Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 12

Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 12
„Laser-fókus“ Play er enn tiltölulega nýtt flug- félag og sviptingar í flugrekstri eru miklar eins og íslenskir neytendur vita vel og hafa séð undanfarin ár, nú síðast með falli WOW Air. Birgir og Einar segja, nánast í kór, að stjórn- endur flugfélaga verði að vera gríð- arlega einbeittir því samkeppnin er hörð og baráttan er háð á degi hverj- um allan ársins hring. Þeir segja enda að það sé ástæðan fyrir því að verið sé að stækka rekstur Play út til Litháen. Ef kostnaður við rekstur- inn er ekki lækkaður með þessum hætti skapast hætta á því að félagið tapi fyrir samkeppnisaðilum, sem eru mun fleiri en bara Icelandair, eins og margir gleyma gjarnan. Raunar segir Birgir að samkeppn- isaðilar Play séu bara ætíð jafn- margir og þau flugfélög sem fljúga til og frá Íslandi. Þannig sé Icelanda- ir bara einn samkeppnisaðili af fjöl- mörgum. „Þú þarft bara að vera með „laser- fókus“ á kostnaðinn. Þess vegna er- um við að gera þetta, þetta er bara ein leiðin til að lækka kostnaðinn og það er það sem markaðurinn vill – það er enginn Kani að fara að ákveða að fljúga með okkur eða Icelandair af því það eru svo löng fæðingarorlof á Íslandi eða stutt vinnuvika eða svo góðir lífskjarasamningar,“ segir Birgir og bætir við að verið sé að ráðast í útrás snemma til þess að þurfa ekki að segja neinum upp. Þannig er ekki verið að koma upp neinni starfsemi, sem fyrir er til á Ís- landi og legðist niður við útvíkk- unina. „Við erum í raun og veru að gera þetta núna til að þurfa ekki að segja neinum upp,“ segir Birgir. Búast við hagnaði eftir ár Play kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt fyrir síðustu helgi sem sýndi fram á neikvæða afkomu um 1,4 milljarða króna, sem var undir vænt- ingum. Þrátt fyrir það segja bæði Birgir og Einar að félagið sé vel statt enda hafi það verið vel fjármagnað frá upphafi og svo hafi kostnaður verið minni en áætlað var. „Tapið er heldur meira en við lögðum upp með,“ segir Einar. „Við vorum að vona í vor að faraldurinn væri svona í rénun, sem hefur síðan ekki alveg gengið eftir. Við fjár- mögnuðum okkur samt betur en upphafleg plön gerðu ráð fyrir og við fjármögnuðum okkur sérstaklega til að vera klár í alveg nokkur áföll. Og frávikið í krónum talið er mjög óverulegt með hliðsjón af peningun- um sem við söfnuðum, þannig að peningastaðan á reikningnum okkar er bara eiginlega sú sama og við gerðum ráð fyrir að hún yrði.“ „Ársfjórðungurinn sem við erum að kynna núna endar náttúrulega í september, þar sem við vorum með 52% sætanýtingu en í október var sú tala komin upp í 68%, þannig að ég ætla ekkert að fara sitja hérna að ári og útskýra af hverju við erum í tapi þá,“ bætir Birgir við. Lífræn aukning í sætanýtingu Og Play-fólki er tíðrætt um sæta- nýtingu, eins og sást á fjárfestadegi sl. föstudag, sem haldinn var í Kaup- mannahöfn. Þar kom einmitt fram að sætanýting félagsins stæði í um 68%, sem er hækkun upp á 27 prósentu- stig síðan í sumar þegar starfsemin hófst. Birgir og Einar voru spurðir hvort flugferðum hefði verið fækkað fram í tímann og sætaframboð þann- ig lækkað en þeir taka að öllu leyti fyrir það. „Þetta er bara meiri sala og fólk er bara byrjað að vilja ferðast meira. Við erum náttúrulega svolítið að hanga bara á íslenska markaðnum og Íslendingar fengu þarna aðeins kalda fætur í sumar þegar við vorum nýbyrjuð en svo núna bara í sept- ember/október byrjaði fólk að ferðast. Og við sjáum ekkert merki um það núna að það sé eitthvað að hætta,“ segir Birgir. Einar tekur heilshugar undir þetta og bendir á að vanalega séu flugmiðar bókaðir langt fram í tímann. Þannig sé ekki nema eðlilegt að sætanýting komist ekki á almennilegt skrið fyrr en nokkrum mánuðum eftir að miðasala hefst. „Við náttúrulega byrjuðum að selja miða í maí og venjulega viltu vera með sölu 6-12 mánuði fram í tímann vegna þess að fólk pantar sér alla jafna flug með löngum fyrirvara. Við byrjum í maí og fljúgum svo fyrst mánuði síðar, það er svolítið erfitt að fylla fyrstu vélarnar á þeim tíma. Fólkið sem var að ferðast þá var bara búið að kaupa miðana sína,“ segir Einar. „Laser-fókus“ Play í Litháen Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Útrás Flugfélagið Play ætlar að opna starfsstöð í Litháen til þess að lækka kostnað