Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 263. tölublað . 109. árgangur .
LÍKAR HAND-
BOLTALÍFIÐ
Í ÁLABORG
EKKI VERÐI
SKYLT AÐ
BÓLUSETJA
FLOTT MÚSÍK
SEM HÆFIR
LJÓÐUNUM
BÓLUSETNINGAR 2 OG 4 EDDA OG KRISTINN 28ARON PÁLMARSSON 26
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Viðræður stjórnarflokkanna um
endurnýjað stjórnarsamstarf hafa
gengið vel undanfarna daga, en þó
ekki þannig að tekist hafi að útkljá
öll deiluefni. Að sögn kunnugra er
ekki víst að það verði reynt til þraut-
ar, enda skemmri tími til stefnu.
Kalla þarf Alþingi saman ekki síðar
en 4. desember og leggja fram fjár-
lagafrumvarp.
Stjórnarþingmenn, sem Morgun-
blaðið ræddi við, eru ekki mjög
áhyggjufullir og segja engar líkur á
öðru en að flokkarnir nái saman.
Hins vegar hafi sennilega of mikill
tími farið í að ræða nokkur ágrein-
ingsefni, sem ekki verði gert út um á
nokkrum dögum eða vikum. Þar
ræðir um gamalkunnug þrætuepli á
borð við landvernd og orkunýtingu.
„Þar þurfa flokkarnir einfaldlega
að treysta hver öðrum til þess að
geta unnið úr þeim málum á kjör-
tímabilinu. Þetta eru ólíkir flokkar
og nokkur bjartsýni að þeir gætu
leyst öll erfiðu málin fyrir fram,“
sagði einn stjórnarliði í samtali við
blaðið.
Hermt er að fyrir liggi nokkuð
löng drög að stjórnarsáttmála, „of
löng“ sögðu fleiri en einn viðmæl-
andi. Þeir töldu líklegra, úr því sem
komið væri, að kynntur yrði
skemmri stjórnarsáttmáli með
breiðum strokum, laus við of mikil
smáatriði.
Þeir gera ekki heldur mikið úr því
að fjárlagaumræðan sé eftir, frum-
varpið verði mjög „eftir bókinni“.
Hins vegar þurfi a.m.k. viku eftir að
saman gengur til þess að ganga frá
frumvarpinu, semja um nefndir í
samtali við stjórnarandstöðu o.s.frv.
Sumir hafa nefnt að störf undir-
búningskjörbréfanefndar trufli við-
ræðurnar og að unnt verði að kalla
þing saman. Aðrir segja það þægi-
legt skjól að skáka í, en skipti í raun
engu. Sé sátt um stjórnarsáttmála
og ráðherraembætti breyti störf
nefndarinnar engu um, tillaga henn-
ar komi alltaf til kasta þingsins. »10
Skemmri stjórnarsátt-
máli líklegri en langur
- Skipting ráðuneyta komin á dagskrá - Deilumál óútkljáð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stjórnarmyndun Bjarni Benedikts-
son á leið í Ráðherrabústaðinn.
„Því miður held ég að þetta sé raun-
in í flestöllum leikskólum landsins
eins og staðan er í dag,“ segir Sigrún
Hulda Jónsdóttir, meðstjórnandi í
stjórn Félags stjórnenda leikskóla
og leikskólastjóri í Kópavogi. Hún
vísar til bréfs frá leikskólakennara í
Hafnarfirði sem birt var á net-
miðlum um helgina þar sem hann
bað börn og foreldra afsökunar á því
að geta ekki sinnt starfi sínu nægi-
lega vel. Í umræddu bréfi er rakið að
starfsfólk sé að sligast undan álagi
vegna manneklu sem komi til vegna
veikinda starfsfólks, vinnutíma-
styttingar og fleiri þátta.
„Þetta haust er búið að vera erfið-
ara en mörg önnur. Það er einfald-
lega ekki hægt að þenja kerfið meira
út,“ segir Sigrún Hulda. „Það er
knappt gefið í starfsmannahaldi og
hefur lengi verið. Róðurinn er þó
þyngri núna því sveitarfélög hafa
biðlað til stjórnenda að draga saman
seglin og fara ekki umfram í ráðn-
ingum og öðru. Til viðbótar kemur
vinnutímastytting. Það segir sig
sjálft að þegar starfsmaður fer út og
enginn kemur í staðinn þá eykst
álagið á þá sem eftir eru. Stakkurinn
var þröngur fyrir og nú er hann
sprunginn.“ »4
Haustið þungt
á leikskólum
- Stytting vinnuvikunnar eykur álagið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Álag Leikskólastjóri segir að starfið
hafi verið óvenjuþungt undanfarið.
Árbæjarskóli fór með sigur af hólmi þegar keppt
var til úrslita í Skrekk, hæfileikakeppni grunn-
skólanema í Reykjavík í gærkvöldi. Atriði nem-
endanna úr Árbæjarskóla nefnist Annað viðhorf
og fögnuðu nemendur skólans ákaft þegar til-
kynnt var um sigurvegara.
Í öðru sæti hafnaði Fellaskóli með atriðið
Hvað er að gerast? og í þriðja sæti var Austur-
bæjarskóli með atriðið Í skugga ofbeldis.
Árbæjarskóli sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur 2021
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hoppuðu hæð sína af gleði þegar úrslitin lágu fyrir
Forsvarsmenn flugfélagsins Play
gera ráð fyrir að fyrirtækið skili
hagnaði einhvern tímann á næsta
ári. Tilkynnt var fyrir helgi að af-
koma félagsins hafi verið neikvæð á
þriðja ársfjórðungi þessa árs um 1,4
milljarða króna. Í viðtali við Morg-
unblaðið segir Birgir Jónsson, for-
stjóri Play, að þótt lausafjárstaða
fyrirtækisins sé góð og hægt væri að
reka það með tapi í örfá ár sé auðvit-
að markmiðið að skila hagnaði sem
fyrst. Þá segir Einar Örn Ólafsson,
stjórnarformaður í Play, að það
væru mikil vonbrigði ef ekki næðist
að skila hagnaði á að minnsta kosti
einum ársfjórðungi næsta árs. Þeir
segja báðir að væntanlega verði fé-
lagið rekið með hagnaði næsta sum-
ar, þar sem sætanýting þess er á
uppleið og vegna þess að kostnaður
var lægri en gert var ráð fyrir. »12
Morgunblaðið/Eggert
Viðskipti Forsvarsmenn Play sjá
fram á bjarta tíma í rekstrinum.
Play muni
hagnast á
næsta ári
- Sætanýting eykst
og lausafjárstaða góð