Morgunblaðið - 09.11.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 09.11.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 Jürgen Klopp er minn mað- ur. Það er ekkert leyndarmál að ég held með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og sem stuðn- ingsmaður enska liðsins er erfitt að elska ekki þýska knatt- spyrnustjórann. Það er held ég erfitt að elska hann ekki, sama með hvaða liði maður heldur. José Mourinho var sá „útvaldi“ en Klopp sá „venjulegi“ eins og hann orðaði það þegar hann tók við Liver- pool í október 2015. Einn af al- þýðunni sem elskar að gera grín og er alltaf til í gott grín líka. Svo er hann mikill bjórmaður líka. Hann er hins vegar ekkert sérstaklega skemmtilegur þegar hann tapar, eins og flestir. Liver- pool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu um nýliðna helgi gegn West Ham í London. Klopp mætti pirraður í viðtöl og klíndi tapinu á vafasamar ákvarðanir dómarans. Hann toppaði svo pirringinn þegar hann skaut á starfsmann breska ríkissjónarpsins, BBC, að hann væri ekki hvolpurinn hans. Klopp átti nokkur svona augna- blik á síðustu leiktíð þegar liðið var að ganga í gegnum erfiða tíma og tapa leikjum gegn liðum á borð við Southampton, Burn- ley, Brighton og Fulham. Þá nýtti hann tækifærið og gerði lítið úr fjölmiðlamönnum sem voru í raun bara að vinna vinnuna sína. Þetta virðist vera orðinn einhver ávani hjá honum og fjölmiðlamenn á Englandi anda eflaust léttar í hvert skipti sem Liverpool vinnur, ef þeir eiga að taka viðtal við Þjóðverj- ann eftir leik það er að segja. Vonandi lætur hann af þessari hegðun enda hundleið- inleg og þessum annars frábæra stjóra ekki til framdráttar. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Friðrik Ingi Rúnarsson hefur ákveðið að taka fram spjaldið og tússpennana sem körfuboltaþjálf- arar nota óspart í leikhléum. Í gær var tilkynnt að ÍR hefði samið við Friðrik um að stýra karlaliði fé- lagsins út keppnistímabilið í úrvals- deildinni í körfuknattleik, Subway- deildinni. Forverinn í starfi, Borce Ilievski, sagði upp fyrir um tveimur vikum. „Þetta er spennandi verkefni en krefjandi á sama tíma. Kannski er óvenjulegt að lið standi uppi þjálf- aralaust þetta snemma á tímabilinu en þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það gerist í íþróttunum og verður ekki það síðasta. ÍR-liðið hefur aðeins verið að ströggla,“ sagði Friðrik Ingi þegar Morg- unblaðið náði tali af honum í gær en hann var þá á leið í Seljaskólann til að stýra sinni fyrstu æfingu hjá ÍR. Upp úr krafsinu kemur að Frið- rik á þessar líka fínu minningar úr íþróttahúsinu í Seljaskóla. „Ég var að rifja upp að ég fór með Njarðvík í úrslit í Seljaskóla þegar ég var 16 ára gamall og var að hefja þjálf- araferilinn. Ég var þá að þjálfa minnibolta 12 ára og yngri. Þá hampaði ég mínum fyrsta Íslands- meistaratitli sem þjálfari. Þetta var árið 1984 og Hermann Hauksson lék með ÍR og Jón Arnar Ingvars- son lék með Haukum svo einhverjir séu nefndir. Þetta er skemmtilegt að rifja upp núna,“ sagði Friðrik en þá voru enn sex ár í að Steinar Þór Guðjónsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar ÍR, kæmi í heiminn. Fann fyrir einhverri spennu Einungis sex árum síðar var Friðriki treyst fyrir meistaraflokki Njarðvíkur og er hann sá yngsti sem