og auka samkeppnishæfni. - Reyna að lækka starfsmannakostnað og líta til Esytrasaltsins - Það sem er hægt í Litháen er ekki hægt á Íslandi - Segja að Play muni skila hagnaði eftir ár - Aukin sætanýting engar sjónhverfingar Neikvæð afkoma » Afkoma Play á þriðja árs- fjórðungi var neikvæð um 1,4 milljarða króna » Kostnaður var þó undir áætlun » Tekjur félagsins námu 875 milljónum króna Birgir Jónsson Einar Örn Ólafsson VIÐTAL Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Einar Örn Ólafsson, stjórnarformað- ur félagsins, segja að nýkynntar fyr- irætlanir um að opna starfsstöðvar í Litháen hafi verið gerðar með það fyrir augum að lækka launakostnað. Þar fyrir utan segja þeir í samtali við ViðskiptaMoggann að meira fram- boð af sérmenntuðu fólki sé í Lithá- en en á Íslandi. Þeir segja að það sé rökrétt fram- vinda uppbyggingar félagsins að opnuð sé starfsstöð erlendis. Þegar fyrirhugaðar flugferðir milli Banda- ríkjanna og Evrópu hefjast verður ekki mikil þörf fyrir t.d. íslensku- mælandi starfsfólk í þjónustuveri og því sé vel hægt að starfrækja slíka þjónustu utan landsteinanna til við- bótar við þjónustuver og skrifstofu hér á landi fyrir íslenska neytendur. Til viðbótar má nefna að Play hyggst fá til liðs við sig forritara í Litháen, starfsfólk sem sinnir markaðsmál- um, fjártæknimálum og starfsfólk í almennari skrifstofustörf. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvað þeim, sem mjög annt er um kjör launþega, myndu segja um- starfsstöðvar íslensks flugfélags á markaði í Litháen. Spurðir út í fyr- irsjáanlega gagnrýni úr þeirri átt segja Birgir og Einar að málið sé einfalt. Af hverju Litháen? „Við höfum fengið spurninguna „af hverju Litháen?“ Og svo hafa margir spurt okkur „af hverju ekki Serbía eða Búlgaría eða Svartfjalla- land eða Albanía, þau eru miklu ódýrari?“ Litháen er alveg Evrópu- sambandsland, launin þar eru ekkert ósvipuð bara Portúgal, svo við tökum bara dæmi úr V-Evrópu. Svo snýst þetta ekkert bara um launakostnað- inn heldur einmitt bara aðgang að sérmenntuðu starfsfólki. Ef þú ætlar að ráða eitthvert 10 manna forrit- unarteymi hérna á Íslandi, það er nánast bara ekkert hægt, það er eig- inlega bara útilokað,“ segir Einar áð- ur en Birgir skýtur inn í: „Markaðurinn er alveg búinn að ákveða hvað hann vill: Hann vill lág verð. Einhvern veginn þarf að mæta því og það er erfitt ef þú ert með all- an kostaðinn þinn í dýrasta landi í heimi liggur við.“ 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Kjartan Smári Höskuldsson, fram- kvæmdastjóri Íslandssjóða, segir enn koma til greina að reisa hótel á Kirkjusandi. Félagið 105 Miðborg byggir á fjór- um af níu reitum á Kirkjusandi. Fé- lagið er fagfjárfestasjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða. Umrætt hótel yrði vestast á upp- byggingarsvæðinu, gegnt höfuð- stöðvum Origo, og er áformað að þar verði 240 herbergi og jafnvel fleiri, ef leigutaki óskar þess. Verði sú síðasta Kjartan Smári segir gert ráð fyrir að byggingin verði sú síðasta sem rísi á reitum Íslandssjóða. „Miðað við núverandi áætlanir væri þetta hús að rísa eftir um þrjú ár,“ segir Kjartan Smári. Ekki hafi komið til álita að hætta við hótelið. Horfur í ferðaþjónustu séu bjartar og vegna breyttrar notkunar á fjölda airbnb-íbúða muni skapast þörf fyrir fleiri hótelberbergi innan fárra ára. Kjartan Smári bendir á að um sé að ræða skrifstofuhúsnæði með leyfi fyrir hótelrekstri. Ekki sé meitlað í stein að þar verði hótel. „Það er enn fullur vilji hjá okkur til þess að reisa hótel en framhaldið mun ráðast af stemningunni á markaðnum fyrir nýjum hótelbyggingum þegar þar að kemur. Þetta er afar góð staðsetning fyrir hótel,“ segir hann. Reiturinn sé við miðborgina, samgöngur með besta móti og útsýnið glæsilegt. Íbúðir í stað skrifstofuhúsnæðis Hótelið yrði á reit F1, í 8.950 fer- metra byggingu, en F-reitur verður þrískiptur. Hefur félagið 105 Mið- borg sótt um leyfi til að breyta notk- un á reit F2 úr skrifstofu- og at- vinnuhúsnæði í íbúðir en þar gætu risið tugir íbúða í 7.500 fermetra byggingu. Loks verða íbúðir í 3.000 fermetra byggingu á reit F3. baldura@mbl.is Áforma enn stórt hótel Teikning/THG arkitektar Á teikniborðinu Fyrirhugað hótel á Kirkjusandi hefði 250 herbergi. - Fjárfestir á Kirkjusandi bendir á fækkun airbnb-íbúða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.