Morgunblaðið - 23.11.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl.
9-12. Leikfimi með Milan kl. 10.30. Handavinna kl. 12-16. Bridshópur
kl. 12.30. Karlakórsæfing kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt
á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kirkj-
unnar kl. 20. Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju.
Boðinn Ganga / stafganga með leiðsögn kl. 10 frá anddyri Boðans.
Fuglatálgun með Valdóri kl. 13. Brids og kanasta kl. 13. Sundlaugin er
opin frá kl. 13.30-16.
Dalbraut 18-20 Dansleikfimi með Auði kl. 12.50, félagsvist kl. 13.30.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjáns-
dóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Súpa og brauð
eftir stundina. Það verður jazz-stemming hjá okkur í félagsstarfinu.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson ásamt félaga sínum Sigurði kemur til
okkar, spilar á saxafón og spjallar um heima og geima. Verið velkom-
in í gott og gefandi samfélag.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl.
9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Mynd-
listarhópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13-13.10.
Bónus-rútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Qi-gong í Sjálandi kl. 9. Stólajóga kl. 11 í Jónshúsi. Leikfimi í
Ásgarði kl. 12.15. Botsía í Ásgarði kl. 13.10. Smíði kl. 9 og 13 í Smiðju
Kirkjuhvoli.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 handavinna. Kl. 9-10.15 heilsu-Qi-gong í
hreyfi- og aðalsal. Kl. 13-16 opin handavinnustofa. Kl. 14-15 skapandi
skrif, (annan hvern þriðjudag. Kl. 16-18 námskeið hjá Nafnlausa leik-
hópnum.
Grafarvogskirkja Opið hús í Grafarvogskirkju fyrir eldri borgara.
Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til gamans gert. Boðið er upp á kaffi
og meðlæti að opna húsinu loknu. Umsjón hefur Sigrún Eggerts-
dóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12, að henni lokinni er hádegisverður
gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir!
Gullsmári 13 Myndlist kl. 9. Botsía kl.10.Tréútskurður kl. 13. Kanasta
kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Félagsvist kl. 13, þátt-
tökugjald er 200 kr. Léttar veitingar seldar í hléi.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Dansleikfimi kl. 9. Qigong kl. 10. Brids kl.13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 830-1030. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Jóga með Rakel Írisi kl. 9. Brids í handavinnustofu kl.
13. Helgistund kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Listmálun með Pétri kl. 9 í Borgum. Morgunleikfimi kl.
9.45 í Borgum. Botsía kl. 10 í Borgum og helgistund á vegum Grafar-
vogskirkju kl. 10.30 í Borgum. Leikfimishópur Korpúlfa í umsjón
Margrétar Eiríks. kl. 11 í Egilshöll. Spjallahópur Korpúlfa í listasmiðj-
unni í Borgum kl. 13. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14.
Félagsfundur Korpúlfa sem vera átti á morgun fellur niður vegna
fjöldatakmarkana.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir stund-
ina. Gestur er Andrés Jónsson almannatengill sem talar um mannleg
samskipti í mörgum blæbrigðum þeirra. Kaffiveitingar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist bútasaumshópur í handa-
vinnustofu kl. 9-12. Hópþjálfun verður í setustofu 2. hæðar kl. 10.30-
11.Tölvu- og snjalltækjaaðstoð í setustofu kl. 11-11.30. Bókband er í
smiðju 1. hæðar kl. 13-16.30. Kl. 13.30-14.30 hlustum við saman á
hlaðvarp í handavinnustofu. Þá leggjum við af stað í göngu með
viðkomu í verslun kl. 15 úr móttöku.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.10. Kaffispjall í króknum alla morgna
frá kl. 9. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30.
Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Örnámskeið / roð og leður á
neðri hæð félagsheimilis kl. 15.30. Ath. jólahlaðborðið í Kríunesi er
nk. fimmtudag, 25. nóvember. Síðasti skráningardagur er í dag. Farið
verður með rútu. Skráning og uppl. hjá Kristínu í síma 8939800.
mbl.is
alltaf - allstaðar
intellecta.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Helgi var kát-
asti og skemmti-
legasti maður sem
við höfum kynnst.
