöldi bólusettra einstaklinga
147.392 20.253 59.773 53.937
Tilkynningar til Lyfjastofnunar vegna gruns um aukaverkanir
Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi %
Alvarlegar tilkynningar 102 0,07% 32 0,16% 73 0,12% 14 0,03%
Andlát 24 0,02% 1 0,00% 6 0,01% 1 0,00%
Þar af 75 ára og eldri 18 0,01%
Þar af 65-74 ára 5 0,00% 1 0,00% 3 0,01% 1 0,00%
Þar af 60-64 ára 1 0,00% 3 0,01%
Sjúkrahússvist 54 0,04% 25 0,12% 54 0,09% 10 0,02%
Þar af í lífshættu 9 0,01% 2 0,01% 19 0,03% 2 0,00%
Klínískt mikilvægar 16 0,01% 2 0,01% 12 0,02% 2 0,00%
Fósturmiski 4 0,00% 3 0,01% 1 0,00% 1 0,00%
Tegund
bóluefnis