Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Í október 2019 flutti
Stefán Vagn Stef-
ánsson, þingmaður
Framsóknarflokksins í
Norðvesturkjördæmi,
þingsályktunartillögu
um að kannað yrði
vandlega hvort hag-
kvæmt væri að grafa
20 km löng jarðgöng
milli Hofsdals og
Barkárdals sem tengja
saman Hörgárdal og
Hjaltadal. Þessi gangalengd undir
Tröllaskaga er langt frá því að vera
eini valkosturinn sem talað er um
til að stytta vegalengdina milli
Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Við-
urkennt er að brýn þörf er talin á
nýjum og tvíbreiðum veggöngum
milli Fljóta og Fjallabyggðar, þar
sem vegurinn vestan Strákaganga
er stórhættulegur vegna jarðsigs,
grjóthruns- og snjóflóða. Sunnan
Múlaganga sem standast aldrei
héðan af hertar öryggiskröfur og
norðan Siglufjarðar er ástandið
engu betra.
Í Morgunblaðinu 28. febrúar 2020
kom fram að hugmyndin um 20 km
gangalengd undir Tröllaskaga mæt-
ir mikilli andstöðu hjá yfirstjórn
Vegagerðarinnar, sem telur heppi-
legra að skoða möguleika á helm-
ingi styttri jarðgöngum undir Öxna-
dalsheiði. Norðan Dalvíkur og í
Almenningum eykst slysahættan
alla vetrarmánuðina þegar aur-
skriður, snjóflóð og grjóthrun loka
vegunum sunnan Múlaganga og
vestan Strákaganga milli Siglu-
fjarðar og Fljóta.
Til að tryggja öruggar vega-
samgöngur Fjallabyggðar við Norð-
vestur- og Norðausturkjördæmi er
óhjákvæmilegt að flýta fyrst fram-
kvæmdum við 6 km löng veggöng
undir Siglufjarðarskarð, áður en
talað verður um jarð-
gangagerð undir
Tröllaskaga eða Öxna-
dalsheiði. Til að það
heppnist fullkomlega
skulu einbreiðu Múla-
göngin auk Stráka-
ganga víkja endanlega
fyrir tvíbreiðum jarð-
göngum norðan Dal-
víkur og undir Siglu-
fjarðarskarð sem
tryggja öruggari
hringveg um Trölla-
skaga. Hugmyndin um
að grafa jarðgöng und-
ir Öxnadalsheiði er til í Jarðganga-
áætlun Vegagerðarinnar sem Al-
þingi samþykkti í febrúar árið 2000,
í tíð Sturlu Böðvarssonar, þáver-
andi samgönguráðherra. Allir
landsbyggðarþingmenn sem sækj-
ast eftir fjárfrekum samgöngu-
mannvirkjum í sínum kjördæmum
þurfa að horfast í augu við þá stað-
reynd að ekki er sjálfgefið að ís-
lenska ríkið standi undir áætluðum
heildarkostnaði við öll jarðgöngin
sem gert er ráð fyrir í samgöngu-
áætlun án þess að stjórnvöld skrifi
þennan kostnað á reikning skatt-
greiðendanna í þessu fámenna landi
með 373 þúsund íbúa.
Vegna baráttunnar gegn út-
breiðslu kórónuveirunnar, sem
verður ekki ókeypis fyrir íslenska
skattgreiðendur, skulu allir lands-
byggðarþingmenn í samgöngunefnd
Alþingis kynna sér vandlega hvort
skynsamlegt sé að réttlæta áætl-
aðan heildarkostnað við fjárfrekar
samgöngubætur í fámennum sveit-
arfélögum sem standa mjög illa. Af
þessum sökum telja samgöngu-
ráðherra og fjármálaráðherra óhjá-
kvæmilegt að fresta tímabundið
rándýrum framkvæmdum við fleiri
jarðgöng í öllum landshlutum.
Tímafrek barátta gegn útbreiðslu
kórónuveirunnar segir ekkert um
að vinnandi fjölskyldur um allt land
komist auðveldlega hjá stórauknum
álögum án þess að kröfuhafarnir
bjóði heimilin þeirra upp, verði ráð-
ist í enn fleiri jarðgöng úti á landi
að loknum framkvæmdum við
Dýrafjarðargöng sem búið er að
opna fyrir almenna umferð. Bæj-
arstjórn Akureyrar og varaþing-
manni Framsóknarflokksins í Norð-
vesturkjördæmi skal vera ljóst að
of miklar hættur á snjóflóðum,
grjóthruni og aurskriðum geta
leynst í Hofsdal og Barkárdal verði
vegur lagður að göngunum undir
Tröllaskaga inn báða dalina, sem
eru þröngir og geta verið slysa-
gildrur.
