Morgunblaðið - 23.11.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Frábærar hugmyndir koma til þín á
færibandi um þessar mundir. Nú ertu kom-
inn í þá aðstöðu að þú getur valið þau verk-
efni sem þú vilt vinna.
20. apríl - 20. maí +
Naut Leggðu þig fram um að bæta sam-
skiptin við vini og ættingja. Bjóddu gestum í
heimsókn og hafðu ánægju af fjölskyldu-
boðum.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Breytingar eru yfirvofandi. Þú get-
ur gefið ungum einstaklingi góða gjöf með
því að kenna honum þolinmæði og sjálfs-
aga.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Fólk er vingjarnlegt, fullt af stuðn-
ingi og því þykir gaman að hitta þig. Eitt er
víst; fólk getur treyst þér og það gerir það.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Stundum getur reynst nauðsynlegt að
grípa til aðgerða áður en allir hlutir eru
komnir í ljós. Nú er að bretta upp ermarnar
og drífa sig í að klára hlutina.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Komdu fram við aðra eins og þú kýst
að aðrir komi fram við þig. Eyddu ekki meiru
en þú aflar eða átt inni og varastu fljótfærni.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim
skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirrit-
unar. Ekki gefa neinum færi á að gagnrýna
þig, sérstaklega ekki sjálfum þér.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þeir eru margir sem bíða þess
að sjá þig láta athafnir fylgja orðum. Vertu
víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ert að öllu jöfnu varkár í pen-
ingamálunum en í dag er hætt við að þú fall-
ir í einhvers konar freisni. Finnist þér þú
vera kominn í ógöngur skaltu leita ráða hjá
öðrum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ýmis fjölskyldumál eru í brenni-
depli núna. Ef þú ert fastur einhverra hluta
vegna er dagurinn í dag sá rétti til þess að
losa sig.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Láttu ekki draga þig inn í deilur
manna á vinnustað þínum. Ef það er ekki
hægt þá biddu vinnufélaga þína að láta þig í
friði.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þrátt fyrir löngun þína til þess að
ferðast þarftu á hvíld að halda. Vertu varkár
og eyddu ekki of miklu fé í skemmtanir og
rómantík.
hann, sem er langyngstur í systkina-
hópnum, tíu ár eru á milli hans og
Jógu systur hans sem er næstyngst.
„Ég var sparibarn, og meðhöndl-
aður sem litli prinsinn, að sögn systk-
ina minna. Bróðir minn stríddi mér á
því að ég fengi alltaf allt. Þegar ég
fékk strigaskó þá sagði hann að aldr-
ei hefði hann fengið slíka skó, heldur
hefði hann þurft að ganga í gúmmí-
túttum. Ég grét yfir því hvað hann
hafði átt bágt í samanburði við mig.“
Jóhann segir að Jóga systir hans
sé örlagavaldur í lífi hans, hún sé
ástæðan fyrir því að hann valdi að
verða leikari.
„Hún ætlaði að verða leikkona og
var í leikfélagi Kópavogs á þeim ár-
um sem hún var mikið að passa mig,
litla bróður sinn. Ég fór með henni á
allar æfingar hjá leikfélaginu og þar
fékk ég í raun leiklistarbakteríuna.
Jóga lenti í bílslysi í Bandaríkjunum
og þurfti að láta af draumi sínum um
að verða leikkona, en ég tók í raun
ákvörðun um að verða leikari þegar
ég var sex ára.“
J
óhann G. Jóhannsson fædd-
ist í Reykjavík 23.11. 1971
en hann er alinn upp í
vesturbæ Kópavogs. Hann
gekk í Kársnesskóla og
Þinghólsskóla og lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Jóhann lauk BA-gráðu í leiklist og
kvikmyndafræðum frá University of
Hartford í Connecticut og er með
MBA-gráðu frá University of Exeter.
Hann hefur starfað sem leikari að
mestum hluta en einnig framleitt
kvikmyndir, sjónvarpsþætti og leik-
sýningar; leikstýrt, stýrt sjónvarps-
og útvarpsþáttum og rekið fyrirtæki
af ýmsum toga. Jóhann hefur auk
þess starfað við ýmis markaðsstörf
og nýsköpun. Nýlegustu leikverk-
efnin eru kvikmyndin Eurovision
Song Contest: The Story of Fire
Saga, með Will Ferrell, His Dark
Materials, Systrabönd og Fortitude
með Dennis Quaid. Önnur hlutverk
eru í Flag of Our Fathers, Shetland,
Rig 45, Arctic Circle (Ivalo) og Djúp-
inu. Jóhann fór með stór hlutverk í
sjónvarsþáttunum Hrauninu,
Skammerens Datter, og í þýsku sjón-
varpsseríunni Islandkrimi með
Frönku Potente.
