Morgunblaðið - 09.11.2021, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er að
koma á dag-
inn, að djörf
tilraun stjórnenda
og helstu áhrifa-
manna í banda-
ríska Demókrata-
flokknum við
uppstillingu frambjóðanda til
forseta var áhætta, sem nú er
ljóst orðið að gekk ekki upp.
Vissulega má viðurkenna að
fyrri hluti áætlunarinnar slapp
lengst af fyrir horn. Þegar ráð-
andi öfl flokksins sáu sér til
skelfingar að þau sætu uppi
með að Bernie Sanders, sósíal-
isti eða fremur kommúnisti til
margra áratuga, væri að verða
forsetaefni demókrata, töldu
þau óhjákvæmilegt að grípa til
örþrifaráða. Meginöfl banda-
rísks fjölmiðlamarkaðar höfðu
allt kjörtímabilið gengið hart
fram í að grafa undan forseta-
tíð Trumps með það markmiði
og réttlætingu að koma í veg
fyrir að „slysið“ héldi áfram
næstu fjögur árin. Taldi leið-
andi hópur flokksins að fram-
boð sósíalistans Sanders
myndi tryggja erkióvininum
Donald Trump forsetaemb-
ættið á ný og nú á silfurdiski.
Slíkt mætti aldrei gerast. Allt
mátti vinna til.
Aðeins með öflugum og vilj-
ugum fjölmiðlaher landsins
gæti það nokkru sinni gengið
upp af hafa Biden frambjóð-
anda faldan niðri í kjallara í
Delaware lungann úr kosn-
ingabaráttunni. En þetta var
eini sjáanlegi leikurinn í stöð-
unni. Biden var aðeins sýndur
ofanjarðar undir sterkri stjórn
umsjónarmanna og þess gætt
að einungis innvígðir fjöl-
miðlamenn fengju að spyrja
hann spurninga sem hann fékk
fyrir fram og hefði jafnframt
svörin á spjöldum sem hann
gæti gripið til í neyð. Með yfir-
gengilega frjálsri umgengni
um meðferð atkvæða og kjör-
staði í lykilkjördæmum þar
sem ekki mátti skylda kjós-
endur til að framvísa skírtein-
um gat hin æðisgengna tilraun
gengið upp. En þá fyrst byrj-
aði ballið.
Hvar sem hefur reynt á nýja
forsetann í raun, eins og klúðr-
ið í Afganistan er hrópandi
dæmi um í utanríkismálum
taka augu almennings að opn-
ast í áföngum. Sama gildir um
margt annað, svo sem yfir-
gengileg klaufaspörk á suður-
landamærum ríkisins og veik-
burða samtöl við erlenda
leiðtoga.
Á netheimum ganga nú
óteljandi dæmi um illskilj-
anlegt muldur forsetans sem
meint svör við einföldum
spurningum, sem umsjón-
armenn töldu sér
óhætt að hleypa í
gegn. En oftast er
sýndur niðurlægj-
andi flótti hans
undan blaðamönn-
um eða banal
framkoma yfir
kistum fallinna hermanna eftir
klúður forsetans.
Skoðanakannanir um
frammistöðu Joe Bidens í emb-
ætti verða sífellt óhagstæðari,
þótt kjósendur merktir demó-
krötum haldi enn þá þokka-
lega.
En mestum áhyggjum
stjórnenda og aðstoðamanna
forsetans valda svör óháðra
kjósenda, en mikill fylgis-
brestur hefur þegar orðið í
hópi þeirra. Kosningar í tveim-
ur fylkjum Bandaríkjanna í
síðustu viku ollu fyrir fram
ekki miklum áhyggjum í liði
demókrata. Í kosningunum
þar fyrir réttu ári höfðu þeir
farið létt með að klára það
dæmi. En það breyttist nú.
Demókratar höfðu unnið kosn-
ingarnar í Virginíu fyrir réttu
ári með 10% atkvæða mun en
nú var sá meirihluti horfinn og
repúblikanar unnu með 2,5%
mun, svo sveiflan var veruleg.
Í nágrannaríkinu New Jer-
sey munaði aðeins örfáum at-
kvæðum í ríkisstjórakjöri. En
það saxaðist heilmikið af fylgi
demókrata í öðrum valdaþátt-
um ríkisins. Ein frétt vakti þó
hvað mesta athygli. Vörubíl-
stjóri einn úr röðum repúblik-
ana bauð sig fram til rík-
isþingsins og varði tæpum 20
þúsund krónum í kosningabar-
áttu sína (153 dollurum). Og á
kosninganótt var tilkynnt að
þúfan, ef kalla má bílstjórann
það, hefði velt þungu fjalli, því
hann hefði fellt sjálfan forseta
ríkisþingsins. Sá hafði varið
milljónatugum í sína baráttu
en það dugði ekki til. Og þó!
