Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Segjum nei við haustlægðum sante.is Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðs- ins, Örn Arnarson, telur að fjölmiðlar mættu rýna betur í það sem frá sóttvarnalækni kemur og einnig það sem hann vitnar til. Vís- ar hann í nýlegt bréf sóttvarna- læknis til heilbrigðisráðherra þar sem segir: „Mismunandi er hvort tilslakanirnar hafa leitt til aukinnar út- breiðslu en bæði sótt- varnastofnun Evr- ópusambandsins (ECDC) og Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) spá aukinni útbreiðslu nú í byrjun vetrar og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir þ. á m. fjöldatakmarkanir, nándarreglu og notk- unar andlitsgrímu við skilgreinda atburði.“ - - - Rýnirinn segir þetta ekki ná- kvæmlega eftir haft, þar sem í stöðumatsskýrslu sóttvarnastofn- unar ESB segi: „Þau aðildarríki ESB og EES sem hafa ekki bólusett tilhlýðilegan fjölda íbúa eiga á hættu að smitum vegna Covid muni fjölga verulega samhliða fjölgun innlagna á sjúkrahús og dauðsfalla fram til loka nóvembermánaðar ef slakað er á almennum sóttvarna- aðgerðum á næstu vikum.“ - - - Og hann bætir við að sérstaklega sé tekið fram í skýrslunni að „Ísland er eitt þeirra þriggja Evr- ópulanda þar sem bólusetningar- hlutfall þjóðarinnar er komið yfir 75%. Sérfræðingar sóttvarnastofn- unar ESB meta eðli málsins sam- kvæmt stöðuna í þeim ríkjum þar sem mikill árangur hefur náðst í bólusetningum með öðrum hætti. Í skýrslunni segir að í þeim ríkjum sé minni hætta á að veruleg aukning verði á smitum með þeim afleiðing- um að innlögnum á sjúkrahús og dauðsföllum fjölgi.“ Örn Arnarson Rýnt í bréf sóttvarnalæknis STAKSTEINAR Þórólfur Guðnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hjúkrunarheimilin styðjast við sam- hæfðar leiðbeiningar um hvernig greiðslum er háttað fyrir ferðir heimilismanna til og frá heimilunum. Þannig er akstur til sér- fræðilæknis, samkvæmt ávísun læknis heimilisins, innifalinn í dval- argjaldinu. Einnig sjúkraflutningar samkvæmt ákvörðun hjúkrunar- fræðings og akstur í rannsóknir samkvæmt ávísun læknis heimilis- ins. Aðrar ferðir eru ekki innifaldar í dvalargjaldinu og eru því á kostnað viðkomandi heimilismanns. Leiðbeiningarnar, sem sjá má í meðfylgjandi töflu, byggja á þjón- ustusamningum við Sjúkratrygg- ingar Íslands og kröfulýsingu þeirra, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í velferðar- þjónustu (SFV). Þær hafa ekki breyst nýverið. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, sagði að sér sýnist að meginreglan sé sú að hjúkrunarheimilin fari eftir leiðbein- ingunum. „Það eru mögulega und- antekningar frá leiðbeiningunum og ég veit að hjúkrunarheimilin teygja sig eins og þau geta fyrir íbúana til að þjónusta þá sem best,“ sagði Sig- urjón. gudni@mbl.is Hjúkrunarheimilin borga sumar ferðir Ferðir heimilisfólks á hjúkrunarheimilum Gátlisti Innifalið í dvalargjaldi Akstur í einkaerindum NEI Akstur í sérmeðferðir utan heimilis NEI Akstur til sérfræðilæknis skv. ávísun læknis heimilisins JÁ Akstur til tannlæknis NEI Ferðir erlendis, flug/sigling/akstur o.fl. NEI Rafskutlur NEI Rekstur eigin bifreiðar NEI Sjúkraflutningar skv. ákvörðun hjúkrunarfræðings JÁ Sjúkraflug vegna ferða í einkaerindum innanlands og erlendis NEI Akstur í rannsóknir skv. ávísun læknis heimilisins JÁ Heimild: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu Sveitarstjórnir víðs vegar á landinu hafa nú til skoðunar hugmynd um að sett verði á fót ein húsnæðissjálfs- eignarstofnun á landsbyggðinni. Hugmyndin er upphaflega komin frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og er markmiðið að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgar- svæðisins og vaxtarsvæða. Þetta verði sérstaklega gert til að auðvelda tekjulágum hópum að fá húsnæði og hópum sem sveitarfélög bera sér- stakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðum einstaklingum. Hafa frest til loka október Stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga hefur fjallað um málið og óskað eftir að sveitarstjórnir taki af- stöðu til málsins fyrir lok október. Er hugmyndin sú að stofnunin verði samstarfsverkefni sveitarfé- laga, sem geti náð fram stærðarhag- kvæmni með því að sameinast um uppbyggingu og rekstur íbúðanna. Fram kemur á minnisblaði HMS að í dag séu átta húsnæðissjálfseign- arstofnanir starfandi á vegum sveit- arfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem hafa fengið úthlutuð stofnfram- lög til alls 42 íbúða og þrjú byggða- samlög fengið stofnframlög til 16 íbúða. Rekstur lítilla félaga geti reynst afar óhagkvæmur og í litlum sveitarfélögum þar sem ekki er þörf fyrir margar almennar íbúðir geti verið erfitt að standa að hagkvæmri byggingu þeirra og rekstri. Ná megi fram hagkvæmni í að farið yrði í sameiginleg uppbyggingarverkefni í nokkrum sveitarfélögum í senn. „Þannig mætti sjá fyrir sér að stofn- unin sem tillagan snýr að gæti boðið út verkefni í nokkrum sveitarfélög- um, jafnvel í einhverjum áföngum til nokkurra ára […],“ segir m.a. á minnisblaði HMS. omfr@mbl.is Stuðla að byggingu almennra íbúða - Ræða stofnun sjálfseignarstofnunar - Átta starfandi sjálfseignarstofnanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.