Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Grill 66-deild kvenna Selfoss – ÍR ........................................... 28:36 Víkingur – FH ...................................... 24:21 Staðan: FH 3 2 0 1 75:52 4 Selfoss 3 2 0 1 84:79 4 ÍR 3 1 1 1 80:74 3 ÍBV U 2 1 0 1 60:46 2 Grótta 2 1 0 1 48:45 2 Fram U 1 1 0 0 26:23 2 Stjarnan U 2 1 0 1 41:59 2 Valur U 2 1 0 1 42:46 2 Víkingur 2 1 0 1 42:54 2 HK U 2 0 1 1 49:52 1 Fjölnir/Fylkir 2 0 0 2 32:49 0 Grill 66-deild karla Valur U – Hörður ................................. 26:29 Þór – Kórdrengir.................................. 26:30 Vængir Júpíters – ÍR........................... 25:36 Evrópubikar kvenna 1. umferð, seinni leikur: Ajdovscina – Kristianstad .................. 19:20 - Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad, sem fer áfram saman- lagt 45:46. 1. umferð, fyrri leikur: Istogu – KA/Þór ................................... 22:26 Danmörk Ribe-Esbjerg – SönderjyskE ............. 32:24 - Sveinn Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir SönderjyskE. Ringköbing – Silkeborg-Voel ............ 24:26 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 15 skot í marki Ringköbing. Frakkland B-deild: Pontault – Nice .................................... 26:26 - Grétar Ari Guðjónsson varði átta skot í marki Nice. E(;R&:=/D Subway-deild karla Breiðablik – ÍR ................................... 107:92 Keflavík – Stjarnan .............................. 80:65 Staðan: Njarðvík 2 2 0 216:173 4 Keflavík 2 2 0 181:164 4 Tindastóll 2 2 0 159:144 4 KR 2 1 1 210:200 2 Valur 2 1 1 143:153 2 Þór Þ. 2 1 1 182:184 2 Stjarnan 2 1 1 178:182 2 Grindavík 2 1 1 146:142 2 Breiðablik 2 1 1 224:220 2 Vestri 2 0 2 176:201 0 1. deild karla Skallagrímur – Haukar...................... 81:113 Álftanes – ÍA....................................... 105:87 Hamar – Höttur.................................... 68:98 Selfoss – Sindri ................................... 86:101 Staða efstu liða: Haukar 4 4 0 434:259 8 Höttur 4 4 0 410:302 8 Álftanes 4 3 1 376:313 6 Sindri 4 3 1 352:324 6 Selfoss 4 2 2 353:351 4 1. deild kvenna Hamar/Þór – Vestri.............................. 90:67 Staða efstu liða:: Þór Ak. 3 3 0 243:195 6 Ármann 3 2 1 253:201 4 ÍR 2 2 0 148:109 4 Snæfell 3 2 1 230:223 4 Tindastóll 2 1 1 141:151 2 Ítalía Brindisi – Fortitudo Bologna........... 105:93 - Jón Axel Guðmundsson skoraði þrjú stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoð- sendingu á 27 mínútum hjá Bologna. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, úrslitaleikur: Laugardalsvöllur: ÍA – Víkingur R ...... L15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Ásvellir: Haukar – Skallagrímur........... S18 1. deild kvenna: Meistaravellir: KR – Tindastóll ............ L18 HANDKNATTLEIKUR EHF-bikar karla, 2. umferð, fyrri leikur: Kaplakriki: FH – SKA Minsk ............... L17 Sethöll: Selfoss – Jeruzalem Ormoz L19.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – HK............................ L14 Varmá: Afturelding – Stjarnan ............. L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – HK............................ L16 TM-höllin: Stjarnan – KA ...................... S16 Origo-höllin: Valur – ÍBV....................... S16 Varmá: Afturelding – Grótta ................. S18 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: TM-höll: Stjarn.U – Fjölnir/Fylkir .. S12.30 Kórinn: HK U – Grótta........................... S15 Framhús: Fram U – ÍBV U .............. S17.10 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SA ...................... L19.30 UM HELGINA! KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, lauk í gærkvöldi með tveimur leikj- um. Þar unnu bæði Keflavík og ný- liðar Breiðabliks sterka 15 stiga sigra, Keflavík sinn annan sigur og Breiðablik sinn fyrsta á tímabilinu. Keflavík fékk Stjörnuna í heim- sókn í Blue-höllina í stórleik umferð- arinnar. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi og leiddu Keflvíkingar með fjórum stigum, 37:33, í leihkléi. Í þeim síðari sýndu heimamenn hins vegar mátt sinn og megin og bættu stöðugt í. Að loknum þriðja leikhluta var forystan orðin níu stig, 62:53. Fjórði og síðasti leikhluti var jafn framan af en undir blálokin keyrðu Keflvíkingar yfir Garðbæ- inga og náðu fimmtán stiga forystu, 80:65, sem var mesta forskotið sem þeir náðu í leiknum og lokatölur. David Okeke átti stórleik í liði Keflavíkur og náði tvöfaldri tvennu þegar hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst að auki. Í liði Stjörnunnar dreifðist stigaskorun bróðurlega á milli manna en hún var þó í lægra lagi eins og lokatölurnar gefa til kynna. Hilmar Smári Henningsson skoraði mest Garðbæinga, 13 stig. Sannfærandi Blikar Leikur Breiðabliks og ÍR þróaðist á svipaðan hátt og leikur Keflavíkur og Stjörnunnar, fyrir utan það að mun meira var skorað í Smáranum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og leiddu Blikar með fimm stigum í hálfleik, 47:42. Í þriðja leikhluta söxuðu ÍR-ingar á forskot heimamanna sem leiddu með aðeins tveimur stigum, 72:70, að honum loknum. Lengra komust Breiðhyltingar hins vegar ekki því í fjórða og síð- asta leikhluta reyndust Blikar hlut- skarpari. Þeir náðu mest 16 stiga forystu, 102:86, og unnu að lokum öruggan 15 stiga sigur, 107:92. Hilmar Pétursson var stigahæstur Blika með 21 stig en Collin Anthony Pryor var stigahæstur í leiknum með 24 stig fyrir ÍR-inga. Tveir fimmtán stiga sigrar - Öruggt hjá Keflavík og nýliðunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflugur Hilmar Pétursson átti stórleik í liði Breiðabliks í leiknum gegn ÍR í Smáranum í gærkvöldi og berst hér við ÍR-inginn Sigvalda Eggertsson. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórð- arson skoraði í þriðja leik sínum í röð þegar hann skoraði eina mark Silkeborg í 1:1 jafntefli gegn Vi- borg í nýliðaslag í dönsku úrvals- deildinni í knattspyrnu karla í gær- kvöldi. Stefán Teitur skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Silkeborg um næstsíðustu helgi í 4:1-sigri gegn Nordsjælland og fylgdi því svo eftir með því að skora sitt fyrsta A-landsliðsmark í 4:0 sigri gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 síðastliðinn mánudag. Skoraði í þriðja leiknum í röð Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Markaskorari Stefán Teitur Þórðar- son fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu. Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir heldur áfram sem þjálfari sænska kvennaliðsins Kristianstad í a.m.k. eitt ár til við- bótar. Hún er langt komin með sitt þrettánda tímabil með liðið frá 2009 og hefur framlengt samning sinn um eitt ár til viðbótar. Kristianstad hefur undir stjórn El- ísabetar smám saman fest sig í sessi með betri liðum Svíþjóðar síðustu ár, lék í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu í sumar og er nú í fjórða sæti sænsku deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið. Fjórtánda árið hjá Elísabetu Ljósmynd/@_OBOSDamallsvenskan Kristianstad Elísabet Gunnars- dóttir heldur áfram sem þjálfari. Kvennalið KA/Þórs í handknattleik vann frækinn fjögurra marka sig- ur, 26:22, gegn Istogu frá Kósóvó í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evr- ópubikarsins í gær. Um var að ræða fyrsta Evrópuleik norðankvenna í sögu félagsins. Leikið var í Istog í Kósóvó og standa norðankonur vel að vígi fyr- ir síðari leikinn sem fer fram strax í dag, einnig þar í borg. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og á KA/Þór því skráðan heimaleik í dag. Leikurinn í gær var hnífjafn lengst af. Eftir að Istogu byrjaði betur og komst í 1:4 tóku norðan- konur við sér og komust 5:4 yfir. Eftir það skiptust liðin á að ná naumri forystu en eftir að Istogu komst í 21:22 seint í leiknum sigldi KA/Þór fram úr með frábærum lokakafla þar sem liðið skoraði síð- ustu fimm mörk leiksins. Unnur Ómarsdóttir var marka- hæst norðankvenna með átta mörk. Þar á eftir kom Aldís Ásta Heimis- dóttir með fimm mörk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Markaskorari Unnur Ómarsdóttir átti stórleik og skoraði átta mörk í gær. Sterkur sigur í fyrsta Evrópuleik KA/Þórs Óvíst er hvenær Hildur Björg Kjartansdóttir, lands- liðskona í körfuknattleik, verður leikfær á ný en hún fékk höfuðáverka á æfingu hjá Val á undirbúnings- tímabilinu. Hildur hefur ekki tekið þátt í fyrstu leikjum Ís- landsmeistara Vals í úrvalsdeild kvenna, Subway- deildinni. „Ég er í bataferli en það getur í raun enginn sagt mér hvenær ég verði klár í slaginn. Ég get því lítið sagt um hvenær ég get spilað á ný þar sem ég veit það ekki sjálf. Þetta er hins vegar á réttri leið en gengur hægt,“ sagði Hildur Björg í samtali við mbl.is í gær. „Ég fékk högg á æfingu í haust en ég fékk einnig höfuðhögg í leik síðasta vetur. Þá var ég lengi að jafna mig. Ég er með sérfræðinga sem hjálpa mér að vinna í þessum málum og gerum við allt sem við getum til að ég nái mér,“ bætti hún við. Hildur er í lykilhlutverki hjá Val og hefur einnig verið á meðal allra bestu leikmanna íslenska landsliðsins síðustu ár. Næstu leikir hjá landsliðinu eru um miðjan nóvember. kris@mbl.is Veit ekki hvenær ég get spilað Barátta Hildur Björg í leik með Val gegn Fjölni. Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson hef- ur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Vestra og verður því áfram aðalþjálfari liðsins í næstefstu deild karla á næsta tímabili. Liðið hafnaði í 5. sæti í deildinni í sumar og komst í undanúrslit bik- arkeppninnar, þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Íslandsmeisturum Víkings. Vestri tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst að nýju við Jón Þór, sem tók við liðinu á miðju sumri og samdi þá út tímabilið. Verður áfram með Vestra Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Vestfirðir Jón Þór Hauksson mun stýra karlaliði Vestra áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.