Morgunblaðið - 09.11.2021, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001)
Sindrastóllinn er bólstraður
með íslenskri lambagæru.
Verð frá: 229.000 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Metan er innlent og
ódýrt eldsneyti og er
kolefnishlutlaus orku-
gjafi. Bensín er nú
næstum 100% dýrara
en metan til notkunar
í farartækjum og
munar um minna í
rekstrarkostnaði.
Tæplega 400 far-
artæki eru nú knúin
metani á Íslandi. Fyrir utan bensín
og dísilolíu er metan (CH4) algeng-
asta eldsneyti á Íslandi í dag.
Metaneldsneytið sem í boði er
hér á landi í dag er hreinsað haug-
gas frá Sorpu á Álfsnesi og nýju
GAJA-gasgerðarstöðinni þar eða
frá sorpstöðinni á Akureyri.
Mögulegt er hins vegar að nýta
útblástur á koltvísýringi (CO2) frá
jarðgufuvirkjunum og iðjuverum,
t.d. kísilmálmverum, svo og
„grænt“ vetni frá rafgreiningu
vatns til framleiðslu á
metanrafeldsneyti
(CH4). Jarðgufuvirkj-
anirnar losa talsvert
mikið magn af CO2 auk
annarra gastegunda,
t.d. brennisteinsvetnis
(H2S), og eru því í raun
ekki eins hreinar og
umhverfisvænar og yf-
irleitt er gefið í skyn.
Þær losa nú samtals
um 170 þúsund tonn af
CO2 á ári, eða um það
bil 20% af heildarlosun frá vega-
samgöngum hér. Þéttleiki CO2 í út-
blæstri frá jarðgufuvirkjunum er
um 75%, frá kísilmálmverksmiðjum
um 3,5%, álverum um 2% en í and-
rúmsloftinu aðeins 0,04 %. Það
hlýtur því að vera tiltölulega um-
fangsmikið og dýrt að fanga og
vinna CO2 úr andrúmsloftinu en það
er hægt eins og Climeworks hefur
sýnt.
Ofangreint ferli nefnist á ensku
„Power-to-Gas“ með Sabatier-
aðferð og hefur undirbúningur að
slíkri framleiðslu hér á landi þegar
staðið í nokkur ár á vegum sviss-
neskra aðila, „Nordur Power SNG/
Swiss Green Gas International
AG“. Þessir aðilar eru í eigu öfl-
ugra svissneskra orkufyrirtækja en
bakgrunnurinn að þessum fyrirætl-
unum er orkustefna og markmið
Sviss fyrir árið 2030.
Þá eiga 30% prósent af allri gas-
notkun í Sviss að vera af endurnýj-
anlegum og kolefnishlutlausum
uppruna. Því takmarki munu þeir
ekki ná á heimavelli eingöngu og
leita því til Íslands og Noregs
(EFTA) þar sem góðir möguleikar
eru fyrir hendi á slíkri framleiðslu.
Þessi tækni hefur þegar verið þró-
uð og reynd þar ytra með góðum
árangri þótt í smærri stíl sé en hér
er áformað. Stærðareining á hverj-
um stað hér væri 25-50 MW í raf-
afli með þörf fyrir 25-50 þúsund
tonn af CO2 á ári. Rekstur og orku-
notkun slíkrar framleiðslu er mjög
sveigjanleg og gerir kleift að aðlaga
sig einstaklega vel orkuframboði.
Þessi undirbúningur hefur átt sér
stað í góðri samvinnu við öll stóru
jarðvarmaraforkufyrirtækin á Ís-
landi svo og ýmsa aðra aðila og
standa vonir til að bráðlega verði
hægt að hefja raunverulega fram-
leiðslu. Undirritaðar hafa verið
viljayfirlýsingar og gerð sam-
komulagsdrög um ýmislegt varð-
andi samstarf á þessu sviði og er
þetta mál vel kunnugt fjölmörgum
aðilum hér og m.a. opinberum að-
ilum. Engir endanlegir samningar
varðandi aðstöðu, orkuafhendingu
og annað hafa þó verið undirritaðir
enn.
