Morgunblaðið - 23.11.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.11.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 ✝ Arndís Kristín Daðadóttir fæddist á Litla Langadal á Skóg- arströnd á Snæ- fellsnesi 6. júlí 1925. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Höfða á Akranesi þann 6. nóvember 2021. Foreldrar henn- ar voru Anna Sig- fúsdóttir, f. 11.3. 1896, d. 4.8. 1954, og Daði Kristjánsson, f. 30.11. 1895, d. 27.10. 1981. Systkini hennar voru Ingi- björg Daðadóttir, f. 9.4. 1923, d. 6.8. 2011, og Sigfús Daða- son, f. 20.5. 1928, d. 12.12. 1996. Arndís Kristín giftist Olgeiri Þorsteinssyni þann 30.3. 1947. Hann lést 7.5. 2016. Þau eignuðust tvær dætur. Sigrúnu, f. 22.9. 1946. Hennar maður er Friðrik Berg- sveinsson, f. 27.9. 1946. Börn þeirra eru Daði, f. 10.5. 1967. Kvæntur Soffíu Dögg Hall- dórsdóttur. Þeirra börn eru Goði Már og Nína Margrét. Margrét Friðriksdóttir, f. 22.12. 1970. Gift Elvari Erni Reynissyni. Börn Margrétar frá fyrra ströndinni sem barn og ung- lingur. Innan við tvítugt var hún komin með starf sem hús- hjálp í Reykjavík þar sem hún starfaði í um tvo vetur. Dísa og Olgeir kynntust á þeim árum sem Dísa starfaði í Reykjavík. Þau urðu par og byrjuðu sinn búskap árið 1946 í Smálöndunum í Reykjavík við Keldnaholtið. Þau eignuðust fyrri dóttur sína í september 1946 og giftu sig síðan og skírðu Sigrúnu á þrítugs- afmæli Olgeirs í mars 1947. Þau fluttu síðan búferlum að Hólslandi í Eyjarhreppi þar sem þau bjuggu í skamman tíma, og þarnæst fluttu þau að Hólmlátri á Skógarströnd þar sem þau bjuggu frá árinu 1949 til 1958. Þar fæddist þeim önn- ur dóttir, Anna Þórdís, í sept- ember 1956. Árið 1958 fluttu þau síðan að Hamraendum í Breiðuvík á Snæfellsnesi þar sem þau bjuggu í um 26 ár. Árið 1984 seldu þau jörðina á Hamraendum og færðu sig að Lindarbrekku í Staðarsveit. Árið 1988 festu þau svo kaup á húsi á Bárugötu 18 á Akranesi. Dísa bjó á Bárugötunni allt þar til hún flutti á Höfða í maí árið 2020 en Olgeir var þá látinn. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 23. nóv- ember 2021, klukkan 13 með nánustu fjölskyldu og vinum. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat hjónabandi: Hlynur Ingi, Steinar Frið- rik og Ína Magney. Elvar á einnig tvær dætur frá fyrra sambandi, þær Mörtu Rut og Rebekku Ýri. Arndís Friðriks- dóttir, f. 10.6. 1975. Gift Sigfúsi Kristjánssyni. Börn þeirra eru Guðrún og Lára Björk. Olgeir Sveinn Friðriksson, f. 26.11. 1978. Kvæntur Guð- laugu Rós Hólmsteinsdóttur. Börn þeirra eru Sigrún Halla og Sigurður Hólmsteinn. Anna Þórdís, f. 19.9. 1956, d. 19.10. 2021. Barn hennar er Kristín Margrét Gísladóttir, f. 4.5. 1975. Gift Júlíusi Steinari Heiðarssyni. Þeirra börn eru Alex Þór, Andri Týr og Sara Margrét. Olgeir átti einnig tvær dætur, þær Hönnu Sigríði og Ósk Maren. Dísa bjó með foreldrum sín- um og systkinum að Litla- Langadal fyrstu ár ævi sinnar. Síðan bjó hún fáein ár á Innri- Drápuhlíð í Helgafellssveit og árið 1932 flutti fjölskyldan að Hólmlátri á Skógarströnd. Dísa gekk í farskóla á Skógar- Þann 23. nóvember kvaddi ég ömmu Dísu. Amma Dísa var dásamleg kona, mjúk, hlý og um- vefjandi kærleiksljós, hún gat líka verið föst fyrir og ákveðin, eins og allar aðrar ömmur. Amma Dísa bjó í sveit og þangað fórum við systkinin oft þegar