Strax á æskuárum var ég
heimagangur á heimili hans í
Stillholtinu, oftast til að hitta
og leika við Sigga yngri bróður
hans og borða súkkulaði og
drekka mjólk hjá Dúu Sigurðar
og Sverre apótekara. Helgi var
þá stundum heima, en oftar
ekki. Hann var líka nokkrum
árum eldri. Hann var fyrir-
mynd okkar yngra liðsins í
skátunum og alltaf hrókur alls
fagnaðar.
Við áttum síðar á ævinni eft-
ir að kynnast betur og sterk
vináttubönd mynduðust. Ég
skrapp í kaffi til hans, Vilborg-
ar og Elsí Rósar í febrúar 1981,
ætlaði bara að stoppa stutt og
halda svo áfram í námsbókun-
um. Rétt á meðan ég stoppaði
brast á með Engihjallaveðrinu
og ég varð veðurtepptur. Okk-
ur fannst sem rúðurnar í stofu-
og svefnherbergisgluggunum
myndu ætla inn á mitt gólf svo
við teipuðum þær að innan,
kannski til að styrkja þær,
kannski til að koma í veg fyrir
að þær dreifðust óþarflega mik-
ið um stofuna ef þær gæfu sig.
Við reyndum líka að hlaupa út
á bílastæði til að halda aftur af
bílunum sem voru á fleygiferð í
rokinu. Sem betur fer sáum við
fljótt að það var til einskis og
hörfuðum aftur inn. Um nóttina
lögðu mæðgurnar sig í stofunni
en við Helgi lögðumst í hjóna-
rúmið en í því herbergi voru
lætin yfirgengileg. Í minning-
unni finnst mér að við höfum
sofið sæmilega, en held reynd-
ar að það hafi bæði verið lítið
og slitrótt. Þetta er lengsta og
viðburðaríkasta kaffiheimsókn
sem ég hef nokkurn tíma farið
í.
Vináttuböndin hafa haldist
óslitin þrátt fyrir dvöl erlendis
um margra ára skeið og síðustu
þrjátíu árin hafa þau frekar
styrkst en hitt. Þar hafa fjöl-
skyldur okkar og annarra vina
af Skaga líka verið mikilvægar
og raunar svo að hin árlegu jól
hafa ekki komið fyrr en búið er
fara í grjónagraut og tvíreykt á
aðfangadag hjá Helga og Vil-
borgu. Lengi framan af sá
Helgi um grautinn og allt sem
tilheyrði en þegar heilsunni fór
að hraka tóku börnin Elsí og
Sverre yfir og svo með tím-
anum líka tengdabörnin. Alltaf
var samt gleðin og glaðværðin
ríkjandi. Síðustu nokkur árin
Helgi Valtýr
Sverresson
✝
Helgi Valtýr
Sverresson
fæddist 4. febrúar
1952. Hann lést 8.
nóvember 2021.
Jarðarförin fór
fram 22. nóvember
2021.
voru þessir að-
fangadagsmorgnar
orðnir fjölmennir
þegar vinahópur-
inn mætti með
börn og barnabörn
og allir fengu sinn
graut. Helgi naut
þess örugglega
alltaf í botn þótt
heilsan takmark-
aði meira og meira
hans framlag til
morgunborðsins.
Nú er kallinn horfinn, farinn,
laus við baráttuna við sjúk-
dóma og kvilla sem örlögin út-
hlutuðu honum. Eftir situr
minningin um hressa strákinn
sem hermt gat eftir öllum
hljóðum sem heyrst hafa á
jörðinni. Í fjarska ómar tromp-
etinn sem hann spilaði svo
listavel á, hljóðfæralaus.
Gunnlaugur Björnsson og
Ástríður Jóhannesdóttir
(Ásta og Gulli).
Kæri vinur, við viljum með
þessum orðum minnast þess
tíma sem við áttum með þér og
þakka þér samfylgdina.
Við vorum ung, við vorum
hraust og lífið var söngur og
gleði þegar leiðir okkar lágu
saman fyrir 50 árum. Við vor-
um öll skátar en í þeim hópi
sem og annars staðar varst þú
hrókur alls fagnaðar, áræðinn
og hvatvís og kunnir að njóta
líðandi stundar. Það var alltaf
líf og fjör í kringum þig og þú
kunnir að láta skátahrópin
hljóma hæst og mest.
