Morgunblaðið - 09.11.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN
ER KOMIN Í BÍÓ
GEMMA
CHAN
RICHARD
MADDEN
KUMAIL
NANJIANI
LIA
McHUGH
BRIAN TYREE
HENRY
LAUREN
RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
T
he Last Duel segir af síð-
asta einvíginu sem háð
var í Frakklandi á 14. öld
að tilskipan dómstóls til
að skera úr um sekt eða sakleysi
hins ákærða. Börðust þar riddar-
inn Jean de Carrouges og óðalseig-
andinn Jaques Le Gris þar til ann-
ar féll í valinn. Carrouges sóttist
eftir því að útkljá mál með þessum
hætti eftir að því hafði verið vísað
frá af greifa nokkrum á lægra
dómsstigi. Le Gris nauðgaði eigin-
konu Carrouges, Marguerite, en
hélt fram sakleysi sínu og sagði
Marguerite hafa með vilja haft
mök við hann. Einvígið fór fram
29. desember árið 1386 í París að
tilskipun konungs, Karls VI.
Forsaga þeirra Carrouges og Le
Gris var, ef marka má myndina, af-
ar dramatísk og hófst með vináttu
þeirra í hundrað ára stríðinu milli
Frakka og Englendinga. Vinslit
verða þegar Le Gris fær að gjöf
land sem búið var að lofa Carrou-
ges í heimanmund með Marugerite
og er það greifinn Pierre d’Alen-
çon sem ber ábyrgð á þeim gjörn-
ingi. Le Gris fær einnig yfirráð yf-
ir óðali föður Carrouges eftir að sá
deyr sem eykur enn á hatur Carr-
ouges í garð Le Gris.
Þegar Carrouges kemur heim
eftir langa fjarveru kemst hann að
því að eiginkona hans hafi verið
skilin eftir án verndar og Le Gris
nýtt sér varnarleysi hennar og
nauðgað henni. Marguerite segir
honum hágrátandi frá þessu og
Carrouges trúir henni ekki í fyrstu
og bregst reiður við. Hann áttar
sig þó á eigin mistökum og einset-
ur sér að hefna konu sinnar, þó
frekar til að verja eigin heiður en
hennar sálarheill. En með einvíg-
inu hættir hann ekki aðeins eigin
lífi heldur einnig eiginkonunnar
því ef hann fellur þýðir það að
eiginkonan laug og verður brennd
á báli. Guð er dómarinn í málinu,
nema hvað.
Þrjú sjónarhorn
Þetta er býsna mikil saga og góður
efniviður í hefðbundna, línulega
frásagnarmynd en handritshöfund-
ar kusu að fara leiðina sem kennd
er við kvikmynd Akira Kurosawa,
Rashomon, og segja sömu söguna
frá ólíkum sjónarhornum aðalper-
sóna sem hér eru þrjár. Fyrsti
hlutinn er sjónarhorn Carrouges,
sá næsti Le Gris og sá þriðji
Marguerite. Hver kafli er sagður
„sannleikurinn samkvæmt“ við-
komandi, „the truth according
to …“. Þessi aðferð hefði hentað
betur ef vafi léki á því hvort Le
Gris væri sekur eða ekki en bæði í
útgáfum Le Gris og Marguerite er
greinileg nauðgun á ferð þó hún sé
auðvitað öllu hrottalegri og skelfi-
legri í útgáfu fórnarlambsins. Í
báðum útgáfum er atriðið langt,
líkt og fleiri atriði í myndinni sem
endurtekin eru þó munurinn sé
ekki mikill og jafnvel lítill sem
enginn.
Sjónarhorn Marguerite er það
langmikilvægasta í frásögninni
enda bókstaflega fullyrt að það sé
hið rétta, að þar sé sannleikurinn
kominn. Þetta er gert með því að
láta orðið „truth“ standa eftir í
setningunni „the truth according
to Marguerite de Carrouges“ og
tel ég það mistök af hálfu leik-
stjóra og handritshöfunda að
treysta áhorfendum ekki betur en
svo. Eftir útgáfur karlanna, sem
báðir beita hiklaust ofbeldi og þá
bæði andlegu og líkamlegu, er dag-
ljóst að eiginkonan segir rétt frá
og sýnir auk þess gífurlegt hug-
rekki með því að segja frá nauðg-
uninni. Viðhorf þessa tíma er að
konan sé eign eiginmanns síns og
að konur eigi umfram allt að þókn-
ast og hlýða körlum. Einn lögspek-
inga myndarinnar undirstrikar
þetta í samtali við Carrouges, seg-
ir að hafi eiginkonu hans verið
nauðgað sé það brot á hans eignar-
rétti. Móðir Carrouges bendir
tengdadóttur sinni líka á að rétt-
læti sé ekki til, aðeins vald karla.
