Morgunblaðið - 23.11.2021, Side 26

Morgunblaðið - 23.11.2021, Side 26
Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa hefur átt góðu gengi að fagna í golf- inu á árinu og bætti sigri á afreka- skrána um helgina. Morikawa sigraði á DP World Championship-mótinu sem haldið var í Dubai en tilheyrir Evrópumóta- röðinni. Var raunar um lokamót keppnistímabilsins á Evrópu- mótaröðinni að ræða og því til mikils að vinna. Morikawa lauk keppni á samtals 17 höggum undir pari og lék lokahring- inn á 66 höggum. Morikawa varð jafnframt efstur á stigalista Evr- ópumótaraðarinnar og er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að afreka það. Hann sigraði á The Open á Eng- landi í sumar og taldi það drjúgt á stigalistanum. Fyrir efsta sætið á stigalistanum og sigurinn í loka- mótinu fær Morikawa um 500 millj- ónir króna í verðlaunafé. Morikawa er 24 ára gamall og hefur tvívegis sigrað á risamótum í íþróttinni. kris@mbl.is Fyrstur Bandaríkjamanna AFP Fyrstur Collin Morikawa er fyrsti Bandaríkjamað- urinn sem afrekar það að enda í efsta sæti stigalista Evrópumótaraðarinnar. FRAKKLAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Franska handknattleiksliðinu Aix, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, hefur tekist að fylgja eftir góðum árangri síðasta tíma- bils í upphafi þessa tímabils. Aix hefur unnið sjö leiki af fyrstu tíu í efstu deild í Frakklandi, gert eitt jafntefli en tapað tveimur leikjum. Á föstudagskvöldið var Kristján markahæstur með átta mörk þeg- ar liðið vann Cesson Rennes 25:24 eftir spennandi leik. „Byrjunin á tímabilinu hefur verið mjög góð. Við sitjum í 3. sæti sem er bara mjög fínt. Á síðasta tímabili náðum við fjórða sæti sem var besti árangur liðsins til þessa. Við erum því í góðri stöðu um þessar mundir,“ sagði Kristján Örn þegar Morgunblaðið spjallaði við hann á dögunum. Segir hann árangur liðsins síðasta vetur hafa komið talsvert á óvart. „Ég myndi segja að við höfum komið töluvert á óvart. Liðið skipti um þjálfara og leikskipulagið breyttist bæði vegna hans en einn- ig vegna nýrra leikmanna. Mér er sagt að áður en ég kom til liðsins hafi leikstíll liðsins verið hægur. Að því leytinu til komum við því sannarlega á óvart á síðasta tíma- bili. Þetta tímabilið höfum við stig- ið fleiri skref fram á við.“ Mjög sáttur við sitt hlutverk Kristján Örn vakti snemma at- hygli með yngri landsliðum Ís- lands og lék þar með öflugum leik- mönnum sem eins og hann hafa skilað sér upp í A-landsliðið. Má þar nefna Ómar Inga Magnússon, Elvar Örn Jónsson, Arnar Frey Arnarsson og Ými Örn Gíslason sem dæmi. Kristján Örn raðaði inn mörkum fyrir Fjölni þegar liðið var í efstu deild og fór þaðan til ÍBV. Fór hann utan í fyrra og má segja að Kristján hafi valið vel þegar hann hóf atvinnumannafer- ilinn. Hann fær mikið að spila hjá liði sem gengur vel í sterkri deild. „Ég er mjög sáttur við mitt hlut- verk í liðinu. Ég fæ að spila eins mikið og ég get og hef þar af leið- andi ekki yfir neinu að kvarta.