„Fram undan eru sjónvarpsþætt-
irnir Vitjanir, sem verða frumsýndir
á RÚV um páskana, en þar leik ég
karlaðalhlutverkið. Ég leik líka
hrotta í sænsku sjónvarpsþáttunum
Hamilton, þar sem Jakob Oftebro
vinur minn leikur Hamilton, en við
höfum oft leikið saman. Þetta er önn-
ur serían og fer í loftið um jólin. Núna
er ég aðeins að kíkja á Reyni vin
minn sem leikstýrir áramóta-
skaupinu, svo það er alltaf eitthvað í
pottinum,“ segir Jóhann, sem býr á
Seltjarnarnesinu ásamt fjölskyldu
sinni, en hann segir sjóleiðina þaðan
mjög stutta yfir á æskuslóðirnar,
Kársnesið.
„Ég er mikill vesturbæingur Kópa-
vogs og ég kalla Kársnesið ævinlega
rojal-Kópavog. Það var dásamlegt að
alast upp á Kársnesinu í kringum
1980, þar var mikið frelsi og öryggi,
fjaran til að leika sér og þarna eign-
aðist ég mína bestu vini. Við félag-
arnir sem kynntumst í sex ára bekk
höldum enn sambandi,“ segir Jó-
Jóhann hefur leikið í yfir 50 kvik-
myndum og sjónvarpsverkefnum
ásamt miklum fjölda leikverka og
einnig hefur hann leikstýrt fjölda
verka. Þegar hann er spurður hvort
eitthvað standi upp úr eða honum
þyki vænna um en annað á leiklist-
arferlinum er hann fljótur til svars.
„Mér þykir vænst um fólkið sem
ég hef kynnst á þessari vegferð. Ég
hugsa alltaf með hlýju til Hársins,
sem sett var upp 1994 og ég lék í, en
það var eitt af því fyrsta sem ég tók
þátt í eftir að ég útskrifaðist. Það var
algerlega sérstakt og margir af mín-
um bestu vinum í dag eru krakkarnir
úr Hárinu, við höfum starfað heil-
mikið saman síðan, Hilmir Snær,
Ingvar Sig., Margrét Vilhjálms og
fleiri sem voru með mér í Hárinu.
Þetta var algerlega dásamlegur tími,
við vorum eins og ein stór fjölskylda
og allir með hjartað á réttum stað. Öll
verkefni sem ég hef tekið þátt í eiga
sitt pláss í hjartanu, alveg sama
hvernig þau heppnast, það er alltaf
eitthvað sem maður tekur inn í sitt
tilfinningalíf og reynslubanka. Mér
þykir líka sérstaklega vænt um kvik-
myndina Nonna og Manna, sem ég
lék í þegar ég var 15 ára. Mér líður
eins og ég sá náskyldur frændi þeirra
Garðars Cortes og Einars sem léku
Nonna og Manna, og þeir eru enn
sem bræður. Það myndast svo sterk
bönd og við hittumst enn og höldum
hópinn. Fyrstu skrefin eru alltaf eft-
irminnilegust.“
Jóhann stofnaði árið 2002 fyrir-
tækið Snilli, sem er viðburða-
fyrirtæki og tengiliðaskrifstofa fyrir
listamenn, skemmtikrafta og tónlist-
arfólk. „Ég hef komið að alls konar
frumkvöðlastarfi, og þetta fer allt vel
saman, reynsla mín og kunnátta.“
Áhugamálin eru fjölbreytt, íþróttir
eru þar ofarlega á blaði sem og veiði
og hestamennska.
„Þegar ég var sex ára fór pabbi
aftur í hestamennsku og ég er eig-
inlega alinn upp á hestbaki. Ég er
verðlaunaður hestamaður frá barns-
aldri, ég var á námskeiðum og í sýn-
ingarflokki hjá Sigrúnu Sigurð-
ardóttur ásamt ýmsum snillingum
sem eru hrossaræktendur í dag. Ég
fór til Þýskalands að temja og þjálfa
Jóhann G. Jóhannsson leikari og framkvæmdastjóri fimmtugur
Fjölskyldan Jóhann og Guðrún ásamt sonum sínum Jóhanni og Krumma og
tengdadótturinni Elizabethu Tinnu Arnardóttur, kærustu Jóhanns.
Tamdi og þjálfaði hesta 17 ára
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Vinir Jóhann og hvolpurinn Bjarmi,
nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.
Þær Hjördís Lóa Óttars-
dóttir, Katrín Borg Jakobs-
dóttir og Mist Sigurbjörns-
dóttir voru með tombólu í
haust til styrktar Rauða
krossinum. Þessar vösku
búðakonur ákváðu að reka
verslun í árlegri fjölskyldu-
útilegu í Þórsmörk í byrjun
október, sem var haldin í
skála Ferðafélags Íslands í
Langadal. Þær söfnuðu
23.740 kr. sem þær ætla að
færa Rauða krossi Íslands.
Tombóla
Reykjavík Keonna Brielle
Alquino Estrada fæddist 9.
nóvember 2020 á Landspít-
alanum við Hringbraut. Hún
vó 3.120 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Oscar Amor Estrada og
Mary Jean Alquino Estrada.
Nýr borgari