Því nú um helgina tilkynnti
hinn fallni þingforseti demó-
krata að andstæðingarnir
skyldu fagna hægt og varlega
því að hann og hans menn
hefðu „fundið“ nokkur þúsund
atkvæði 5 dögum eftir að kosn-
ingum lauk. Þessi afrek demó-
krata hefðu sjálfsagt þótt til-
þrifamikið mál í Borgarnesi
þar sem það sem ekkert var
hefur verið blásið upp og menn
velt sér upp úr í vel á annan
mánuð!
En forseta ríkisþingsins í
New Jersey til afsökunar má
benda á að haganlega fundin
nokkur þúsund atkvæði löngu
eftir að talningu lauk hefði
ekki verið atburður sem náði
einu einasta máli eftir allt ann-
að sem gekk á í kosningunum
um forsetann fyrir réttu ári.
Brýnt er að öfl-
ugasta lýðræðisríki
heims taki sér tak í
umgengni um kosn-
ingar og kjörgögn}
Slæm mynd af
kosningum vestra
C
ovid-19-heimsfaraldur er í mikilli
uppsveiflu þessa dagana. Innan-
landsaðgerðir voru hertar vegna
fjölgunar smita í lok síðustu viku
þegar reglur um grímuskyldu
tóku gildi en hertar reglur taka gildi að fullu á
miðvikudaginn, 10. nóvember. Það er mín von
að með því að fara varlega, fylgja reglunum og
gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum
náum við að takmarka útbreiðslu veirunnar
sem allra fyrst, og vernda þannig heilbrigð-
iskerfið og líf og heilsu landsmanna.
Bólusetningar við Covid-19 hafa skilað
miklum árangri hér á landi. Framkvæmd
bólusetninga gekk vel og almenn þátttaka var
með því mesta sem þekkist. Í nýrri samantekt
embættis sóttvarnalæknis er fjallað um ávinn-
ing bólusetningar. Þar kemur fram að ein-
staklingur sem á í nánum samskiptum við Covid-
smitaðan einstakling er 50% ólíklegri til að smitast hafi
hann fengið fulla grunnbólusetningu en væri hann óbólu-
settur. Líkur á alvarlegum veikindum hjá bólusettum
einstaklingi sem smitast eru jafnframt um fimmfalt
lægri en hjá óbólusettum. Sá sem er bólusettur en smit-
ast samt af Covid-19 er enn fremur mun ólíklegri til að
smita aðra. Því hvet ég öll sem enn hafa ekki verið bólu-
sett að fara í bólusetningu hið fyrsta.
Ákveðið hefur verið að boða um 160.000 manns um
land allt í örvunarbólusetningu fyrir áramót. Sótt-
varnalæknir hefur sagt að góð þátttaka í örvunarbólu-
setningum gegn Covid-19, sambærileg við það sem var í
bólusetningum í vor, sé forsenda þess að við
náum tökum á útbreiðslu veirunnar. Einnig
benda rannsóknir, t.a.m. frá Ísrael, til þess að
með örvunarbólusetningu megi draga veru-
lega úr líkum á smiti eða alvarlegum veik-
indum af völdum Covid-19. Á höfuðborg-
arsvæðinu verða örvunarbólusetningar
gefnar í Laugardalshöll 15. nóvember til 8.
desember. Örvunarskammtar eru ætlaðir
þeim sem þegar eru bólusettir og verða boðn-
ir öllum 16 ára og eldri þegar a.m.k. 5 mán-
uðir eru liðnir frá grunnbólusetningu. Mig
langar því að hvetja öll til að mæta einnig í
örvunarbólusetningu þegar það býðst.
Annað sem skiptir miklu núna er mönnun
bakvarðasveitar heilbrigðisþjónustunnar.
Vegna örrar fjölgunar Covid-19-smita með
auknu álagi á heilbrigðiskerfið bráðvantar
fleira heilbrigðisstarfsfólk á skrá í bakvarðasveitina, og
óskað er eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks sem er
reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum
fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tíma-
vinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Bakvarðasveitin er
mikilvægur þáttur í viðbragði okkar við Covid-19 og öll
sem skrá sig í hana eiga miklar þakkir skildar.
Það er auðvitað ekki óskastaða að veiran sé enn og aft-
ur á uppleið, en með samstilltu átaki komust við í gegn-
um þessa bylgju, eins og við höfum gert áður. Það er ég
sannfærð um.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Mikilvægi bólusetninga
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
M
jög skiptar skoðanir eru
á því hvort gerðar séu
óþarflega strangar og
íþyngjandi kröfur í lög-
gjöf og reglum um persónuvernd,
ekki síst eftir innleiðingu regluverks
Evrópusambandsins um persónu-
vernd, sem tók gildi sumarið 2018.
Samtök atvinnulífsins héldu því þá
þegar fram við innleiðingu evrópsku
reglnanna að íslensku lögin væru
meira íþyngjandi fyrir atvinnulífið en
almennt gerist og gengur annars
staðar á EES-svæðinu.
