Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 48

Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Grill 66-deild kvenna Selfoss – ÍR ........................................... 28:36 Víkingur – FH ...................................... 24:21 Staðan: FH 3 2 0 1 75:52 4 Selfoss 3 2 0 1 84:79 4 ÍR 3 1 1 1 80:74 3 ÍBV U 2 1 0 1 60:46 2 Grótta 2 1 0 1 48:45 2 Fram U 1 1 0 0 26:23 2 Stjarnan U 2 1 0 1 41:59 2 Valur U 2 1 0 1 42:46 2 Víkingur 2 1 0 1 42:54 2 HK U 2 0 1 1 49:52 1 Fjölnir/Fylkir 2 0 0 2 32:49 0 Grill 66-deild karla Valur U – Hörður ................................. 26:29 Þór – Kórdrengir.................................. 26:30 Vængir Júpíters – ÍR........................... 25:36 Evrópubikar kvenna 1. umferð, seinni leikur: Ajdovscina – Kristianstad .................. 19:20 - Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad, sem fer áfram saman- lagt 45:46. 1. umferð, fyrri leikur: Istogu – KA/Þór ................................... 22:26 Danmörk Ribe-Esbjerg – SönderjyskE ............. 32:24 - Sveinn Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir SönderjyskE. Ringköbing – Silkeborg-Voel ............ 24:26 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 15 skot í marki Ringköbing. Frakkland B-deild: Pontault – Nice .................................... 26:26 - Grétar Ari Guðjónsson varði átta skot í marki Nice. E(;R&:=/D Subway-deild karla Breiðablik – ÍR ................................... 107:92 Keflavík – Stjarnan .............................. 80:65 Staðan: Njarðvík 2 2 0 216:173 4 Keflavík 2 2 0 181:164 4 Tindastóll 2 2 0 159:144 4 KR 2 1 1 210:200 2 Valur 2 1 1 143:153 2 Þór Þ. 2 1 1 182:184 2 Stjarnan 2 1 1 178:182 2 Grindavík 2 1 1 146:142 2 Breiðablik 2 1 1 224:220 2 Vestri 2 0 2 176:201 0 1. deild karla Skallagrímur – Haukar...................... 81:113 Álftanes – ÍA....................................... 105:87 Hamar – Höttur.................................... 68:98 Selfoss – Sindri ................................... 86:101 Staða efstu liða: Haukar 4 4 0 434:259 8 Höttur 4 4 0 410:302 8 Álftanes 4 3 1 376:313 6 Sindri 4 3 1 352:324 6 Selfoss 4 2 2 353:351 4 1. deild kvenna Hamar/Þór – Vestri.............................. 90:67 Staða efstu liða:: Þór Ak. 3 3 0 243:195 6 Ármann 3 2 1 253:201 4 ÍR 2 2 0 148:109 4 Snæfell 3 2 1 230:223 4 Tindastóll 2 1 1 141:151 2 Ítalía Brindisi – Fortitudo Bologna........... 105:93 - Jón Axel Guðmundsson skoraði þrjú stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoð- sendingu á 27 mínútum hjá Bologna. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, úrslitaleikur: Laugardalsvöllur: ÍA – Víkingur R ...... L15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Ásvellir: Haukar – Skallagrímur........... S18 1. deild kvenna: Meistaravellir: KR – Tindastóll ............ L18 HANDKNATTLEIKUR EHF-bikar karla, 2. umferð, fyrri leikur: Kaplakriki: FH – SKA Minsk ............... L17 Sethöll: Selfoss – Jeruzalem Ormoz L19.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – HK............................ L14 Varmá: Afturelding – Stjarnan ............. L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – HK............................ L16 TM-höllin: Stjarnan – KA ...................... S16 Origo-höllin: Valur – ÍBV....................... S16 Varmá: Afturelding – Grótta ................. S18 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: TM-höll: Stjarn.U – Fjölnir/Fylkir .. S12.30 Kórinn: HK U – Grótta........................... S15 Framhús: Fram U – ÍBV U .............. S17.10 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SA ...................... L19.30 UM HELGINA! KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, lauk í gærkvöldi með tveimur leikj- um. Þar unnu bæði Keflavík og ný- liðar Breiðabliks sterka 15 stiga sigra, Keflavík sinn annan sigur og Breiðablik sinn fyrsta á tímabilinu. Keflavík fékk Stjörnuna í heim- sókn í Blue-höllina í stórleik umferð- arinnar. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi og leiddu Keflvíkingar með fjórum stigum, 37:33, í leihkléi. Í þeim síðari sýndu heimamenn hins vegar mátt sinn og megin og bættu stöðugt í. Að loknum þriðja leikhluta var forystan orðin níu stig, 62:53. Fjórði og síðasti leikhluti var jafn framan af en undir blálokin keyrðu Keflvíkingar yfir Garðbæ- inga og náðu fimmtán stiga forystu, 80:65, sem var mesta forskotið sem þeir náðu í leiknum og lokatölur. David Okeke átti stórleik í liði Keflavíkur og náði tvöfaldri tvennu þegar hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst að auki. Í liði Stjörnunnar dreifðist stigaskorun bróðurlega á milli manna en hún var þó í lægra lagi eins og lokatölurnar gefa til kynna. Hilmar Smári Henningsson skoraði mest Garðbæinga, 13 stig. Sannfærandi Blikar Leikur Breiðabliks og ÍR þróaðist á svipaðan hátt og leikur Keflavíkur og Stjörnunnar, fyrir utan það að mun meira var skorað í Smáranum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og