Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 ✝ Ingigerður Margrét Guð- jónsdóttir fæddist á Brekkum í Holta- hreppi, Rangár- vallasýslu 29. jan- úar 1927. Hún lést á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli 26. sept- ember 2021. For- eldrar hennar voru Margrét Halldórs- dóttir frá Sandhólaferju, Djúpárhreppi, Rang. og Guðjón Þorsteinsson frá Berustöðum, Ásahreppi, Rang. Systkini Margrétar: Sig- urður, f. 7.5. 1924, d. 15.6. 1982; Bjarnhéðinn, f. 16.2. 1928, d. 2.3. 2012; og Pálmar, f. 17.4. 1934. Hálfsystir samfeðra var Kristrún, f. 13.10. 1919, d. 11.1. 2010. Margrét ólst upp á Brekkum til 14 ára aldurs en flyst þá að bekku, f. 1988. 3) Valgerður, f. 1957, maki Hafsteinn Heið- arsson. Þau eiga þrjú börn, Erlu Guðrúnu, f. 1982, Hauk Elvar, f. 1984, og Önnu Grétu, f. 1991. 4) Guðjón Halldór, maki Sigríður Karólína Viðarsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Margréti Ósk, f. 2008. Sigríður Karólína á fimm börn frá fyrra hjónabandi: Árna, Kára, Viðar, Freyju og Oddnýju. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörn tíu. Ungu hjónin reistu sér nýbýli í Hvolhreppi, Miðtún, þar sem þau bjuggu með blandaðan bú- skap. Margrét vann um árabil á prjónastofu á Hvolsvelli auk annarra tilfallandi starfa sem buðust. Hún hafði yndi af fallegu handverki og var vandvirk prjóna- og saumakona. Hún var heiðursfélagi í Kvenfélaginu Einingu. Útför Margrétar fer fram frá Stórólfshvoli í dag, 16. október 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá útför: https://fb.me/e/1ekUvPaQo/. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Syðri-Rauðalæk í Holtahreppi. Þar dvelst hún hjá frændfólki næstu árin. Margrét stund- aði nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Eftir námið vann hún um tíma á Vefnaðar- stofu Karólínu Guð- mundsdóttur. Hún flyst að Hellu og starfar þar við hótelið um tíma. Þar kynntist hún væntanlegum eiginmanni sínum, Óskari Karelssyni, frá Brekkum í Hvolhreppi. Þau gift- ust 1949 og eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Margrét, f. 1949, maki Lúðvík Leósson, á einn son, Óskar Inga, f. 1973. 2) Katrín Jónína, f. 1953, maki Ey- steinn Fjölnir Arason. Katrín á þrjú börn: Ríkharð Grétar, f. 1980, Ívar Örn, f, 1982, og Re- Að lifa tímana tvenna er stundum sagt, vafalítið er hægt að segja það um lífshlaup mömmu, hún var fædd 1927 í bæ þar sem voru bæjargöng og úti- kamar. Það voru koppar undir rúmum svo ekki þyrfti að fara út um nætur, stundum var frosið í koppunum að morgni, samt var fólkinu aldrei kalt, afi var smiður og hafði vandað sig við smíði bæj- arins. Systkinin fjögur renndu sér á leggjum um ísilögð tún á veturna og veiddu silung með berum höndum í bæjarlæknum á sumr- in. Þau fóru um langan veg í skól- ann, mömmu voru lánuð stígvél því stundum var blautt að ganga yfir tún og móa. Hún byrjaði í skóla 10 ára gömul og henni fannst gaman að læra og langaði í menntaskóla en afi sem vildi börnunum sínum það besta taldi að best væri fyrir unga stúlku að fara í Húsmæðraskóla og það gerði hún, þar lærði hún margt sem gagnaðist henni vel í lífinu og af þeirri kunnáttu miðlaði hún mér, hvort sem var að vinda borð- og gólftuskur, elda matinn, þvo þvott, sauma, prjóna eða hekla. Hún kenndi mér nýtni því hún vandist því að þurfa að fara vel með og láta hlutina endast. Hún ásamt pabba kenndi mér líka vinnusemi enda bæði alin upp við að margar hendur í sveitabúskap væru nauðsynleg- ar. Pabbi var bóndi í hjarta sínu en mamma hefði viljað búa í þorpi eða bæ en eins og konur þess tíma fylgdi hún honum og byggði upp með honum myndar- býli. Mamma var hæglát kona en ákveðin ef svo bar undir, gallhörð sjálfstæðiskona og settist með mér við eldhúsborðið árið sem ég kaus í fyrsta skipti og brýndi fyr- ir mér að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, annað væri ekkert vit. Eitt sinn þegar ég kom heim af bóka- safninu með bók eftir Laxness sagði hún fremur höst að ég ætti ekki að lesa neitt eftir hann, hann væri kommi. Ég las ekkert eftir hann fyrr en ég var flutt að heim- an. Mamma hafði ekki hátt og dró sig frekar í hlé í margmenni, en hún stóð með sínum. Mér er minnisstætt þegar nokkrir kallar höfðu verið