Viðskiptaráð tekur í sama
streng í grein sem birt var á vef ráðs-
ins í seinustu viku, þar sem kallað var
eftir einföldun regluverks í atvinnu-
lífinu. Þar er því haldið fram að við
innleiðingu Evrópureglnanna hafi
verið gengið lengra en þörf var á.
Ívilnandi undanþáguheimildir hafi
ekki verið nýttar nema að litlu leyti
og í persónuverndarlögunum sé að
finna séríslenskrar reglur um leyfis-
veitingar sem leggi viðbótarskyldu á
íslensk fyrirtæki. „Persónuvernd
hefur enn fremur mun víðtækari
valdheimildir en gert var ráð fyrir í
GDPR-reglugerðinni. Framangreind
atriði valda því að íslensk fyrirtæki
bera meiri kostnað af regluverkinu
en fyrirtæki í nágrannalöndum okkar
og hafa neikvæð áhrif á stöðu ís-
lensks regluverks í alþjóðlegu sam-
hengi,“ sagði í umfjöllun Við-
skiptaráðs.
Forsvarsmenn Persónuverndar
eru á öðru máli og með öllu ósam-
mála fullyrðingum um að gengið hafi
verið miklu lengra við innleiðingu á
evrópska regluverkinu hér en í öðr-
um löndum. Brást Persónuvernd við
gagnrýni Viðskiptaráðs í seinustu
viku með því að birta á vefsíðu sinni
greinargerð sem hún sendi dóms-
málaráðuneytinu snemma á þessu
ári. Þar er um að ræða umsögn eða
svar Persónuverndar vegna erindis
Samtaka atvinnulífsins frá því í fyrra,
en samtökin fóru fram á það við ráðu-
neytið að gerðar yrðu breytingar á
persónuverndarlögunum. Persónu-
vernd fullyrðir að við samningu
frumvarpsins hér á landi hafi bæði
norsku og dönsku frumvörpin um
innleiðingu Evrópureglnanna verið
höfð til hliðsjónar. Þá verði atvinnu-
rekendur að átta sig á vaxandi vægi
persónuverndarmála í heiminum. Er
bent á að mörg stærstu fyrirtæki
heims hafi sett sér það markmið að
verða leiðandi á sviði persónuvernd-
ar, s.s. Microsoft og Apple. „Að mati
Persónuverndar er sú nálgun sem
þau fyrirtæki hafa tekið upp mun
heillavænlegri til lengri tíma litið og
til þess fallin að auka traust almenn-
ings á viðskiptaháttum fyrirtækja
sem og að stuðla að því að framþróun
tækni styðji við stjórnarskrárvarin
réttindi einstaklinga, frekar en að
draga úr þeim,“ segir m.a. í ítarlegri
umsögn Persónuverndar.
Lögregla sjaldan kölluð til
SA lögðu til fjölmargar breyt-
ingar á persónuverndarlögunum sem
Persónuvernd fer svo yfir lið fyrir lið
í svarinu. Leggst Persónuvernd
t.a.m. alfarið gegn tillögum SA um að
heimild Persónuverndar til að kalla
til aðstoð lögreglu við að stöðva til
bráðabirgða eða innsigla starfsstöð
verði felld brott eða milduð. Segir að
þessu ákvæði hafi verið beitt afar
sjaldan og ef heimildin verði felld
brott væri m.a. hætta á að stjórn-
arskrárvarin réttindi einstaklinga til
friðhelgi einkalífs verði fyrir borð
borin í alvarlegustu málum. Hins
vegar fellst Persónuvernd á þau sjón-
armið SA að nauðsynlegt sé að setja
skýrar málsmeðferðar- og verklags-
reglur. Unnið sé að því.
Ósammála um hvort
of langt sé gengið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á vinnustað Að mati Persónuverndar þarf að efla samskiptin við atvinnu-
lífið líkt og gert er á upplýsingafundum með landlækni og Stafrænu Íslandi.
Persónuvernd leggst alfarið
gegn tillögu SA um að fella nið-
ur heimild Persónuverndar til
að leggja á dagsektir. Í svari
Persónuverndar segir að dag-
sektarheimildir séu mikilvægt
tæki fyrir stofnunina til að ná
fram fylgni við fyrirmæli henn-
ar. Greinir stofnunin frá því að
heimild til að leggja á dagsektir
hafi eingöngu verið beitt einu
sinni í 20 ára sögu Persónu-
verndar. Hún sé þó mjög árang-
ursríkt tæki til að fylgja eftir úr-
skurðum þegar vísað er til
hennar í ítrekunarbréfum.
Í umsögn Persónuverndar
sem send var dómsmálaráðu-
neytinu í febrúar sl. segir að
brýn þörf sé á að fjölga starfs-
mönnum. 2013 hafi 14 starfs-
menn þurft til að sinna álaginu
en þá voru 1.888 mál til með-
ferðar. Í fyrra voru málin tæp-
lega 4.000 talsins en starfs-
mennirnir 17 „og bráðlega þarf
að segja einum þeirra upp
vegna kröfu fjárlaga“.
Beitt einu sinni
á 20 árum
DAGSEKTIR