Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Segjum nei við haustlægðum sante.is Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðs- ins, Örn Arnarson, telur að fjölmiðlar mættu rýna betur í það sem frá sóttvarnalækni kemur og einnig það sem hann vitnar til. Vís- ar hann í nýlegt bréf sóttvarna- læknis til heilbrigðisráðherra þar sem segir: „Mismunandi er hvort tilslakanirnar hafa leitt til aukinnar út- breiðslu en bæði sótt- varnastofnun Evr- ópusambandsins (ECDC) og Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) spá aukinni útbreiðslu nú í byrjun vetrar og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir þ. á m. fjöldatakmarkanir, nándarreglu og notk- unar andlitsgrímu við skilgreinda atburði.“ - - - Rýnirinn segir þetta ekki ná- kvæmlega eftir haft, þar sem í stöðumatsskýrslu sóttvarnastofn- unar ESB segi: „Þau aðildarríki ESB og EES sem hafa ekki bólusett tilhlýðilegan fjölda íbúa eiga á hættu að smitum vegna Covid muni fjölga verulega samhliða fjölgun innlagna á sjúkrahús og dauðsfalla fram til loka nóvembermánaðar ef slakað er á almennum sóttvarna- aðgerðum á næstu vikum.“ - - - Og hann bætir við að sérstaklega sé tekið fram í skýrslunni að „Ísland er eitt þeirra þriggja Evr- ópulanda þar sem bólusetningar- hlutfall þjóðarinnar er komið yfir 75%. Sérfræðingar sóttvarnastofn- unar ESB meta eðli málsins sam- kvæmt stöðuna í þeim ríkjum þar sem mikill árangur hefur náðst í bólusetningum með öðrum hætti. Í skýrslunni segir að í þeim ríkjum sé minni hætta á að veruleg aukning verði á smitum með þeim afleiðing- um að innlögnum á sjúkrahús og dauðsföllum fjölgi.“ Örn Arnarson Rýnt í bréf sóttvarnalæknis STAKSTEINAR Þórólfur Guðnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hjúkrunarheimilin styðjast við sam- hæfðar leiðbeiningar um hvernig greiðslum er háttað fyrir ferðir heimilismanna til og frá heimilunum. Þannig er akstur til sér- fræðilæknis, samkvæmt ávísun læknis heimilisins, innifalinn í dval- argjaldinu. Einnig sjúkraflutningar samkvæmt ákvörðun hjúkrunar- fræðings og akstur í rannsóknir samkvæmt ávísun læknis heimilis- ins. Aðrar ferðir eru ekki innifaldar í dvalargjaldinu og eru því á kostnað viðkomandi heimilismanns. Leiðbeiningarnar, sem sjá má í meðfylgjandi töflu, byggja á þjón- ustusamningum við Sjúkratrygg- ingar Íslands og kröfulýsingu þeirra, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í velferðar- þjónustu (SFV). Þær hafa ekki breyst nýverið. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, sagði að sér sýnist að meginreglan sé sú að hjúkrunarheimilin fari eftir leiðbein- ingunum. „Það eru mögulega und- antekningar frá leiðbeiningunum og ég veit að hjúkrunarheimilin teygja sig eins og þau geta fyrir íbúana til að þjónusta þá sem best,“ sagði Sig- urjón. gudni@mbl.is Hjúkrunarheimilin borga sumar ferðir Ferðir heimilisfólks á hjúkrunarheimilum Gátlisti Innifalið í dvalargjaldi Akstur í einkaerindum NEI Akstur í sérmeðferðir utan heimilis NEI Akstur til sérfræðilæknis skv. ávísun læknis heimilisins JÁ Akstur til tannlæknis NEI Ferðir erlendis, flug/sigling/akstur o.fl. NEI Rafskutlur NEI Rekstur eigin bifreiðar NEI Sjúkraflutningar skv. ákvörðun hjúkrunarfræðings JÁ Sjúkraflug vegna ferða í einkaerindum innanlands og erlendis NEI Akstur í rannsóknir skv. ávísun læknis heimilisins JÁ Heimild: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu Sveitarstjórnir víðs vegar á landinu hafa nú til skoðunar hugmynd um að sett verði á fót ein húsnæðissjálfs- eignarstofnun á landsbyggðinni. Hugmyndin er upphaflega komin frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og er markmiðið að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgar- svæðisins og vaxtarsvæða. Þetta verði sérstaklega gert til að auðvelda tekjulágum hópum að fá húsnæði og hópum sem sveitarfélög bera sér- stakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðum einstaklingum. Hafa frest til loka október Stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga hefur fjallað um málið og óskað eftir að sveitarstjórnir taki af- stöðu til málsins fyrir lok október. Er hugmyndin sú að stofnunin verði samstarfsverkefni sveitarfé- laga, sem geti náð fram stærðarhag- kvæmni með því að sameinast um uppbyggingu og rekstur íbúðanna. Fram kemur á minnisblaði HMS að í dag séu átta húsnæðissjálfseign- arstofnanir starfandi á vegum sveit- arfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem hafa fengið úthlutuð stofnfram- lög til alls 42 íbúða og þrjú byggða- samlög fengið stofnframlög til 16 íbúða. Rekstur lítilla félaga geti reynst afar óhagkvæmur og í litlum sveitarfélögum þar sem ekki er þörf fyrir margar almennar íbúðir geti verið erfitt að standa að hagkvæmri byggingu þeirra og rekstri. Ná megi fram hagkvæmni í að farið yrði í sameiginleg uppbyggingarverkefni í nokkrum sveitarfélögum í senn. „Þannig mætti sjá fyrir sér að stofn- unin sem tillagan snýr að gæti boðið út verkefni í nokkrum sveitarfélög- um, jafnvel í einhverjum áföngum til nokkurra ára […],“ segir m.a. á minnisblaði HMS. omfr@mbl.is Stuðla að byggingu almennra íbúða - Ræða stofnun sjálfseignarstofnunar - Átta starfandi sjálfseignarstofnanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.