Hún Vilborg okkar féll fyrir
þér, þessum unga, fallega og
skemmtilega skátastrák, rétt
búin að slíta barnsskónum og
hefur átt samleið með þér frá
þeirri stundu.
Við vinahópurinn höfum
haldið saman öll þessi ár,
glaðst á góðum stundum og
stutt hvert annað í lífsins ólgu-
sjó. Það hefur ýmislegt verið
brallað i gegnum árin svo sem
ferðalög, samvera í sumar-
bústöðum og hin árlega jóla-
samkoma svo eitthvað sé nefnt.
Gott er að getað yljað sér við
þessar minningar nú þegar
sorgin knýr dyra.
Síðustu árin hefur verulega
reynt á þig kæri vinur en ætíð
hefur þú komið keikur út úr
hverri raun og við oft haft það
á orði að þú hlytir að eiga a.m.k
níu líf. Vilborg hefur verið
kletturinn þinn í gegnum árin
og er missir hennar mikill nú
þegar komið er að kveðjustund.
Við minnumst góðs og
trausts vinar og þökkum fyrir
þær stundir sem við áttum
saman.
Hvíl í friði kæri vinur.
F.h. Ds. Omega og fylgifiska,
Rannveig Andrésdóttir.
✝
Guðmundur
Magni Gunn-
arsson fæddist 4.
nóvember 1942.
Hann lést 31. októ-
ber 2021.
Móðir hans var
Sigurjóna Krist-
insdóttir, f. 28.10.
1905, d. 22.9. 2000,
og faðir hans Gunn-
ar Ferdinand Gunn-
arsson, f. 12.6. 1912,
d. 28.12. 1987.
Systkini Guð-
mundar Magna:
Erla, f. 5.5. 1938.
Maður hennar er Er-
ling Markús And-
ersen, f. 11.8. 1936;
Kristinn Marínó, f.
23.8. 1934, d. 15.7.
1979; Björgvin Rós-
ant, f. 3.2. 1936, d.
29.1. 1937; Björgvin
Rósant, f. 26.5. 1941,
d. 10.12. 1972.
Útför hefur farið fram.
Elsku besti Gummi okkar er
nú búinn að kveðja þennan heim
og eftir situr mikill söknuður. Við
höfum þekkt Gumma alla okkar
ævi og eigum ekkert nema góðar
minningar um hann. Við viljum
nýta þetta tækifæri og minnast
allra þeirra góðu stunda sem við
áttum með honum, sem voru
margar. Þegar við hugsum til
baka vitum við ekki hvar við eig-
um að byrja, enda margar minn-
ingar um þennan eðalmann. Eins
og minningar um öll jólaböllin
sem við fórum með honum í
Lækjarás og ferðirnar á böll í
Tónabæ, þar sem hann var upp-
tekinn að tæma öskubakkana á
borðunum og fara með inn í eld-
hús. Gummi var alltaf vel til hafð-
ur, í skyrtu með bindi eða slaufu
og þá var hann ánægður. Afmæl-
in voru honum dýrmæt og var
hann farinn að tala um afmælið
sitt mörgum mánuðum áður en
að því kom. Blóm og pönnukökur
voru þar í uppáhaldi. Þakklátar
erum við systur fyrir þann tíma
sem við áttum með Gumma síð-
ustu vikuna sem hann lifði og
mun minningin um hann lifa með
okkur um ókomna tíð. Gummi
lést heima í faðmi fjölskyldunnar.
Hvíldu í friði elsku Gummi okkar.
Hafdís (Dísa) og
Júlíana (Úlla).
Guðmundur Magni
Gunnarsson
Við erum öll
harmi slegin, það
er svo ótrúlega
sárt að þurfa að
kveðja þig allt of snemma.
Elsku elsku yndislega fallega
Erna Líf okkar, af hverju
fórstu, af hverju fórstu frá okk-
ur, ekkert svar er við því fyrr en
Erna Líf Gunnarsdóttir
✝
Erna Líf
Gunnarsdóttir
fæddist 11. apríl
1991. Hún lést 31.
október 2021.
Útförin fór fram
11. nóvember
2021.
við hittumst á ný. Í
hugum okkar eru
ljúfar minningar,
minningar um þig,
þín fallegu bláu
augu, þitt fallega
dökka hár, þitt
undurfallega bros,
þín ljúfa fallega
rödd gleymist aldr-
ei, við mynd af þér
geymum í huga
okkar og hjarta um
alla tíð.