Því hefði hún bara átt að bíta á
jaxlinn og þegja.
Þetta miðaldahugarfar og
kvennakúgun er auðvitað sögulega
þekkt en Scott og handritshöfund-
arnir þrír hafa greinilega séð þörf
á að undirstrika það enn frekar og
margoft í myndinni, kannski með
þá í huga sem þekkja lítið sem
ekkert til mannkynssögunnar,
hver veit? Eitt atriði kemur í
þessu ljósi eins og skrattinn úr
sauðarleggnum en í því eru nokkr-
ar ungar konur allsberar uppi í
rúmi greifans að láta vel hver að
annarri með stunum og nautna-
hljóðum, á meðan hann ræðir við
Le Gris í dyragættinni. Hvernig
slík karlafantasía endaði í handrit-
inu er mér ráðgáta og úr takti við
hina annars raunsæju nálgun.
Margt gott
Ýmislegt er þó afbragðsvel gert.
Útlit myndarinnar er óaðfinnan-
legt (nema ef vera skyldi fáránleg
klipping Matts Damon og ljós hár-
litur Afflecks), allt frá búningum
til leikmynda og leikararnir prýði-
legir. Damon gerir hinum haturs-
fulla Carrouges einkar góð skil og
maður finnur virkilega til með
Marguerite í túlkun hinnar rísandi
stjörnu Jodie Comer. Driver, einn
eftirsóttasti leikari kvikmynda-
heimsins í dag, er eins og sniðinn í
hlutverk óþokkans Le Gris þó á
köflum sé hann dálítið leikhúsleg-
ur í skýrmælgi sinni og Affleck
kemur skemmtilega á óvart sem
siðlausi , gulhærði greifinn Pierre
d’Alençon. Eitthvað er hreimurinn
þó skrítinn hjá Affleck, líkt og
hann hafi ekki vitað hvort hann
ætti að tala sína bandarísku ensku
eða einhverja aðra. Þetta kemur
þó ekki mjög að sök.
Myndin hefst á stuttu broti úr
einvíginu, án þess að gefið sé upp
hvor mannanna fellur og endar
einnig á því. Einvígið er mikið
sjónarspil, eins og við mátti búast
af leikstjóra The Gladiator. Það er
subbulegt og gróft, blóðið rennur í
stríðum straumum og þungur
hófadynur hrossa og glamur lensa
sem brotna í spón á brynjum
mannanna tveggja örvar hjartslátt
áhorfandans. Þá eykur það enn
frekar á spennuna að sjá Marguer-
ite hlekkjaða við trévirki á vígvell-
inum sem tilbúið er til íkveikju,
falli eiginmaður hennar í valinn.
Það er mikil synd að svo merki-
leg saga skuli hafa verið færð í
þennan þrískipta frásagnarbúning
en þó skal tekið fram að myndin er
alls ekki leiðinleg eða óáhugaverð
þó heldur teygist hún á langinn
með sínum 152 mínútum. Með
djarfari klippingu og með því að
sleppa óþarfa endurtekningum
hefði þetta að öllum líkindum orðið
betri kvikmynd og jafnvel ein af
þeim betri á ferli Ridley Scott.
Röng nálgun á merkilega sögu
Heiðursvörn Damon og Comer í The Last Duel. Marguerite bendir eiginmanni sínum á að hann stefni bæði lífi
hennar og nýfædds barns þeirra í hættu með því að skora nauðgara hennar á hólm til að verja eigin heiður.
Sambíóin Álfabakka og
Háskólabíó
The Last Duel bbbnn
Leikstjórn: Ridley Scott. Handrit: Ben
Affleck, Matt Damon og Nicole Holof-
cener. Byggt á bók Eric Jager. Aðalleik-
arar: Jodie Comer, Matt Damon, Ben Af-
fleck og Adam Driver. Bandaríkin og
Bretland, 2021. 152 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR