Morgunblaðið - 09.11.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Olíuskipið Keilir bíður þess að
skrúfuöxlar skipsins komi úr viðgerð
í Danmörku. Vonast er til þess að
hægt verði að ljúka viðgerð skipsins í
næstu viku, enda gegnir það mikil-
vægu hlutverki við olíudreifingu á
hafnir landsins.
Skipið var tekið í slipp 19. október
og kom í ljós að öxuldraga þurfti það.
Hörður Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Olíudreifingar sem á Keili,
sagði að senda hefði þurft öxlana til
Danmerkur á sérhæft verkstæði
sem er með viðurkenningu til að
sjóða í og renna slíka öxla. Viðgerð á
öxlunum lýkur í dag og þá er eftir að
koma þeim aftur til landsins á sem
stystum tíma. Öxlarnir eru rúmlega
þriggja metra langir og um 300 kg
hvor um sig.
Dreifa olíu með ýmsu móti
Keilir hefur verið tvö og hálft ár í
rekstri. Er þetta eðlilegt slit á svo
skömmum tíma?
„Nei, okkur finnst það ekki,“ sagði
Hörður. Hann sagði eftir að fara í
gegnum það hvort þetta heyrði undir
ábyrgð á skipinu.
Olíudreifing hefur gripið til ým-
issa ráða til að hvergi verði olíu-
skortur á meðan Keilis nýtur ekki
við. Þannig kom innflutningsskipið
Fure Valo til Vestmannaeyja á
sunnudag og losaði þar olíu. Skipið
er 150 metra langt og 23 metra
breitt, samkvæmt vefnum Eyjar.net.
Það mun vera stærsta olíuskip sem
komið hefur til hafnar í Vestmanna-
eyjum. Innflutningsskip koma líka
með olíu á nokkrar stærri hafnir og
er beinn innflutningur til Neskaup-
staðar, Reyðarfjarðar og Akureyrar.
Keilir hefur verið lestaður þar og
flutt olíu á hafnir eins og t.d. Vopna-
fjörð og Þórshöfn. Keilir hefur farið
um það bil hálfsmánaðarlega á Ísa-
fjörð og Patreksfjörð. Hann fer oftar
til Vestmannaeyja. Einnig fer Keilir
á Höfn í Hornafirði, enda eina olíu-
skipið sem kemst þar inn.
Gert var átak í að dreifa olíu sem
víðast áður en Keilir fór í slipp.
Reiknað var með að hann yrði frá í
hálfan mánuð. Töfin verður nær því
að vera mánuður. Auk innflutnings-
skipanna verða olíuflutningar með
bílum auknir til að mæta þörfinni
fyrir olíu á meðan Keilir er í slipp.
Olíudreifing heldur birgðir af
fljótandi eldsneyti og dreifir því fyrir
eigendur sína N1 hf. og Olíuverslun
Íslands hf. um allt land.
Gera þurfti við skrúfuöxla Keilis
- Beðið er eftir skrúfuöxlunum úr viðgerð í Danmörku - Ýmsar ráðstafanir gerðar svo hvergi yrði olíu-
skortur - Keilir gegnir veigamiklu hlutverki við dreifingu fljótandi eldsneytis á ýmsar smærri hafnir
Morgunblaðið/sisi
Keilir Olíuskipið var tekið í slipp í Reykjavík 19. október og þá kom í ljós að gera þurfti við báða skrúfuöxlana.
Rauða litinn tengja margir við jólin
og sá er nú ráðandi í gróðurhúsum
Birgis S. Birgissonar garðyrkju-
manns í gróðrarstöðinni Ficus í
Hveragerði. Jólastjörnurnar þar eru
nú fullsprottnar og fara í blómabúð-
ir á allra næstu dögum. „Litaaf-
brigði jólastjarnanna sem hér eru
ræktaðar eru alls níu, til dæmis
hvítar, bleikar og skræpóttar.
Rauðu jólastjörnurnar eru hins
vegar vinsælastar og eru alls um
80% ræktunar ársins, sem er um
20.000 plöntur,“ segir Birgir.
Framleiðsla á jólastjörnunum í
Hveragerði hefst á miðju sumri þeg-
ar þangað er komið með rætna
græðlinga frá Hollandi. „Hér á bæ
byrjar undirbúningur jólanna í júlí,“
segir Birgir um ræktun þessa þar
sem fylgja þarf ýmsum kúnstarinnar
reglum varðandi hita, lýsingu og
annað.
„Síðan eru hýasintur hér í húsi
líka komnar vel á legg og munu
blómstra fallega eins og fleira sem
hér er ræktað,“ segir Birgir blóma-
bóndi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jól nálgast
og rauður
er ráðandi