að lítilsvirða frænda hennar sem minna mátti sín, henni var nóg boðið og gekk að þeim og sagði þeim að skammast sín og láta hann í friði. Þeir urðu lúpulegir á svip og eineltið hætti. Hún sagði stundum að maður yrði bara að taka því ef eitthvað gerðist sem ekki varð ráðið við en það kom best í ljós þegar íbúðar- húsið þeirra brann til kaldra kola 1980 með nánast öllu sem þau áttu, þau gáfust ekki upp og með hjálp ættingja, nágranna og fé- lagasamtaka var nýtt hús byggt með öllu því helsta sem þurfti. Þegar foreldrar mínir hættu búskap lögðust þau í ferðalög jafnt innanlands sem utan, mamma yljaði sér við minningar í fallegum myndaalbúmum. Það er að lifa tímana tvenna að hafa ferðast milli bæja í kerru með hestum spenntum fyrir og fljúga í flugvél um hálfan hnött- inn til Ástralíu og víðar og það gerði mamma. Það eru auðvitað forréttindi að fá að hafa móður sína í lífi sínu svona lengi og fyrir það verð ég ætíð þakklát, samt er söknuður og eftirsjá í bland við þá tilfinn- ingu að komið var að leiðarlokum hjá mömmu og tímabært að hún fengi hvíldina. Fyrir það er ég þakklát og fyrir allt sem hún gaf mér sem móðir mín. Hvíl í friði. Katrín Jónína. Það er janúar árið 1927. Afi minn Guðjón Þorsteinsson og amma Margrét Halldórsdóttir eiga von á barni, annað barn þeirra hjóna. Það er stúlka sem lítur dagsins ljós, móðir mín Ingi- gerður Margrét. Fyrir var drengur, seinna bættust tveir drengir við. Systkinin fjögur nutu verndarvængs foreldra sinna. Lífið gekk sinn vanagang á Brekkum í Holtum þar sem þau bjuggu. Þegar móðir mín var 12 ára verða þau fyrir þeirri sáru reynslu að amma veikist og innan örfárra daga er hún öll. Þetta hefur verið mikið reiðarslag fyrir þau öll, mamma sagðist hafa ver- ið mömmustelpa. Afi reyndi að halda heimilinu saman sem var ekki auðvelt og tveimur árum síð- ar átti að finna sama stað fyrir systkinin, dreifa hópnum. Á næsta bæ, Syðri-Rauðalæk, bjuggu systkinin Gunnar og Val- gerður Runólfsbörn. Runólfur var bróðir Margrétar ömmu, svo þarna voru tengsl. Þegar Val- gerður heyrir af því að systkinin eigi að tvístrast kemur hún og býður þeim öllum vist hjá sér. Mamma talaði um að seint myndi hún gleyma marrinu í snjónum þegar þau gengu frá Brekkum að Syðri-Rauðalæk. Á þeim bæ nutu þau skjóls og áttu góða vist til fullorðinsára. Mamma fór í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík og naut þess. Lærði margt nytsamlegt sem nýttist henni í lífinu og hefði vilj- að halda áfram námi eftir þann tíma en ekki rættust allar óskir þá frekar en nú. Mamma bjó á Hellu um tíma. Þar kynntust for- eldrar mínir og hófu búskap. Faðir minn Óskar Karelsson, frá Brekkum í Hvolhreppi, hafði áhuga á að verða bóndi, svo af varð að þau eignuðust jörð. Á þeim tíma var ungt fólk hvatt til að hefja búskap. Jörðin var al- gjörlega óunnin, ekkert þar, og þau foreldrar mínir höfðu ein- ungis ungan aldur og bjartsýnina í farteskinu þegar þau hefjast handa. Það þurfti að leggja veg, bylta mólendi, byggja öll hús, verða sér út um búfénað, leggja fyrir vatni, rafmagn kom seinna. Það voru mörg handtökin. Hún móðir mín var ekkert sérstaklega fyrir búskap en hún, eins og svo margar konur af þeirri kynslóð, fylgdi bónda sínum. Þeim búnað- ist vel og gátu með ráðdeildar- semi komist ágætlega af. Nýtni og snyrtimennska voru hennar aðalsmerki. Hún var ekki kona margra orða. Ég barnið lærði af henni með því að vera í návist hennar. Þegar ég hugsa til baka, finnst mér með ólíkindum hvað þessi kynslóð var þrautseig. Það hefur örugglega verið bjartsýni ríkjandi og ýmsar nýjungar fram undan, en líka margar hindranir sem þurfti að yfirstíga. Seinna hættu foreldrar mínir kúabúskap og fóru að vinna utan heimilis. Móðir mín vann á saumastofu í mörg ár. Hún var í kvenfélagi og hafði gaman af. Að ferðast var hennar draumur og varð hann að veruleika, ferðaðist víða, m.a. til Ástralíu. Það var þéttur hópur eldri borgara sem fór margar ferðir innan lands sem utan og naut móðir mín þeirra ferða. Eft- ir að faðir minn lést, bjó mamma á Kirkjuhvoli í fallegri íbúð. Eftir því sem aldur færðist yfir og heilsa skertist naut hún aðhlynn- ingar á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli. Fallegu