“ Eru gerðar kröfur til Kristjáns um skora mikið fyrir Aix og vera áberandi í sókninni? „Það hefur eiginlega alltaf á mínum ferli verið mitt hlutverk að skjóta mikið á markið. Ég á að vera skotvopn fyr- ir liðið. Sjálfur set ég þá pressu á mig. Ég er vanur því að skjóta á markið fyrir utan og af hverju ekki að halda því áfram? Aðalmálið er samt auðvitað að liðið vinni leikina. Við stefnum eins hátt í deildinni og hægt er. Það væri draumur að ná Meistaradeildarsæti,“ sagði Krist- ján sem nefnir Meistaradeildina en þangað komast einungis sextán lið. Í þeirri keppni í vetur eru stórliðin París Saint-Germain og Montpel- lier fulltrúar Frakklands. „Félagið stefnir þangað og við höfum það alltaf á bak við eyrað að reyna að ná Meistaradeildarsæti,“ sagði Kristján. Kynslóðaskiptunum er lokið Samkeppnin um skyttustöðuna hægra megin í íslenska landsliðinu er geysilega hörð. Ómar Ingi leik- ur frábærlega með toppliðinu í Þýskalandi, Teitur Örn Einarsson hefur stimplað sig hratt inn hjá stórliði Flensburg og ólympíu- verðlaunahafinn Alexander Pet- ersson hefur verið með á tveimur síðustu stórmótum. Kristján fékk að spreyta sig á HM í Egyptalandi í janúar og æfði með landsliðinu hérlendis á dög- unum. Þá undirbjó hópurinn sig fyrir lokakeppni EM sem fram fer í janúar í Ungverjalandi og Slóv- akíu. „Ég er mjög spenntur fyrir EM. Við lentum í 20. sæti á HM á síðasta stórmóti en það var ekki niðurstaðan sem við ætluðum okk- ur. Við spiluðum erfiða leiki og gekk nokkuð vel en töpuðum þeim yfirleitt með eins eða tveggja marka mun. Þannig er boltinn bara en núna ætlum við að stefna hærra,“ sagði Kristján og bendir á að slíkt hafi komist til tals á fund- um hjá hópnum. „Kynslóðaskiptunum er hér með lokið eins og Jóhann Ingi sagði við okkur. Nú ætlum við að sýna hvað við getum,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson enn fremur og á þar við Jóhann Inga Gunnarsson sál- fræðing sem í eina tíð var lands- liðsþjálfari en einnig þjálfari Kiel og Essen. Væri draumur að komast í Meistaradeild Morgunblaðið/Unnur Karen Frakkland Gott gengi Aix og Kristjáns Arnar Kristjánssonar heldur áfram og liðið er í toppbaráttunni eftir sjö sigra í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. - Lið Kristjáns Arnar Kristjánssonar á meðal þeirra bestu í Frakklandi 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Danmörk SönderjyskE – AaB ................................. 1:3 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá SönderjyskE á 63. mín- útu. Staðan: Midtjylland 16 11 1 4 30:15 34 København 16 8 6 2 31:12 30 AaB 16 8 4 4 26:17 28 Randers 16 8 4 4 23:18 28 Brøndby 16 7 6 3 24:20 27 Silkeborg 16 5 9 2 25:15 24 AGF 16 5 5 6 14:18 20 Viborg 16 4 7 5 25:26 19 OB 16 3 7 6 23:24 16 Nordsjælland 16 4 4 8 20:29 16 SønderjyskE 16 2 3 11 10:32 9 Vejle 16 2 2 12 15:40 8 Svíþjóð Norrköping – Djurgården...................... 1:1 - Ari Freyr Skúlason lék ekki með Norr- köping vegna meiðsla. Jóhannes Kristinn Bjarnason var ónotaður varamaður. Staðan: Malmö 28 16 7 5 57:30 55 Djurgården 28 16 6 6 43:27 54 AIK 28 16 5 7 37:21 53 Elfsborg 28 16 4 8 46:29 52 Hammarby 28 14 7 7 49:38 49 Kalmar 28 13 8 7 38:33 47 Norrköping 28 13 5 10 43:35 44 Häcken 28 9 9 10 46:42 36 Gautaborg 28 9 8 11 36:38 35 Mjällby 28 8 10 10 31:27 34 Varberg 28 8 10 10 32:33 34 Sirius 28 9 7 12 34:49 34 Halmstad 28 6 12 10 21:26 30 Degerfors 28 8 4 16 29:50 28 Örebro 28 4 5 19 21:55 17 Östersund 28 3 5 20 24:54 14 Holland B-deild: Jong Ajax – Roda..................................... 2:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 81 mínútuna með Jong Ajax. Bandaríkin Úrslitakeppnin, 1. umferð: New York City – Atlanta ........................ 2:0 - Guðmundur Þórarinsson var varamaður hjá New York og kom ekki við sögu. _ New York City mætir New England Re- volution í undanúrslitum Austurdeildar 30. nóvember. Ítalía Verona – Empoli....................................... 2:1 Torino – Udinese ...................................... 