Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 2

Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 2
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir Ef umsögn Lyfjastofnunar Evrópu verður jákvæð er líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning gegn Covid-19- sjúkdómnum hér á landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalækn- is. Hann segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin enda liggur ekki enn fyrir markaðsleyfi í Evrópu fyrir notkun bóluefnisins fyrir þann aldurshóp. Lyfjafyrirtækið Pfizer er komið með slíkt leyfi í Banda- ríkjunum, Kanada og Ísrael og hef- ur lagt inn umsókn til Lyfjastofn- unar Evrópu, sem fer nú yfir hana. Þótt engin ákvörðun hafi verið tekin er pöntun af bóluefni fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára væntanleg til landsins í lok desem- ber. Koma í veg fyrir 430.000 smit Þessi bylgja faraldursins á Ís- landi er nú að miklu leyti drifin áfram af smitum hjá börnum undir ellefu ára, ólíkt fyrri bylgjum. Covid-19-sviðsmyndaáætlunar- miðstöðin (e. COVID-19 Scenario Modeling Hub) er sameiginlegt framlag fjölda bandarískra háskóla og heilbrigðisstofnana sem einbeita sér að því að segja fyrir um þróun faraldursins. Að mati þeirra gæti það að bólusetja aldurshópinn fimm til ellefu ára komið í veg fyrir 430 þúsund smit í Bandaríkjunum, mið- að við að delta-afbrigðið verði áfram ríkjandi. Komi upp nýtt enn meira smitandi afbrigði gæti bólu- setningin komið í veg fyrir 860 þús- und tilfelli. Meiri aukaverkanir vegna Covid-19 en bólusetninga Vísindamenn eru ekki allir sam- mála um hversu stórt hlutverk börn hafa í raun raun farið með við út- breiðslu faraldursins á árinu. Félag bandarískra barnalækna (AAP) mælir með bólusetningu fyr- ir börn, fimm ára og eldri. Sótt- varnastofnun Bandaríkjanna leggur einnig áherslu á að börn, fimm ára og eldri, þiggi bólusetningu enda séu þau ekki síður líkleg til að veikjast alvarlega af Covid-19 en aðrir. Komið hafa upp tilfelli hjarta- vöðvabólgu og gollurshúsbólgu hjá yngra fólki eftir bólusetningu, en að sögn Þórólfs eru þau tilfelli ekki mörg. Mun fleiri tilfelli hafi einmitt komið upp hjá einstaklingum eftir Covid-19-smit. Sérstakt barnabóluefni Lyfja- og matvælastofnun Banda- ríkjanna gaf út markaðsleyfi fyrir notkun á Pfizer-bóluefni við bólu- setningar barna á umræddum aldri eftir að hafa vegið áhættuna og metið en þau gögn eru aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Með því bættust tuttugu og átta milljónir einstaklinga við þann hóp sem á möguleika á að verja sig gegn Covid-19 með því að þiggja bólu- setningu. Börn eldri en tólf ára fá sama bóluefni og fullorðnir en Pfiz- er þróaði sérstakt bóluefni fyrir yngsta aldurshópinn, sem inniheld- ur þó sömu virku efnin en í viðeig- andi magni. Foreldrar jákvæðir Kannanir sem hafa verið gerðar á Íslandi og varða afstöðu foreldra barna á aldrinum fimm til ellefu ára til bólusetningar hafa sýnt fram á jákvæð svör. Bólusetningarþátttaka barna á aldrinum tólf til fimmtán ára var sjötíu og fimm prósent, en Þórólfur vonaðist eftir betri þátt- töku hjá þeim hópi. Bjóða 28 milljónum barnabóluefni 200 175 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september október nóvember H ei m ild :c ov id .is kl .1 3 .0 0 íg æ r Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 174 eru í skimunarsóttkví1.684 erumeð virkt smit og í einangrun 2.380 einstaklingar eru í sóttkví 24 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu 355 ný innanlandssmit greindust sl. helgi (fös. 19. til sun. 21. nóv.) Staðfest smit 7 daga meðaltal - Ísland bíður eftir umsögn frá Lyfjaeftirliti Evrópu - Bandaríkin, Kanada og Ísrael byrjuð að bólu- setja börn eldri en fimm ára - Börnin fá ekki sama skammt og fullorðnir - Sterkt tól gegn útbreiðslu AFP Barnabóluefni Lítill drengur í Ísrael fær hér bólusetningu með móður sinni. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Alls hefur 431 brot gegn sóttvarna- lögum verið skráð hjá lögreglu frá 1. mars 2020. Brotin eru skráð á 475 einstaklinga og 73 fyrirtæki en í ein- hverjum tilvikum eru margir skráðir fyrir sama brot. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Brot á sóttvarnalögum taka meðal annars til brota á lokun skemmti- staða og brota á reglum um fjölda- takmarkanir. Frá 1. október síðastliðnum til og með sunnudeginum 21. nóvember hafa verið skráð 13 brot á sóttvarna- lögum. Sektargreiðslum hefur ekki verið beitt í öllum tilvikum því í 46% brota var ekki talin ástæða til að beita sektum. Mál 129 aðila eru komin í sektarmeðferð, eða fyrir 22% brot- anna, en 32% þeirra eru annaðhvort til rannsóknar eða komin til af- greiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkis- lögreglustjóra var algengasta sektarupphæðin 50 þúsund krónur. Næstalgengast er að fólk hafi verið sektað um 100 þúsund eða 250 þús- und krónur. Lægsta sektin nam 20 þúsund krónum en sú hæsta 350 þúsund krónum. Nú hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir, þar af 4,3 milljónir í ár. Rúmar níu millj- ónir eru í vinnslu eða innheimtu- meðferð en sektir upp á 2,7 milljónir hafa verið felldar niður. Hæsta sektin var 350 þúsund krónur Morgunblaðið/Eggert Skemmtun Lögregla hefur sektað skemmtistaði fyrir brot á sóttvarnalögum, m.a. fyrir að hafa opið of lengi. - 431 brot gegn sóttvarnalögum - 7,5 milljónir innheimtar í sektir - Ekki sektað fyrir 46% brota Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fjórar ljósmæður skráðu sig í bakvarðasveit heilbrigðis- þjónustu um helgina. Þetta gerðist í kjölfar þess að Land- spítalinn vakti sérstaklega athygli á því fyrir helgi að þar bráðvantaði ljósmæður vegna þess að fjöldi starfsmanna væri kominn í sóttkví. Eru nú fimm ljósmæður í bak- varðasveitinni. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu eru nú 250 manns skráðir í bakvarðasveit heilbrigðisþjónust- unnar. Í hópi faglærðra eru sjúkraliðar fjölmennastir, 67 talsins. Nú eru 46 hjúkrunarfræðingar til taks og 18 læknar, átta lyfjafræðingar og sjö lífeindafræðingar. Færri eru úr öðrum starfsstéttum. Nokkur fjöldi nema hefur sömuleiðis skráð sig í bakvarðasveitina, níu lækna- nemar, níu nemar í hjúkrunarfræði og 36 sjúkraliðanemar. Ljósmæður brugðust fljótt og vel við kallinu - 250 skráðir í bakvarða- sveitina - Fimm ljósmæður Morgunblaðið/Eggert Landspítali 250 bakverðir eru til taks ef starfsfólk þarf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.