lífshlaupi er lokið. Hafðu þökk fyrir lífið sem þú gafst mér og góða heimferð. Valgerður Óskarsdóttir. Elsku amma. Nú kveð ég þig með trega yfir að stundirnar verði ekki fleiri í þessari jarðvist en einnig djúpu þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum Fallegu hendurnar þínar sem kenndu mér svo margt Þitt jafnaðargeð og æðruleysi sem báru þig alla leið til Ástralíu í heimsókn til mín Minningarnar munu lifa áfram í hjarta mínu Hvíl í friði elsku amma Þín dótturdóttir, Erla. Við kveðjum eina af okkur, Ingi- gerði Margréti Guðjónsdóttur frá Miðtúni. Gréta eins og hún var köll- uð fékk heiðursskjal frá Kvenfélag- inu Einingu í Hvolhreppi í vor og sagði hún við það tækifæri að sér hefði alltaf þótt gaman í kvenfélag- inu. Þannig á það að vera; að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég átti þess ekki kost að vinna með Grétu í kvenfélaginu en efa ekki að hún hafi verið vel að heiðrinum komin. Við félagskonur minnumst Grétu í hjarta okkar og sendum samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Við þökkum henni fyrir óeigingjörn störf í mannúðarmálum meðan hún var í blóma lífsins. Guð geymi þig elsku Gréta. Klukkur himnanna kalla, með fögnuði hringja þær sálina inn til himinsins grænu grunda. Englar minninganna lýsa upp ljúfar myndir, sem taka að tala og ylja. Og englar vonarinnar lýsa þér fram á veginn og bera þig inn í dýrðina. (Sigurbjörn Þorkelsson) F.h. Kvenfélagsins Einingar, Hvolhreppi, Margrét Guðjónsdóttir formaður. Ingigerður Mar- grét Guðjónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA GUNNARS KAMILLUDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 13. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. nóvember klukkan 13. Guðrún Friðjónsdóttir Aðalsteinn Árnason Gunnar Jónsson Sigrún Gunnarsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Auðun Benediktsson Sigtryggur Ragnarsson Kamilla Ragnarsdóttir Ragnar Þór Björnsson Hermann Lýður Ragnarsson Elín Björg Ragnarsdóttir Borgar Ragnarsson Hulda Katrín Hersteinsdóttir ömmu- og langömmubörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI EIRÍKSSON rafvirkjameistari, Stykkishólmi, lést á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi 12. október. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 21. október klukkan 14. Elínborg Karlsdóttir Eiríkur Helgason Unnur M. Rafnsdóttir Þórdís Helgadóttir Friðrik S. Kristinsson Karl Matthías Helgason Íris Björg Eggertsdóttir Steinunn Helgadóttir Sæþór H. Þorbergsson Helgi, Borghildur, Þóra Sif, Elínborg, Þorbergur Helgi, Anita Rún, Aron Ernir, Dísella Helga, Lúkas Eggert og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR GESTSDÓTTIR Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 14. október. Útför fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. október klukkan 13. Þórarinn Elmar Jensen Gestur Már Þórarinsson Elín Dóra Baldvinsdóttir Þórarinn Einar Þórarinsson Phaithoon Inkaew Elín Dóra Þórarinsdóttir Vilhjálmur Kjartanson Svanhildur Þórarinsdóttir Björn Karlsson Markús Örn Þórarinsson Guðlaug Katrín Þórðardóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR S. INGIMUNDARSON blikksmíðameistari, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 7. október. Jarðsungið verður frá Hjallakirkju miðvikudaginn 20. október klukkan 13, fyrir fjölskyldu, vini og nánustu samstarfsmenn. Streymt verður frá athöfninni á mbl.is/andlat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Guðrún Þorbjörnsdóttir Stefanía Guðmundsdóttir Pálmi Þór Þorvaldsson Björn Guðmundsson Íris Ragnarsdóttir Bjarki Guðmundsson Halla Helga Jóhannesdóttir Selma Rún, Clara Marín, Guðmundur Patrik, Mikael Ragnar, Sunneva Björg, Matthías Óðinn Þökkum hlýhug og fallegar kveðjur vegna andláts og útfarar okkar einstaka eiginmanns og föður, ROBERTS JACOBS KLUVERS, Hófgerði 17, Kópavogi. Kærar þakkir Heimahjúkrun, MND-teymi Landspítala, Arunee, Benni, Dejan, Díana, Ebru, Elvar, Evelyn, Heiðdís, Ishara, Ísabella, Jón, Jónína, Kristín, Ruta, Sigrún og Tomas. Án ykkar hefði þetta ekki verið hægt. Rannveig J. Jónasdóttir Helga Elín Robertsdóttir Kluvers Katla Rut Robertsdóttir Kluvers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.