2:1 Staða efstu liða: Napoli 13 10 2 1 26:7 32 AC Milan 13 10 2 1 29:15 32 Inter Mílanó 13 8 4 1 32:15 28 Atalanta 13 7 4 2 27:17 25 Roma 13 7 1 5 23:15 22 Lazio 13 6 3 4 25:21 21 Fiorentina 13 7 0 6 20:17 21 4.$--3795.$ Olísdeild karla Valur – Afturelding .............................. 27:25 Staðan: Haukar 10 7 2 1 301:264 16 Valur 9 6 2 1 261:228 14 FH 9 6 1 2 253:227 13 ÍBV 8 6 0 2 243:229 12 Stjarnan 8 6 0 2 240:230 12 Afturelding 9 4 2 3 263:251 10 Fram 8 4 0 4 222:224 8 Selfoss 8 3 0 5 201:207 6 KA 9 3 0 6 248:269 6 Grótta 7 2 1 4 181:187 5 HK 8 0 0 8 198:229 0 Víkingur 9 0 0 9 192:258 0 Grill 66 deild karla Kórdrengir – Hörður ........................... 29:31 Valur U – Berserkir ............................. 37:21 Staðan: Hörður 6 6 0 0 208:171 12 ÍR 6 5 0 1 213:179 10 Fjölnir 6 5 0 1 186:165 10 Þór 6 3 0 3 176:169 6 Selfoss U 4 3 0 1 120:113 6 Afturelding U 6 3 0 3 158:165 6 Haukar U 5 2 0 3 135:132 4 Kórdrengir 5 2 0 3 140:139 4 Valur U 5 1 0 4 140:148 2 Vængir Júpíters 7 1 0 6 162:218 2 Berserkir 6 0 0 6 152:191 0 Umspil EM U18 kvenna Leikið í Serbíu: Slóvenía – Ísland .................................. 21:24 Serbía – Slóvakía .................................. 30:29 _ Sigurliðið í riðlinum kemst á EM 2023. Ísland mætir Slóvakíu í dag og Serbíu á fimmtudag. %$.62)0-# NBA-deildin LA Clippers – Dallas............................ 97:91 Detroit – LA Lakers ........................ 116:121 Chicago – New York ........................ 109:103 Phoenix – Denver ............................... 126:97 Golden State – Toronto.................... 119:104 4"5'*2)0-# Lilja Ágústsdóttir var í aðal- hlutverki í gær þegar U18 ára landslið stúlkna í handbolta sigraði Slóveníu 24:21 í fyrsta leiknum í umspilsriðli fyrir Evrópumótið sem fram fór í Belgrad í gær. Lilja skor- aði átta mörk í leiknum en þær Inga Dís Jóhannsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland og Embla Steindórsdóttir þrjú mörk. Ingunn María Brynjarsdóttir varði sjö skot í marki íslenska liðsins og Ísabella Björnsdóttir sex skot. Ís- land mætir Slóvakíu í dag. Lilja með átta gegn Slóveníu Ljósmynd/Sigfús Gunnar Öflug Lilja Ágústsdóttir og íslenska liðið fögnuðu góðum sigri í gær. Sigmundur Már Herbertsson er orðinn leikjahæsti dómari frá upp- hafi í leikjum á vegum Körfuknatt- leikssambands Íslands. KKÍ skýrði frá þessu í gær en þar kom fram að Sigmundur hefði nú komið að dóm- gæslunni í 2.054 leikjum á vegum KKÍ. Rögnvaldur Hreiðarsson var leikjahæstur með 2.053 leiki en hann lét staðar numið í dómgæsl- unni eftir síðasta keppnistímabil. Sigmundur sætti lagi og tók fram úr Rögnvaldi þegar Sigmundur dæmdi leik Stjörnunnar og Tinda- stóls á dögunum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Dæmir Sigmundur Már Herberts- son hefur dæmt mest allra. Sigmundur sló leikjametið Kristján Örn Kristjánsson er næstmarkahæsti leikmaður Aix á tímabilinu í frönsku 1. deildinni í handbolta með 50 mörk og sá fimmtándi marka- hæsti í deildinni. Mohammad Sanad, egypsk- ur hornamaður Nimes, er lang- markahæstur í deildinni með 84 mörk, Dragan Gajic, horna- maður frá Slóveníu, er næstur með 73 mörk fyrir Limoges og franski línumaðurinn Valentin Aman hefur skorað 61 mark fyrir Créteil, eins og spænski hornamaðurinn Valero Rivera fyrir Nantes. Daninn Mikkel Hansen, með 54 mörk fyrir París SG, og Sló- veninn Jure Dolenec með 51 mark fyrir Limoges, eru meðal þekktra leikmanna fyrir ofan Kristján á markalistanum. Fimmtándi markahæstur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.