þjálfað hefur í efstu deild karla hérlendis frá upphafi. Vorið eftir gerði hann Njarðvík að Íslands- meisturunum og hefur allar götur síðan verið þekktur í íþróttalífinu hérlendis. Friðrik hefur marga fjöruna sopið í boltanum og hefur stýrt Grindavík, KR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og karlalandsliðinu. Hann hefur þó einungis unnið með einum leikmanni úr núverandi leik- mannahópi ÍR. „Ég var ekkert lengi að hugsa málið þannig lagað. En nýtti þó tímann vel sem ég þó hafði til að fara yfir stöðuna. Ég fann fyrir einhverri spennu. Mér þykir vænt um þessa stöðu: þjálfarann, þótt einhverjir kunni að segja að það sé einhver froða. Ég skil líka þegar kollegar fá stundum nóg af þjálfun því þetta er að mörgu leyti erfitt starf. Ábyrgðin er mikil en þegar ég tók þetta saman var ég tilbúinn að taka verkefnið að mér. Við urð- um ásátt um að samningurinn væri bara fram yfir þetta Íslandsmót. Mér líst bara vel á fólkið í kring- um liðið og aðstöðuna. Nú er ég á leiðinni á mína fyrstu æfingu og fæ þá tækifæri til að kynnast leik- mönnum aðeins betur. Ég hef þjálfað einn þeirra áður því ég þjálfaði Sigvalda [Eggertsson] í 18 ára landsliðinu fyrir fjórum árum. Ég hlakka til að sjá hvernig stemn- ingin er og hvað hægt sé að gera.“ Margir frábærir fánaberar ÍR-liðið hefur fengið mikinn stuðning á áhorfendapöllunum á síðustu árum og þá sérstaklega á heimavelli. „Já það er mikil stemning á heimaleikjum ÍR. Hún hefur verið einkar glæsileg á síðustu árum. Ég held ég geti talað fyrir munn margra að það er ekkert auðvelt að fara í Seljaskólann og ná góðum úrslitum. Það er margt sem heillar hjá ÍR,“ sagði Friðrik en þessi sig- ursæli þjálfari er þá kominn til eins sigursælasta liðs landsins. Friðrik segist hafa átt samtal við Einar Ólafsson sem á sjöunda ára- tugnum byggði upp geysilega sterkt lið hjá ÍR þar sem Þorsteinn Hallgrímsson var í fararbroddi. „Í sögulegu samhengi þá er þetta auðvitað gamalgróið og sig- ursælt félag. Margir frábærir fánaberar í körfuboltanum hafa komið úr herbúðum ÍR. Þegar ég var ungur, og var að byrja í þjálf- un, þá varð ég á vegi Einars Ólafs- sonar en hann var þá enn í fullu fjöri. Við tókum tal saman fyrir nokkrum árum síðan og hann mundi þá eftir því þegar ég var að byrja í þessu. Ég hafði þá verið mjög æstur og ætlaði mér að sigra heiminn í einu vetfangi. Þetta var skemmtilegt spjall og ég ber auð- vitað ómælda virðingu fyrir manni eins og Einari. Hann var það sem ég kalla stundum, „lífsstílsþjálf- ari“. Hann var þjálfari af lífi og sál,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson við Morgunblaðið síðdegis í gær en fyrsti leikur hans með Breiðholts- liðið verður gegn Val á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Margt sem heillar hjá ÍR - Friðrik Ingi tekur slaginn sem þjálfari karlaliðs ÍR í körfubolta - Fagnaði 16 ára gamall í Seljaskóla - Einkar glæsileg stemning á heimaleikjum liðsins Morgunblaðið/Einar Falur Sigursæll Friðrik Ingi Rúnarsson hóf ferilinn sem þjálfari í meistaraflokki með því að stýra Njarðvíkingum til Ís- landsmeistaratitils aðeins 22 ára gamall árið 1991 og hefur víða komið við eftir það. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, 17 ára stúlka úr Fjölni, hefur verið valin í kvennalandsliðið í körfu- knattleik í fyrsta skipti fyrir leikinn gegn Rúmeníu í undankeppni Evr- ópumótsins 2023 sem fram fer í Búkarest á fimmtudaginn. Emma kemur í staðinn fyrir fremstu körfuboltakonu landsins, Helenu Sverrisdóttur, sem missir af leikn- um vegna meiðsla í hné sem hafa hrjáð hana síðustu vikur. Emma er bakvörður og hefur skorað 11 stig að meðaltali í leik með Fjölni í úr- valsdeildinni í vetur. Emma í staðinn fyrir Helenu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Emma Sóldís Svan Hjör- dísardóttir í leik með Fjölni. Eddie Howe er maðurinn sem fær það verkefni að rétta við enska liðið Newcastle undir stjórn nýrra sádi- arabískra eigenda. Hann var í gær ráðinn knattspyrnustjóri New- castle í stað Steve Bruce sem var sagt upp störfum á dögunum. New- castle er eina liðið sem hefur ekki unnið leik í fyrstu 11 umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Howe er 43 ára Englendingur og náði mögn- uðum árangri með Bournemouth en hann fór með liðið af botni D- deildar í úrvalsdeildina á sex árum og hélt því þar í fimm ár. Howe tekinn við hjá Newcastle AFP Newcastle Eddie Howe er kominn í úrvalsdeildina á nýjan leik. Egyptinn Hassan Moustafa var endurkjörinn forseti Alþjóða- handknattleiks- sambandsins, IHF, á þingi þess á laugardaginn og er þar með að hefja sitt sjötta fjögurra ára tímabil sem æðsti maður íþróttarinnar í heiminum. Moustafa var fyrst kjörinn forseti IHF í nóvember árið 2000. Hann var endurkjörinn eftir kosningar árin 2004 og 2009 en hefur nú þrisvar í röð verið endurkjörinn án mótframboðs. Moustafa er 77 ára gamall og var fremsti handknattleiksmaður Egypta á sínum tíma en hann lék með landsliði þjóðar sinnar í fimm- tán ár. Hann gerðist síðan þjálfari og var um skeið alþjóðlegur dóm- ari. Þá var Moustafa formaður egypska handknattleikssambands- ins 1984-1992 og aftur 1996-2008. Æðstu stjórnendur IHF við hlið Moustafa eru varaforsetinn Joël Deplanque frá Frakklandi, gjald- kerinn Anna Rapp frá Svíþjóð og þau Narcisa Lecusanu frá Rúmeníu og Frantisek Taborsky frá Tékk- landi sem sitja með þeim í fram- kvæmdastjórninni. Endurkjörinn forseti IHF enn og aftur Hassan Moustafa Xavi Hernández var í gær formlega kynntur til sögunnar sem nýr knatt- spyrnustjóri Barcelona og um tíu þúsund stuðningsmenn félagsins mættu á Camp Nou til að hylla þennan dáða son félagsins. „Þakka ykkur öllum fyrir. Ég vil ekki verða of tilfinningaríkur en ég er með gæsahúð. Þetta er stærsta félag heims og ég mun leggja hart að mér til að standa undir væntingum ykkar. Barcelona getur aldrei sætt sig við jafntefli eða tap. Við verðum að vinna alla leiki,“ sagði Xavi við þetta tækifæri. „Ég mæti hingað vel undirbúinn og með sama DNA og áður. Við verðum að taka völdin á vellinum, vera með boltann, skapa okkur tæki- færi og spila af ákefð. Verkefnið sem blasir við er að endurheimta margt sem hefur tapast úr leik liðsins,“ sagði Xavi sem lék með Barcelona frá 11 ára aldri árið 1991 til ársins 2015 en frá þeim tíma hefur hann verið hjá Al-Sadd í Katar, í fjögur ár sem leikmaður og síðan tvö ár sem þjálfari. Hann tekur við Barcelona í níunda sæti, ellefu stigum á eftir toppliðinu Real Sociedad. Sættum okkur aldrei við jafntefli eða tap AFP Mættur Xavi Hernández veifar til stuðningsfólksins á Camp Nou.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.