skóla lauk. Þar var nýr heimur, fullur af verkefn- um, og þar notuðum við systkinin ímyndunaraflið óspart. Amma var skjól til að leita í þegar rigningin buldi á húsunum, hún sýndi mér hvernig á að taka á móti kálfi, hvernig kindur bera, hvernig kleinur eru steiktar og hvernig er best að raka slægjurnar á eftir afa, taka þær saman og setja upp á garðann. Amma var alltaf að, hún vaknaði fyrst og fór seinust að sofa. Þegar ég hugsa til hennar kemur alltaf í hugann ljóðið um konuna sem kyndir ofninn minn. Hennar verk veittu okkur yl og næringu alla daga. Við vorum eins og lömbin í höndunum á henni. Komum föl undan vetri á vorin og fórum heim að hausti bústin og sælleg. Seinustu árin bjó amma á Akranesi, á Bárugötunni, og undir lokin naut hún umönnunar á hjúkrunarheimilinu Höfða. Þar naut hún sín. Þangað var gott að koma og hlusta á hana, horfa á fal- legt andlitið, blikandi augun og rifja upp öll leyndarmálin sem við áttum og hún þóttist ekkert kann- ast við. En blikið í augunum sagði sitt, hláturinn og kátínan. Takk elsku ömmugullið mitt. Ef guð lof- ar, þá verð ég amma eins og þú, hlý, mild og mátulega eftirgefan- leg. En umfram allt umvefjandi kærleik og hlýju. Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Ég veit, að hún á sorgir, en segir aldrei neitt, þó sé hún dauðaþreytt, hendur hennar sótugar og hárið illa greitt. Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi kona er vinafá og snauð af veraldlegum auð, að launin, sem hún fær, eru last og daglegt brauð. En oftast er það sá, sem allir kvelja og smá, sem mest af mildi á. Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. (Davíð Stefánsson) Þín Margrét Th. Friðriksdóttir (Magga). Elsku ljúfa amma mín er ekki lengur meðal okkar. Eftir að hafa heimsótt táradalinn í góða stund, þá hrúgast upp í huganum skemmtileg minningabrot áranna, minningabrot um samskipti okkar alla mína ævi. Amma Dísa er einhver ljúfasta og elskulegasta manneskja sem ég hef kynnst. Á Hamraendum hitaði hún sængur okkar krakk- anna á ofninum á kvöldin, bauð kakósúpu ef soðningin var okkur ekki að skapi og sýndi okkur alltaf botnlausa ást og umhyggju. 96 ára gömul mundi hún ein- hvern veginn allt, sá allt gler- augnalaust og heyrði allt. Hún spurði alltaf um börnin okkar, fylgdist vel með og var inni í öllu. Ég upplifði ömmu sem svona pínu tímalausan töffara þegar hún kom í bíltúr og setti upp sólgler- augun sín. Hún var svo skemmti- leg og hnyttin í tilsvörum og hlátrasköllin fylgdu. Alltaf fannst mér það jafn merkilegt hvað hún náði að galdra fram miklar og veglegar veitingar þegar við komum í heimsókn, þótt ég segðist bara vilja kaffisopa og reyndi að hafa sem stystan fyrir- vara á Heimsókninni til að koma í veg fyrir fyrirhöfn. Og alltaf kom: „Daði minn, elsku, viltu ekki að- eins meira?“ Erfitt finnst mér að kveðja hérna megin en ég bíð þess bara að fá að heilsa henni á ný. Sigfús Daðason, bróðir ömmu, átti marga góða texta og þessar línur úr ljóði hans „September- bæn“ finnst mér núna svo viðeig- andi: … má ég biðja kvöldið að gæta þín af þögulli alúð, þig að þú sért þó ekki sértu hér. Daði Friðriksson. Arndís Kristín Daðadóttir Það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa til baka um þann tíma sem ég fékk með henni Björgu er þakklæti. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni, en betri tengdamóður er ekki hægt að hugsa sér. Hún tók mér opnum örmum frá því þegar við hittumst fyrst og lét mig alltaf finna að ég væri vel- komin. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir spilakvöldin, og fyr- ir allar skrýtnu og skemmtilegu samræðurnar. Björg var yndisleg manneskja og engri lík. Hún fór sínar eigin leiðir, var dugleg, indæl, litrík, gjafmild, baráttukona kvenrétt- inda, ævintýragjörn, umhverfis- sinni og ferðalangur. Hún elskaði börnin sín og þau hana, og hún má vera stolt af því fólki sem þau eru í dag. Hún sá ekki sólina fyr- ir barnabörnum sínum, og það er þeim mikill missir að fá ekki meiri tíma með ömmu sinni. Björg Gunnarsdóttir ✝ Björg Gunn- arsdóttir fædd- ist 11. mars 1964. Hún lést 10. nóv- ember 2021. Útförin fór fram 22. nóvember 2021. Elsku Björg, ég mun segja Viktori Mána sögur af þér og halda minningu þinni lifandi. Ég mun kenna honum að leysa sudoku og spila við hann skrafl, með þig í huga. Og ég mun dansa við hann danssporin þín (eða eins nálægt því og ég get, ég held að enginn geti leikið þau alveg eftir). Það eru forréttindi að fá að hafa kynnst þér og vera hluti af fjölskyldunni þinni. Takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Guðmunda Þóra Jónsdóttir. Björg vinkona mín hefur kvatt þessa jarðvist, allt of snemma. Það er óraunverulegt að kveðja hana því mér finnst við enn svo ungar og eiga svo margt ógert. Við vorum varla meira en sjö eða átta ára þegar við hittumst fyrst í stórum garði við Njarðargötuna og fórum strax að leika okkur saman. Ég man að mér fannst Björg sem lítil stelpa feimin en líka djörf og það var einmitt þannig sem hún var alla tíð því undir ró- legu yfirborði blundaði hávær byltingarsinni. Við áttum eftir að fylgjast að því ekki löngu seinna lágu leiðir okkar saman í Breið- holtsskóla og svo vorum við sam- an alla tíð eftir það; stundum meira saman og stundum minna en alltaf traust vináttubönd. Með sannleikann að leiðarljósi æddum við vinkonur, Björg, Eygló, Unn- ur og ég, í gegnum gelgjuna og fyrstu menntaskólaárin, hand- vissar um að okkar kynslóð myndi ná árangri þar sem öðrum hafði mistekist. Ást og friður allt- af ofarlega í huga okkar. En Björg skar sig úr og fór sínar eigin leiðir. Hún var í stöð- ugri uppreisn, alvöruhippi, sem vildi jafnrétti og systralag. Hún var sjálfstæð, réttsýn og dugleg. Eftir nokkur sambönd, eins og gengur, og eftir að hún átti Sölku, tók hún saman við Friðrik. Þau voru nokkur ár í sambúð hér heima áður en litla fjölskyldan hélt utan í nám. Árin í Finnlandi höfðu mikil áhrif á Björgu og Friðrik en þaðan komu þau með næmi og vitund fyrir náttúrunni og voru langt á undan sínu sam- ferðafólki í hugmyndum um sjálf- bærni og vistvænan lífsstíl. Á Hvanneyri byggðu þau á grænum hóli hús. Garðurinn varð ástríða Bjargar og þar ræktaði hún allt milli himins og jarðar. Þar nærði hún líka vináttuna við mig og aðra sem til hennar leit- uðu, þar var sest við eld og spjall- að og áhrifin af rabarbaravíninu hennar leystu ýmislegt úr læð- ingi. Eftir sitja góðar minningar um trausta og góða vináttu sem veitti innblástur og ró. Björg var allt sitt líf hugsjóna- manneskja með hjarta sem sló vel til vinstri. Hún var glaðlynd og ástríðufull og fátt reiddi hana meira til reiði en óheiðarleiki og lygi. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd og maður þurfti aldrei að efast um ein- lægni hennar. Hún tókst á við veikindi sín með hreinskiptni og sterkri eðlisgreind og náttúru- skynjun. Þannig tók hún flest það sem var mengað með auka- efnum og sykri úr fæðunni og náði þannig, að eigin sögn, að draga úr áhrifum veikindanna. Í minningunni gengur hún berfætt um í grasinu, syngjandi, í litrík- um bómullarkjól. Hún hélt í þá trú að allir gætu haft áhrif með því að sitja ekki á skoðunum sín- um, breyta lífsháttum og stefna að betra lífi með virðingu fyrir móður jörð. Ég votta foreldrum hennar, börnum; Sölku, Valgerði og Gunnari Inga, og Friðriki samúð mína. Heim hún stökk, þá sögu að segja, að síðasta blómið væri að deyja. Ungum pilti út í haga einum fannst það markverð saga. Saman forðuðu sveinn og meyja síðasta blóminu frá að deyja. Í heimsókn komu, að heilsa því, hunangsfluga og kólibrí. (Höf: James Thurber. Þýð. Magnús Ásgeirsson) Elfa Björk Ellertsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNA KNÚTSDÓTTIR, Sautjándajúnítorgi 1, Garðabæ, lést á heimili sínu laugardaginn 13. nóvember. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 15. Kirkjugestir þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-hraðpróf við innganginn, ekki eldra en 48 stunda. Útförinni verður streymt á slóðinni www.sonik.is/jona. Rúnar Sigursteinsson Knútur Rúnarsson Linda Wessman Aðalsteinn Rúnarsson Bettina Björg Hougaard Sara Liang Wessman Knútsdóttir Alma Rún Aðalsteinsdóttir Elín Ylfa Aðalsteinsdóttir Thelma Ósk Sigurgeirsdóttir Milla Kristín Sigurgeirsdóttir Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, ELÍN ÞÓRA ALBERTSDÓTTIR, Heiðargerði 29, Vogum, lést á Landspítalanum, Hringbraut, föstudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.streyma.is. Selma Kristín Jónsdóttir Sigurður Rúnar Arnarson Harpa Ósk Sigurðardóttir Jón Páll Arnarson Örn Ingi Arnarson Björn Rúnar Albertsson Sólveig Einarsdóttir Mikhael Máni Sigurðsson Sindri Þór Sigurðsson Helgi Valur Jónsson Róbert Rúnar Jónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR HELGI HJARTARSON, Vallholti 7, Ólafsvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi laugardaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju 27. nóvember klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni. Þeim sem vilja minnast hans er bent á kirkjuna í Ólafsvík. Elísabet Jóna Ingólfsdóttir Albína Gunnarsdóttir Baldur Jónsson Hildur Gunnarsdóttir Ólafur Rögnvaldsson Guðm. Rúnar Gunnarsson Þorbjörg Höskuldsdóttir Rakel Ósk Gunnarsdóttir Ólafur Ingólfsson afabörnin Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÍVARSDÓTTUR, sjúkrahússljósmyndara á Landspítala. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun í gegnum árin. Berglind H. Hallgrímsdóttir Gunnar Vagn Gunnarsson María Helga Gunnarsdóttir Björn Ingi Victorsson Róbert Orri Gunnarsson Victor Vagn Björnsson Orri Fannar Björnsson Hólmfríður Hrönn Björnsdóttir Elsku hjartans sonur okkar og bróðir, PÉTUR JÓNSSON, Furuás 10, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 20. nóvember á Krabbameinsdeild Landspítalans. Jarðarför verður auglýst síðar. Jón Gauti Jónsson Sigrún Magnúsdóttir Berglind Jónsdóttir Einar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.