Um tvennt stendur valið, komi
hugmyndin um jarðgöng milli Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar til álita, í
fyrsta lagi eftir 15-20 ár. Þar leggur
Vegagerðin til að kannað verði fyrst
hvort hægt sé að komast af með
helmingi styttri göng undir Öxna-
dalsheiði, sem tekin yrðu á snjó-
léttu svæði í 500 m hæð úr Hálfdán-
artungum í Norðurárdal og kæmu
út í Bakkaselsbrekkunni í 340 m
hæð í Öxnadal. Milli Skagafjarðar
og Öxnadals yrðu vetrarsamgöngur
strax öruggari þótt vegalengdin
styttist aðeins um örfáa km.
Tímabært er að varaþingmaður
Framsóknarflokksins svari spurn-
ingunni um hvort til greina komi að
skoða möguleika á jarðgöngum
undir Hjaltadalsheiði, sem kæmu út
í botni Hörgárdals og þaðan yrði
lagður vegur að enn styttri göngum
undir Háafjall og Hraunsvatn til að
halda ferðamannastaðnum á Engi-
mýri í Öxnadal áfram á hringveg-
inum milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar.
Göng undir Öxnadalsheiði
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Til að tryggja örugg-
ar vegasamgöngur
Fjallabyggðar við Norð-
vestur- og Norðaust-
urkjördæmi er óhjá-
kvæmilegt að flýta fyrst
framkvæmdum við 6 km
löng veggöng undir
Siglufjarðarskarð.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Í fjölda áratuga
hafa veðurfarsspá-
menn haft uppi stór-
orðar yfirlýsingar um
hrakleg áhrif veð-
urfarsbreytinga á ver-
öldina og þá lífríkið og
þá. Það er vert að
skoða suma þessara
spádóma, en þeir eru
svo ofurmargir, að
ekki er unnt að gera
nema litlu broti skil í stuttri grein.
Nokkur dæmi
hamfaraspádóma
Árið 1970 birtist í Newsweek
grein, þar sem sagði, að vegna auk-
ins ryks og vatnseims í andrúms-
loftinu sem og meðfylgjandi skýja-
myndunar myndi „… jörðin kólna,
vatnseimurinn falla sem snjór og ný
ísöld ganga í garð“. Um afleiðing-
arnar voru ýmsir, sem taldir voru
marktækir, á svipuðum nótum. Þar
má nefna Paul Ehrlich, prófessor
við Stanford-háskólann, sem spáði
ofurfjölgun mannkyns og hung-
urdauða 100-200 milljóna manna ár
hvert frá um það bil 1975. Undir
með honum tók höfuðskipuleggj-
andi fyrsta „jarðardagsins“ árið
1970, Denis Hayes, en hann sagði
það ár: „Það er þegar orðið of seint
að koma í veg fyrir fjöldahung-
ursneyð.“
Þetta stangast nokkuð á við tölur
frá t.d. SÞ, sem greina frá því, að
hungruðum hafi fækkað, mat-
arframboð aukist með aukinni upp-
skeru og meðallífslíkur manna á
heimsvísu hafi aukist svo, að um
1900 voru þær um 33 ár, en eru nú
um 70 ár.
Árið 1971 spáði fyrrnefndur Paul
Ehrlich því, að í kringum árið 2000
yrði Breska konungdæmið ekki
annað er snauður eyjaklasi, þar sem
byggju 70 milljónir sveltandi
manna. Hann bætti við: „Ef ég veðj-
aði myndi ég veðja því á jöfnu, að
árið 2000 verði England ekki til.“
Nú, um 20 árum síðar en allt átti
að vera orðið auðn og tóm á Bret-
landseyjum, verður ekki annars
vart en að enn búi þar fólk við góðan
kost.
Árið 1988 bar James Hansen vitni
fyrir upplýsingaöflunarnefnd full-
trúadeildar bandaríska þingsins og
spáði því, að strandgatan á Man-
hattan í New York myndi verða yf-
irflotin sjó upp úr árinu 2000,
þurrkur ríkja og drykkjarvatn yrði
skammtað. Fyrrnefndur Paul
Ehrlich tók undir orð hans og sagði
orsökina vera gífurlega hækkun
sjávarborðs, sem færa myndi í kaf
ekki einungis lægstu hluta Man-
hattan, heldur láglendi víða um
heim. Á meðal eylenda, sem hafið
myndi gleypa, voru Maldíveyjar í
Kyrrahafi. Þær áttu að verða horfn-
ar ekki síðar en á fyrstu áratugum
21. aldar, en miklu fyrr verða
óbyggilegar vegna skorts á
drykkjarvatni.
