Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík
Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is
Meirihlutinn hefur
kynnt breytingu á
skipulagi Háaleitis- og
Bústaðahverfis.
Stórum íbúðablokkum
er raðað á græn svæði
báðum megin við
Miklubraut og Bú-
staðaveg. Þrengt er að
allri umferð og Bú-
staðavegur ekki til
sem samgöngubót. Á
grænmerktu svæði við Grens-
áskirkju er komin blokk og annað
eftir því. Hvílíkur tvískinnungur
miðað við grænu byltinguna sem
skikkaði íbúa í nýju Vogahverfi til að
tyrfa smá blett sem fylgdi sumum
íbúðunum.
Hvar eru grænu lausnirnar sem
borgin kynnti nýlega og áætlaði 34
milljarða lántöku fyrir framkvæmd-
unum?
Á íbúafundi lýsti borgarstjóri á
um klukkustund hvað mikið gott
hefði verið gert fyrir hverfið síðast-
liðin fjögur ár. Síðan var vannýting
íbúðahverfa kynnt. Sagt var frá að
margir gimsteinar hefðu fundist í
Smáíbúðahverfi sem væru eign íbú-
anna. Borgin myndi koma þeim í
verð með því að leyfa byggingu smá
íbúðarhúsa inni á lóðum einbýlis-
húsa eða byggja nýja íbúð við húsið.
Stærstu gimsteinarnir voru viðbót-
arhæð ofan á blokkir, til dæmis í
Háaleitishverfinu.
Gulrótin í þessari sölumennsku
borgarinnar var að nýja hæðin væri
alfarið í eigu íbúanna. Það segir að
borgin áætlar útlagðan kostnað
miklu lægri en söluverðið og við-
urkennir með því að þétting byggðar
þrýsti upp íbúðaverði.
Rúsínan var að í leiðinni
yrðu lyftur settar í hús-
in. Mig minnir að reglu-
gerð segi að lyfta skuli
vera séu hæðir fjórar
eða fleiri. Áður var
skylt að hafa eitt bíla-
stæði á hverja 50 fer-
metra íbúðar, sem er
tvö stæði á íbúð. Ekkert
var minnst á að íbúar á
nýju hæðinni þyrftu
bílastæði. Borgarlínan
reddar því.
Dagur var spurður
um gatnamót Bústaðavegar og
Reykjanesbrautar. Í löngu svari
kom fram að tafir væru á samráði við
Vegagerðina og áskoranir íbúa-
samtaka, sem óttuðust um börn sín
að fara yfir Bústaðaveginn. Þegar
Dagur hafði lokið máli sínu spurði
fyrirspyrjandi: Get ég fengið svar
við spurningu minni? Borgarstjórinn
bauðst til að fara aftur með sömu
rulluna. Bygging hringtorgsins við
Sprengisand og blokkar við Furu-
grund á gatnamótum Bústaða- og
Grensásvegar hafa augljóslega þann
tilgang að þrengja að Bústaðavegi
og eyðileggja hann sem samgöngu-
æð, áður en mislægu gatnamótin
koma. Þau skemmdarverk munu
standa fyrir sínu fáist nýja skipulag-
ið ekki samþykkt. Ekki að furða að
Dagur hafi forðast að svara beint.
Seinna mun hann segja að minnka
verði umferð á Bústaðavegi vegna
íbúa Furugrundar og Bústaðavegar
svo nálægt veginum. Það er sama
taktík og við óafturkræf skemmdar-
verk á flugvelli allra landsmanna.
Þessi þétting byggðar mun stöðva
akstur allra bíla. Það er bónus í við-
bót við aðaltilgang nýja skipulags-
ins, sem er að hala inn sem allra
mest í formi gatnagerðargjalda með
sölu lóða. Ekki veitir af fjármagninu
til að halda rekstri borgarinnar
gangandi og fá fé í gæluverkefnin.
Nýju blokkirnar eru í gamalgrónum
hverfum og innviðakostnaður í lág-
marki. Sala lóða er því hreinar
tekjur upp á tugi eða hundruð millj-
arða króna.
Fyrir fjórum árum fóru um 200
milljónir í mjókkun Grensásvegar úr
2+2 í 1+1-akrein. Tilgangurinn var
að minnka hámarkshraðann. Á íbúa-
fundi fyrir framkvæmdir benti ég
Degi á að miklu ódýrara væri að
skipta út hámarkshraðaskiltum. Nú
fjórum árum síðar er sóað í þreng-
ingu Háaleitisbrautar í sama til-
gangi. Í leiðinni er þrengt að umferð
þannig að slysahætta er af að beygja
af Miklubraut upp Háaleitisbraut og
í hina áttina er strætóstoppistöð á
miðri akrein. Hefði ekki verið nær að
nota fjármagnið í bættar gönguleiðir
yfir Bústaðaveginn og koma þannig
á móts við íbúasamtökin? Þau munu
vera þau einu sem skipulagið hefur
hlustað á og tekið tillit til.
Það eru liðin 13 ár síðan pottar og
pönnur voru barin við Alþingishúsið.
Er ekki kominn tími á Ráðhúsið?
Borgarstjórans gimsteinar
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
»Nýju blokkirnar eru
í gamalgrónum
hverfum og innviða-
kostnaður í lágmarki.
Sala lóða er því hreinar
tekjur upp á tugi eða
hundruð milljarða
króna.
Höfundur er verkfræðingur og eldri
borgari.
Það hefur heldur
betur gustað um Birgi
Þórarinsson síðan
hann sagði sig löglega
úr Miðflokknum og
fyrir mig a.m.k. er
hans sárt saknað,
enda að mínum dómi
drengur góður, og því
hefur berlega eitt-
hvað gengið á vegna
ákvörðunar hans.
Birgir var einn af frammámönnum
flokksins sem alþingismaður og
hann ásamt fleirum svaraði mér
alltaf í síma, því oft þurfti ég á upp-
lýsingum að halda varðandi mín
greinaskrif, en því miður lögðust
ekki allir svo lágt. Ég verð að nefna
t.d. Gunnar Braga, sem ég hef
reynt að ná í símleiðis í um eitt ár,
með hléum að vísu, án árangurs, og
gæti ég nefnt fleiri.
Upphafið er Klausturmálið, sem
er enn verið að núa mönnum um
nasir, þar sem Birgi réttilega of-
bauð og lét það í ljós. Var honum
aldrei fyrirgefið það, sem svo kom
illilega niður á honum og sér-
staklega frá áramótum er menn úr
flokknum fundu verulega að fram-
boði hans og lögðu ekki stein held-
ur steina í götu hans, sem svo hélt
Miðflokknum á floti í kosning-
unum.
Framlag Gunnars Braga nokkr-
um dögum fyrir kosningar var
kornið sem fyllti mælinn en Birgir
tók samt þá ákvörðun að taka slag-
inn sigurviss og vann
auðvitað en yfirgaf síð-
an ósómann.
Það er fullyrt að
kveða hefði mátt
Klausturmálið niður
strax ef rétt hefði verið
staðið að málum, burt-
séð frá innleggi Báru.
Birgi eru valin þvílík
stóryrði og skítkastið
hefur verið í hámarki,
jafnvel frá fólki sem
hefur ekki hugmynd
um alla málavöxtu og sakar hann
um svik við kjósendur. Ég hef ekki
enn skilið muninn á svikum við
kjósendur hvort sem viðkomandi
segir sig úr sínum flokki tveimur
vikum, mánuði eða tveimur árum
eftir kosningar, þótt vissulega sé
þetta umtalaða atvik óvenjulegt.
Bylur hæst
í tómri tunnu!
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms
» Birgis er sárt sakn-
að, enda að mínum
dómi drengur góður.
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Viðskipti