Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik er á leið á Evr-
ópumeistaramótið 2022 sem
fram fer í Ungverjalandi og Sló-
vakíu dagana 13.-30. janúar.
Þetta er tólfta Evrópumeist-
aramótið í röð sem liðið tekur
þátt í en árin 2016 og 2018
komst liðið ekki áfram í milliriðla
og hafnaði í 13. sæti. Liðið
komst reyndar í milliriðla í Aust-
urríki, Noregi og Svíþjóð í fyrra
og hafnaði þá í 11. sæti.
Guðmundur Þórður Guð-
mundsson er á leið á sitt þriðja
stórmót með íslenska liðið frá
því hann var ráðinn landsliðs-
þjálfari í febrúar 2018 en hann
stýrði liðinu auðvitað frá 2001
til 2004 og aftur frá 2008 til
2012. Hann er eini þjálfarinn
sem hefur stýrt íslenska liðinu
til verðlauna á stórmóti.
Liðið hefur verið í ákveðinni
uppbyggingu undanfarin ár und-
ir stjórn Guðmundar en Evrópu-
mótið í janúar verður frábær
prófraun fyrir liðið. Það er alveg
óhætt að segja að við séum með
heimsklassaleikmenn í mörgum
lykilstöðum í dag.
Aron Pálmarsson, Haukur
Þrastarson, Sigvaldi Björn Guð-
jónsson, Ólafur Guðmundsson
og Teitur Örn Einarsson leika all-
ir í Meistaradeildinni með sínum
liðum og eru í stórum hlut-
verkum. Ómar Ingi Magnússon
og Bjarki Már Elísson eru á með-
al markahæstu leikmanna þýsku
1. deildarinnar og þá eru mjög
margir leikmenn í lykilhlutverki
með sínu liði í Þýskalandi, hvort
sem er í vörn eða sókn.
Ef horft er á mannskapinn
sem landsliðsþjálfarinn getur
valið úr er alveg óhætt að leyfa
sér að dreyma aðeins núna.
Hvort liðið muni berjast um
verðlaun skal látið ósagt en það
er hægt að gera kröfu á mun
betri árangur núna en undan-
farin ár.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnukonan Natasha Anasi
hefur átt viðburðaríkar síðustu vikur
en í lok októbermánaðar gekk hún
til liðs við Breiðablik frá Keflavík.
Natasha, sem er þrítug, lék með
Keflavík frá 2017 til ársins 2021 og
var fyrirliði liðsins í fjögur ár en hún
hefur verið besti leikmaður Keflvík-
inga undanfarin ár.
Þá var hún valin í íslenska lands-
liðshópnum sem mætir Japan og
Kýpur á fimmtudag og næsta þriðju-
dag en þetta er í annað sinn á ferl-
inum sem hún er valin í íslenska
landsliðið.
Mjög erfið ákvörðun
„Það var mjög erfið ákvörðun að
taka að yfirgefa Keflavík,“ sagði Na-
tasha í samtali við Morgunblaðið.
„Ég varð samningslaus í október
og ég tók mér því góðan tíma í að
fara yfir næstu skref á mínum ferli.
Tímabilið með Keflavík var bæði
langt og strembið enda tekur það á
andlega að vera stöðugt í botnbar-
átt. Þetta var rétti tíminn til þess að
breyta til.
Ég ber gríðarlega mikla virðingu
fyrir Keflavík og öllu því sem félagið
hefur gert fyrir mig. Ég gaf allt mitt
fyrir félagið og markmiðið hjá
klúbbnum var að halda sér í deild-
inni eftir að hafa komið upp sem ný-
liðar. Það tókst og ég er líka með
ákveðin markmið sem leikmaður og
mig langaði að fylgja þeim eftir,“
sagði Natasha.
Breiðablik hentaði vel
Varnarmaðurinn varð samnings-
laus í október og voru mörg lið sem
reyndu að krækja í hana.
„Ég fann fyrir miklum áhuga, ég
ætla ekki að neita því. Ég fann það
hins vegar, eftir að hafa rætt við for-
ráðamenn Breiðabliks, að Kópavog-
urinn væri rétti staðurinn fyrir mig.
Þeirra framtíðarsýn rímaði vel við
mín persónulegu markmið og þetta
er félag sem hentar mér mjög vel að
öllu leyti.
Keflavíkurliðið var mitt annað
heimili og ég var aðeins að leita eftir
því líka. Ég sá Breiðablik fyrir mér
sem mitt næsta heimili ef svo má
segja og það átti stóran þátt í minni
ákvörðun. Ég ræddi svo auðvitað vel
og lengi við fjölskylduna mína og að
endingu vorum við öll sammála um
ég myndi ganga til liðs við Breiða-
blik.“
Stefnir á lokakeppnina
Natasha lék sína fyrstu A-
landsleiki gegn Norður-Írlandi og
Skotlandi á Pinatar-Cup á Spáni í
mars á síðasta ári en hefur ekki ver-
ið valin í hópinn síðan.
„Það kom mér klárlega á óvart að
fá símtalið frá Þorsteini [Halldórs-
syni]. Það hefur verið mín tilfinning
að ég sé búin að vera nálægt því að
vera valin nokkrum sinnum en það
hefur kannski vantað herslumuninn
upp á. Á sama tíma er samkeppnin
gríðarlega mikil og það eru auðvitað
margir frábærir miðverðir í landslið-
inu sem eru búnir að vera mjög lengi
í hópnum.
Það hefur lengi verið markmið hjá
mér að festa mig í sessi hjá landslið-
inu og eftir að hafa verið valin í hóp-
inn í fyrsta sinn á síðasta ári þá ein-
hvern veginn varð það markmið
sterkara. Á sama tíma hef ég líka
reynt að standa mig vel með mínu
félagsliði enda er valið ekki undir
sjálfri mér komið. Ég hef því reynt
að einblína á þá hluti sem ég get sjálf
stjórnað, sem var að standa mig vel
á vellinum.
Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri
til að sýna landsliðsþjálfurunum
hvað ég get og það er undir sjálfri
mér komið að nýta það sem allra
best. Það er ekkert leyndarmál að
mig langar að vera í lokahópnum
sem fer á Evrópumeistaramótið og
ég tel mig hafa margt fram að færa
sem gæti nýst liðinu á stórmóti.“
Gagnkvæm virðing
Landsliðskonan viðurkennir að
það hafi verið erfitt að kveðja Gunn-
ar Magnús Jónsson, þjálfara Kefla-
víkur, en þau hafa unnið náið saman
undanfarin fimm ár.
„Það var mjög erfitt að segja
Gunnari Magnúsi [Jónssyni] að ég
myndi ekki spila með Keflavík á
næstu leiktíð. Samband okkar hefur
verið algjörlega frábært síðan ég
byrjaði að spila fyrir hann og ég hef
verið fyrirliðinn hans í mjög langan
tíma. Við erum líka frábærir vinir og
það var því mjög erfitt að hringja í
hann og segja honum að ég yrði ekki
í Keflavíkurtreyjunni næsta sumar.
Á sama tíma var hann mjög
ánægður fyrir mína hönd en auðvit-
að var hann mjög svekktur líka því
hann vildi ekki missa mig. Þrátt fyr-
ir að ég sé búin að skipta yfir í
Breiðablik er samband okkar mjög
gott og það verður það áfram enda
berum við mikla virðingu hvort fyrir
öðru,“ bætti Natasha við í samtali
við Morgunblaðið.
Símtalið kom
skemmtilega
á óvart
- Natasha Anasi gekk til liðs við
Breiðablik eftir fimm ár í Keflavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslensk Natasha Anasi hefur leikið á Íslandi í átta ár með ÍBV og Keflavík
og spilað tvo landsleiki. Nú er hún komin í raðir Breiðabliks.
Knattspyrnukonan Dagný Brynj-
arsdóttir er í liði umferðarinnar í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
eftir góða frammistöðu með West
Ham gegn Tottenham um nýliðna
helgi. Leiknum lauk með 1:0-
heimasigri West Ham í Dagenham
en Dagný skoraði sigurmark leiks-
ins á 69. mínútu. Þetta var hennar
annað mark í ensku úrvalsdeildinni
á tímabilinu í sjö leikjum en hún
hefur byrjað sex leiki í deildinni
það sem af er tímabili. West Ham er
í fimmta sæti deildarinnar með 12
stig eftir átta umferðir.
Í liði umferðarinnar
á Englandi
Ljósmynd/@westhamwomen
Mark Dagný fagnar marki sínu
gegn Tottenham um helgina.
Hornamaðurinn Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir hefur verið kölluð inn í ís-
lenska landsliðið í handknattleik.
Þórey Rósa tekur sæti Tinnu Sólar
Björgvinsdóttur sem þurfti að
draga sig úr hópnum vegna
meiðsla. Íslenska kvennalandsliðið
tekur þátt í æfingamóti í Cheb í
Tékklandi dagana 25.-27. nóv-
ember ásamt Tékklandi, Noregi og
Sviss. Þórey Rósa, sem er 32 ára
gömul og samningsbundin Fram, er
á meðal reyndustu leikmanna ís-
lenska liðsins en hún á að baki yfir
hundrað landsleiki.
Þórey kölluð
í landsliðið
Morgunblaðið/Eggert
Reynsla Þórey Rósa er á meðal
reyndustu leikmanna Íslands.
Björgvin Páll Gústafsson átti stórleik í marki Vals-
manna þegar liðið tók á móti Aftureldingu í úrvals-
deild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Origo-
höllinni á Hlíðarenda í níundu umferð deildarinnar í
gær.
Leiknum lauk með tveggja marka sigri Valsmanna,
27:25, en Björgvin Páll varði 20 skot í markinu, þar
af tvö vítaskot, og var með 44% markvörslu.
Jafnfræði var með liðunum til að byrja með en
Valsmenn sigldu hægt og rólega fram úr eftir því
sem leið á leikinn. Þeir náðu mest sex marka forskoti
í síðari hálfleik og þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst
Mosfellingum ekki að ógna forskotinu. Tumi Steinn
Rúnarsson var markahæstur Valsmanna með sex
mörk og Benedikt Gunnar Óskarsson og Finnur Ingi
Stefánsson skoruðu fimm mörk hvor.
Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæstur Mos-
fellinga með átta mörk og Árni Bragi Eyjólfsson
skoraði sex mörk. Andri Sigmarsson Scheving varði
níu skot í marki Aftureldingar.
Valsmenn eru með 14 stig í öðru sæti deildarinnar,
tveimur stigum minna en Haukar, en Valur á leik til
góða á Hauka. Afturelding er með 10 stig í sjötta
sætinu.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Gegnumbrot Valsarinn Tryggvi Garðar Jónsson brýtur sér leið í gegnum vörn Aftureldingar á Hlíðarenda í gær.
Fór á kostum í marki Valsmanna