Strandgatan á Manhattan er enn
vel upp úr sjó, strendur Flórída og
láglendi í sunnanverðum Bandríkj-
unum eru það líka. Lágt liggjandi
sléttur á Indlandi og í Kína eru enn
ræktunarlönd og eyjar í Kyrrahafi
eru enn byggðar og blómlegar. T.d.
hefur íbúafjöldi á Maldíveyjum tvö-
faldast frá árinu 1980.
Árið 2000 sagði dr David Viner
loftslagsvísindamaður við háskól-
ann í East Anglia:
„Innan fárra ára mun
snjókoma verða fátíð
og spennandi. Börn
munu ekki vita hvað
snjór er.“ Þessu tengj-
ast spádómar frá t.d.
árinu 1999 um jökla-
laus Himalajafjöll inn-
an 10 ára og aðrir um
hvarf jökla í Ölpunum
og á hæsta fjalli Afríku,
Kilimanjaró. Af sama
toga voru spádómar
Als Gores árið 2009 um
það, að árið 2014 yrði Norður-
Íshafið sem næst íslaust að sum-
arlagi. Undir með Al Gore tók
starfsmaður IPCC, jöklafræðing-
urinn David Vaughan, árið 2012, er
hann sagði: „Það gæti orðið á þessu
ári eða næsta, en ekki síðar en árið
2015, að Norður-Íshafið verði ís-
laust yfir sumartímann.“ Þá má
nefna spá vistfræðingsins Bills
Frasers, sem sagði árið 2007, að
skaginn á Suðurskautslandinu, sem
er kjörlendi mörgæsa, væri það
ekki lengur, og spáði því, að þær
yrðu útdauðar „innan fimm til tíu
ára“.
Enn eru jöklar í Himalajafjöll-
unum, í Ölpunum og á Kilimanjaró.
Enn er líka ís á Norður-Íshafinu.
Fyrir vikið er lítið um siglingar um
norðvesturleiðina, en nokkrar um
norðausturleiðina með ströndum
Síberíu, en einungis fáeina mánuði á
ári og þá tíðast með aðstoð ísbrjóta.
Svo mikill er ísinn enn. Ekki eru
heldur útdauðar mörgæsirnar á
Suðurskautslandinu.
Árið 1970 spáði títtnefndur Paul
Ehrlich því, að innan tíu ára yrði
allt líf í sjónum horfið og strand-
héruð óbyggileg vegna fnyksins af
dauðum fiski. Undir þetta tók dr.
Sidney Dillon Ripley, í 20 ár ritari
Smithsonian-stofnunarinnar. Á
meðal ástæðna, sem haldið var
fram, var súrnun og hitnun sjávar.
Þessu tengd er spá um aldauða ís-
bjarna á norðurhveli jarðar, sem
verða átti vegna ísleysis á sjónum á
norðurslóðum. Einnig má nefna
spádóma um að vegna loftslags-
breytinga myndi fjöldi dýrategunda
deyja út og þá einnig ýmis smádýr,
s.s. skordýr.
Enn er fiskur í sjónum og dýralíf
í honum virðist standa með blóma.
Áætlaður fjöldi ísbjarna var talinn
um 10.000 árið 1950, en nú er talið,
að þeim hafi fjölgað í yfir 30.000
dýr. Hvað snertir útrýmingu skor-
dýra leggur maðurinn sitt til, ekki
síst með vindmyllum. Sem dæmi má
nefna, að einungis í Þýskalandi, þar
sem reistar hafa verið um 30.000
vindmyllur, er talið, að þær drepi
um 1.200 tonn flugna á ári hverju.
Hvað svo?
Enn dynur á almenningi hræðslu-
áróður; þessa dagana sprottinn af
COP26-ráðstefnunni í Glasgow í
Skotlandi. Í ljósi liðins tíma og
brostinna spádóma – er ekki rétt að
gjalda varhug við þeim upphróp-
unum, yfirlýsingum og áróðri, sem
þaðan berst?
Brostnir spádómar
Eftir Hauk
Ágústsson
Haukur Ágústsson
»Enn dynur á al-
menningi hræðslu-
áróður; þessa dagana
sprottinn af COP26.
Höfundur er fyrrverandi kennari.
Allt um sjávarútveg
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is