leiddu Blikar með fimm stigum í hálfleik, 47:42. Í þriðja leikhluta söxuðu ÍR-ingar á forskot heimamanna sem leiddu með aðeins tveimur stigum, 72:70, að honum loknum. Lengra komust Breiðhyltingar hins vegar ekki því í fjórða og síð- asta leikhluta reyndust Blikar hlut- skarpari. Þeir náðu mest 16 stiga forystu, 102:86, og unnu að lokum öruggan 15 stiga sigur, 107:92. Hilmar Pétursson var stigahæstur Blika með 21 stig en Collin Anthony Pryor var stigahæstur í leiknum með 24 stig fyrir ÍR-inga. Tveir fimmtán stiga sigrar - Öruggt hjá Keflavík og nýliðunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflugur Hilmar Pétursson átti stórleik í liði Breiðabliks í leiknum gegn ÍR í Smáranum í gærkvöldi og berst hér við ÍR-inginn Sigvalda Eggertsson. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórð- arson skoraði í þriðja leik sínum í röð þegar hann skoraði eina mark Silkeborg í 1:1 jafntefli gegn Vi- borg í nýliðaslag í dönsku úrvals- deildinni í knattspyrnu karla í gær- kvöldi. Stefán Teitur skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Silkeborg um næstsíðustu helgi í 4:1-sigri gegn Nordsjælland og fylgdi því svo eftir með því að skora sitt fyrsta A-landsliðsmark í 4:0 sigri gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 síðastliðinn mánudag. Skoraði í þriðja leiknum í röð Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Markaskorari Stefán Teitur Þórðar- son fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu. Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir heldur áfram sem þjálfari sænska kvennaliðsins Kristianstad í a.m.k. eitt ár til við- bótar. Hún er langt komin með sitt þrettánda tímabil með liðið frá 2009 og hefur framlengt samning sinn um eitt ár til viðbótar. Kristianstad hefur undir stjórn El- ísabetar smám saman fest sig í sessi með betri liðum Svíþjóðar síðustu ár, lék í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu í sumar og er nú í fjórða sæti sænsku deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið. Fjórtánda árið hjá Elísabetu Ljósmynd/@_OBOSDamallsvenskan Kristianstad Elísabet Gunnars- dóttir heldur áfram sem þjálfari. Kvennalið KA/Þórs í handknattleik vann frækinn fjögurra marka sig- ur, 26:22, gegn Istogu frá Kósóvó í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evr- ópubikarsins í gær. Um var að ræða fyrsta Evrópuleik norðankvenna í sögu félagsins. Leikið var í Istog í Kósóvó og standa norðankonur vel að vígi fyr- ir síðari leikinn sem fer fram strax í dag, einnig þar í borg. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og á KA/Þór því skráðan heimaleik í dag. Leikurinn í gær var hnífjafn lengst af. Eftir að Istogu byrjaði betur og komst í 1:4 tóku norðan- konur við sér og komust 5:4 yfir. Eftir það skiptust liðin á að ná naumri forystu en eftir að Istogu komst í 21:22 seint í leiknum sigldi KA/Þór fram úr með frábærum lokakafla þar sem liðið skoraði síð- ustu fimm mörk leiksins. Unnur Ómarsdóttir var marka- hæst norðankvenna með átta mörk. Þar á eftir kom Aldís Ásta Heimis- dóttir með fimm mörk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Markaskorari Unnur Ómarsdóttir átti stórleik og skoraði átta mörk í gær. Sterkur sigur í fyrsta Evrópuleik KA/Þórs Óvíst er hvenær Hildur Björg Kjartansdóttir, lands- liðskona í körfuknattleik, verður leikfær á ný en hún fékk höfuðáverka á æfingu hjá Val á undirbúnings- tímabilinu. Hildur hefur ekki tekið þátt í fyrstu leikjum Ís- landsmeistara Vals í úrvalsdeild kvenna, Subway- deildinni. „Ég er í bataferli en það getur í raun enginn sagt mér hvenær ég verði klár í slaginn. Ég get því lítið sagt um hvenær ég get spilað á ný þar sem ég veit það ekki sjálf. Þetta er hins vegar á réttri leið en gengur hægt,“ sagði Hildur Björg í samtali við mbl.is í gær. „Ég fékk högg á æfingu í haust en ég fékk einnig höfuðhögg í leik síðasta vetur. Þá var ég lengi að jafna mig. Ég er með sérfræðinga sem hjálpa mér að vinna í þessum málum og gerum við allt sem við getum til að ég nái mér,“ bætti hún við. Hildur er í lykilhlutverki hjá Val og hefur einnig verið á meðal allra bestu leikmanna íslenska landsliðsins síðustu ár. Næstu leikir hjá landsliðinu eru um miðjan nóvember. kris@mbl.is Veit ekki hvenær ég get spilað Barátta Hildur Björg í leik með Val gegn Fjölni. Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson hef- ur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Vestra og verður því áfram aðalþjálfari liðsins í næstefstu deild karla á næsta tímabili. Liðið hafnaði í 5. sæti í deildinni í sumar og komst í undanúrslit bik- arkeppninnar, þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Íslandsmeisturum Víkings. Vestri tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst að nýju við Jón Þór, sem tók við liðinu á miðju sumri og samdi þá út tímabilið. Verður áfram með Vestra Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Vestfirðir Jón Þór Hauksson mun stýra karlaliði Vestra áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.