Þú hjá guðs englum situr,
gætir elskulegu mömmu þinnar,
pabba, Hannesar afa, Bínu
ömmu eins og okkar hinna sem
öll söknum þín svo óskaplega
sárt, grátum okkar tárum yfir
hvers vegna þú fórst, hvers
vegna sorgin nístir alla sárt. Þú
fórst veginn, veginn sem við för-
um öll, seinna munt þú taka á
móti okkur. Nú tekur elsku
Erna amma á móti þér hlýjum
örmum og þú í fangi hennar sit-
ur.
Elsku Erna Líf, blessuð sé
minning þín og hvíl í friði.
Guð gefi elsku mömmu þinni,
pabba, afa, ömmu og fjölskyldu
styrk á þessum erfiðu tímum.
Elskum þig alltaf,
Júlía og
fjölskylda.
✝
Elvar Snær
Jónsson fædd-
ist 11. maí 1973.
Hann lést á heimili
sínu Steinahlíð 1 í
Hafnarfirði 15.
nóvember 2021.
Foreldrar hans
eru Lilja Ingibjörg
Jóhannsdóttir, f.
30. apríl 1943, og
Jón Sævar Alf-
onsson, f. 8. janúar
1944. Systkini Elvars eru: Arn-
ar Freyr, f. 9.1. 1969, Guð-
björg, f. 30.4. 1974, d. 30.4.
1974, og Andri Örn, f. 25.9.
1976.
Elvar reyndist mjög fatlaður
við fæðingu. Vegna fötlunar
sinnar naut hann margvís-
legrar þjónustu gegnum árin.
Fyrst á Barnaspítala Hringsins,
síðar reglubundinnar þjálfunar
í Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi
og hluta dags á sérdeildinni
Múlaborg. Á grunnskólaaldri
dvaldi hann á Lyngási hluta
dags og stundaði þá nám í
Safamýrarskóla. Á sumrum
dvaldi hann oft hluta sumars í
sumarbúðunum í
Reykjadal.
Hinn 18. sept-
ember 1993 flutti
Elvar af heimili
foreldra sinna á
nýtt sambýli,
Steinahlíð 1 í
Hafnarfirði, þar
sem hann bjó til
æviloka. Eftir að
hann flutti í
Steinahlíð var
hann í þjálfun hluta dags á
hæfingarstöðinni Bæjarhrauni
2 í Hafnarfirði.
Þá sótti sótti hann einnig
nokkur námskeið í tónlist og
vellíðan í vatni (sundlaug) hjá
Fjölmennt.
Þrátt fyrir fötlun sína var
Elvar að öðru leyti mjög
heilsuhraustur þar til hann átti
við erfið veikindi að stríða
rúma tvo síðustu mánuðina
sem hann lifði.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 23. nóvember
2021, klukkan 13.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Þú komst eins og lítið, blessað
blóm
á bjartasta lífsins vori.
Fuglarnir sungu með sætum róm,
við svifum svo létt í spori.
Þú gafst okkur dýpstan unaðsóm
á ástinni og lífsins þori.
(Guðrún Halldórsdóttir
frá Brautarholti)
Elvar Snær fæddist á björtu
vori og var fjölskyldu sinni mik-
ill gleðigjafi. Ég eins og aðrir
fylgdist með uppvexti hans og
fékk að kynnast honum allt þar
til hann komst til fullorðinsára
og flutti að heiman.
Elvar Snær var brosmildur
og kröftugur drengur. Foreldr-
ar hans og bræður stóðu um
hann vörð og kröfðust þess
besta fyrir hann og uppskáru
sem þau sáðu. Við brottför Elv-
ars Snæs kemur margt fram í
hugann um tilgang lífsins og
margbreytileika þess en fyrst
og fremst þakklæti fyrir að
hafa átt frænda sem unni lífinu
og fékk það hlutskipti að ryðja
brautina fyrir svo marga.
Vertu sæll elsku frændi og
það þykist ég vita að þú haldir
áfram þínu brautryðjendastarfi
á nýjum slóðum.
Innilegar samúðarkveðjur til
frændfólks mín í Hlíðarbyggð 6.
Ingibjörg Stefánsdóttir.
Elvar Snær
Jónsson