Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 1

Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 275. tölublað . 109. árgangur . ERFIÐ ÁKVÖRÐUN AÐ YFIRGEFA KEFLAVÍK LYKILMAÐUR Í ÞRÓUN TÓNLISTAR MIKILL VESTUR- BÆINGUR KÓPAVOGS JÓN NORDAL 28 JÓHANN G. 50 ÁRA 24NATASHA TIL BREIÐABLIKS 27 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Þingsetning, með tilheyrandi formlegheitum, fer fram í dag þótt þingsetningarfundur verði þrí- skiptur að þessu sinni. Greinargerð undirbún- ingsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa mun liggja fyrir í dag. Í henni verður ekki að finna eigin- legar tillögur heldur vísi að tillögum, sem verða síðan ræddar og bornar upp til atkvæða á fimmtudaginn. Ljóst er að tillögurnar verða fleiri en ein og líklega fleiri en tvær. Nokkrir þingmenn í und- irbúningskjörbréfanefndinni hafa þegar gefið upp afstöðu sína gagnvart því hvaða niðurstöðu þeir telji rétt að horfa til þegar litið er til lög- mætis kjörbréfa. Björn Leví Gunnarsson þing- maður Pírata sagði í kvöldfréttum RÚV í gær- kvöldi að hann gæti ekki fellt sig við að staðfesta „síðari talningu“ í Norðvesturkjördæmi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar gefið upp afstöðu sína; að hún telji ekki ástæðu til að víkja frá útgefnum kjörbréfum. Heimildir Morgunblaðsins herma að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri-grænna, sé hörð á afstöðu sinni til upp- kosningar í Norðvesturkjördæmi, öfugt við það sem aðrir stjórnarþingmenn í nefndinni hallast að. Ólíklegt er því að atkvæði muni falla eftir lín- um stjórnar og stjórnarandstöðu og ekkert ligg- ur fyrir um hvernig atkvæði munu falla á milli tillagna á fimmtudaginn. Gera má ráð fyrir að þingmenn taki að gefa upp afstöðu sína eftir að greinargerð undirbún- ingskjörbréfanefndarinnar verður gerð opinber um og eftir miðjan dag í dag. Alþingi kemur saman Morgunblaðið/Eggert Alþingi Starfsmaður þingsins dreifði í gær miðum með nöfnum þingmanna á borðin fyrir þingsetningarfundinn sem hefst laust eftir klukkan 14 í dag. - Líklegt að tillögur frá kjörbréfanefnd verði þrjár - Ekki eining um tillögur innan ríkisstjórnarflokkanna - Nokkrir þingmenn þegar gefið upp afstöðu sína til talninga M 152. löggjafarþing kemur saman »4 Götur helstu stórborga Austurríkis voru að mestu auðar í gær eftir að útgöngubann gekk í gildi vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar, sem nú ríður yfir Vestur-Evrópu. Voru verslanir, veitingastaðir og jólamarkaðir lokaðir vegna banns- ins en íbúum landsins er nú meinað að yfirgefa heimili sín nema til þess að sækja vinnu, kaupa nauðsynjar og stunda líkamsrækt. Munu stjórn- völd endurskoða ástandið 1. desem- ber, en hafi það ekki batnað þá mun bannið vara til 11. desember næst- komandi. Eru ríki Evrópu nú að íhuga hertar sóttvarnaaðgerðir til að stemma stigu við fjórðu bylgju veirunnar, meðal annars að taka upp bólusetningarskyldu, þrátt fyr- ir hörð mótmæli um helgina. »13 AFP Útgöngubann Jólamarkaðurinn í Vínarborg, sem er við hlið Dómkirkju heilags Stefáns, var auður í gær, enda lokað vegna heimsfaraldursins. Útgöngubann gengið í gildi - Evrópuríki íhuga að herða aðgerðir Jarðskjálftavirkni á Reykjanes- skaga er að færast í eðlilegt horf, að mati Páls Einarssonar jarðeðlis- fræðings. Undanfarið hafa fleka- skilin sem liggja eftir skaganum endilöngum teiknast greinilega upp á jarðskjálftakortum. „Venjulega eru smáskjálftar víða á Reykjanesskaga. Það er áberandi gat í skjálftavirkninni sem tengist Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum. Því fylgir opin viðvörun um stóran skjálfta en það er orðið nokkuð langt síðan þar losnaði síðast um spennu á flekaskilunum,“ sagði Páll. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, segir að fyrir síðustu helgi hafi víða sést í glóð í hrauninu og afgösun verið í gígnum og víðar. Ýmislegt bendir til að ein- hver kvika komi enn upp. »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Geldingadalir Sýnilegt hraun- rennsli er hætt, þó sést glóð. Smá- skjálftar algengir - Enn sést glóð _ Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir telur líklegt að boðið verði upp á bólusetningu fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára á Ís- landi. Áður en sú ákvörðun er tekin þarf að liggja fyrir niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu. Lyfjafyrir- tækið Pfizer er búið að þróa sér- stakt barnabóluefni og bólusetning með því er hafin í Bandaríkjunum, Ísrael og Kanada. Þó að sóttvarna- yfirvöld séu ekki búin að taka ákvörðun er slíkt bóluefni væntan- legt til landsins fyrir áramót. Ólíkt mörgum öðrum lyfjum mið- ast bóluefnin einungis við aldur, og hefur líkamlegur þroski því ekkert að segja um þolmörk einstakl- ingsins og þá hvora útgáfuna hann á að þiggja. »2 Bólusetning barna frá fimm ára líkleg AFP Barnvænt Börn eldri en fimm ára fá annað bóluefni en þau sem hafa náð tólf ára aldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.