Rafgert íslenskt metan (sem við
höfum kallað megas, með fullri
virðingu fyrir skáldinu) er skil-
greint sem endurnýjanlegt grænt
eldsneyti og getur því stuðlað að
tilsvarandi minnkun á notkun jarð-
efnaeldsneytis og jarðgass í Sviss.
Svona tilbúið metangas má hæg-
lega vökvagera hér en við það
minnkar rúmmál þess 600-falt og
þannig má auðveldlega flytja það út
í tönkum. Mjög tryggur og stór
markaður er fyrir slíkt endurnýj-
anlegt vökvagert gas í Sviss, bæði
fyrir almenna gasdreifikerfið og
áfyllistöðvar fyrir flutningabíla. Til-
finnanlega vantar þó enn sam-
ræmda (evrópska) reglugerð hvað
varðar viðurkennda skráningu á
slíkri kolefnisnýtingu og tilfærslu
(CCU: Carbon Capture and Ut-
ilisation).
Einnig er stefnt að því að bjóða
„megas“ til sölu hér á Íslandi eins
mikið og markaður verður fyrir og
þá einnig á vökvaformi fyrir far-
artæki til vöru- og fólksflutninga,
svo og einnig fyrir skipin.
Framleiðsla og notkun á met-
anrafeldsneyti er tvímælalaust
mjög vænlegur kostur af mörgum
ástæðum. Það sparar innflutning á
jarðefnaeldsneyti og eykur orku-
öryggi landsins. Það dregur veru-
lega úr mengun og útblæstri. Getur
verið ábatasamur útflutningur – á
raforku – og stuðlar að uppbygg-
ingu á „grænum“ iðnaði hér. Tími
er kominn til að hefjast handa á
þessu sviði.
Eftir Guðmund
Pétursson
Guðmundur Pétursson
» Árið 2030 eiga 30%
prósent af allri gas-
notkun í Sviss að vera af
endurnýjanlegum og
kolefnishlutlausum upp-
runa. Því takmarki
munu þeir ekki ná á
heimavelli eingöngu og
leita því til Íslands og
Noregs (EFTA).
Höfundur er rafmagnsverkfræð-
ingur, fyrrverandi verkefnisstjóri hjá
Landsvirkjun, nú forstöðumaður
Norður Renewables Iceland ehf.
Framleiðsla á metani – „Power-to-Gas“-aðferðin
Í byrjun ágúst voru
liðin 76 ár síðan
kjarnorkusprengju
var varpað á japönsku
borgina Hiroshima.
Hópur fólks minnist
þessa atburðar árlega
með því að fleyta
kertum á Tjörninni í
Reykjavík og einnig á
Akureyri. Um leið og
það sýnir samúð með
fórnarlömbunum vill fólkið leggja
áherslu á kröfuna um kjarnorku-
vopnalausan heim.
Ég býst við því að þeir sem kert-
unum fleyta geri sér fulla grein fyr-
ir því hve vonlaus sú krafa er. Þau
vopn sem nú eru í fórum manna eru
meira en þúsund sinnum öflugri en
sprengjan sem varpað var á Hiros-
hima, og með hverju árinu sem líð-
ur komast slík vopn í hendur fleiri
ríkja. Hitt er meiri spurning hvort
kertafleytendur þekkja
nægilega vel þær sögu-
legu ástæður sem
leiddu til þess að
sprengjunni var varp-
að, og hvort þeir hafa
gert sér grein fyrir því
hver framvindan hefði
orðið ef þessu vopni
hefði ekki verið beitt.
Ólíkt Þjóðverjum hafa
Japanir verið fremur
tregir til að gangast við
ábyrgð sinni á atburð-
um heimsstyrjald-
arinnar, en kosið að líta á sig sem
fórnarlömb. Sú kynslóð sem nú
byggir Japan ber auðvitað enga
ábyrgð á misgjörðum forveranna,
en fúsari viðurkenning á stað-
reyndum yrði öllum til sóma.
Framkoma japanskra hermanna
var slík að Japanir höfðu löngu fyr-
ir stríðslok fyrirgert allri samúð
umheimsins. Nefna má fjöldamorð-
in í Nanking í Kína tveimur árum
fyrir upphaf heimsstyrjaldar, þar
Upprifjun um Hiroshima
Eftir Þorstein
Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson
»Hver hefði fram-
vindan orðið ef
kjarnorkusprengjunni
hefði ekki verið varpað?
Höfundur er stjörnufræðingur.
halo@hi.is
sem hundruð þúsunda varnarlauss
fólks létu lífið. Meðferð Japana á
stríðsföngum var hryllileg. Fyrir
nokkru birtist grein í breska
blaðinu Sunday Times eftir blaða-
manninn Rod Liddle þar sem hann
fjallaði um þetta efni undir fyr-
irsögninni „If you think Hiroshima
was monstrous, you’ve forgotten
the monsters it stopped“ (Ef þú tel-
ur að Hiroshima hafi verið hryll-
ingur hefurðu gleymt því hvaða
hrylling hún stöðvaði).
Grein Liddles hefst með þessum
orðum: „Morguninn 6. ágúst 1945,
þegar fyrsta kjarnorkusprengjan
sprakk 2000 fet yfir borginni Hiros-
hima, var herflokkur nr. 731 í jap-
anaska hernum enn upptekinn við
sinn starfa, að myrða almenna
borgara og stríðsfanga með óheyri-
legum skepnuskap, svonefndum
„læknisfræðilegum tilraunum“. Þær
fólust í kvikskurði, borun gegnum
höfuðkúpur fanga, eiturgaspróf-
unum, innsprautun sýkla og að
beina eldvörpum gegn konum sem
voru bundnar við staur. Á að giska
580 þúsund manns, aðallega Kín-
verjar og Kóreubúar, en einnig
Rússar og Bandaríkjamenn, voru
myrt með þessum hætti. Þessum
aðgerðum linnti þegar seinni kjarn-
orkusprengjunni var varpað á
Nagasaki þremur dögum síðar og
Hirohito Japanskeisari ákvað loks í
andstöðu við herforingja sína að
þjóð hans skyldi gefast upp.“
Við þetta má bæta, að Japanir
höfðu sýnt það og sannað að þeir
voru reiðubúnir til að berjast til síð-
asta manns þótt við ofurefli væri að
etja. Lýsandi dæmi um það var bar-
daginn um eyjuna Ivo Jima. Á ann-
arri eyju, Okinawa, neyddu Japanir
ungmenni til herþjónustu og notuðu
almenning sem skjöld gegn banda-
ríska innrásarliðinu. Um helmingur
eyjarskeggja, 150 þúsund manns,
féll í valinn. Bandarískir hershöfð-
ingjar mátu það svo, að innrás í
Japan gæti kostað hálfa milljón fall-
inna í Bandaríkjaher og 5-10 millj-
ónir Japana. Var þá gert ráð fyrir
að almenningur myndi berjast með
hernum. Eldsprengjuárásir á Tokyo
höfðu þegar valdið hörmungum sem
jafna mátti til afleiðinga kjarnorku-
sprengju. Ljóst er að Truman
Bandaríkjaforseti átti einskis ann-
ars úrkosta en að heimila notkun
kjarnorkuvopnsins, enda sagði hann
það síðar.
Ætla má að reynslan af Hiro-
shima og Nagasaki hafi haft þau
áhrif að menn hiki frekar við að
beita því ógnarvopni sem kjarn-
orkusprengjan er. Væri það þá já-
kvæð afleiðing þessarar hörmulegu
stríðsaðgerðar.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is